1 / 7

Íslensk málsaga Íslenska í Ameríku, bls. 97-100

Íslensk málsaga Íslenska í Ameríku, bls. 97-100. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Af hverju fluttist fólk til Ameríku?. Þúsundir Íslendinga fluttust til Ameríku, einkum Kanada á árunum 1855-1914. Ástæðurnar voru einkum: Eldgos í Kötlu 1875.

duncan
Download Presentation

Íslensk málsaga Íslenska í Ameríku, bls. 97-100

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslensk málsagaÍslenska í Ameríku, bls. 97-100 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Af hverju fluttist fólk til Ameríku? • Þúsundir Íslendinga fluttust til Ameríku, einkum Kanada á árunum 1855-1914. • Ástæðurnar voru einkum: • Eldgos í Kötlu 1875. • Hallæri í landinu 1880-90. • Erfitt var að fá jarðnæði á Íslandi.

  3. Af hverju fluttist fólk til Ameríku?, frh. • Flestir fluttust frá Norður- og Austurlandi. • Flestir settust að á Nýja-Íslandi og í Manitoba í Kanada og gerðust bændur. • Íslendingar í Kanada gáfu út blöð, ortu kvæði og sömdu sögur á íslensku: • Einar H. Kvaran • Gestur Pálsson • Stephan G. Stephansson

  4. Hvernig dugði íslenska í Ameríku? • Samfélagið sem fólk yfirgaf var bændasamfélag. • Innflytjendurnir lögðu mikið kapp á að læra ensku enda dugði íslenskan illa í nýja umhverfinu: • borgarsamfélag • iðnaður • Þó var reynt að bjóða íslenskum börnum kennslu í íslensku, einkum í tengslum við safnaðarstarf. • Árið 1951 var stofnað embætti prófessors í íslensku við Háskólann í Manitoba fyrir söfnunarfé Vestur-Íslendinga sjálfra.

  5. Hvernig löguðu Vestur-Íslendingar málið að umhverfi sínu? • Tekin voru upp ensk orð og löguð að íslensku hljóð- og beygingarkerfi: • Spíker, önderteiker, eleveitor, míting, hómvörk, trein. • Farmari, að nörsa, tóstari, dröggbúð. • Búnar voru til nýmyndanir sem líta út eins og íslensk orð en eiga sér beinar enskar fyrirmyndir: • Blakkborð, fylla inn, ísrjómi, ljóshús, hreyfimynd. • Gömul íslensk orð fengu nýja merkingu með hliðsjón af líkum orðum í ensku: • Kalla (hringja), lifa (eiga heima), vanta (langa til).

  6. Hvaða nöfn notuðu Vestur-Íslendingar? • Fólk hætti að kenna börn við feður sína og tóku upp ættarnöfn. • Konur tóku þá eftirnafn manna sinna. Þau voru síðan löguð að ensku stafrófi: • Björnsson = Bjornson • Jónsson = Johnson • Einnig tóku menn upp eftirnöfn sem byggðust á íslenskum örnefnum: • Snæfeld af Snæfell • Hurdal af Hörgárdalur • Axford af Axarfjörður • Ýmis skírnarnöfn breyttust líka: • Björn varð að Barney • Hinrik varð að Henry • Íslendingar tóku líka með sér örnefni að heiman. Ritháttur sumra þeirra hefur þó breyst: • Árbakki, Árborg, Bifröst, Geysir, Gimli, Lundur, Reykjavík.

  7. Örlög vestur-íslensku • Fáir núlifandi Vestur-Íslendingar tala íslensku enda lokaðist málið inni á heimilinum. • Úti í atvinnulífinu dugði íslenska ekki til. • Ekki var boðið upp á menntun í íslensku með skipulegum hætti. • Sjá sýnishorn úr vestur-íslensku á bls. 99.

More Related