1 / 71

Sál 203

Sál 203. 4. GREIND OG VITSMUNIR. TVÆR NÁLGANIR AÐ GREIND. Áhersla á eðlislæg einkenni greindar á mismunandi aldurs- eða þroskaskeiðum. Greind sem mismikil hæfni. Það er nálgun greindarprófanna. HVAÐ ER GREIND?.

efrem
Download Presentation

Sál 203

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sál 203 4. GREIND OG VITSMUNIR

  2. TVÆR NÁLGANIR AÐ GREIND • Áhersla á eðlislæg einkenni greindar á mismunandi aldurs- eða þroskaskeiðum. • Greind sem mismikil hæfni. Það er nálgun greindarprófanna.

  3. HVAÐ ER GREIND? • Að læra og nota nám sitt og þekkingu til að laga sig að nýjum aðstæðum og leysa ný verkefni (Sigurjón Björnsson) • Hæfni til að laga sig að umhverfinu, einkum nýjum aðstæðum (Helms og Turner) • Meðfæddur hæfileiki til að afla sér þekkingar og nýta hana til að laga sig að umhverfinu (Piaget) • Hæfni til að læra af reynslunni • Hæfileikinn til sértækrar hugsunar • Greindarhugtakið á að ná yfir alla getu fólks til að vinna úr upplýsingum og skapa eitthvað nýtt (Howard Gardner)

  4. GREINDARPRÓF • Upphaf greindarprófa: Fræðsluyfirvöld í París vildu fá próf sem mældi námshæfni barna til að geta hjálpað þeim sem áttu erfitt með að læra. • Markmiðið bættur árangur einstaklinganna frekar en flokkun þeirra. • Binet og Simon voru fengnir til að útbúa greindarpróf 1904. • Greindarprófin áttu að mæla meðfædda hæfileika.

  5. Alfred Binet

  6. FRH. • Stundum er talað um A- og B-þætti greindar. • A-þáttur er meðfæddur hæfileiki. • B-þáttur er þekking eða kunnáttu á hverjum tíma. • Prófin mæla í raun B-þáttinn. Greindarpróf mæla almenna hæfileika og kunnáttu.

  7. Kröfur greindarprófa: • Réttmæti: • Að prófin mæli það sem þau eiga að mæla. Oft er miðað við (viðmiðunar-réttmæti) eitthvað sem almennt er talið tengjast greind, t.d. skólaeinkunnir. • Áræðanleiki: • Að prófið gefi svipaða niðurstöðu við endurteknar prófanir. Til að próftakar læri ekki svörin utan að er oft stuðst við tvær útgáfur af sama prófinu. • Stöðlun: • Staðla þarf hvert próf fyrir þann hóp (menningarsvæði) sem nota á prófið á.

  8. Almenn greind og greindarþættir: • Binet og Simon • ráku sig á það að samræmi var milli frammistöðu á einstökum prófþáttum. Af því drógu þeir þær ályktanir að til væri almenn greind. • Spearman • setti á svipuðum tíma fram kenningu um almenna greind G-þáttinn. • Guilford (1956) • var ósammála og taldi greind samanstanda af mörgum sérhæfileikum. Undanfarin ár hafa nýtísku fjölgreindarkenningar verið vinsælar t.d. kenningar Howards Gardners og Davids Sternbergs.

  9. Frh. • Guilford gerði ráð fyrir þremur víddum greindar: • Greindarferli • Viðfangsefni • Árangur • Greindarferli x Viðfangsefni x Árangur gaf 120 fræðilega greindarþætti (mynd 5.1 á bls. 163).

  10. Greindaraldur og greindarvísitala: • Binet reiknaði út greindaraldur sem var miðaður við meðaltalsárangur hvers árgangs. • Stern fór síðan að reikna út greindarvísitölu (GV). • GV = GA / LA eða Greindarvísitala = Greindaraldur/Lífaldur • Þessi aðferð virkaði ekki nema fyrir börn því lífaldur jókst meira heldur en greindaraldur eftir því sem leið á ævina.

  11. Frh. • Terman og Wechsler stöðluðu GV á normalkúrfufyrir hvern aldurhóp. • Normalkúrfan gefur réttari mynd af stöðu einstaklingsins gagnvart hópnum. • Á normalakúrfunni hafði meðaltalið gildið 100. • Útfrá meðaltalinu voru svo staðalfrávik upp á við og niður á við. Hvert staðalfrávik var 16 stig. • Staðalfrávikin næst meðaltalinu voru fjölmennust en urðu fámennari eftir því sem utar dró. (mynd 5.2 á bls.163). • Lárétti ásinn mælir greindarstig, lóðrétti ásinn mælir fjölda einstaklinga.

  12. Þekktustu greindarprófin • Fyrsta greindarprófið Binet-prófið kom út í Frakklandi 1905. • Því var ætlað að prófa hæfni barna á aldrinum 2-16 ára. • Verkefnin voru t.d. að skilgreina orð og raða kubbum. • Þegar Binet-prófið var staðlað í Bandaríkjunum var notast við normalkúrvu. • Það er ýmist nefnt Stanfor-Binet prófið eða Terman-Merrill prófið. • Það er ætlað fyrir börn á aldrinum 2,5-18 ára. • Það prófar einkum málleikni en lítið hreyfileikni. Málleikni er góð forspá um skólaárangur. • Verkþættir eru t.d. minni, ályktunarhæfni og röðun kubba (bálkur 5.3 bls. 167).

  13. Frh. • Wechsler var óánægður með einhliða áherslu Binet-prófsins á málhæfni. Hann samdi Wechsler-prófið fyrir fullorðna. • Í Wechsler-prófinu er lögð jöfn áhersla á verklega- og mállega hlutann. • Betra er að prófa börn með slakan málþroska með Wechsler prófinu. • Wechsler-prófið hefur verið gefið út í mismunandi útgáfum fyrir mismunandi aldurshópa. • Próffyrirlögn er umfangsmikil og tekur upp undir klukkustund að prófa hvern einstakling með Wechsler-prófinu. • Mikil fylgni er milli Binet-prófsins og Wechlser-prófsins. Það hefur verið notað sem rök fyrir g-þætti greindar. • Ravens-prófið: Er tilraun til að gera menningaróháð próf sem reynir bæði á skynjunar- og ályktunarhæfni (mynd 5.3 bls. 168).

  14. Notkun greindarprófa á Íslandi • Vegna þess hve dýrt er að staðla sálfræðileg próf hefur stöðlun greindarprófa verið ábótavant hér á landi. • Fyrstu greindarprófin voru þýdd án stöðlunar. • Matthías Jónasson var í forystu fyrir stöðlun Stanford-Binet gerð frá árunum 1916 og 1937 (Terman-Merrill) og kom það út 1956. • Það er oft kallað Matthíasar-prófið. • Hópur sálfræðinga staðlaði Wechsler-prófið 1971.

  15. Gagnrýni á greindarpróf Félagsleggagnrýni

  16. Fræðileg gagnrýni

  17. ÞROSKI OG STÖÐUGLEIKI GREINDAR • Framfarir greindar eru mestar í bernsku. • Greind verður stöðugri eftir því sem líður á bernskuna. • Að loknum unglingsárunum koma engir nýir hæfileikar fram. • Þverskurðar - rannsóknir gefa til kynna mun á greind kynslóða. • Langtíma rannsóknir gefa til kynna að greind haldi áfram að hækka fram eftir aldri. • Mismunur er milli greindarþátta, sumir halda áfram að þroskast en öðrum hnignar. • Með því að vera andlega og líkamlega virkur hnignar greind síður.

  18. KENNING PIAGETS • Piaget leit á sig sem þróunar-þekkingarfræðing, þ.e. hann ætlaði að skýra hvernig þekking þróaðist hjá mannkyninu með því að athuga hvernig hún þróaðist hjá börnum. • hafði líffræðilega sýn á hlutverk greindar. Greind var ætlað að aðlaga einstaklinginn að umhverfinu. • taldi að greind barna væri eðlislega frábrugðin greind fullorðinna. Hann taldi að greindin skiptist í fjögur stig. • taldi námsverkefni verða að vera í samræmi við þroskastig. • taldi að börn hefðu rannsóknarhvöt sem drifi áfram námið og þroskann.

  19. Jean Piaget

  20. Helstu hugmyndir Piagets • Piaget notaði klíníska aðferð. Hann tók börn í viðtöl eða fékk þeim verkefni. • Piaget taldi að athafnir barnsins orsökuðu hugsun. • Viðhorf hans voru verulega mótuð af reynslu af eigin börnum. • Piaget greindi hugsunina í þrjá þætti • innihald • formgerð • starfshætti • Innihald hugsunar: Athygli Piaget beindist fyrst að innihaldi hugsunar en síðar beindis hún að grundvallarferlinu sem lá að baki.

  21. Frh. • Formgerðir vitsmunalífs: • Piaget taldi líffræðilegu formgerðirnar vera áskapaðar líkt og byggingu taugakerfisins eða þrívíddarsjón okkar. • Sálfræðilegar formgerðir byggðu hinsvegar á samspili líffræðilegra formgerða og reynslu. • Hvert stig hafði sína sérstöku sálfræðilegu formgerð, tvö síðari stigin eru einfaldlega kennd við sína sálfræðilegu formgerð. • Skynhreyfistig hafði skemu. • Foraðgerðastig var sjálflægt. • Hlutbundnar aðgerðir. • Formlegar aðgerðir.

  22. Frh. • Skema: Eru föst líffræðilega ásköpuð hegðunarmynstur eins og t.d. sogskema (að barn sýgur það sem er stungið upp í það). • Aðgerð: Barn rekur aðgerðir fram og aftur í huganum án þess að framkvæma þær. • Hlutbundar aðgerðir. • Formlegar aðgerðir. • Starfshættir: Snúast um hvernig lífveran bregst við umhverfi sínu. • Aðhæfing lagar formgerðirnar að umhverfinu. • Samlögun lagar umhverfið að formgerðinni.

  23. Stigskiptingin • Greindarþroski helst í hendur við líffræðilegan þroska og er því óbreytanlegur. • Piaget taldi að börn færu mishratt í gegnum stigin og þeir sem verði snemma bráðþroska fari hægar í gegnum síðari skeið og hafi lægri greind við fullþroska.

  24. Stig Piagets í þroskun hugsunar tafla 5.2

  25. Skynhreyfistig 0-2 ára • Viðbragðsþrepið: Þá beitir barnið skemum á umhvefi sitt. • Dæmi: Sogskema • Aðhæfa verður það að geirvörtu móður. • Eftir reynslu sýgur barnið suma hluti og suma ekki, það er samlögun. • Hringsvaranir: Fyrstu hringsvaranirnar fela í sér samsetningu óskyldra skema. • Dæmi: Barn sem baðar út höndunum (handaskema) rekur fingurinn uppi í sig óvart og byrjar að sjúga (sogskema) hann. Þegar barnið fer að gera þetta markvisst hefur orðið til hringsvörun. • Piaget flokkaði hringsvaranir í nokkur stig eftir því hversu flóknar samsetningar þær fólu í sér og eftir því hversu náið sambandið við umhverfið var. • Einfaldar tilraunir og táknbundin hugsun marka lok fyrsta skeiðs.

  26. Foraðgerðastig 2-7 ára • Andlegar tilraunir er eitt megin einkenni foraðgerðarstigs. • Barnið þarf ekki að gera tilraunir í verki heldur getur reynt þær fyrst í huganum. • Tilraunirnar eru einstefnu tilraunir. Barnið getur metið útkomuna úr tilrauninni í huganum en ekki hlutað hana í þætti og metið hvern þátt fyrir sig. • Vegna þess að barnið getur ekki rakið hugsanir sínar fram og aftur gerið það sér ekki grein fyrir varðveislu. • Dæmi: Þegar sama vökvanum er hellt úr háu glasi í lágt glas þá heldur það að magnið hafi orðið minna vegna þess að það getur ekki rakið sig aftur til fyrra glassins. • Sjálflægni er annað megin einkenni foraðgerðastigs. • Barnið getur ekki sett sig í spor annarra. • Tal er sjálfhverft. • Barnið hefur ekki enn uppgötvað almennilega muninn á sér og öðrum.

  27. Stig hlutbundinna aðgerða 7-11 ára • Börn fara að geta gert aðgerðir, þ.e. rakið hugsanir sínar fram og aftur. • Þá geta þau skoðað einstaka þætti í hugsunum sínum. • Aðgerðirnar eru samt hlutbundnar, þ.e. tengjast mjög náið reynslu barnsins. • Sjálflægni verður minni og barnið fer t.d. að geta fylgt flóknum leikreglum.

  28. Stig formlegra aðgerða 11-15 ára • Börn fara að geta gert aðgerðir sem eru ekki náið tengdar þeirra eigin reynslu. • Hugsunin verður sértækari, tákn frekar en hlutir notaðir í hugsuninni. • Hugsunin verður gangvirk, getur skoðað sjálfa sig betur. • Hugsunin verður sveigjanleg, hægt er að hugleiða hlutina á fjölbreyttari hátt en áður. • Piaget hafði frekar jákvæða afstöðu til unglingsáranna vegna þess andlega þroska sem fór fram á þeim.

  29. Tafla 5.5 Þroskaverkefni unglingsárannaÞroskun sjálfsmyndar mótast af öllum þessum þáttum. • Að aðlagast aukinni vitsmunalegri hæfni og breyttu útliti. • Að mynda ný sambönd við félaga af báðum kynjum. • Að öðlast tilfinningalegt sjálfstæði gagnvart foreldrum. • Að búa sig undir verkefni fullorðinsáranna, t.d. lífsstarf, hjónaband og foreldrahlutverk. • Að móta eigin hugmyndafræði sem ramma fyrir hegðun og lífsviðhorf. • Að þroska með sér félagslega ábyrga hegðun.

  30. PIAGET OG SKÓLASTARF • Hugmyndir lúta að fræðilegum forsendum skólastarfs • Í skólastarfinu skiptir miklu máli að barnið sé virkt, reiðubúið og jafnvægi skapist á milli þess og þekkingar • Gagnlegar hugmyndir þegar huga þarf að því hvenær og hvernig skuli kenna ákveðna hluti

  31. Röðun kennsluefnis • Börn þurfa að vera reiðubúin • Þurfa að hafa náð vissu þroskastigi áður en hægt er að kenna þeim vissa hluti • T.d. í stærðfræði og sögu • Ekki hægt að kenna samlagningu, frádrátt og deilingu fyrr en barnið ræður við varðveislu fjölda (um 7 ára) • Ekki hægt að kenna sögu fyrr en börn skilja hugtökin nútíð, þátíð og framtíð (stig formlegra aðgerða upp úr 11 ára)

  32. Inntak námsefnis • Námsefni fyrir yngri börn þarf að uppfylla tvö skilyrði • Þarf að vera sem mest hlutkennt og áþreifanlegt • Á stigi formlegra aðgerða að raunverulegur skilningur kemur fram á sértækum hugtökum og hæfni til að skilja munnlegar útskýringar eingöngu • Fram að 7. bekk á að leggjá áherslu á uppgötvunarnám, verklega kennslu og tilraunir • Ekki fyrirlestra og hreina bóklega kennslu

  33. Kennslubækur þurfa að vera með vönduðum útskýringum og teikningum og myndum • Langlokutextar börnum ofviða undir 6. eða 7. bekk og getur dregið úr áhuga • Tölvur, mynefni eins og vefsíður, kvikmyndir, myndbönd og þess háttar á að notast við • Mikilvægt að börnin fái sjálf að prófa því greindarþroski á samkvæmt kenningu Piagets rætur að rekja til athafna

  34. Kennsluaðferðir • Kennarar þurfa að hafa þrennt í huga: • Að barnið er sjálft virkur aðili í eigin þroska og því þarf að leggja áherslu á kennsluaðferðir sem byggjast á virkni nemandans • Talið er mikilvægt að gera börnum grein fyrir að heimurinn er ekki bara í svörtu og hvítu • að hugtök eru ekki alltaf skilgreind í eitt skipti fyrir öll og að hvert mál er hægt að nálgast frá ólíkum sjónarhornum • að kynna nemendum andstæð sjónarmið eflir rökhugsun þeirra

  35. 3. Kennarar eiga að muna eftir því að margir nemendur eru fullfærir um að kenna bekkjar- eða skólafélögum sínum sem ef til vill eru skemmra á veg komnir

  36. Aðalatriðin í sambandi við skólastarf samkvæmt Piaget • Greindarþroski barna er stigbundinn og því er ekki hægt að kenna þeim námsefni af hærra stigi en þau hafa þroska til • Námsáhugi er manninum áskapaður og hann leitast við að komast á efra þroskastig og takast á við verkefni sem ýta undir þroskann • Börn læra best ef þau eru virk í námi

  37. Gagnrýni á kenningu Piagets • Gagnrýni á kenningar Piaget má oft frekar skilja sem fyrirvara við kenninguna heldur en tilraunir til að hrekja hana. • Sumir telja aldurstengingu stiga óréttmæta. En sú aldurstenging er byggð á reynslu af því hvað er algengast og á ekki að skilja sem algilda. Það er röð stiganna sem á að vera algild. • Sumir hafa gagnrýnt hugmyndina um fullþroska greindar við 16 ára aldur enda hljóti aukin reynsla og þekking að leiða til eðlismunar. • Sumir hafa gagnrýnt túlkanir Piaget á varðveisluskilningi og sjálflægni.

  38. Frh. • Huges endurtók fjallatilraun Piaget (sjá bls.190) með einfaldari hætti • börnin áttu auðveldara með að setja sig inn í aðstæður (dúkkustrákur að forðast löggu) • börnin áttu þá auðveldara með að álykta rétt. • Andsvar: Þetta skerpir skilning okkar á sjálflægninni, hún er ekki algjör. • Bryant hefur endurtúlkað tilraunir sem varða varðveisluskilninginn. Hann telur að börn geti skilið varðveislu en misskilið spurninguna (mynd 5.17 bls 207). • Andsvar: En börn sem eru aðeins nokkrum árum eldri sína ekki sama misskilning sem gefur til kynna að varðveisluskilningur þeirra er sterkari.

  39. FJÖLGREINDARKENNING GARDNERS • Bandarískur sálfræðingur • Gengur út á að mannleg greind sé margskipt og hver þáttur hennar þroskist með sínu sérstaka lagi • Eiga sér langan aðdraganda • Fannst sjálfum t.d. tónlistaráhuga ekki gert nógu hátt undir höfði • Hefur gefið út margar bækur um greind • Segir rök byggð á rannsóknum styðja þá sýn að mannshugurinn sé deildarskiptur

  40. Ólíkir sálfræðilegir hæfileikar birtist í ólíkum táknkerfum • Það er til að fólk missi tiltekna sérhæfða hæfileika á sama tíma og aðrir skyldir hæfileikar haldist óskertir • Greind er hæfileikinn til að • leysa gátur og ráða fram úr vanda daglegs lífs • finna og skapa ráðgátur og þrautir • Leggja sitt af mörkum, afurð eða þjónustu, sem er mikils metin a.m.k. í einni menningu

  41. Gardner talar um eftirfarandi greindir • Málgreind • Rök- og stærðfræðigreind • Rýmisgreind • Hreyfigreind • Tónlistargreind • Samskiptagreind • Sjálfsþekkingargreind • Náttúrugreind • Og er að vinna í því að bæta fleirum við

  42. Howard Gardner

  43. HOWARD GARDNER

  44. Málgreind • Er sá greindarþáttur sem flestir deila því hvar sem er í heiminum hafa menn þróað málið til tjáskipta • Kemur glöggt í ljós hjá þeim sem tala á opinberum vettvangi, blaðamönnum, rithöfundum og ljóðskáldum • Felur í sér hæfileikann til að skilja reglur, skipan og merkingu orða • Auðveldar minni og upprifjun • Er látin í ljós í lestri, ritun, tali og hlustun • Er afar mikið notuð í námi og kennslu

  45. Rök- og stærðfræðigreind • Er augljós hjá vísindamönnum, stærðfræðingum og rannsóknarlögreglumönnum • Felst í að átta sig á mynstrum og tengslum • Felur í sér færni í stærðfræðilegum tölvuaðgerðum og færni í að fást við sértæk talnakerfi • Er augljós í vísindalegur vinnuferli og aðferðum

  46. Rýmisgreind • Felur í sér hæfileikann að geta endurskapað rými í huganum eins og flugmenn eða sjómenn • Að geta leikið sér með rýmishugmyndir eins og arkitekt eða myndhöggvari • Auðveldar skynjun ytri og innri myndheims/myndmál

  47. Hreyfigreind • Dansarar og íþróttafólk sýnir hreyfigreind og einnig þeir sem reiða sig á samhæfingu eins og gullsmiðir og skurðlæknar • Auðveldar stjórnun á ósjálfráðum og sjálfráðum hreyfingum • Felur í sér næmt tímaskyn og vitneskju á því hvenær og hvernig á að gera eitthvað • Felur í sér hæfileika til að bæta líkamsfærni með því að sameina hug og hönd eins og t.d. myndhöggvarar og vélvirkjar

  48. Tónlistargreind • Er augljós hjá tónlistarmönnum, söngvurum, tónlistargagnrýnendum og færum hlustendum • Felur í sér næmi fyrir tóni og takti • Er notuð til að þekkja, líkja eftir, endurskapa og skapa tónlist • Getur falið í sér færni í að lesa og bregðast við nótum • Kemur fyrst í ljós af greindarþáttunum

  49. Samskiptagreind • Er augljós hjá kennurum, ráðgjöfum, meðferðarsérfræðingum, prestum og stjórnmálamönnum • Felur í sér næmni gagnvart hugarástandi og skapi annarra • Felur í sér hæfni til samstarfs og samvinnu • Felur í sér hæfileikann til að hugleiða mörg sjónarmið • Er notuð af færustu leiðtogum

  50. Sjálfsþekkingargreind • Er augljós hjá geðlæknum, heimspekingum og andlegum leiðtogum • Er notuð til að öðlast sjálfsvitund og til að þróa og tjá tilfinningu fyrir sjálfum sér • Felur í sér að íhuga eigin hugsun, sjálfsskilning, eigin viðbrögð • Þroskast síðust af öllum greindarþáttunum

More Related