1 / 19

Brunahönnun bygginga Fortíð - Nútíð - Framtíð

Brunahönnun bygginga Fortíð - Nútíð - Framtíð. Þróun í brunahönnun . Fyrir gildistöku reglugerðar um brunavarnir og brunamál 1978. Lítið um brunavarnir í byggingum. Engin áhersla lögð á brunahólfun innan bygginga. Lítil sem engin áhersla lögð á að tryggja öruggar flóttaleiðir.

eithne
Download Presentation

Brunahönnun bygginga Fortíð - Nútíð - Framtíð

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Brunahönnun bygginga Fortíð - Nútíð - Framtíð

  2. Þróun í brunahönnun Fyrir gildistöku reglugerðar um brunavarnir og brunamál 1978 • Lítið um brunavarnir í byggingum. • Engin áhersla lögð á brunahólfun innan bygginga. • Lítil sem engin áhersla lögð á að tryggja öruggar flóttaleiðir. • Áhersla lögð á eldvarnarveggi milli húsa.

  3. Þróunin Brunahönnun 1978 – 1998 • Reglugerð um brunavarnir og brunamál 1978. • Byggingarreglugerðin innihélt einnig ákvæði um brunavarnir bygginga. • Áhersla á brunahólfun innan bygginga. Misgóð útfærsla. • Hugað að flóttaleiðum frá byggingum og öryggi fólks. • Krafa um brunaviðvörunarkerfi í mannmörgum byggingum. • Arkitektar og byggingafræðingar sáu mikið um bruna-hönnun og einstaka verkfræðingar og tæknifræðingar. • Brunaálag í byggingum stundum metið í brunahönnun. • Mikil þekkingaröflun í brunafræðum hjá Brunamálastofnun og stærri slökkviliðum. • Brunahönnun yfirleitt yfirfarin hjá Brunamálastofnun. • Ráðgjöf hjá Brunamálastofnun og stærri slökkviliðum í brunahönnun bygginga. • Brunamálastofnun gaf út ýmsar leiðbeiningar um brunavarnir.

  4. Þróunin Brunahönnun 1998 - 2005 • Ný byggingarreglugerð 1998. • Krafa um brunahönnun allra stærri bygginga. • Algengara að brunahönnuðir sjái um brunahönnun stærri bygginga en einnig ýmissa smærri og einfaldari bygginga. • Brunavarnir í meira mæli sniðnar að hverri byggingu og starfsemi hennar. • Ráðgjöf í brunavörnum færist í meira mæli frá opinberum aðilum yfir á stofurnar. • Brunahönnun í meira mæli yfirfarin og metin hjá eldvarnareftirliti sveitarfélaga. • Hagkvæmni við val á brunavörnum í meira mæli höfð að leiðarljósi. • Nýjar og fullkomnari aðferðir nýttar í meira mæli til að meta brunavarnir bygginga. • Versta raunhæfa tilfelli mikið notað sem hönnunarforsenda varðandi ákvarðatöku brunavarna.

  5. Starfsumhverfið Brunamálastofnun Vatnsveitan Arkitektinn Byggingarfulltrúi Brunahönnuður Slökkvilið Burðarþolshönnuður Raflagnahönnuður – -öryggiskerfahönnuður Verktakinn – verkkaupinn Lagnahönnuður

  6. Andrúmsloftið • Arkitektar geta einbeitt sér að sínu sérsviði sem er arkitektúr. • Eigendur sjá að leitast er við að leysa brunavarnirnar og aðlaga að starfsemi hússins en ekki öfugt. • Verktakar og eigendur sjá sér hag í að fá hagkvæmar lausnir. • Brunayfirvöld þurfa ekki að blessa lítið hugsaðar lausnir sem leikur vafi á hvort séu nægilega öruggar eða ekki. Brunahönnun á að rökstyðja lausnir með fullnægjandi hætti. • Verið að reikna sig frá brunavörnum. • Óþarfa kostnaður. Arkitektar geta alveg sinnt þessu. • Brunahönnuðir eru að færa sig inn á svið hinna hönnuðanna.

  7. Verkefnaflóran • Brunahönnun nýbygginga (stórra jafnt sem smárra). • Brunatæknilegar úttektir á eldri byggingum – tímasettar verkáætlanir. • Ráðgjöf við uppbyggingu og mat á brunamótstöðu brunahólfandi byggingarhluta og burðarvirkja. • Mat á brunatæknilegum eiginleikum byggingarefna. • Mat á fjarlægðum milli húsa m.t.t. hættu á eldsútbreiðslu. • Ráðgjöf til arkitekta varðandi tilteknar brunavarnir einfaldari húsa, t.d. iðnaðarhús eða fjölbýlishúsa (bílageymslur). • Rýni ýmissa deililausna varðandi brunavarnir. • Ráðgjöf til byggingarfulltrúa og yfirferð brunahönnunar.

  8. Verkefnaflóran • Ráðgjöf til verktaka á byggingarstigi varðandi útfærslur brunavarna. • Úttektir á brunavörnum fyrir verktaka. • Ráðgjöf til verkkaupa og gerð útboðsgagna varðandi kröfur til brunavarna. • Ráðgjöf til húseigenda sem telja sig hafa verið hlunnfarna eða settar á sig ósanngjarnar kröfur varðandi brunavarnir af brunayfirvöldum. • Ráðgjöf til hönnuða brunaöryggiskerfa varðandi grunnforsendur og grunnkröfur til stýringa brunakerfa. • Smíði eigin eftirlitskerfa brunavarna fyrir fyrirtæki og stofnanir. • Framkvæmd eigin eftirlits brunavarna fyrir fyrirtæki.

  9. Breyttar áherslur • Alútboð aukast hjá ríki, sveitarfélögum og stórfyrirtækjum. Hópar myndaðir (Verktaki og hönnuðir). • Brunahönnun oft sérstakur hönnunarþáttur en ekki hluti af t.d. arkitektahönnun. • Lausnir brunavarna stundum ekki skilgreindar nánar í útboðsgögnum en að þær þurfi að uppfylla gr. 137 í byggingarreglugerð og önnur lágmarksákvæði byggingarreglugerðar. • Nýtt að eignaöryggi í útboðum sé umfram lágmarksákvæði byggingarreglugerðar og kröfur byggingaryfirvalda. • Brunahönnuður ráðgjafi verkkaupa og brunahönnuður ráðgjafi verktaka. • Brunayfirvöld fylgjast í meira mæli með öryggi fólks og í minna mæli með eignaöryggi.

  10. Vaxtarverkir • Ört vaxandi grein fylgja vaxtarverkir • Ekki til þekking til að yfirfara eða meta brunahönnun á mörgum stöðum á landinu. • Misjöfn meðferð mála hjá opinberum aðilum sem fara með brunamál. • Röng verkfæri í einstaka tilfelli notuð til rökstuðnings á tilteknum lausnum - vankunnátta á notkunarmörkum verkfæris. Menn kunna ekki almennilega á “græjurnar”. • Ekki tekið tillit til sérlausna í úttektum brunahannaðra bygginga. • Byggingaraðili nýtir sér frávikslausnir en sinnir lítið af fyrirskrifuðum mótvægisaðgerðum.

  11. Framkvæmdin Góð eignavernd Vönduð framkvæmd Örugg bygging fyrir fólk Góð brunahönnun Hagkvæmar lausnir Óvönduð framkvæmd Slæmt öryggi

  12. Núið • Viljum vandaðar og góðar byggingar en viljum ekki vera kaþólskari en páfinn. • Flóknar byggingar kalla gjarnan á flóknari lausnir og flóknari kerfi. • Hærri byggingar byggðar og á teikniborðinu. • Mikil fjölgun húsa með samfelldar glerframhliðar. • Neðanjarðarmannvirkjum er að fjölga. • Stálvirki og vatnsúðakerfi. • Frágangur og kröfur til loftræsikerfa. • Stýringar brunavarnakerfa. • Kröfur til brunavarna eldri húsa. • Brunavarnir íbúða í þéttri byggð.

  13. Framtíðin • Betri og öruggari verkfæri með meiri stöðlun og þróun reiknimódela, t.d. með tilkomu fleiri og betri evrópustaðla. • Þróun í aðferðarfræði brunahönnunar - áhættugreining með líkindafræðimódelum og áhættugreiningartrjám til að meta samanburðarlausnir og öryggi bygginga. • Betri stöðugleiki í lausnum brunavarna og útfærslum þeirra með áframhaldandi þekkingaröflun og sérhæfingu. • Betri gæðastýring í hönnun og framkvæmd. • Betra eftirlit með rekstri brunavarna í byggingum með meiri og betri virkni eigin eftirlitskerfa bygginga. • Öflugri kostnaðarvitund og betri kostnaðarmódel varðandi rekstrarþátt brunavarna sem inngangsstærð í brunahönnun.

  14. FDS útreikningar

  15. FDS útreikningar

  16. Simulex

  17. Ástand - umhverfi - kröfur

  18. Nálgun VSI • Brunatæknileg úttekt og tímasett verkáætlun • Forsendur brunavarna – eignaöryggi – öryggi fólks • Hús skoðað og athugasemdir skráðar. • Brunatæknilegir útreikningar, tilvísun í reglur og staðla. • Úrvinnsla gagna - “raunhæf kröfugerð”. • Aðgerðalisti brunavarna - grunnur að tímasettri verkáætlun. • Aðalteikningar uppfærðar - arkitekt. • Niðurstöður brunavarna færðar inn á teikningar. • Gróf kostnaðaráætlun aðgerða. • Tímasett verkáætlun í samráði við eiganda og eldvarnareftirlit –

  19. Takk fyrir mig

More Related