190 likes | 416 Views
Brunahönnun bygginga Fortíð - Nútíð - Framtíð. Þróun í brunahönnun . Fyrir gildistöku reglugerðar um brunavarnir og brunamál 1978. Lítið um brunavarnir í byggingum. Engin áhersla lögð á brunahólfun innan bygginga. Lítil sem engin áhersla lögð á að tryggja öruggar flóttaleiðir.
E N D
Þróun í brunahönnun Fyrir gildistöku reglugerðar um brunavarnir og brunamál 1978 • Lítið um brunavarnir í byggingum. • Engin áhersla lögð á brunahólfun innan bygginga. • Lítil sem engin áhersla lögð á að tryggja öruggar flóttaleiðir. • Áhersla lögð á eldvarnarveggi milli húsa.
Þróunin Brunahönnun 1978 – 1998 • Reglugerð um brunavarnir og brunamál 1978. • Byggingarreglugerðin innihélt einnig ákvæði um brunavarnir bygginga. • Áhersla á brunahólfun innan bygginga. Misgóð útfærsla. • Hugað að flóttaleiðum frá byggingum og öryggi fólks. • Krafa um brunaviðvörunarkerfi í mannmörgum byggingum. • Arkitektar og byggingafræðingar sáu mikið um bruna-hönnun og einstaka verkfræðingar og tæknifræðingar. • Brunaálag í byggingum stundum metið í brunahönnun. • Mikil þekkingaröflun í brunafræðum hjá Brunamálastofnun og stærri slökkviliðum. • Brunahönnun yfirleitt yfirfarin hjá Brunamálastofnun. • Ráðgjöf hjá Brunamálastofnun og stærri slökkviliðum í brunahönnun bygginga. • Brunamálastofnun gaf út ýmsar leiðbeiningar um brunavarnir.
Þróunin Brunahönnun 1998 - 2005 • Ný byggingarreglugerð 1998. • Krafa um brunahönnun allra stærri bygginga. • Algengara að brunahönnuðir sjái um brunahönnun stærri bygginga en einnig ýmissa smærri og einfaldari bygginga. • Brunavarnir í meira mæli sniðnar að hverri byggingu og starfsemi hennar. • Ráðgjöf í brunavörnum færist í meira mæli frá opinberum aðilum yfir á stofurnar. • Brunahönnun í meira mæli yfirfarin og metin hjá eldvarnareftirliti sveitarfélaga. • Hagkvæmni við val á brunavörnum í meira mæli höfð að leiðarljósi. • Nýjar og fullkomnari aðferðir nýttar í meira mæli til að meta brunavarnir bygginga. • Versta raunhæfa tilfelli mikið notað sem hönnunarforsenda varðandi ákvarðatöku brunavarna.
Starfsumhverfið Brunamálastofnun Vatnsveitan Arkitektinn Byggingarfulltrúi Brunahönnuður Slökkvilið Burðarþolshönnuður Raflagnahönnuður – -öryggiskerfahönnuður Verktakinn – verkkaupinn Lagnahönnuður
Andrúmsloftið • Arkitektar geta einbeitt sér að sínu sérsviði sem er arkitektúr. • Eigendur sjá að leitast er við að leysa brunavarnirnar og aðlaga að starfsemi hússins en ekki öfugt. • Verktakar og eigendur sjá sér hag í að fá hagkvæmar lausnir. • Brunayfirvöld þurfa ekki að blessa lítið hugsaðar lausnir sem leikur vafi á hvort séu nægilega öruggar eða ekki. Brunahönnun á að rökstyðja lausnir með fullnægjandi hætti. • Verið að reikna sig frá brunavörnum. • Óþarfa kostnaður. Arkitektar geta alveg sinnt þessu. • Brunahönnuðir eru að færa sig inn á svið hinna hönnuðanna.
Verkefnaflóran • Brunahönnun nýbygginga (stórra jafnt sem smárra). • Brunatæknilegar úttektir á eldri byggingum – tímasettar verkáætlanir. • Ráðgjöf við uppbyggingu og mat á brunamótstöðu brunahólfandi byggingarhluta og burðarvirkja. • Mat á brunatæknilegum eiginleikum byggingarefna. • Mat á fjarlægðum milli húsa m.t.t. hættu á eldsútbreiðslu. • Ráðgjöf til arkitekta varðandi tilteknar brunavarnir einfaldari húsa, t.d. iðnaðarhús eða fjölbýlishúsa (bílageymslur). • Rýni ýmissa deililausna varðandi brunavarnir. • Ráðgjöf til byggingarfulltrúa og yfirferð brunahönnunar.
Verkefnaflóran • Ráðgjöf til verktaka á byggingarstigi varðandi útfærslur brunavarna. • Úttektir á brunavörnum fyrir verktaka. • Ráðgjöf til verkkaupa og gerð útboðsgagna varðandi kröfur til brunavarna. • Ráðgjöf til húseigenda sem telja sig hafa verið hlunnfarna eða settar á sig ósanngjarnar kröfur varðandi brunavarnir af brunayfirvöldum. • Ráðgjöf til hönnuða brunaöryggiskerfa varðandi grunnforsendur og grunnkröfur til stýringa brunakerfa. • Smíði eigin eftirlitskerfa brunavarna fyrir fyrirtæki og stofnanir. • Framkvæmd eigin eftirlits brunavarna fyrir fyrirtæki.
Breyttar áherslur • Alútboð aukast hjá ríki, sveitarfélögum og stórfyrirtækjum. Hópar myndaðir (Verktaki og hönnuðir). • Brunahönnun oft sérstakur hönnunarþáttur en ekki hluti af t.d. arkitektahönnun. • Lausnir brunavarna stundum ekki skilgreindar nánar í útboðsgögnum en að þær þurfi að uppfylla gr. 137 í byggingarreglugerð og önnur lágmarksákvæði byggingarreglugerðar. • Nýtt að eignaöryggi í útboðum sé umfram lágmarksákvæði byggingarreglugerðar og kröfur byggingaryfirvalda. • Brunahönnuður ráðgjafi verkkaupa og brunahönnuður ráðgjafi verktaka. • Brunayfirvöld fylgjast í meira mæli með öryggi fólks og í minna mæli með eignaöryggi.
Vaxtarverkir • Ört vaxandi grein fylgja vaxtarverkir • Ekki til þekking til að yfirfara eða meta brunahönnun á mörgum stöðum á landinu. • Misjöfn meðferð mála hjá opinberum aðilum sem fara með brunamál. • Röng verkfæri í einstaka tilfelli notuð til rökstuðnings á tilteknum lausnum - vankunnátta á notkunarmörkum verkfæris. Menn kunna ekki almennilega á “græjurnar”. • Ekki tekið tillit til sérlausna í úttektum brunahannaðra bygginga. • Byggingaraðili nýtir sér frávikslausnir en sinnir lítið af fyrirskrifuðum mótvægisaðgerðum.
Framkvæmdin Góð eignavernd Vönduð framkvæmd Örugg bygging fyrir fólk Góð brunahönnun Hagkvæmar lausnir Óvönduð framkvæmd Slæmt öryggi
Núið • Viljum vandaðar og góðar byggingar en viljum ekki vera kaþólskari en páfinn. • Flóknar byggingar kalla gjarnan á flóknari lausnir og flóknari kerfi. • Hærri byggingar byggðar og á teikniborðinu. • Mikil fjölgun húsa með samfelldar glerframhliðar. • Neðanjarðarmannvirkjum er að fjölga. • Stálvirki og vatnsúðakerfi. • Frágangur og kröfur til loftræsikerfa. • Stýringar brunavarnakerfa. • Kröfur til brunavarna eldri húsa. • Brunavarnir íbúða í þéttri byggð.
Framtíðin • Betri og öruggari verkfæri með meiri stöðlun og þróun reiknimódela, t.d. með tilkomu fleiri og betri evrópustaðla. • Þróun í aðferðarfræði brunahönnunar - áhættugreining með líkindafræðimódelum og áhættugreiningartrjám til að meta samanburðarlausnir og öryggi bygginga. • Betri stöðugleiki í lausnum brunavarna og útfærslum þeirra með áframhaldandi þekkingaröflun og sérhæfingu. • Betri gæðastýring í hönnun og framkvæmd. • Betra eftirlit með rekstri brunavarna í byggingum með meiri og betri virkni eigin eftirlitskerfa bygginga. • Öflugri kostnaðarvitund og betri kostnaðarmódel varðandi rekstrarþátt brunavarna sem inngangsstærð í brunahönnun.
Nálgun VSI • Brunatæknileg úttekt og tímasett verkáætlun • Forsendur brunavarna – eignaöryggi – öryggi fólks • Hús skoðað og athugasemdir skráðar. • Brunatæknilegir útreikningar, tilvísun í reglur og staðla. • Úrvinnsla gagna - “raunhæf kröfugerð”. • Aðgerðalisti brunavarna - grunnur að tímasettri verkáætlun. • Aðalteikningar uppfærðar - arkitekt. • Niðurstöður brunavarna færðar inn á teikningar. • Gróf kostnaðaráætlun aðgerða. • Tímasett verkáætlun í samráði við eiganda og eldvarnareftirlit –