100 likes | 893 Views
Rúmfræði í grunnskóla. Stærðfræði – stærðfræðikennarinn Fyrirlestur 17. febrúar 2004 . Námskráin – Yngsta stig. Á yngsta stigi kemur rúmfræði bæði fyrir í hlutanum um aðferðir og inntak Aðferðir, daglegt líf: Geta notað einföld rúmfræðileg hugtök við lýsingu og könnun fyrirbæra í umhverfinu
E N D
Rúmfræði í grunnskóla Stærðfræði – stærðfræðikennarinn Fyrirlestur 17. febrúar 2004
Námskráin – Yngsta stig • Á yngsta stigi kemur rúmfræði bæði fyrir í hlutanum um aðferðir og inntak • Aðferðir, daglegt líf: • Geta notað einföld rúmfræðileg hugtök við lýsingu og könnun fyrirbæra í umhverfinu • Hafa lært undirstöðuatriði varðandi mælingar í tíma og rúmi • Inntak, rúmfræði: • Þekkja hugtök: punktar, línur, horn, flatarmyndir, rúmmyndir, ..... • Mæling flatarmynda og rúmmynda • Aðferðir til að lýsa staðsetningu og stefnu • Færslur: Speglun, hliðrun, þakning
Yngsta stig • Á yngsta stigi er megináhersla á athugun á umhverfinu. • Rúmmyndir eru skoðaðar á undan flatarmyndum. • Flatar- og rúmmyndir skoðaðar í bæði í manngerðu umhverfi og náttúru, t.d. umferðarmerki, gluggar, rammar, fjöll, tunglið, ..... • Mælingar æfðar með óhefðbundnum mælieiningum
Námskráin – Miðstig • Aðferðir: Daglegt líf • Kortalestur • Mælingar, metrakerfið • Saga hugtaka, t.d. mælieininga • Inntak: Rúmfræði • Hugtök: • Samsíða, hornrétt, grannhorn, topphorn • Jafnarma, jafnhliða, rétthyrndur þríhyrningur, ferningur, ferhyrningur, tígull, hringur, os.fr.v • Teningur, réttstrendingur, kúla, sívalningur, keila, strýta. • Hugtökin borin saman og flokkuð
Námskráin – Miðstig • Inntak (framhald) • Mælingar • Lengdir, ummál, metrakerfið • Hornamál • Flatarmál, rétthyrnings, þríhyrnings og hrings • Rúmmál, samanburður við einingarteninga • Samanburður rúmmáls við lítramál • Yfirborðsflatarmál • Hnitarúmfræði • Talnalínan • Hnit í tvívíðu kerfi • Lengdar- og breiddargráður
Miðstig – Til athugunar • Ofáhersla á formúlur geta valdið því að nemendur haldi að hlutir með óreglulega lögun hafi ekki flatarmál eða rúmmál. • Til mótvægis er rúðunet notað þar sem við á til að mæla flatarmál og rúmmál mælt með samanburði við teninga.
Kennslumarkmið í mælingum • Nemendur verði handgengnir mælieiningum • Geta til að velja viðeigandi mælieiningu • Þekking á sambandi milli nokkurra mikilvægra mælieininga
Námskráin – Miðstig • Inntak (framhald) • Færslur • Stækkanir, smækkanir, hlutfallskvarði • Hliðranir, speglanir, snúningar • Þakning, t.d. með flísum • Sígild rúmfræði • Hornasumma þríhyrnings • Marghyrningar, hornasumma, flatarmál • Teikna flatarmyndir með gefnum stærðum
Rúmfræði – miðstig • Í framhaldi af færslum, hornamælingum og þakningu má skoða hvernig raða má saman flatarmyndum til að mynda rúmmyndir. • Margflötungar Platós veita tilefni til margvíslegra athugana. Þeir eru allir reglulegir í þeim skilningi að allir fletir eru eins og hornin öll eins.
Myndband • Einslögun (Similarity) varðveitist við • Speglun, hliðrun, snúning • Stækkun, smækkun • Ummál (perimeter) • Flatarmál (area) • Rúmmál (volume) • Um hringinn • Ummál hrings og hlutfallsfastinn pí • Flatarmál hrings