430 likes | 653 Views
Lánveitingar til þrautarvara Dr. Ásgeir Jónsson. 1. 3. Lánveitingar til þrautarvara. Of stór til að falla. 2. 4. Krabbamein eða hjartaáfall?. Lítil opin hagkerfi. 5. Niðurstaða. Kenningin um lánveitingar til þrautarvara – fram til 2008.
E N D
Lánveitingar til þrautarvara Dr. Ásgeir Jónsson
1 3 Lánveitingar til þrautarvara Of stór til að falla 2 4 Krabbamein eða hjartaáfall? Lítil opin hagkerfi 5 Niðurstaða
„Lend freely to temporary illiquid but nonetheless solvent banks at a penalty rate and on good collateral." Walter Bagehot 1873
Samhæfingarvandi – nauðsyn á inngripum ríkisins • Samkvæmt Bagehot (1873) og Diamond&Dybvig(1983) er markaðsbrestur til staðar vegna ófullkominna upplýsinga og samhæfingarvanda sem tengist hjarðhegðun. • Seðlabankar eru til staðar að mæta þessum markaðsbresti og veita bankakerfinu bakstuðning með því að tryggja lausafjárstöðu þess. • Í grunnatriðum er kenningin um lánveitenda til þrautarvara einföld og allir eru sammála um mikilvægi hennar. • En í raun er framkvæmdin flókin þar sem kenningin rekst á við ótal aðra hluti. • Lausfjárvandræði eru yfirleitt það sem fellir bankastofnanir en vandinn skapast gjarnan samhliða eiginfjárvanda sem rýrir trúverðugleika bankans. • Lausafjárvandræði leiða síðan oft til eiginfjárvandræða þegar bankinn neyðist til þess að selja eignir sínar á brunasölu til þess að afla lausafjár. • Stundum sagt að bankar deyji annað hvort úr hjartaáfalli (lausafjáráhlaupi) eða krabbameini (eiginfjárvanda)!
Hvernig starfaði the Bank of England raunverulega? • Englandsbanki var í einkaeigu og bar að gulltryggja alla sína seðlaútgáfu. • Bankinn bar þá fulla ábyrgð á öllum lánum til þrautavara og eigendur bankans höfðu því engan áhuga á lánum sem ekki voru með góðu veði. • Bankinn setti veðlánavexti sína alltaf fyrir ofan markaðsvexti til þess að tryggja að hann væri raunverulega lánveitandi til þrautarvara (lender of last resort). • Skammtímavextir réðust af miklu leyti af flæði gulls á milli landa samkvæmt reglum hins alþjóðlega gullfótar (gold standard) – ef gullið flæddi út hækkuðu vextir sjálfkrafa en lækkuðu með innflæði. • Hins vegar ef kerfisbundin lausafjárkrísa brast á – líkt og gerðist 1847, 1857 og 1866 – var gullfætinum ýtt til hliðar og Englandsbanki dældi peningum út í fjármálakerfið á markaðsvöxtum. • Englandsbanki sinnti einnig alþjóðlegri þrautalánaaðstoð líkt og AGS gerir nú til þess að tryggja stöðugleika innan gullfótarkerfisins. • Hluthafar Englandsbanka sáu til þess að lánaaðstoðin gaf viðskiptabönkum ekki ranga hvata – ekki vildu þeir að Seðlabankinn tapaði peningum!
Ný stefna með Federal Reserve eftir 1913 • Seðlabanki Bandaríkjanna (FED) var stofnaður 1913, í ríkiseigu og ávallt undir sterkum pólitískum þrýstingi. • Þegar Fyrra-stríð hófst árið 1914 flúði gullið til Bandaríkjanna en eftir stríðslok 1919 flæddi gullið til baka. • Bankinn brást við gullflóttanum með því að hækka stýrivexti sínu frá 4% upp í 7% - sem var samkvæmt reglum gullfótarins. • Þetta leiddi til mjög skarprar niðursveiflu á árunum 1920-1921 og atvinnuleysi jókst frá 4% til 12% - og gríðarlega mikil reiði vaknaði meðal almennings. • Þingið ræddi um að setja vaxtahámark á bankann og ljóst var að FED hafði í raun ekki pólitískt umboð til þess að starfa líkt og Englandsbanki með alþjóðafjármálakerfið að leiðarljósi. • FED hóf því að safna gulli til þess að hafa svigrúm til þess að geta sett vexti með sjálfstæðum hætti án þess að vera bundnir af gullflæði. • Þetta var upphaf hinnar sjálfstæðu peningamálastefnu sem þekkist í dag!
Ný stefna með Federal Reserve eftir 1913 • Seðlabanki Bandaríkjanna (FED)varð hinn nýi heimsbanki eftir Fyrra-stríð í takt við yfirburða stöðu landsins sem iðnveldis. • FED hafði ekki hina alþjóðlegu sýn Englandsbanka og samhæfingin hvarf úr gullfótarkerfinu. Seðlabankar heimsins fóru að keppa um gullið með vaxtahækkunum – afleiðingin varð gríðarleg heimskreppa. • Bankinn var í ríkiseigu og fór því stunda vaxtastefnu með „þjóðarhag“ að leiðarljósi – „for better or worse“ • Bankinn stundaði þrautavaralánaaðstoð með vöxtum sem voru fyrir neðan markaðsvexti. • Í kreppunni miklu urðu 1/3 af bönkum landsins gjaldþrota – setti tóninn fyrir gerbreytta stefnu í þrautavaralánum og mun lægri veðkröfum. • Upp úr kreppunni miklu reis nýtt fyrirkomulag í þrautavaralánum...
Nútíma þrautavaralánaaðstoð – fram til 2008 • Seðlabankar urðu í raun lánveitendur að fyrsta kosti (lenders of first resort) þannig að veðlánaaðstoð (Repó-lán) urðu daglegur hluti af rekstri banka. • Repó virkar í raun sem tímastillir fyrir efnahagsreikning viðskiptabanka – þar sem þeir geta lagt inn langar eignir (ríkisskuldabréf) og fengið lausafé í staðinn. • Með þessari þjónustu fær Seðlabankinn vald yfir skammtímavöxtum sem er notað til þess að ná hagstjórnarmarkmiðum (sem farið verður yfir seinna). • Gullfóturinn fól í mjög sterkan aga fyrir Seðlabanka – þar sem vextir þeirra urðu að bregðast við gullflæði til og frá landinu. • Hægt er að orða það svo bankinn hafi verið undir mjög sterkri hagstjórnarreglu! • Með nýjum tímum fengu Seðlabankar heimsins nýtt vald og aukið frelsi til vaxtaákvörðunar – sem verið (mis)notað frá þeim tíma.
Nútíma þrautavaralánaaðstoð – fram til 2008 • Bagehot lagði áherslu á Seðlabankinn ætti alltaf að vera staðar en fara fram á háa vexti svo aðstoðin sé ekki misnotuð „lend freely but at a high rate". • Vissan um aðstoð átti að koma í veg fyrir bankaáhlaup. • Nútíma „þrautavaralánaaðstoð“ fólst í lánveitingum á niðurgreiddum vöxtum en að geðþótta (discretion) seðlabankans. • Til þess að koma í veg fyrir misnotkun viðskiptabanka á aðstoðinni leggja Seðlabankar heimsins mikla áherslu á uppbyggilega óvissu (constructive ambiguity) þegar um þrautalán er að ræða. • … Þeir vildu ekki gefa það upp fyrirfram hvernig brugðist verði við lausafjárvandræðum. • Það sem þetta felur í raun og veru í sér að bankinn er búinn að klára öll veð sem uppfyllla Repó-hæfi og þarf að koma til Seðlabankans til þess að biðja um undanþágu.
Framvindubrot eftir að fjármálakrísan hófst í ágúst 2007 og fall Lehmans í september 2008. • Á undanförnum 4 árum hafa Seðlabankar heimsins dælt inn lausafé út í fjármálakerfið og allar reglur um þrautavaralán hafa verið endurskrifaðar. • Qualitative easing – kröfur um veðhæfi hafa verið víkkaðar út. Áður voru aðeins ríkisskuldabréf tekin gild sem veð en nú eru alls kyns aðrar eignir teknar gildar svo sem fyrirtækjaskuldabréf, hlutabréf og svo framvegis. • Quantitative easing – Seðlabankar eru farnir að fjármagna ríkissjóðshalla landa sinna með beinum kaupum á ríkisskuldabréfum á markaði sem eykur peningamagn í umferð. • Maturity extension – Upphaflega voru Repólán aðeins til 7-14 daga en nú eru þau margra mánaða og jafnvel ára. Seðlabankar eru í raun og veru farnir að fjármagna bankakerfi með Repó-lánveitingum – sem myndi láta Bagehot snúa sér við í gröfinni. • Á síðustu 4 árum hefur verið lagt inn á ókannaðar slóðir í peningaprentun og þrautavaralánum sem ekki er fyrirséð hvert muni leiða. • Sem dæmi mætti nefna að Englandsbanki hefur nú keypt um 30-40% af öllum ríkisskuldabréfum Bretlands.
Lánaáhætta Seðlabankans • Mikil aukning Repólána hefur leitt til þess að efnahagsreikningur helstu Seðlabanka heimsins hefur bólgnað út og jafnvel þrefaldast. • Ljóst að einhver hluti þessara lána mun tapast og færast sem tap fyrir ríkissjóði viðkomandi landa. • þannig er þrautavaralánaastoðin orðin að falinni leið til þess að láta almenning ábyrgast rekstur einkabanka! • Til að mynda tapaði íslenski Seðlabankinn um 450 milljörðum á „ástarbréfum“ við gjaldþrot bankanna árið 2008 – eitthvað af þessum fjármunum mun þó endurheimtast úr þrotabúum. • Ljóst að töluvert tap liggur falið inn í helstu Seðlabönkum heimsins sem verður gert upp að kreppu lokinni. • Fyrir Seðlabanka Evrópu er þrautalánin orðin leið til þess að dreifa kostnaðinum af kreppunni á öll aðildarlönd ESB og bæta þannig upp fyrir að sameiginlegur ríkisfjárhirsla er ekki til staðar fyrir sambandið.
Prentvald og sköttunarvald • Tvær hættur stafa að bönkum: • Krabbamein – eiginfjárvandræði • Hjartaáfall – lausafjárvandræði • Verkaskipting á milli Seðlabankans og fjármálaráðuneytis á að vera skýr: • Seðlabankar hafa prentvald (printing power) og geta brugðist við lausafjárvandræðum með því að prenta peninga og lána banka í neyð með góðu veði. • Fjármálaráðuneytið hefur sköttunarvald (taxing power) og geti lagt fjármuni skattgreiðenda að veði og lagt nýtt eigið fé í viðskiptabanka í eiginfjárvandræðum, keypt af honum toxic eignir eða gefið honum ábyrgð. • Bankar sem eiga bæði við eiginfjárvanda og lausafjárvanda að etja verða að leita ásjár hjá bæði Seðlabanka og fjármálaráðuneyti.
Hvers virði eru veðin? • Samkvæmt Bagehot eru lánveitingar til þrautarvara alltaf gegn góðu veði – Seðlabankinn á ekki að hjálpa bönkum sem eru með veikan efnahagsreikning – aðeins þeim sem skortir lausafé. • Þegar til á að taka er yfirleitt ómögulegt að skilja á milli lausafjárvandræða og eiginfjárvandræða (solvency versus liquidity). • Seðlabankinn hefur ekki allar upplýsingar og verður að taka ákvarðanir með mjög miklum hraði. • Veðin geta rýrnað mjög hratt í fjármálakreppu og lausafjárþurrð og raunar er ómögulegt að segja til um virði þeirra á eðlilegum tímum. • Yfirleitt er því ekki vitað fyrr en eftir á post factum hvort viðkomandi banki sé skorti aðeins lausafé eða líka eigin fé. • Lánveitingar til þrautarvara eru því oft án veða – þ.e. gírun á eigin fé Seðlabankans eða með veði frá ríkisvaldinu.
Fimm björgunarleiðir • Björgunaraðgerðir skiptast yfirleitt í fimm flokka • Bankinn í lausafjárvanda starfar áfram eftir þrautalánsaðstoðina eins og ekkert hafi í skorist. (Lánveiting til þrautarvara eftir bókinni – Seðlabankinn kemur einn að málum) • Seðlabankinn fjármagnar og/eða skipuleggur aðstoð og/eða yfirtöku annarra banka á viðkomandi banka í vanda. (Concerted lending – Seðlabankinn kemur einn að málum; dæmi: Bear Sterns) • Hið opinbera grípur inn í rekstur viðkomandi banka samhliða því að leggja fram nýtt eigið fé. Svo sem með því að yfirtaka eignir eða jafnvel þjóðnýta. (Fjármálaráðuneytið í lykilhlutverki; Dæmi: Northern Rock – AIG – Fannie/Freddie) • Bankar minnkaðir og/eða gerðir lífvænlegir með skurðaðgerð. Slæmar eignir teknar burt og settar í sérstakt félag (Good bank – bad bank Fjármálaráðuneytið í lykilhlutverki; dæmi: Norræna bankakrísan á tíunda áratugnum). Annað dæmi: Erlent starfsemi skilin frá en innlend starfsemi endurfjármögnuð. (íslensku neyðarlögin.) • Banki er leystur upp. (Lehman)
Af hverju var Lehman refsað sérstaklega? • Barclays/BoA vildu fá taka yfir starfsemi og eignir Lehmans en ríkið átti að ábyrgjast að þessir bankar yrðu ekki fyrir skaða af "toxic" eignum – s.s. tengdum fasteignum. • Bandaríska ríkið neitaði – á helgarfundi með 30 stærstu bankastjórum landsins (Titans of Banking). • Nauðsyn að setja fordæmi – aðrir fjárfestingabankar áttu að fá aðvörun. • Markmið Bandaríkjastjórnar að einangra krísuna við Wall Street og hindra allt sem gæti borið hana til Main Street – Lehman var ekki tengdur almenningi. • Stutt liðið frá yfirtöku á Fannie/Freddie og efnahagsreikningur bandaríska ríkisins er takmarkaður þó stór sé. • Vandræði Lehmans búin að vera á allra vitorði í nokkurn tíma – markaðurinn hefði átt að vera búinn að fá viðvörun. • Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ósamkvæm sjálfri sér – þegar kemur að björgunaraðgerðum.
Um prentunarvald og sköttunarvald í Evrópu og Bandaríkjunum • Í Bandaríkjunum er prentunarvaldið og sköttunarvaldið miðlægt. Alríkisstjórnin sér um fjármálaeftirlit, skatta og peningaprentun fyrir landið allt. Það er bandaríski ríkiskassinn sem tekur á sig kostnað vegna aðgerða og endurskipulagningar fjármálageirans • Í Evrópu er prentunarvaldið miðlægt en sköttunarvaldið í höndum einstakra þjóðlanda. • Athugið að sjálfstætt ríkisfjármálavald gefur hverju evrulandi töluvert svigrúm til seðlaprentunar í gegnum Evrópska Seðlabankann. • Ítalska ríkið getur gefið út skuldabréf, afhent það ítölskum banka sem getur fengið evrur úr Evrópska Seðlabankanum með því að afhenda ríkisskuldabréfið sem veð – peningaprentun hefur átt sér stað! • Hvert ríki innan evrópska myntsvæðisins hefur því töluvert seðlaprentunarvald í gegnum Repó-viðskipti og þrautavaralán frá sínu þjóðarútibúi ECB. • Þjóðverjar hafa verið mjög á móti því að leyfa evruríkjum að vera gjaldþrota þar sem þannig er verðmætafætinum kippt undan evrunni þegar repó-veðið verður verðlaust. • Þegar Kalifornía verður gjaldþrota tapa eigendur bréfanna líkt og hvert fyrirtækjabréf er um að ræða – en með gjaldþroti evruríkis er öll evruprentun þess ríkis í raun án innistæðu.
Evrópski Seðlabankinn og prentun evrunnar • Evrópusambandið hefur ekki sameiginlegan fjárhag – hvert land hefur sín eigin fjárlög. • Það hefur skapað mikil vandamál við núverandi fjármálakrísu þar sem engin miðlæg ríkishirsla getur notað sköttunarvald til endurfjármögnunar bankakerfisins með sama hætti og til að mynda í Bandaríkjunum. • Seðlabanki Evrópu hefur því í auknum mæli stigið inn í tómið með því að taka við lélegum bankaeignum með tapi sem vitað er (á hæstu stöðum) að mun leggjast á allt sambandið í heild. • Aukinheldur hefur bankinn keypt ríkisskuldabréf í hinum veikari ríkjum til þess að halda niðri fjármögnunarkostnaði þeirra. • Þannig hefur byrðum kreppunnar verið dreift á allt Evrópusambandið í heild – mörkin á milli prentunarvalds og sköttunarvalds hafa því orðið mjög óskýr.
Af hverju lenti Evrópa sérstaklega í vandræðum? • Bandaríkin og Bretland gengu mjög langt í peningaprentun en þar var stóra sparkið gert með því að seðlabankar landanna keyptu ríkisskuldabréf beint á markaði. • Í Evrópusambandinu veitti ESB Repó lán til banka til þess að kaupa ríkisskuldabréf – bankarnir voru notaðir sem milliliðir. Það olli vandamálum vegna þess að: • Fjárhagur landa ESB er mjög mismunandi og nokkur ríkisskuldabréf (PIIGS eða Clum Med) hafa lækkað mjög virði á síðustu árum vegna hækkandi áhættuálags á viðkomandi lönd. Það hefur því valdið töluverðum innanmeinum hjá þeim bönkum sem keyptu þessi bréf til þess að setja sem veð inn í Evrópska Seðlabankann. • Evrópsk bankakerfi eru hlutfallslega mjög stór miðað við Bandaríkin þar sem fyrirtæki hafa í miklum mæli gefið sjálf út skuldabréf á markað í stað að taka lán hjá hjá bönkum. Það er hlutfallslega miklu dýrara og erfiðara að hjálpa evrópskum bönkum en bandarískum. Breska bankakerfið er til að mynda 5,5x GDP, Franska 3,5xGDP en hið bandaríska aðeins 1,15xGDP. Þýska kerfið er þó tiltölulega lítið eða aðeins 1,7xGDP.
Reglur eða óvissa • Með raun og réttu má samt segja ríkisvaldið í hverju landi hafi fyrir 2008 ábyrgst greiðsluhæfi (solvency) sinna bankastofnana þannig hafi aðstoðin í raun orðin reglubundin þannig á lánveitendur bankanna myndu ekki tapa neinu. • Það er síðan metið í hverju tilviki hver útfærslan á aðstoðinni til einstakra stofnana sé metin í hverju tilviki fyrir sig. • Hvert mál er einstakt • Aðstæður er misjafnar • Hvernig á að refsa eigendum og stjórn? • Þegar óvissa ríkir í fjármálakerfinu öllu verður Seðlabankinn ekki að setja skýrar reglur um aðgang að lausafé? • Sýnir yfirstandandi lausafjárkrísa fram á nauðsyn þess að Seðlabankar marki sér þrautarlánastefnu sem er byggð á reglum til þess að eyða óvissu?
„Because the simple fact is: banks rarely default. Northern Rock, IKB, Landesbank Sachsen, Banca Italiease – all point to this one fact that is supported by decades of empirical evidence. Yes, banks do fail – they fail more than corporates do, hardly surprising given their high level of gearing and the perverse incentive structure under which the operate (by which we mean banks or rather their managements have relatively little to loose by taking lots of risk and quite a lot to gain:“ Richard Thomas et. al. 12. mars 2008
Bönkunum var alltaf bjargað! • Fram til 2008 var bönkum alltaf bjargað þannig að skuldunautar viðkomandi stofnunar fái sinn hlut bættan nema með nokkrum undantekningum (Bank Herstatt 1974). • Bankar eru yfirleitt meira virði lifandi en dauðir jafnvel þó að eigið sé horfið. • Bankar gegna lykilhlutverki í greiðslukerfinu – stórir bankar hafa jafnvel óbeina ríkisábyrgð af þeim sökum (too big to fail). • Jafnvel lítil bankagjaldþrot geta skapað hættu fyrir fjármálakerfið – sérstaklega ef þau eiga sér stað á óvissutímum. • Þetta hefur breyst með nokkrum velþekktum gjaldþrotum Lehmans, WAMU og íslensku bankanna árið 2008 og nú síðast á Kýpur 2013
Of stór til að falla (Too-big-to-fail) • Ef til vill rétta að tala um stofnanir sem eru of kerfislega mikilvægar til að falla. • Það að vera kerfislega mikilvægur getur bæði falið í sér að viðkomandi banki hafi nægjanlega stóran hlut af innistæðum almennings innan sinna vébanda eða gegni nægjanlega viðamiklu hlutverki í greiðslukerfi viðkomandi lands. Í báðum tilvikum muni fall hans smitast út um allt fjármálakerfið og valda keðjuverkandi áhrifum. • Ýmsar aðrar fjármálastofnanir en innlánsstofnanir geta verið of mikilvægar til að falla. Gott dæmi um þetta er björgun bandaríska ríkisins á tryggingafélaginu AIG árið 2008 en félagið var mótaðili í gríðarmörgum afleiðusamningum og óttast var að fall félagsins myndi eyða út áhættuvörnum innan hins hefðbundna fjármálakerfis og þar með ógna greiðsluhæfi margra stærri fjármálastofnana. • Hugtakið of-stór-til-bjarga (too-big-to-save) er nú einnig komið upp á yfirborðið það er þá vísun í banka sem eru það stórir í hlutfalli við sinn lánveitanda til þrautavara að ekki er hægt að koma þeim til bjargar ef svo ber undir. • Of stór til að falla vandamálið leiðir til óbeinnar ríkisábyrgðar og þannig óhóflegrar áhættutöku og falsks fjármagnskostnaðar þeirra fjármálastofnana sem hennar njóta. • Einnig getur vandinn skekkt samkeppnisstöðu fjármálastofnana og þannig ýtt undir samþjöppun á fjármálamarkaði.
Freistnivandi OFSTAFA (Of-stór-til-að-falla) • Ríkisábyrgð felur alltaf í sér bjögunaráhrif fyrir lánastofnanir. Hún verður til þess að aftengja á milli eigna- og skuldahliðar þar sem þeir sem koma að fjármögnun fara ekki fram á áhættuþóknun í samræmi við áhættutöku stofnunarinnar í útlánum. • Allt misræmi sem myndast á milli eigna og skulda mun ríkið ábyrgjast. Á þetta bæði við um þá sem kaupa skuldabréf eða leggja innistæðu til hans. Þessi aftenging verður einnig til þess freista til meiri áhættusækni þar sem slíkt mun ekki hafa áhrif á fjármögnun. • Ein helsta arfleifð Kreppunar miklu á þriðja áratug tuttugustu aldar var sú að ríkið hóf að tryggja innistæður í bönkum til þess að koma í veg fyrir bankaáhlaup, sem urðu mörgum bankanum að fjörtjóni á þessum tíma. • Hins vegar, eftir því sem tímar hafa liðið fram, hefur ábyrgðin orðið mun víðtækari og einnig náð yfir skuldabréfafjármögnun þar sem kaupendur (senior unsecured) skuldabréfa álitu sig vera að kaupa bréf með óbeinni ríkisábyrgð. • Þannig varð fjármögnunarkostnaður banka of lágur þar sem ríkisábyrgðin var reiknuð til grundvallar fjármögnun og þeir fengu hvata til of mikils vaxtar og of mikillar áhættusækni. • Bankavöxturinn í Evrópu var fjármagnaður með skuldabréfaútgáfu á árunum 1998-2008!
OFSTAFA á Íslandi • Allir íslensku bankarnir þrír voru kerfislega mikilvægir og þannig var lánshæfi þeirra tengt lánshæfi íslenska ríkisins. Það er því enginn tilviljun að þeir skyldu hefja útrás eftir 2003 en það ár fékk íslenska ríkið AAA lánshæfi frá Moody’s sem er hæsta lánshæfi sem þjóðríkjum er veitt. • Þannig gátu þeir stundað áhættusama fjárfestingabankastarfsemi á eignahlið en samt fengið nær sömu kjör í fjármögnun og íslenska ríkið í skuldabréfaútgáfum erlendis. • Þessi tvískipting áhættu á eigna- og skuldahlið skapaði mikinn hagnað fyrir bankana á ákveðnu tímabili en varð þeim einnig að aldurtila að lokum. • Eftir að íslenska bankakerfið hafði náð stærð sem svaraði tífaldri landsframleiðslu Íslands breyttust þeir frá því að vera of-stórir-til-þess-falla en urðu of-stórir-til-að-bjarga • Það varð síðan kveikjan að kerfisbundnu bankaáhlaupi á Íslandi í september 2008 eftir fall bandaríska fjárfestingabankans Lehmans. • Með neyðarlögum var þessari óbeinu ríkisábyrgð hafnað á skuldabréfum en innistæðunum bjargað yfir í nýja banka ásamt samsvarandi eignum úr þrotabúunum. • Samhliða var ríkisábyrgð lýst yfir fyrir allar bankainnistæður, án tillits til fjárhæðar. Er sú ríkisábyrgð enn í gildi.
„Iceland could conceivably raise a further US$8 billion (increasing reserves to US$10-11 billion) to take the ratio of public debt to GDP up to around 65%. This would not be too far out of line with the likes of Malta (Fitch A+) or Portugal (Fitch AA-). Indeed, if this debt was successfully used to restore confidence in the banking sector, Iceland’s ratings could actually look more solid than they do now, with the low levels of debt but with the agencies clearly fretting about the banks. Jackie Ineke et. al. 4. april 2008 (Morgan Stanley Fixed income research). „Finally, any development such as scaling back the Icelandic banks’ foreign branch operations or migrating their headquarters overseas would ease the sovereign’s foreign currency-denominated contingent liabilities. In so doing, such changes would also significantly tilt the balance of financial risks for the Icelandic government in a more favorable direction. Joan Feldbaum-Vidra 30. jan. 2008 (Moody´s special comment).
Seljanleiki innlendra og erlendra eigna – bankastarfsemi alþjóðleg • Ef viðkomandi heimaland hefur ekki A) gjaldmiðil með alþjóðlegt viðskiptahæfi eða B) gríðarlegar gjaldeyriseignir getur það vart verið trúverðugur LtÞ í öðrum löndum nema upp að ákveðnu marki. • Bankastarfsemi sem er stunduð á yfirráðasvæði annarra Seðlabanka hlýtur ávallt vera á þeirra lausafjár-forræði. • Hins vegar skiptir miklu hvort hægt sé að nota eignir í einu landi þess að bregðast við lausafjárskorti í öðru landi. • Markaðshæfi (convertability) heimagjaldmiðils skiptir öllu varðandi það hvort innlendar eignir sem veð heima eða erlendis til þess að mæta erlendum lausafjárskorti. • Seðlabankinn þjónar best hlutverki sínu sem LtÞ að tryggja lausafjárstöðu efnahagslífsins og seljanleika innlendra eigna í erlendri mynt. • Þannig getur digur gjaldeyrisvarasjóður skapað ákveðin svigrúm fyrir bæði viðskiptabanka og seðlabanka að bregðast við ákveðnum aðstæðum – kannski vinna dýrmætan tíma.
Seljanleiki innlendra eigna – bankastarfsemi heimagerð • Ef heimagjaldmiðill hefur ekki alþjóðlegt greiðsluhæfi getur aukin seðlaprentun skapað vandamál á gjaldeyrismarkaði – ef lausaféð sem Seðlabankinn skaffar leitar úr landi. • Seðlaprentunin í litlu opnu hagkerfi getur þannig auðveldlega skapað gjaldeyriskrísu sem gerir fjármálakrísuna mun verri viðureignar. • Það felur í sér að Seðlabankinn verður að stýfa LtÞ með sölu gjaldeyris á millibankamarkaði. • Ef myntskipti (currency substitution) hefur átt sér stað þannig að fjármagnsviðskipti og bankastarfsemi fara fram í alþjóðlegum gjaldmiðlum innanlands er mjög líklega þörf á því að LTÞ sé að hluta eða öllu leyti framkvæmd í erlendum gjaldmiðlum. • Calvo (1999) heldur því fram að geta margra S-Ameríkuríkja til þess að stunda LtÞ sé í raun ekki til staðar. • LtÞ í litlum opnum hagkerfum er því háð því að myndarlegur gjaldeyrisforði sé til staðar – enda er líklegt að bankakreppa og gjaldeyriskreppa fylgist að. • Í litlu opnu hagkerfi er gjaldeyriskreppa og bankakreppa nánast sami hlutur – og oft kallaðar tvíburakreppur.
Hver ber gjaldþrotaáhættu – spurning um stjórn • Greiðsluhæfi (solvency) banka sem eru stórir á heimamarkaði en litlir í alþjóðlegu samhengi hlýtur að vera tryggð af stjórnvöldum heima fyrir. • Skráð heimilisfesti – er ávísun á aðstoð • Mikilvægi fyrir greiðslukerfi (too big to fail) • Í sjálfu sér er hægt að framkvæma eiginfjáraðstoð í innlendum gjaldmiðli – sem hlýtur að gefa ríkisvaldinu töluvert meira svigrúm. • Inngrip af þessu tagi gerir kröfu um Seðlabankinn og/eða ríkisvaldið hafi stjórn á þróun máli og fari í fararbroddi við lausn krísunnar. • Seðlabankar erlendra starfstöðva gætu aðrar hugmyndir um stöðu og úrlausn mála. • Gamalt spakmæli á fjármálamarkaði segir að... • ...alþjóðlegir bankar eru aðeins alþjóðlegir þegar þeir eru lifandi og allt gengur vel, þegar þeir lenda vandræðum breytast þeir strax í innlenda banka. • Alþjóðleg samhæfing er lykilatriði fyrir lausn bankakreppu í litlu opnu hagkerfi.
Nægt eiginfé til að mæta niðursveiflu – þökk sé útrásinni Hreint eigið fé íslensku viðskiptabankanna og Seðlabankans - í milljörðum króna Heimild: Greiningardeild Kaupþings og Seðlabanki Íslands
Íslenskir bankar með hátt eiginfjárhlutfall í alþjóðlegu samhengi CAD ratio for Nordic banks 2007 ROE for Nordic banks 2007 Source: Company data ¹ 9m 2007
Tiltölulega hagstætt tímaróf á endurgreiðslu skulda Long term redemptions 2008 as percentage of total long term debt Source: Bloomberg, 19 March 2008
Eignir bankanna tíföld landsframleiðsla Eignir viðskiptabankanna þriggja - sem hlutfall af VLF Heimildir: Kauphöll Íslands
Kaupþing eitt hefur helming eigna Eignir viðskiptabankanna þriggja - sem hlutfall af heildareignum stærstu viðskiptabankanna þriggja Heimildir: Kauphöll Íslands
Endurgreiðsluferill bankanna Heildarendurgreiðsla nemur EUR 47,8 milljörðum All amounts in [EURm]
Íslenska bankaáhlaupið – árás vogunarsjóðanna Skuldatryggingarálag íslensku bankanna Heimild: Greiningardeild Kaupþings og Seðlabanki Íslands
Evran og íslenski seðlabankinn • Ef Ísland gengi formlega inn í Evrópska myntbandalagið (eftir inntöku í ESB) myndi Íslenski seðlabankinn missa vaxtaákvörðunarvald sitt en fá peningaprentunarvald í staðinn. • Íslenskir bankar gætu fengið evrur með því að afhenda Seðlabankanum íslenskar eignir í endurhverfanlegum viðskiptum. • Seðlabanki Íslands fengi þannig aukið vald yfir fjármálastöðugleika með því að geta prentað evrur en gæti ekki stjórnað hagkerfinu með vöxtum. • Athugið samt freistnivandann sem fylgir því að geta prentað peninga til þess að fjármagna halla á ríkissjóði. • Íslenska ríkið gefur út skuldabréf selur banka bréfið sem aftur setur bréfið inn í Seðlabankann og fær lausafé í staðinn!
„Central Banks suffer from the limitation… that they are national central banks. Only in a national economy that is largely self contained, can a central bank be a true central bank; with the development of world markets, and (especially) of world financial markets, national central banks take a step down, becoming single banks in a world wide system, not at the "centre" any longer." John Hicks 1967
2008 – Armageddon afstýrt eða komið af stað? • Haustið 2008 virtist hinn vestræni heimur vera á leið í mjög harða kreppu – gripið var til eftirfarandi aðgerða til þess að bregðast við: • Lækkun skammtímavaxta að 0 – vaxtatæki seðlabankans takmarkast við 0 og eftir það myndast lausafjárgildra (liquidity trap) á fjármálamarkaði. • Lækkun langtímavaxta með beinum kaupum á langtíma skuldabréfum – yfirleitt kaupa seðlabankar aðeins skammtímabréf á markaði en þarna fóru þeir að teygja sig út á rófið til þess að halda langtímavöxtum niðri. • Aukning ríkisútgjalda þrátt fyrir minnkandi skatttekjur er leiddi til mikils ríkisfjárhalla sem var fjármagnaður með peningaprentun – þ.e. með því að láta seðlabankanna kaupa löng ríkisbréf. • Þannig heppnaðist afstýra niðursveiflu beggja vegna Atlantshafsins – með miklum fjárlagahalla en án hækkunar langtímavaxta. • Þannig var komið efni í nýja krísu – bankakrísan leiddi yfir í ríkisfjármálakrísu.