1 / 84

4. LÍKAMSÞROSKI OG KYNSLÓÐABREYTINGAR

4. LÍKAMSÞROSKI OG KYNSLÓÐABREYTINGAR. SÁL 203. INNGANGUR. Miklar framfarir hafa orðið í heilbrigðisþjónustu Pör geta fengið erfðaráðgjöf hjá sérfræðingum til að meta hversu miklar líkur er á að þau eignist börn með erfðagalla Erfðaráðgjöf

elsie
Download Presentation

4. LÍKAMSÞROSKI OG KYNSLÓÐABREYTINGAR

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 4. LÍKAMSÞROSKI OG KYNSLÓÐABREYTINGAR SÁL 203

  2. INNGANGUR • Miklar framfarir hafa orðið í heilbrigðisþjónustu • Pör geta fengið erfðaráðgjöf hjá sérfræðingum til að meta hversu miklar líkur er á að þau eignist börn með erfðagalla • Erfðaráðgjöf • Upplýsir fólk um arfgengi sjúkdómsvísa sem það kanna að ganga með og hversu miklar líkur eru á því að afkvæmi þess verði einnig haldið tilteknum erfðagalla • Arfgeng heilablæðing • Þekkt hér á landi – eingenasjúkdómur (eitt gen orsakar)

  3. Ríkjandi sjúkdómsgen og því nóg að erfa eitt eintak frá öðru foreldri • Helmingslíkur á að foreldri með gallann eignist barn sem erfir hann • Gallinn hefur mikla sýnd = langflestir sem erfa hann verða fyrir áhrifum • Nico (bls. 87) • Erfitt að finna tvær manneskjur sem eru nákvæmlega eins • Á líka við um eineggja tvíbura (t.d. fæðingarblettir)

  4. Þroskasaga hvers og eins er einstök og aldrei hægt að hafa fulla stjórn á þeim áhrifaþáttum sem þar koma við sögu • Líkamsþroski hornsteinn þess að barn þroskist • Sömu lögmál gilda oft um hann og andlegan og félagslegan þrosk • Rannsóknir á vexti barna og unglinga mikilvægur mælikvarði á þroska og heilsufar • Einhver fylgni á milli greindarvísitölu og líkamshæðar

  5. Greind nær ekki fullum þroska fyrr en heilinn hefur náð fullri þyngd • andlegur og líkamlegur þroski haldast í hendur • Börn í stöðugum vexti allt frá getnaði fram yfir gelgjuskeið og þroskaferill hefur ákveðin samkenni • Sumir vaxa hratt aðrir hægt • Stærð barna við fæðingu gefur takmarkaða vísbendingu um endanlega stærð • Stelpur eru nær fullþroska sínum á bernskuskeiðinu en strákar

  6. VAXTARKÚRFUR – VÍSBENDING UM ÞROSKA • Nýleg þverskurðarrannsókn á hæð og þyngd á börnum á aldrinum 6 – 20 ára • Íslensk börn í hópi þeirra hávöxnustu í heimi • Hollensk börn mælast bara hærri • Norks börn fylgja sams konar vaxtarferli • Þroskamöguleikar og atlæti íslenskra barna með því betra sem gerist í heiminum • Líkamsþroskinn örastur á fyrstu tveimur árum ævinnar

  7. FRH. • Vaxtarlínurit sem mest eru notuð í dag sýna meðalhæð barna eftir aldri (sjá myndir bls. 89) • Slík gröf eru notuð til viðmiðunar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum þegar meta á hvort líkamsþroski tiltekins barns er innan eðlilegra marka • Dæmigert barn er þá • meðalþungt og meðalhátt við fæðingu, ves alltaf með miðlungshraða • tekur út vaxtasprett gelgjuskeiðsins á meðaltíma • nær miðlungshæð fullorðinna

  8. FRH. • Frávik frá slíkum kúrfum ber ekki að taka alvarlega nema þau séu veruleg og varanleg • Rétt fyrir kynþroska tekur líkaminn vaxtarsprett vegna aukins rennslis vaxtarhormóns • Hjá stelpum hefst vaxtarspretturinn á miðju 11. ári og nær hámarki um 12 ára • Hjá strákum hefst vaxtarspretturinn tveimur árum seinna • Höfuðið tekur ekki vaxtarsprett en hlutföll í andliti geta breyst talsvert (mynd bls. 91)

  9. MEGINREGLUR UM ÞROSKASTEFNU • Hvað gerir börn svo aðlaðandi? • Mikilvægt að ósjálfbjarga ungviði dragi að sér athgyli og vekji löngun hjá hinum fullorðnu til að annast það • Líkamshlutföll er önnur en hjá fullorðnum • Líkamsþroski fylgir tveimur meginreglum • “Frá toppi til táar” • “Frá miðju og út”

  10. Frá toppi til táar • Efri hluti líkamans þroskast fyrr en neðri hlutinn • Frá miðju og út • Breiðist frá miðbiki líkamans og út í limina (mynd bls. 92) • Heilinn þroskast hraðar en nokkur annar líkamshluti • Stærðarhlutföll ólíkra líkamshluta breytast mjög með aldrinum (mynd bls. 92) • Sjá töflu bls. 92

  11. HEILAÞROSKI • Heilinn það líffæri sem sálfræðinga varðar mest um • Liggur ekki ljóst fyrir hvernig tengslum hins sálfræðilega og hins líffræðilega er háttað? • Vitsmunir þroskast samhliða því að heilinn þroskast • Heilinn tekur þroskaspretti • Framheili, miðheili, tígulheili og taugapípa (mynd bls. 93) • Mynd bls. 94

  12. Rök fyrir tengslum sálarlífs og heilaþroska • Skemmdir á tilteknum heilasvæðum geta leitt til sálrænnar eða hugrænnar skerðingar • Heili barna sveigjanlegri en fullorðinna hvað þetta varðar og áhrifin því minni • Ósködduð svæði taka þá líklega við hlutverki skemmdra svæða • Skaði hjá fullorðnum – skiptir máli hvort hann er í hægra eða vinstra heilahveli

  13. V = truflanir á máli • H = áhrif á rúmskyn • Skiptir ekki máli hjá börnum hvort skaði er vinstra eða hægra megin hvað málþroska varðar • Það sama gilti ekki um rúmskyn • Skerðing sam aldrei jafn mikil og hjá fullorðnum • Dugar hálfru heili? Bls. 95 • Lífið fyrir fæðingu

  14. FRÁ FRJÓVGUN TIL FÆÐINGAR • Rannsóknir • Til að rannsaka fóstur eru notaðar: • Ómskoðanir þar sem örbylgjuhljóð eru notuð. Snemma á fósturferlinu er hægt að mæla hryggsúluna og á 13. viku ummál höfuðs og kviðar. • Þverskurðarrannsóknir þar sem fóstur sem ekki hefur verið gengið með að fullu eru rannsökuð. Þetta gildir um fyrstu 6 mánuðina. • Börn sem hafa fæðst fyrir tímann á síðustu 3 mánuðum.

  15. FRH. • Fyrstu þrjá mánuðina eru einkum rannsökuð fóstur sem hefur verið eytt af félagslegum ástæðum. • Næstu þrjá mánuði eru einkum rannsökuð fóstur sem mæður hafa misst. • Ath: Þegar börn sem fæðst hafa fyrir tímann eru rannsökuð er gengið út frá því að þau séu eðlileg en það er ekki augljóst. • Fósturskeið er tímabilið frá frjóvgun til fæðingar. Það er að jafnaði 40 vikur.

  16. Frh. • Erfitt getur verið að vita hvenær frjóvgun á sér stað. Miðað er við fyrsta dag síðasta tíðahrings konunnar en frjógvun á sér oftast stað nálægt egglosi tveimur vikum síðar. Fósturskeiðið er því í raun 38 vikur. • Okfruma verður til þegar sáðfruma og eggfruma renna saman. • Úr frumukjarna sáðfrumunnar fær okfruman 23 litninga og úr frumukjarna eggfrumunnar aðra 23 litninga. Litningar eggfrumunnar og sáðfrumunnar para sig og mynd 23 litningapör með 46 litningum.

  17. Frh. • Okfruman er stærsta fruma líkamans um 0,13 mm í þvermáli. • Eftir sólarhring skiptir okfruman sér í tvennt og síðan verður ör frumuskipting. • Kyn ræðst af samsetningu kynlitninga. XX þýðir kvenkyn en XY karlkyn. • 120 karlfóstur verða til á móti hverjum 100 kvenfóstrum. Af karlfóstrunum eru meiri afföll og fæðast því 105 drengir á móti 100 stúlkum. Ath hlutfall karl - og kvenfóstra ætti að vera jafnt.

  18. Frh. • 10% okfrumna festast ekki. • 50% af okfrumum sem festast eyðast. • Litningagallar koma fram hjá 5-10% okfruma. • Litningagallar koma fram hjá 0,5% fæddra barna. • 90-95% litningagallaðra fóstra eyðast sjálfkrafa. • Mynd 4.18 bls. 109.

  19. AÐFERÐIR VIÐ RANNSÓKNIR Á FÓSTRUM • Ómskoðun • Legvatns- og fylgjuvefjarástungur • Fósturskimanir • Fósturgreining

  20. Stig fósturskeiðs • Segja má að fósturþroski fari eftir þroskaforriti. • Þroskinn er það reglulegur að spá má fyrir um marga hluti s.s. hreyfiþroska. • Vöxtur á fósturskeiði er flókinn og margt getur farið úrskeiðis. • Um 3% fæddra barna hafa fæðingargalla.

  21. Frh. • Fósturskeiðinu má skipta í þrjú stig: • Eggstig: 0-14 daga. • Frumfósturstig: 2-8 vikna. • Fósturstig: 8 vikna til fæðingar. • Eggstig: Okfruman festist í leginu. Þar myndar hún frumulög. Innra lagið verður fóstrið. Ytra lagið verður fóstur himnur. Ytra lagið festist við leg móðurinnar.

  22. Frh. • Frumfósturstig: • Ytra frumlagið skiptist sjálft í líknarbelg og æðabelg og myndar með legi móðurinnar fellibelg. • Milli belgjanna og fóstursins er legvatnið sem verndar fóstrið fyrir höggum og þrýstingi. • Naflastrengurinn liggur frá fóstrinu í æðabelginn og myndast þar legkaka. Blóðrásarkerfi móðurinnar og fóstursins mætast en blandast ekki í legkökunni. Næring fer á milli í legkökunni og berst yfir í barnið með naflastrengnum.

  23. Frh. • Frumuhimnurnar og legkakan nefnast saman fylgja. • Fóstrið greinist í 3 lög: Útlag, miðlag og innlag. • Útlag verður annarsvegar að ytri þekju líkamans s.s. húð, hári og nöglum og hinsvegar að taugakerfinu. • Miðlagið verður að vöðvum, beinum og blóðrás. • Innlagið verður að meltingarfærum, lungum, lifur, kirtlum og fleiru.

  24. Frh. • 18 daga: Fóstrið fær á sig nokkra mynd, höfuð, bak og kviður er farinn að mótast. • Í lok þriðju viku: Hjartað myndast. • 4 vikna: Heili greinanlegur. Höfuðið verður mjög stórt samanborið við líkamann. • Fyrstu 8 vikurnar: Eru næmiskeið fyrir þroskun taugakerfisins og er barnið þá viðkvæmara fyrir áföllum móður s.s. sjúkdómum og lyfjum. • Fósturstig: Í upphafi hefur fóstrið tekið á sig nokkra mannsmynd. Það er um 3 cm að lengd og 1 gr að þyngd.

  25. Frh. • Virkni fóstursins vex á þessu stigi. • Þriðji mánuður: Fjöldi tauga og vöðva þrefaldast. Fóstrið byrjar að velta sér. • 16 vikna móðirin fer að verða vör við hreyfingar. Þá er fóstrið um 16 cm að lengd. • 28 vikur eru taldar lágmarks meðgöngutími (þetta er þó að breytast með aukinni þekkingu og tækni) en þá er hægt að halda barninu á lífi ef það fæðist. Líffærakerfi barnsins eru orðin nógu þroskuð til að starfa sjálfstætt.

  26. Frh. • Upp úr 34. viku dregur úr vextinum vegna rúmtaks legsins. Það er sett í samhengi við uppbótartímabil fyrstu 8-10 vikur eftir fæðingu þar sem barnið þyngist mjög hratt. • Því stærra sem barnið er við fæðingu þeim mun minni verður vöxturinn á uppbótartímabilinu. • Þessi temprun vaxtarins auðveldar fæðinguna. Dæmi um hesta á bls. 116.

  27. Áhrifaþættir á fósturskeiði • Hugsanlega má þjálfa heyrn fóstursins frá 4 mánuði en þá hafa eyru náð nokkrum þroska. • Streita móður getur hugsanlega haft áhrif á fóstrið og leitt til lýta á barninu s.s. bogins litla fingurs. • Hugsanlega getur streita leitt til genagalla hjá fóstrinu (ath: vantar nýrri upplýsingar).

  28. FRH. • Reykingar hafa áhrif á fóstur og er ungbarnadauði 30% hærri hjá mæðrum sem reykja en þeim sem reykja ekki. • Áfengi getur skaðað fóstrið, jafnvel lítil áfengisneysla. Mikilli áfengisneyslu geta fylgt “alkóhólsýndróm” sem kemur fram sem greindarskerðing og breytingar á andlitsfalli. • Mataræði og næringarástand hefur áhrif þó fóstrið gangi fyrir um næringuna.

  29. Rannsókn:

  30. Frh. • Sjúkdómar geta valdið skaða eins og rauðir hundar sem geta valdið vansköpun. • Lyf geta haft áhrif t.d. olli þalimíð vansköpun (mynd á bls. 120). • Röntgengeislar geta valdið skaða. • Rh- ósamræmi getur verið hættulegt ef móðir hefur Rh- og barnið Rh+ (þetta er eitt af því sem er ávallt rannsakað).

  31. FYRIRBURAR OG LÉTTBURAR • Eðlileg meðganga er 37- 41 vika. Þá eru börn fædd á réttum tíma. • Ef meðgangan er styttri eru börn fædd “fyrir tímann”. • Ef meðgangan er lengri eru börn fædd “eftir tímann”. • Börn sem vega 2.500 gr eða minna eru undirmálsbörn. • Sum undirmálsbörn sem fæðast fyrir tímann eru í raun í réttri þyngd miðað við þroskastig. Mynd 4.27 bls 122.

  32. Frh. • Ef þyngdin víkur verulega frá þroskastigi bendir það til þess að eitthvað sé að móðurinni, fóstrinu eða fylgjunni. • Börn sem fæðast fyrir tímann en hafa eðlilega þyngd miðað við sitt þroskastig eru líklegri til að ná fullum þroska en þau börn sem eru undirmálsbörn af öðrum ástæðum. • Fyrirburar verða þó að fá góða ummönnun ef þeir eiga að ná fullum þroska.

  33. Frh. • Hlutfall undimálsbarna hefur verið lægra á Íslandi en í Bandaríkjunum. • Bandarískar rannsóknir hafa sýnt fylgni á milli þroska og fæðingarþyngdar. Andlegur þroski og hreyfiþroski voru þeim mun minni sem fæðingarþyngdin var minni (mynd 4.29 bls 124).

  34. NÝBURAR OG UNGBÖRN • Höfuð nýbura er hlutfallslega stórt, þ.e. ¼ líkamslengdar á mót 1/10 hjá fullorðnum. • Öll líffæri eru starfhæf við fæðingu. • Allar taugafrumur hafa myndast.

  35. Gengist undir fyrstu prófin • Apgar-próf - þá eru metin: • Hjartsláttur • Öndun • Vöðvar • Litarhaft • Viðbrögð

  36. Brazelton-þroskaprófið • sálfræðipróf • Reynt að mæla skapgerðar- og atferlisþætti • Reynt að mæla hversu auðvelt er að hugga barnið og hvort það er óvært eða ergilegt

  37. Ungbörn sýna ósjálfráð viðbrögð • Þrjú viðbrögð tengjast fæðutöku: • Höfuðsnúningur • Sog • Kynging • Nokkur viðbrögð eru skoðuð til að meta ástand taugakerfisins. • Babinski-viðbragð: Barn fettir tærnar þegar strokið er undir ilina. • Moro-viðbragð: Barn baðar út öllum öngum ef óvæntar breytingar verða í umhverfinu.

  38. FRH. • Talið er að þessum viðbrögðum sé stjórnað frá heilastofni en hverfi með auknum þroska heilabarkar. • Grip-viðbragð: Þegar einhverju er stungið í lófa barns grípur það utan um hlutinn. • Sundviðbragð: Sé barn sett í vatn baðar það út útlimum eins og það sé að synda. • Skömmu eftir fæðingu geta börn fylgt eftir ljósi með augunum.

  39. Skynjunarhæfni ungbarna • Bragðskynið er eina skilningarvitið sem ekki er vel þroskað við fæðingu. Það þroskast fljótt. • Ungabörn sofa að jafnaði 16-17 tíma á sólarhring og um helmingur þess er kviksvefn. • Um þriggja ára aldur er hlutfall kviksvefns komið niður í 20-25%. • Kviksvefninn kann að hafa með þroska heilans að gera enda einkennist hann af beta-heilabylgjum svipað og í vöku.

  40. HREYFIÞROSKI EYKUR ATHAFNASVIÐ • Vegna þess að hreyfiþroski er reglulegur er gjarna miðað við hann þegar þroski er metinn fyrstu æviárin. • Hreyfiþroskinn hefur talsverða en ekki fullkomna fylgni við aðra þroskaþætti. • Börn ganga í gegnum sömu þroskaþrepin (mynd 4.31 bls. 127). • Þroskahraði barna er oftast stöðugur hjá hverju barni um sig en mismunandi á milli barna. • Margskonar fötlun hefur áhrif á hreyfiþroska.

  41. FRH. • Börn með Downs-heilkenni eru um það bil tvöfalt lengur að ná sama hreyfiþroska og önnur börn. • Í tilraun Bower 1977 var athugað hvort hægt væri að hraða þroska barna með Downs-heilkenni. 2 ára börn með Downs heilkenni reyndust hafa sama þroska og eins árs börn. Eftir 18 mánaða þjálfun stóðu þau jafnfætis jafnöldrum sínum. • Blinda frá fæðingu getur hamlað hreyfiþroska. Blint barn nær ekki sama árangri í að ná til sín hlutum og sjáandi barn. Í samræmi við námskenningar dregur því úr virkni blindra barna ef ekkert er að gert. • Blind börn geta uppgötvað eða lært að beita bergmáli til að ná stjórn á umhverfi sínu.

  42. Hefur umhverfi áhrif á hreyfiþroska? • Rannsókn Dennis á börnum Hopi-indíana benti ekki til þess að umhverfi hafi veruleg áhrif. • Fyrstu 9 mánuði lífs eru Hopi börn bundin á vöggubretti án þess að geta hreyft sig. • Við 12-15 mánaða aldur reyndist hreyfiþroski þeirra vera hinn sami og hjá börnum sem ekki höfðu verið bundin á vöggubretti. • Fyrirvarar: • Hopi börnin voru bundin á vöggubrettin á daginn en fengu að vera frjáls á kvöldin. • Nokkrir mánuðir liðu frá því að hætt var að hafa þau á vöggubrettum og þar til hreyfiþroskaprófið var gert.

  43. FRH. • Rannsókn Hilgards: Tveggja ára börn voru þjálfuð í 12 vikur í að klifra upp stiga, hneppa hnöppum og beita skærum. Hreyfiþroski þeirra reyndist ekki meiri en þeirra sem ekki höfðu fengið viku þjálfun. • Fyrirvarar • Börn eru fljót að bæta sér upp svo viku þjálfun kynni að hafa verið nægileg. • Verkefnin voru heldur erfið fyrir tveggja ára börn. • Rannsóknir eru misvísandi um gildi þess að þjálfa upp hreyfiþroska barna en góður árangur virðist geta náðst hjá fötluðum.

  44. SYSTKINI OG SYSTKINASAMBÖND • Egill og Þórólfur bls. 117 • Systkini allra manna skyldust • Systkini hafa allt frá helmingi og upp í alla sömu erfðaþætti (eineggja tvíburar) • Ráðgáta hve ólík þau eru oft á tíðum • Breski þroskasálfræðingurinn Judy Dunn hefur mikið rannsakað mun á systkinum

  45. Að mati Dunn er þrennt sem einkumm einkennir systkinasambönd • Oft hömlulaus og tilfinningaþrungin • Oft mjög náin • Ótrúlegur breytileiki í samböndum • Samskiptin eru ýmist mjög sterk jákvæð tilfinningalega eða mjög neikvæð

  46. Svo lík en samt svo ólík • Eineggja tvíburar líkastir allra systkina • Sama erfðaefni, sama kyn, fæðast á sama tíma, alast oftast upp innan sömu fjölskyldu • Persónuleiki þeirra fjarri því að vera eins (45 – 50% fylgni) • Kemur þá ekki á óvart að munur sé á persónuleika annarra systkina • Erfðaefni ólíkari hjá systkinum en eineggja tvíburum

  47. Skiptir systkinaröð máli? • Gamalt rannsóknarefni • Galton • Óvenju margir framúrskarandi breskir vísindamenn í hópi elstu systkina • Freud, Adler og fleiri töldu systkinaröð hafa áhrif á fólk • Oft er greint á milli fjögurra ólíkra staða: • Elstu börn • Miðjubörn • Yngstu börn • Einbirni

  48. Ekki ólíklegt að sá mismunur sem er á systkinum stafi að hluta til af því að fjölskyldumynstrið breytist eftir því sem börnunum fjölgar • Fyrsta barn • fæðist inn í allt aðrar aðstæður en t.d. fjórða eða fimmta barnið • foreldrar öðlast aukna reynslu með hverju barni • allt er merkilegt sem fyrsta barnið gerir og það nýtur óskiptrar athygli foreldranna

  49. Annað barn • Þarf að deila athyglinni með hinu eins og þau sem á eftir koma • Getur verið erfitt að vera elsta barnið og detta úr sviðsljósinu • Adler – talar um valdsviptingu • Stundum haldið fram að foreldrar takið ætíð elsta barnið fram yfir hin • Stutt með sögulegum og félagslegum rökum

  50. Hefðin sú að elstu synir errfa krúnuna eða taka við búrekstrinum • Eldri börnum var þyrmt þegar börn voru borin út en þeim yngstu frekar fórnað • Slæm meðferð foreldra og barnadráp í nútímasamfélögum bitnar frekar á yngstu börnunum

More Related