1 / 9

Teygjur

Teygjur. Þjálfun og heilsa. Teygjur. Liðleiki er sá eiginleiki líkamans að geta útfært hreyfingu með mikilli hreyfivídd. Fólk er liðugt í liðamótum en ekki í vöðvum og til að vera liðugur í liðamótum þá verður teygjanleiki vöðvanna líka að vera til staðar. Teygjur geta verið:. Virkar

errol
Download Presentation

Teygjur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Teygjur Þjálfun og heilsa

  2. Teygjur Liðleiki er sá eiginleiki líkamans að geta útfært hreyfingu með mikilli hreyfivídd. Fólk er liðugt í liðamótum en ekki í vöðvum og til að vera liðugur í liðamótum þá verður teygjanleiki vöðvanna líka að vera til staðar.

  3. Teygjur geta verið: • Virkar • Óvirkar

  4. Virkur liðleiki Virkur liðleiki er sú mesta hreyfing í lið sem einstaklingur nær með eigin vöðvaafli. En virkum liðleika er skipt í kyrrstöðu liðleika og hreyfi liðleika. • Kyrrstöðu liðleiki: þá heldur vöðvinn stöðunni og haldið í nokkrar sekúndur. • Hreyfi liðleiki: er átt við að teygjur sem gerðar eru með snöggum hreyfingum eða sveiflum.

  5. Óvirkur liðleiki Óvirkur liðleiki er sú mesta hreyfing liðs sem næst með utanaðkomandi hjálp. Þetta getur verið líkamsþungi félaga eða áhald. Óvirkur liðleiki er alltaf gerður í kyrrstöðu. Við fáum meira út úr óvirkum teygjum vegna þess að við fáum meiri hreyfivídd.

  6. PNF teygjur Spennuteygjuaðferðin Þessi aðferð er notuð til að teygja að sársaukamörkum. Þegar þangað er komið þá spennir maður vöðvann og streitist á móti í ca. 6 sek. svo slakar maður á í ca. 2-3 sek. og að lokum er teygt á. Þetta er óvirk teygja því að maður þarf annan mann til að hjálpa sér með þessa teygju. Gott er að endurtaka þetta 2-3 sinnum, teygjan sjálf á að vera í ca. 20-30 sek.

  7. Almennur og sérhæfður liðleiki • Almennur liðleiki: er átt við að maður hafi eðlilegan hreyfileika í hinum ýmsu liðamótum s.s. hryggjasúlunni, öxlum og mjöðmum. • Sérhæfður liðleiki: er átt við að liðleiki fullnægi þeim skilyrðum sem íþróttagreinin setur t.d. sund (þá eru axlir liðugar), fimleikar (þá er hryggjasúla liðug) og grindahlaup (þá eru mjaðmir liðugar).

  8. Liðleiki • Liðleiki er háður aldri og kyni • Almennt að talið að börn séu liðugri en fullorðnir (börn hafa meiri vökva í vöðvafrumum heldur en fullorðnir og af því leiðir meiri teygjanleiki) • Liðleiki minnkar alltaf ef ekki er teygt á eftir æfingu, þó sérstaklega eftir erfiðar æfingar. • Frá 10-14 ára aldri er besti aldurinn til að auka vel við liðleikann. • Konur eru í eðli sínu liðugri en karlar. • Hornónastarfsemi öðruvísi • Vefir öðruvísi • Meiri fita í vefjum

  9. Hvenær og hvernig á að þjálfa liðleika? Það er auðvelt að þjálfa liðleika en við verðum að gefa okkur tíma til þess að góður árangur náist. En hún verður að vera í fullu samræmi við aðrar greinar t.d. þolþjálfun og kraftþjálfun. Of mikil áhersla á liðleikaþjálfun getur minnkað snerpuna hjá okkur. Hver teygja ætti að taka ca. 30 sek.

More Related