350 likes | 486 Views
Dagskrá. Kynning á niðurstöðum í útboðum á ráðgjafarþjónustu. 4. júní 2009 Guðrún Gunnarsdóttir. ....við þökkum sömuleiðis.
E N D
Kynning á niðurstöðum í útboðum á ráðgjafarþjónustu 4. júní 2009 Guðrún Gunnarsdóttir
....við þökkum sömuleiðis • “Bjóðandi fagnar því að haldið sé opið útboð fyrir almenna lögfræðiþjónustu til handa stofnunum ríkisins. Ríkið nýtur þannig góðs af bestu sérfræðiþekkingu á viðkomandi sviði á hinum almenna markaði, gagnsæi er aukið, jafnræðis gætt og faglegu og skýru vinnuferli komið á. Þannig felst í þessu útboði bæði tækifæri fyrir ríkið og bjóðendur. Bjóðandi þakkar því sérstaklega fyrir að fá að taka þátt í þessu útboði.” (bjóðandi)
....við þökkum sömuleiðis • “Það er okkur ánægjuefni að vera gefinn kostur á að taka þátt í rammaútboði Ríkiskaupa á ráðgjöf í endurskoðun og reikningshaldi.” (bjóðandi)
Niðurstöður- lögfræðiráðgjöf • Lögfræðiráðgjöf: • 25 bjóðendur, samið við alla • 11 “minni” fyrirtæki • 14 “stærri” fyrirtæki
Lykilhæfni starfsmanna-lögfræðiráðgjöf • Flokkur A Þekking: 0-3 ára gömul menntun, BSc gráðu í lögfræði. Ræður við einföld verkefni. Reynsla: 1-3 ára reynsla, hefur tekið þátt í einu eða fleirum álíka verkefnum og boðin eru. Stjórnunarhæfni: Ráðgjafi þarf leiðbeiningar frá öðrum. Sjálfstæði: Getur unnið einsamall einföld, vel afmörkuð verk. • Flokkur B Þekking: BSc gráðu í lögfræði. Mjög hæfur, með mjög góða þekkingu á sínu sviði Reynsla: A.m.k. 4 ára reynsla sem ráðgjafi. Góð fyrirmynd annarra. Hefur tekið þátt í og lokið stórum verkefnum í háum gæðaflokki. Stjórnunarhæfni: Getur borið ábyrgð á verkefnum í sínu sviði og verið í forystu í minni og millistórum hópum. Sjálfstæði: Getur vel unnið sjálfstætt. • Flokkur C Þekking: Meistaragráðu eða Cand.jur. ásamt málflutningsréttindum í lögfræði. Hæfni í hæsta gæðaflokki, talinn sérfræðingur á sínu sviði. Reynsla: Reynsla sem ráðgjafi með mörg stór unnin verkefni í háum gæðastaðli í ferilskrá sinni. Stjórnunarhæfni: Hefur langa og umtalsverða reynslu sem stjórnandi og hefur unnið í leiðandi störfum. Sjálfstæði: Mjög mikið.
Lögfræðiráðgjöf Verðbil: • A flokkur 7.221 til 16.808 • B flokkur 8.890 til 23.400 • C flokkur 6.890 til 26.100
Lögfræðiráðgjöf • Málaflokkar
Niðurstöður - Upplýsingatækni • Upplýsingatækniráðgjöf: • 31 bjóðendur, samið við alla • 8 “minni” fyrirtæki • 23 “stærri” fyrirtæki
Lykilhæfni starfsmanna-upplýsingatækni • Flokkur A Þekking: 0-3 ára gamla menntun á sínu sviði, BSc gráða í upplýsingatækni. Ræður við einföld verkefni. Reynsla: 1-3 ára reynslu, hefur tekið þátt í einu eða fleirum álíka verkefnum og boðin eru. Stjórnunarhæfni: Ráðgjafi þarf leiðbeiningar frá öðrum. Sjálfstæði: Getur unnið einsamall einföld, vel afmörkuð verk. • Flokkur B Þekking: BSc gráðu í upplýsingatækni. Mjög hæfur, með mjög góða þekkingu á sínu sviði Reynsla: A.m.k.4 ára reynsla. Góð fyrirmynd annarra ráðgjafa. Hefur tekið þátt í og lokið stórum verkefnum í háum gæðaflokki. Stjórnunarhæfni: Getur borið ábyrgð á verkefnum í sínu sviði og verið í forystu í minni og millistórum hópum. Sjálfstæði: Getur vel unnið sjálfstætt. • Flokkur C Þekking: Meistaragráða í upplýsingatækni eða sambærileg menntun. Hæfni í hæsta gæðaflokki og viðkomandi talinn sérfræðingur á sínu sviði. Reynsla: Reynsla sem ráðgjafi með mörg stór unnin verkefni í háum gæðastaðli í ferilskrá sinni. Stjórnunarhæfni: Hefur langa og umtalsverða reynslu sem stjórnandi og hefur unnið í leiðandi störfum. Sjálfstæði: Mjög mikið.
Upplýsingatækniráðgjöf Verðbil: • A flokkur 6.431 til 15.563 • B flokkur 9.561 til 16.826 • C flokkur 9.836 til 19.298
Upplýsingatækniráðgjöf • Málaflokkar
Niðurstöður – Endurskoðun og reikningshald • Endurskoðun og reikningshald: • 28 bjóðendur, samið við alla • 16 “minni” fyrirtæki • 12 “stærri” fyrirtæki
Lykilhæfni starfsmanna-Endurskoðun • Flokkur A Þekking: 0-3 ára gamla menntun,BSc gráðu í viðskiptafræðum og/eða viðurkenndur bókari. Ræður við einföld verkefni. Reynsla: 1-3 ára reynslu á vinnumarkaði, hefur tekið þátt í einu eða fleirum álíka verkefnum og boðin eru. Stjórnunarhæfni: Ráðgjafi þarf leiðbeiningar frá öðrum. Sjálfstæði: Getur unnið einsamall einföld, vel afmörkuð verk. • Flokkur B Þekking: BSc gráða í viðskiptafræðum auk framhaldsmenntunar á endurskoðunarsviði. Ráðgjafi er mjög hæfur og er með mjög góða þekkingu á sínu sviði Reynsla: Að minnsta kosti 3 ára reynsla sem ráðgjafi. Hann er góð fyrirmynd annarra ráðgjafa. Hann hefur tekið þátt í og lokið stórum verkefnum í háum gæðaflokki. Stjórnunarhæfni: Getur borið ábyrgð á verkefnum í sínu sviði og verið í forystu í minni og millistórum hópum. Sjálfstæði: Getur vel unnið sjálfstætt. • Flokkur C Þekking: Löggilding í endurskoðun. Hæfni í hæsta gæðaflokki, talinn sérfræðingur á sínu sviði. Reynsla: Reynsla sem ráðgjafi með mörg stór unnin verkefni í háum gæðastaðli í ferilskrá sinni. Stjórnunarhæfni: Hefur langa og umtalsverða reynslu sem stjórnandi og hefur unnið í leiðandi störfum. Sjálfstæði: Mjög mikið.
Endurskoðun og reikningshald Verðbil: • A flokkur 4.917 til 15.400 • B flokkur 7.500 til 15.768 • C flokkur 7.045 til 18.943
Endurskoðun og reikningshald • Málaflokkar
Sameiginleg markmið • Aukin samkeppni með jafnræði og gagnsæi að leiðarljósi við val á ráðgjöfum • Þörf ríkisins fyrir hágæða ráðgjafaþjónustu • Þörf fyrir fjárhagslega hagkvæmni og upplýsingar um verð og framboð • Nauðsyn þess að gefa öllum ráðgjöfum jafnan rétt og jöfn tækifæri til keppa um þau verkefni sem bjóðast hjá ríkinu
Rammavefur Ríkiskaupa • Lokað svæði, aðeins fyrir kaupendur
Samningur um ráðgjafarþjónustu • Viðauki V Sýnishorn af samningi um ráðgjafaþjónustu • Samningur skal notaður þegar ráðgjafi veitir þjónustu yfir tiltekið tímabili
Innihald samnings • Vel skilgreint gjald • Verkaskipting ráðgjafahóps • Tímaáætlun • Markmið verkkaupa • Skil á gögnum • Gæðakerfi ráðgjafa • Þjónusta ráðgjafa • Ábyrgð ráðgjafa • Ágreiningsmál • Undirskrift og dagsetning.
Kröfur til kaupenda og seljenda Kröfur til seljanda Ráðgjafar skulu ávallt veita hlutlausa, faglega og óhlutdræga ráðgjöf og hafa hagsmuni kaupanda að leiðarljósi, án þess að láta hugsanleg/væntanleg verkefni trufla. Einnig skal forðast hagsmunaárekstra milli eigin verkefna ráðgjafa og verkefna sem ráðgjafi er ráðinn til að vinna......... Kröfur til kaupanda Gerðar eru þær kröfur til þeirra ríkisaðila sem hyggjast fá aðstoð ráðgjafa, að þeir hafi fullmótaða hugmynd um fyrirhugaða þjónustu og hvaða markmið hún skal uppfylla og hvaða afurðum vinnan skal skila. Kaupandi skal hafa skýra verk-eða markmiðslýsingu til viðmiðunar eða hliðsjónar vegna þess verkefnis, sem hann ætlar að láta vinna...........
Hverju skilar þetta allt saman? • Hvað þarf til að verkið gangi upp? • Hvernig verður tekist á við á verkefnið? • Hver mun takast á við verkefnið? • Hvað mun verkefnið kosta? • Hvað mun verkið taka langan tíma? • Hvernig hægt væri að meta á formlegan hátt niðurstöðu ráðgjafa og hvernig hún ætti að nýtast og hvort hún hafi skilað þeim árangri sem til var ætlast.
Forsendur fyrir örútboði • Meðalstórt eða stórt verkefni • Langur afhendingartími • Umfangsmikil þjónusta • Má aldrei ná til vöru eða þjónustu sem ekki fellur undir viðkomandi rammasamning • Almenn umsamin kjör í rammasamningi breytast ekki við örútboðið
Örútboð • Lokuð útboð • Ávallt milli samningsaðila rammasamninga • Á við um magninnkaup • Í þessu tilfelli verk sem taka meira en um það bil 40 tíma vinnu • Tilgangurinn er að fá enn betri verð vegna stærra umfangs og samning um ákveðið verkefni
Ferillinn • 1. Þörfin skilgreind • 2. Útboðsgögn útbúin • 3. Útboðstilkynning er aðeins send út á seljendur þjónustuflokks innan rammasamnings • 4. Útboðsgögn afhent • 5. Tímarammi er sveigjanlegur, en því meiri tími sem gefinn er því betra • 6. Fyrirspurnir og svör oft afgreidd á einum fundi • 7. Tilboð opnuð • 8. Muna að fylgja lögum um opinber innkaup!
Rammasamningar • Hlutverk rammasamninga sífellt mikilvægara • Velta eykst frá ári til árs • Markmið að ná til allra innkaupa þar sem það á við • Mikilvægt að vera meðvitaður um virkni rammasamninga
....við þökkum sömuleiðis • “og.... til hamingju með að klára þetta útboð svo vel þrátt fyrir allar úrtölur og kvartanir sem skullu á ykkur.” (bjóðandi)
Hádegissnarl og spjall Kynnist kaupendum og seljendum