140 likes | 297 Views
Endurskoðun fjarskiptaáætlunar INNVIÐIR. Vinnufundur með hagsmunaaðilum. Lykilspurningar í hópavinnu. Hvar liggja tækifæri til úrbóta? Safna þeim saman Hver eru forgangsröð þessara tækifæra? Sammælast um mikilvægustu úrbótatækifærin Hvaða markmið er hægt að skilgreina?
E N D
Endurskoðun fjarskiptaáætlunarINNVIÐIR Vinnufundur með hagsmunaaðilum
Lykilspurningar í hópavinnu • Hvar liggja tækifæri til úrbóta? • Safna þeim saman • Hver eru forgangsröð þessara tækifæra? • Sammælast um mikilvægustu úrbótatækifærin • Hvaða markmið er hægt að skilgreina? • Sem tengjast mikilvægustu tækifærunum • Hugmyndir að leiðum til að ná markmiðum? • Aðgerðir, lausnir...
InnviðirHver eru forgangsröð þessara tækifæra? Tengingin til útlanda er mjög vannýtt. Viðskiptalegar forsendur um arðsemi sem orkufyrirtækin komin inn í Farice og Danice eru ekki að ganga eftir. Getur ríkið komið inn og liðkað fyrir því að fjarskiptafyrirtækin geti stóraukið framboð bandbreiddar ? Samnýting opinberra framkvæmda, t.d. í lagningu veitna og vega, til uppbyggingar fjarskiptaneta.. Þannig að fjarskiptafyrirtækin borgi fulla þátttöku eins og nú er og greiði í stað þess jaðarkostnað, þannig að opinbera framkvæmdin taki ekki á sig kostnaðarhækkun, í stað þess að fá framkvæmdina niðurgreidda. Samnýting opinberra innkaupa getur dregið vagninn og flýtt fyrir framþróun tenginga út um landið.
4) Framtíðarskipan dreifikerfis RÚV, huga að öryggishlutverki RÚV. 5) Öryggi fjarskipta á hættutímum. Forgangur neyðarfjarskipta í kerfum og þjónustu. 6) Skilgreina betur hvað er "háhraða" og "bandbreitt", svo umræðan verði marktækari. 7) Ekki hægt að bæta við eftirátengingum til stakra bæja þegar ljósleiðari er lagður. Þarfnast hönnunar netsins frá grunni. InnviðirHver eru forgangsröð þessara tækifæra?
8) Samkeppni eða ekki samkeppni í grunnneti fjarskipta ? Er eðlismunur á dreifbýli og þéttbýli eða stigsmunur. 9) Seljendur þjónustu skilgreini betur hver gæði fjarskiptaþjónustunnar sem fyrirtækin veita eigi að vera. - Samnýtingarhlutfall, svartíma, lágmarksbandbreidd. InnviðirHver eru forgangsröð þessara tækifæra?
InnviðirHvar liggja tækifæri til úrbóta? • Betri skilgreiningar – hvað er “bandbreitt”, hvað er “háhraða” ? – töluleg gildi ? Markmið verða að vera vel skilgreind og mælanleg. • Endurskilgreining á “háhraða”þjónustunni. Ætti að lágmarki að vera 2 Mbps í dag ? • Hvers kyns tengingar er verið að selja, eru afkastatryggingar í boði. Eru SLA / þjónustugæði skilgreind • Mikil umræða um NGN/NGA, eitt net ber alla þjónustu. • Stofnhluti Mílu ber það sem þarf, en aðgangsnetin eru á kopar. Þráðlaus net munu aldrei geta keppt við landbundin net í afköstum. Míla er að byggja opið net byggt á ljósleiðara. • Öryggisnet – afkastageta frátekin í netinu og yfirlestast ekki ef eitthvað gerist. Gerist ekki eingöngu í innviðunum, heldur í þjónustulaginu þar sem sumir notendur fá forgang. • Míla gengur í 48 tíma án raforkutenginga.
InnviðirHvar liggja tækifæri til úrbóta? • Hvernig verða innviðir byggðir fyrir neyðarfjarskipti á hættutímum ? Með sérstökum öryggissamböndum eða með forgangi viðskiptavina á samnýttum samböndum. Spurning um hagkvæmni og nauðsyn. • Á ríkið að koma að uppbyggingu innviða ?Á strjálbýlið ætíð rétt á “jafnri” þjónustu og þéttbýlið ? • Hvernig má nýta aðrar framkvæmdir til að koma nýjungum fjarskiptaneta til notenda. Leggja í skurði sem grafnir eru í öðrum tilgangi. • Ekki hægt að bæta við eftirátengingum til stakra bæja þegar ljósleiðari er lagður ? Þarfnast hönnunar netsins frá grunni.
InnviðirHvar liggja tækifæri til úrbóta? • Nýta má hagkvæmni annarra framkvæmda, t.d. vegna veitufyrirtækja og sveitarfélaga með því að skipta hlutdeild kostnaðar ekki jafnt á alla þátttakendur eins og nú er gert –heldur bjóða fjarskiptafyrirtæjum að þeir greiði jaðarkostnað vegna lagninga á ljósleiðara. • Er hagkvæmt að leggja mörg net ? Nei – líklega ekki í grunninn, en regluverkið ýtir undir samkeppni neta – samkeppni niður í skurð. • Lykilspurning er samkeppni eða ekki samkeppni í grunnneti fjarskipta – Er eðlismunur á dreifbýli og þéttbýli eða stigsmunur.
InnviðirHvar liggja tækifæri til úrbóta? • Dreifikerfi sjónvarps – á ríkið að koma að ? Útboð ? Útskipti analog fyrir digital liggur fyrir.RÚV hefur ekki þá skoðun að það þurfi nauðsynlega að eiga dreifikerfi. • Stafrænt umhverfi býður upp á samnýtingu senda sem hliðrænt gerir ekki. • Í Skandinaviu er sjálfstætt dreififyrirtæki sem gerir ekki annað en að stýra þeirri takmörkuðu auðlind sem dreifing stafræns sjónvarps yfir tíðnir í lofti er. • Er tækifæri í að skilja dreifikerfi RÚV frá ? Öryggishlutverk RÚV þarf að vera tryggt – t.d. eru nú tvö aðskilin dreifikerfi hljóðvarps, FM og LW. • Núverandi fyrirkomulag þarf að endurskoða.
InnviðirHvar liggja tækifæri til úrbóta? • Hvenær verður þörf á endurnýjun NATO-leiðarans ? • Hann hefur ekki látið undan enn, slit hafa orðið, en leiðarinn sjálfur hefur ekki gefið sig. • Þó þarf að hugsa fyrir endurnýjun leiðarans horft til lengri tíma. • Margar opinberar stofnanir eru að kaupa tengingar um allt land. Allir hafa sín staðbundnu útboð. Það má taka þennan pakka af stofnunum og koma þeim á eina hönd sem sér síðan stofnunum fyrir samböndum og þjónustu. Innan ráðuneytanna er sums staðar mjög takmörkuð þekking á fjarskiptum en stofnanir þess eru háðar þeim.
InnviðirHvar liggja tækifæri til úrbóta? • Ef það er yfirlýst stefna að allir eigi að fá sams konar fjarskiptatengingar - þá er það mjög kostnaðarsöm stefna og getur heft þá sem lengra eru komnir í þéttbýli. Samgöngur og fjarskipti verða líkast til aldrei jöfn um allt land ? • Fjarskiptasjóður þarf að taka til hendinni á stöðum þar sem áður yfirlýstar markaðsforsendur eru ekki að ganga eftir. • Útlandatengingar ? Það er að nást árangur í lækkun á útlandatengingum en það þarf mun meiri lækkun • Stjórnvöld þurfa að stíga inn í Farice/Danice eða annað til að tryggja það sem þarf til að gera bandbreidd að “commodity”. Stjórnvöld geta fjármagnað strenginn að fullu og tekið arðsemina þegar gagnaverin koma í stað þess að loka landið inni í háum verðum og vona að verin komi og lækki kostnað innlendra aðila.
InnviðirHvar liggja tækifæri til úrbóta? • Það sem takmarkar kaup fjarskiptafyrirtækja á bandbreidd til útlanda er kostnaður. Getur ríkið komin inn í strengina með öllu til að búa til grundvöll innanlands. • Það þarf að upplýsa hver gæði fjarskiptaþjónustunnar sem fyrirtækin veita á að vera. - Samnýtingarhlutfall, svartíma, lágmarksbandbreidd. • Getur ríkið keypt stóran pakka fyrir eigin notkun og styrkt rekstur strengjanna þannig.