1 / 20

Meðganga og náttúruefni

Meðganga og náttúruefni. Magnús Jóhannsson prófessor Lyfjafræðistofnun HÍ og Lyfjastofnun. Afstaða almennings. flestar konur (og karlar) vita að sum lyf eru varasöm á meðgöngu og margar konur hætta eða draga úr lyfjanotkun þegar þær vita að þær eru ófrískar

fancy
Download Presentation

Meðganga og náttúruefni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Meðganga og náttúruefni Magnús Jóhannsson prófessor Lyfjafræðistofnun HÍ og Lyfjastofnun

  2. Afstaða almennings • flestar konur (og karlar) vita að sum lyf eru varasöm á meðgöngu og margar konur hætta eða draga úr lyfjanotkun þegar þær vita að þær eru ófrískar • öðru máli gegnir með náttúruefni (náttúrulyf, bætiefni, vítamín, steinefni) – margir halda að slík efni séu algerlega meinlaus – þetta er verulegt áhyggjuefni

  3. Náttúruefni og meðganga • í fæstum tilfellum hafa náttúruefni verið rannsökuð m.t.t. hugsanlegra skaðlegra áhrifa á fóstur • áhrif lyfja á ræktaðar frumur og dýrafóstur hafa næstum alltaf verið rannsökuð (clastogen, mutagen, teratogen, fetotoxic, ...)

  4. Lyf, náttúruefni og meðganga • þekkt samband er milli lyfjanotkunar og fósturskemmda – • engin ástæða er til að ætla að annað gildi um náttúrulyf, fæðubótarefni, vítamín og steinefni

  5. Náttúruefni – eitruð innihaldsefni • Náttúruefni geta innihaldið eitruð eða varasöm efni • lifur • nýru • krabbameinsvaldar • fóstur • brjóstmylkingar

  6. Náttúruefni – mengun/íblöndun • mengun • þungmálmar (Hg, Pb, Cd)(við ræktun eða vinnslu) • skordýraeitur • mistök við söfnun • digitalis, A. belladonna, pyrrolizidín alkalóíðar • viljandi íblöndun lyfjaefna • sterar, sildenafil, fenýlbutazón • innihaldsefni vantar • algengt; nýtt dæmi hér (glúkosamín+kondroitín)

  7. ... mengun/íblöndun • mörg tilfelli árlega í Evrópu af öllum þremur gerðum • mengun (þungmálmar, skordýraeitur, ...) • vitlausar jurtir tíndar (digitalis, jurtir sem innihalda pyrrolýsidín alkalóíða, ...) • viljandi íblöndun lyfja (sterar, sildenafil, bólgueyðandi gigtarlyf, ...)

  8. Jurtaöstrógen (soya o.fl.) • jurtaöstrógen (fytoöstrogen) eru í tísku • t.d. brjóstastækkunarpillan Erdic • auglýst við tíðahvarfaeinkennum • hafa einhvers konar östrógenverkun • hugsanleg áhrif á fóstur órannsökuð

  9. Koffein • umfram 150 mg/dag (?) • aukin hætta á fósturláti (OR = 1,4) • aukin hætta á vansköpunum • aukin hætta á lítilli fæðingarþyngd (OR = 1,5) • eykur teratogen verkun etanóls og nikótíns • hefur clastogen verkun (litningabrot) • minnkar líkur á þungun (?)

  10. Ginseng • ginsenosíð Rb1 (í Panax ginseng) hefur beina teratogen verkun í rottum (birt 2003)- áhrif á mannafóstur eru óþekkt • í Bretlandi og víðar eru konur á meðgöngu varaðar við ginseng

  11. Kóensým Q10 (ubikinon) • andoxunarefni sem er í flestum mat og myndast í frumum líkamans • talið meinlaust • lækkar blóðþrýsting (?) • styrkur í blóði er lækkaður í preeclampsiu

  12. Arnica • auglýst til að bera á magann gegn sliti • slík verkun er ósönnuð • varasamt? • legherpandi verkun • grunur um teratogen verkun

  13. Engifer • hefur væga verkun á ógleði • auglýst við morgunógleði á meðgöngu og mælt með af ljósmæðrum (töflur, sleikjó,..) • varasamt á meðgöngu • mutagen • lengir blæðingartíma • aukin hætta á fósturláti? – í skömmtum yfir 1g/dag?

  14. Lýsi • lengir meðgöngutíma (?) • 1-3 daga / ekki vel rannsakað • hækkuð greindarvísitala við 4 ára aldur (?) • minnkar hættu á insúlínháðri sykursýki hjá barninu (?) • eitthvað neikvætt ??? • háð magni ?

  15. Kvöldvorrósarolía • inniheldur m.a. gamma-línolensýru sem stuðlar að myndun PGE1 • þýðing PGE1 ekki vel þekkt • fyrir 20 árum átti þessi olía að lækna allt • lengir meðgöngutíma (eins og lýsi)(?)

  16. Spirulina • auglýst fyrir barnshafandi konur • inniheldur ýmis varasöm efni: • beta-karótín/A-vítamín • járn í óþekktu magni • mikið af gamma-linolensýru • þungmálmar

  17. Hvítlaukur • hefur viss áhrif á blóðfitur, blóðþrýsting og samloðun blóðflagna • talinn meinlaus á meðgöngu ef hann er notaður sem krydd • í meira magni er öryggi óþekkt • getur valdið fósturláti? – vantar góðar rannsóknir

  18. Jóhannesarjurt • á markaði sem náttúrulyf • ætlað við vægu þunglyndi • vandamál varðandi milliverkanir við ýmis konar lyf • rannsóknir á hugsanlegum áhrifum á fóstur vantar

  19. Sólhattur • á að hafa almennt hressandi áhrif m.a. á ónæmiskerfið (ósannað; nýleg vönduð rannsókn sýnir engin áhrif á kvef) • lifrarskemmdir eru þekktar • 31 nýleg tilfelli í Evrópu eru í skoðun • öryggi á meðgöngu er óvíst • ein rannsókn á 206 konum sem notuðu sólhatt að einhverju marki á meðgöngu leiddi ekkert sérstakt í ljós

  20. Angelica jurtaseyði • jurtaseyði úr ætihvannafræum • inniheldur fúranókúmarín sem m.a. valda auknu ljósnæmi húðar og geta valdið krabbameini • inniheldur kúmarín sem geta lengt blæðingartíma • er á evrópskum bannlista frá 1992 • á umbúðum er varað við notkun á meðgöngu

More Related