80 likes | 250 Views
Íslenska í Ameríku. Á árunum 1855-1914. fluttu 15-20 þúsund Íslendingar vestur um haf. Þeir settust flestir að í Kanada, á Nýja-Íslandi í Manitoba. Árið 1931 töldu 27.500 Bandaríkjamenn ættir sínar til Íslands. Flestir fóru frá Norðurlandi og Austurlandi.
E N D
Á árunum 1855-1914 fluttu 15-20 þúsund Íslendingar vestur um haf. Þeir settust flestir að í Kanada, á Nýja-Íslandi í Manitoba. Árið 1931 töldu 27.500 Bandaríkjamenn ættir sínar til Íslands. Flestir fóru frá Norðurlandi og Austurlandi.
Ástæður vesturferða voru margþættar en nefna má Öskjugos árið 1875 sem olli fjárfelli og erfiðleikum þannig að fólk flosnaði upp, harðindaár milli 1880-1890, jarðaskort sem gerði ungu fólki t.d. erfitt að byrja búskap, áróður skipafélaga sem sigldu milli Evrópu og Ameríku.
Vestanhafs dugði íslenska skammt og Íslendingar urðu að læra ensku, t.d. til að geta tekið þátt í atvinnulífi borganna. Börnum var kennd íslenskaí skólum og heima og messað var á íslensku fram yfir seinni heimsstyrjöld. Íslensk prófessorsstaða var stofnuð við Manitobaháskóla árið 1951. Gefin voru út blöð á íslensku, ort og skrifaðar bókmenntir á vestur-íslensku.
Vestur-íslenskar bókmenntir rísa hvað hæst í verkum Stephans G. Stephanssonar. Hann var tvítugur bóndasonur þegar hann hélt vestur um haf með foreldrum sínum í uphafi 20.aldar. Hann bjó alla tíð í Ameríku og á þar afkomendur. Hann orti á íslensku en hefur annan sjóndeildarhring en jafnaldrar hans í skáldastétt hér á landi.
Íslenska er ekki lengur töluð almennt í Íslendingabyggðum. Til er fólk sem lærði íslensku heima hjá sér í bernsku og enn er á sumum heimilum töluð íslenska. En blöð Íslendinga eru á ensku og enska er opinbert samskiptamál þeirra.
Enska hafði mikil áhrif á orðaforða Vestur-Íslendinganna. Í fyrsta lagi tóku þeir upp orð sem voru löguð að beygingakerfi íslensku. Dæmi: spíker, önderteiker, eleveitor, míting. Í öðru lagi eru ýmis konar nýmyndanir: blakkborð (blackboard), ljóshús (lighthouse), hreyfimynd (moving picture). Í þriðja lagi nýmerkingar: kalla þýðir að hringja; lifa að búa; vanta að langa til.
Kvæði Guttorms Guttormssonar Ég fór on í Main street með fimm dala cheque og forty-eight riffil mér kaupti og ride út á country með farmara fékk svo fresh út í bushin ég hlaupti. En þá sá ég moose, út í marshi það lá, o my – eina stikku eg brjótti! Þá fór það á gallop, not good anyhow, var gone þegar liksins eg skjótti.