440 likes | 574 Views
HVATNINGSVIÐTAL. Sigríður Hauksdóttir – SMT 103. HVAÐ ER ÁHUGAHVÖT. Hversu líklegur einstaklingur er til að taka þátt, viðhalda og samþykkja kerfisbundna leið til breytinga. Bakslag. Viðhald. Forstig. Íhugun. Aðgerð. Ákvörðun. FORSTIG.
E N D
HVATNINGSVIÐTAL Sigríður Hauksdóttir – SMT 103
HVAÐ ER ÁHUGAHVÖT • Hversu líklegur einstaklingur er til að taka þátt, viðhalda og samþykkja kerfisbundna leið til breytinga.
Bakslag Viðhald Forstig Íhugun Aðgerð Ákvörðun
FORSTIG • Á þessu stigi er einstaklingurinn ekki farinn að átta sig á að hann eigi við vana að stríða • Hann leitar sér ekki aðstoðar og uppgötvar helst vandann á óbeinan nhátt • Einhver annar veit af vandanum
ÍHUGUN • Hér er einstaklingurinn farinn að sjá vandann • Hann tvístígur á milli þess að sjá vanda sinn og réttlætingar fyrir að viðhalda óbreyttu ástandi • Hann kemur oft í viðtöl á þessu stigi • Meðferðaraðili reynir að auka jafnvægið til stuðnings breytingum
ÁKVÖRÐUN • Komin hvatning til að breyta • Hér á að grípa tækifærið, hvetja áfram og hjálpa til við að finna leiðir til breytinga til þess að einstaklingurinn fari á aðgerðarstigið og framkvæmi breytingar
AÐGERÐARSTIG • Hér hefst breytingin • Einstaklingurinn fer að gera eitthvað til að breyta hegðun sinni • Það getur verið í gegnum meðferð, ráðgjöf eða það sem einstaklingurinn framkvæmir upp á eigin spýtur • Markmiðið er að ná fram breytingu til hins betra
VIÐHALDSSTIG • Hér er reynt að viðhalda breytingunum msem náðust á viðhaldsstiginu með: • Bakslagsvörn • Drykkjustjórnun • Mismunandi félagslegum- hugrænum- og atferlisleiðum
BAKSLAG • Það er eðlilegt að lenda í bakslagi • Einstaklingurinn þarf stuðning til þess að læra af bakslaginu og halda áfram • Passa þarf upp á að einstaklingurinn missi ekki móðinn og trúna á árangur
ÆFING • Skoðaðu hringinn útfrá einstaklingi sem þú telur að eigi við einhvers konar vanda að stríða • Veltu fyrir þér hvar þessi einstaklingur er staddur í hringnum
HVERJIR BREYTA? • Þeir sem fylgja leiðbeiningum og vinna kerfisbundið með vandamálið eru líklegri til að ná árangri!
RÁÐGJAFAR • Þeir geta hvatt einstakling til að fara mismunandi leiðir til að takast á við sama vanda • Meðferð • Sálfræðingur, geðlæknir • Sjálfshjálparhópar • Breyting án aðstoðar • Langtímameðferð (t.d. unglingar) • SÁÁ/Landspítali/Götusmiðjan
HLUTVERK RÁÐGJAFA • Það er ekki bara hlutverk ráðgjafa að aðstsoða þann sem vill breyta • Það er líka að reyna að vekja áhugahvöt hjá þeim sem ekki finnst þeir vera tilbúnir fyrir breytingar
8. ÞÆTTIR Í RÁÐGJÖF • Gefa ráð • Fjarlægja hindranir • Gefa möguleika • Gera vandann/hegðunina minna eftirsóknarverðan • Sýna samhyggð • Gefa feedback • Gera markmið skýr • Virk hjálp
GEFA RÁÐ • Leggja áherslu á og minnast á vandann og þá áhættu sem fylgir ákveðinni hegðun • Útskýra hvers vegna breyting er mikilvæg • Leggja fram ákveðna breytingartillögu eða fleiri
FJARLÆGJA HINDRANIR • Einstaklingar þurfa oft að leysa praktísk vandamál, sem hindra að breytingu sé hrint í framkvæmd • Kostnaður • Ferðir/fjarlægð • Barnapössun • Feimni • Biðlistar
GEFA MÖGULEIKA • Reyna að breyta vegna utanaðkomandi þrýstings er ekki líklegt til árangurs • Aukin tilfinning fyrir frelsi til að velja, eigin ábyrgð og hafa valið að breyta er líklegt til árangurs • Mikilvægt er að leggja fram mismunandi val
GERA HEGÐUNINA MINNA EFTIRSÓKNARVERÐA • Skoða kosti og galla • Auka kosti þess að breyta og hætta hegðun • Sýna galla þess að halda hegðun áfram • Gera minna úr kostum áframhaldandi hegðunar
SÝNA SAMHYGGÐ • Hlýja • Virðing • Stuðningur • Umhyggja • Skilningur með samhyggð • Sýna áhuga • Skuldbinding • Meiri samhyggð gefur minni mótþróa og langvirkari árangur
GEFA FEEDBACK • Á vandann sjálfan • Heilsuna • Fjölskylduáhyggjur • O.s.frv.
GERA MARKMIÐ SKÝR • Hjálpa einstaklingum til að finna markmið sem eru • Skýr • Möguleg • Skref fyrir skref markmið • Tengjast vandanum
VIRK HJÁLP • Vera virkur í samtalinu og sýna áhuga • Hafa samband ef skjólstæðingurinn mætir ekki • Hafa samband við þá aðila sem koma að málinu
ÆFING • Prófa að hafa áhrif á einstakling og nota tæknina hér á undan: • Gefa ráð • Gjarlægja hindranir • Gefa möguleika • Gera hegðunina minna eftirsóknarverða • Sýna samhyggð • Gefa feedback • Gera markmið skýr • Virk hjálp • Notaðu hringinn sem viðmið, sýndu samhyggð og notaðu kostir/gallar aðferðina
FIMM GRUNNVIÐMIÐ Í VIÐTALI • Sýna samhyggð • Þróa misræmi • Forðast þrætur/átök • Fylgja mótstöðu eftir • Styrkja sjálfstraust
Sýna samhyggð • Hlusta án þess að gagnrýna, ásaka og kenna um • Nota “virka” hlustun • Reyna þannig að skilja einstaklinginn og hans tilfinningar • Það er hægt að skilja án þess að vera sammála • Viðurkenna að það er eðlilegt að vera tvístígandi
Þróa misræmi • Vinna í því að gera viðkomandi ljóst misræmið milli núverandi stöðu og markmiða hans (með t.d. fjölskyldu, vini, heilsu og jákvæða sjálfsmynd í huga) • Kostir og gallar • Gera meðvitund meiri fyrir afleiðingum óbreytts ástands • Nota ekki þrýsting eða hótanir • Reyna að aðstoða einstaklinginn sjálfan í að komast að niðurstöðunni
Forðast þrætur • Ekki falla í þá gryfju að halda því fram að viðkomandi eigi við vandamál að stríða ef hann fer að verja stöðu sína • Eð krefjast þess að einstaklingurinn viðurkenni stimplun hefur ekki jákvæð áhrif • Saka skjólstæðing um að hann sé í afneitun eða vörn er líklegra til að auka vörn hans en að hvetja hann til breytinga • Ef þú verður var við vörn breyttu þá um tækni
Fylgja mótstöðu eftir • Ekki líta á samskiptin sem að annar þurfi að vinna • Það hjálpar einstaklingi til að breyta skynjun á aðstæðum í stað þess að andmæla þeim með því að skoða fleiri hliðar • Ekki andmæla skoðun heldur hvetja til að skoða fleiri hliðar á málinu • Spyrja um lausn frekar en að gefa ráð • Einstaklingurinn er sjálfur tæki í leit að lausn • Ný hlið er boðin velkomin en ekki troðið inn í viðtal
Styrkja sjálfstraust • Auka trú einstaklingsins um að breyting geti átt sér stað • Einstaklingurinn er ábyrgur fyrir að velja og framkvæma breytingar • Þú sem ráðgjafi kenni ekki heldur hjálpar einstaklingi að byggja upp trú á sjálfan sig til að geta breytt
ÆFING • Ræddu við einstakling sem á við vandamál að stríða • Notaðu 5 grunnviðmiðin • Passaðu þig að boxa ekki heldur frekar nota “sálfræðilegt júdó”
5 GERÐIR AF TÆKNI SEM GOTT ER AÐ NOTA • Opnar spurningar • Virk hlustun • Hrós • Draga saman • Styrkja sjálfshvetjandi setningar sem fela í sér • Að sjá vandann • Sem lýsa yfir áhyggjum • Ætlun í að breyta • Bjartsýni á breytingar
HVERNIG STYRKJUM VIÐ SJÁLFSHVETJANDI SETNINGAR? • Spyrja beint með opnum spurningum • Spyrja um jákvæðar og neikvæðar hliðar • Biðja að útskýra betur – koma með dæmi – spyrja um fleiri dæmi eða aðstæður • Spyrja um það versta: - Hvað er það versta sem gæti gerst? • Skoða fortíð þegar þetta var ekki vandamál • Skoða framtíðina eftir breytingar • Skoða markmið • Þversögn t.d. taka málstað “ekki vandamál”
ÆFING • Taktu viðtal • Fylgstu með því hvort þú notar opnar eða lokaðar spurningar
ÁHUGALEYSI OG VÖRN EINSTAKLINGS • Bendir til þess að aðferðin sem meðferðaraðili notar henti ekki stiginu sem einstaklingur er á
VÖRN EINSTAKLINGS • Vörnin er vandi þess sem spyr ekki ekki þess sem svarar • Koma í veg fyrir að framkalla og styrkja vörn • Meiri vörn – minni líkur á breytingum • Vörn hefur sterka fylgni við það að hætta í meðferð • Vörn er mismunandi eftir þeim sem spyr • Getur mælt árangur þinn eftir vörninni hjá þeim sem svarar
Dæmi um vörn • Þræta • Gagnrýnir og finnur að • Grípur fram í með vörn • Grípur fram í og sker á samræður • Neitun • Ásakar, er ósammála, afsakar sig, dregur úr, er svartsýnn, tregða, sýnir ekki vilja til að breyta • Hunsar • Skortur á athygli, svara ekki, talar um aðra hluti og snýr út úr
Lykilspurningar eftir ákvörðun • Hvað heldurðu að þú munir gera? • Hvað heldur þú að verði að breytast? • Hvað gætirðu gert? • Hverjir eru möguleikarnir? • Hvað gerist núna? • Hvernig myndir þú helst vilja að hlutirnir þróuðust fyrir þig? • Hverju hefur þú áhyggjur af í framhaldinu? • Hverjar eru góðu hliðarnar við að breyta?
UPPLÝSINGAR OG RÁÐGJÖF • GEFA RÁÐ • Þegar komið er að því að gefa ráð, farðu þá hægt í sakirnar • Gefðu hugmyndir, einstaklingurinn segir hvað virkar og hvað ekki, vinnið saman • Gefðu óbeinar hugmyndir um hvað virkar fyrir aðra, óskaðu eftir athugasemdum og umræðu um hugmyndirnar • Gefðu marga kosti
Samningaplan • Setja markmið, semja saman • Skoða möguleika • Komast að niðurstöðu um plan
ÆFING • MARKMIÐ • Æfðu með hlutverkaleik að styðja og hjálpa við að gera markmið sem eru skref fyrir skref markmið, tengjast vandamálinu og eru raunsæ og möguleg.
ÆFING • Prófaðu í viðtali að nota opnar spurningar með einstaklingi. • Hugsaðu spurningarnar í tengslum við hringinn og til að vekja áhugahvöt til að breyta.
AFHVERJU VERÐUR BAKSLAG • Fólk – Staðir – Hlutir: • Leiði • Kvíði • Depurð • Streita • Rifrildi • O.s.frv.
ÆFING • BAKSLAGSVÖRN • Athugaðu með einstaklingi sem á við vanda að stríða hvaða aðstæður kveikja á hegðun, hvaða tími, hvaða fólk og allt annað sem er líklegt til að kveikja á ákveðinni hegðun og valda bakslagi. • Reyndu svo að vinna með einstaklingnum til að finna leiðir til að forðast þessar aðstæður, draga úr áhrifum þeirra og hvað á að gera ef verður bakslag.