1 / 5

Sýklafræði 103

Sýklafræði 103. Stoðglærur. 7. kafli Bólusetningar. Upphaf bólusetninga

feoras
Download Presentation

Sýklafræði 103

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sýklafræði 103 Stoðglærur Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  2. 7. kafliBólusetningar • Upphaf bólusetninga • Bólusetningnar draga nafn sitt af uppgötvun breska læknisins Edward Jenners árið 1796, en hann benti á að nota mætti bóluefni gegn kúabólu til þess að koma í veg fyrir bólusótt. Taldi hann að þannig mætti útrýma bólusótt úr heiminum. Það tók að vísu nær tvær aldir að ná því markmiði. • Íslendingar urðu meðal fyrstu þjóða að hefja bólusetningu gegn kúabólu og þar með bólusótt. Var það gert árið 1805 með lagaboði danskra stjórnvalda í kansellíbréfi þar að lútandi, í samræmi við ákvörðun heilbrigðisyfirvalda árið 1802. Var landsmönnum þaðan í frá gert skylt að láta bólusetja sig gegn bólu og hélst sú lagaskylda til ársins 1978. Þannig tókst að útrýma úr landinu einnni skæðustu farsótt sem herjaði á Íslendinga á öldum áður. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  3. 7. kafliBólusetningar • Reglugerð um bólusetningar á Íslandi: http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/221-2001 • Lifandi bóluefni eru örverur (oftast veirur) með lífsmarki en hafa verið veiklaðar með ýmsu móti og geta aldrei orðið nógu kröftugar til að valda sýkingu. Þær bera með sér mótefnavaka sem ræsir ónæmisviðbragð á líkan hátt og gerist við frumsýkingu. Yfirleitt mjög öflug og endingargóð bóluefni. Dæmi um bóluefni: mislinga- og rauðuhundabóluefni. • Dautt bóluefni samanstendur af dauðum örverum, eða brotum af þeim, og þær geta hins vegar virkjað ónæmiskerfið til mótefnaframleiðslu. Afbriði af dauðu bóluefni er afeitursbóluefni sem unnið er úteitri (exótoxín) baktería. Hversu langa vörn bóluefnið veitir fer eftir sjúkdómum. Sum veita vörn í nokkur ár og önnur ævilanga. Dæmi um bóluefni: inflúensubóluefni, kíghóstabóluefni, barbaveikisbóluefni (afeitur), stífkrampa- bóluefni (afeitur). Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  4. 7. kafliBólusetningar • Bólusetningum er beitt kerfisbundið hér á landi og ákveðnar vinnureglur í heiðri hafðar við að bólusetja börn, en bólusetningum lýkur um 14 ára aldur. Skipulögðum bólusetningum fullorðinna er ekki til að dreifa en fólki er eindregið ráðlagt að láta bólusetja sig reglulega fyrir ákveðnum sjúkdómum. Ferðalög á framandi slóðir kalla sömuleiðis á bólusetningar. • Aukaverkanir • Algengar aukaverkanir bólusetninga eru vægar. Þar mætti nefna sem dæmi hita, roða, óværð og útbrot. Alvarlegar aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar, en þær koma þó fyrir í einstaka tilfellum og geta leitt til dauða. Hættan af alvarlegum aukaverkunum vegur þó alltaf minna en hættan af sjúkdómunum sem verið er að bólusetja fyrir. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  5. 7. kafliBólusetningar • Bólusetningar íslenskra barna • Fyrirkomulag barnabólusetninga á Íslandi eftir 1. janúar 2007  Aldur:   Bólusetning gegn: • 3 mánaða: Kighósta (P), barnaveiki (D), stífkrampa (T), Haemofilus influenzae b (Hib) og mænusótt (polio) í einni sprautu (fjölgilt bóluefni). • 5 mánaða:  Kikhósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae b (Hib) og mænusótt í einni sprautu. • 6 mánaða: Meningókokkum C (heilahimnubólga). • 8 mánaða: Meningókokkum C.   • 12 mánaða: Kikhósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae b (Hib) og mænusótt í einni sprautu. • 18 mánaða:    Mislingum, hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu.   • 5 ára:    Barnaveiki, stífkrampa og kikhósta í einni sprautu.   • 12 ára:    Mislingum, hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu.   • 14 ára: Barnaveiki, stífkrampa og kikhósta ásamt mænusótt einni sprautu. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

More Related