140 likes | 279 Views
Lýðræðislegur skólabragur. Skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fimm grunnstoðir íslenskrar menntunar. Læsi í víðum skilningi Lýðræði Jafnrétti Menntun til sjálfbærni Skapandi starf. Lýðræði.
E N D
Lýðræðislegur skólabragur Skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga Anna Magnea Hreinsdóttir
Fimm grunnstoðir íslenskrar menntunar • Læsi í víðum skilningi • Lýðræði • Jafnrétti • Menntun til sjálfbærni • Skapandi starf Anna Magnea Hreinsdóttir
Lýðræði Lýðræði staðfestir rétt allra, sem starfa að uppeldismálum, til að taka þátt í ákvörðunum sem varða þá og þátttöku þeirra í lífi skólanna. Réttur til þátttöku nær til kennara, foreldra, nemenda svo og annarra þeirra sem sinna störfum eða taka þátt í lífi skólanna. Það fylgir lýðræði í skólum, að allir sem hlutverk hafa í skólanum axli hluta af ábyrgðinni á gæðum og framgangi verka í stofnuninni. Wolfgang Edelstein Anna Magnea Hreinsdóttir
Skólabragur Skólabragur segir til um þann anda sem ríkir í skólanum. Hann myndast í samskiptum nemenda og starfsmanna þar sem allir einstaklingar eru mikilvægir og bera sína ábyrgð. Grunnskóli Hornafjarðar Anna Magnea Hreinsdóttir
Lýðræðislegur skólabragur er því ... ... sá andi sem ríkir í skóla þar sem gert er ráð fyrir þátttöku allra í þeim ákvörðunum sem þá varða og sameiginlegri ábyrgð á að framfylgja þeim Anna Magnea Hreinsdóttir
Hvað einkennir lýðræðislegan skólabrag? • Viðhorf – hugsun – lífsmáti • Virk hlustun • Lýðræðisleg samræða • Samábyrgð • Starfshættir – hegðun – fyrirmyndir • Samþætt lýðræðisnám • Kerfisbundin tækifæri til þátttöku Anna Magnea Hreinsdóttir
Viðhorf – hugsun – lífsmáti Að treysta á hugsuði, valdamenn og sérfræðinga er, að mér virðist í andstöðu við anda lýðræðisins. Lýðræðið hvílir á þeirri hugmynd, með undantekningu á tæknilegum smáatriðum þar sem sérfræðingar koma að gagni, að allar mikilvægar ákvarðanir sem taka þarf í samfélagi er á færi almennra borgara. Ekki einungis getur venjulegt fólk tekið ákvarðanir um þessi atriði, heldur ætti að gera það, því að borgarar skilja hagsmuni sína betur en sérfræðingar. HowardZinn Anna Magnea Hreinsdóttir
Virk hlustun Uppbyggilegum tilgangi átti að þjóna sú krafa að börnin vendust á að „þegja í annarra og eldri nálægð, þangað til á þau er yrt, svo sá ótilhlýðilegi siðvani, að börnin með ákefð vilja raisonnera eður álykta með í öllum hlutum, kunni að útrýmast úr geðsmunum þeirra ungu.“ Í Loftur Guttormsson, 1983, bls. 77. Anna Magnea Hreinsdóttir
Lýðræðisleg samræða • Að sitja við sama borð • Að jafna stöðu/völd • Aðgengi að upplýsingum • Að segja hug sinn • Að hlusta • Að setja sig í annarra spor • Að miðla málum • Að komast að niðurstöðu • Að taka sameiginlega ábyrgð á niðurstöðu og fylgja henni eftir Anna Magnea Hreinsdóttir
Samábyrgð • Frelsi – ábyrgð • Réttindi – skyldur • Hluti af heild Anna Magnea Hreinsdóttir
Starfshættir - hegðun – fyrirmyndir Við fáum engu að ráða er það nokkuð? Nei engu, konurnar ráða bara. Bara konurnar eins og Halla, hún fær að ráða öllu (5 ára drengur) Mér finnst svo vont að fá ekki að fara inn í frímínútunum að ná í peysuna mína þegar mér er kalt (10 ára stúlka) ... ekki hafa svona reglulista ... við erum orðin nógu þroskuð til að vita hvað má ekki gera ... ef það eru svona reglur þá er maður knúinn til að brjóta þær ... það er svona andrúmsloftið sem skiptir máli (14 ára stúlka) Anna Magnea Hreinsdóttir
Samþætt lýðræðisnám Lýðræði er ekki námsgrein • Að læra lýðræði • Að móta lýðræði • Að lifa lýðræði Dewey Anna Magnea Hreinsdóttir
Kerfisbundin tækifæri til þátttöku • Framkvæmdaáætlun um lýðræði • Ólík hlutverk • Reglulegar umræður • Bekkjaráð/deildarráð • Nemendaráð • Skólaráð/foreldraráð • Foreldrafélag • Hvað annað? Anna Magnea Hreinsdóttir
Að lokum – verk að vinna Anna Magnea Hreinsdóttir