200 likes | 414 Views
Framtíð innanlandsflugs. Árni Gunnarsson. Sögulegt yfirlit Áfangastaðir – þróun Farþegafjöldi – þróun Hvaða erindi eiga farþegarnir Verðlagning á innanlandsflugi Reykjavíkurflugvöllur. Efnisyfirlit.
E N D
Framtíð innanlandsflugs Árni Gunnarsson
Sögulegt yfirlit Áfangastaðir – þróun Farþegafjöldi – þróun Hvaða erindi eiga farþegarnir Verðlagning á innanlandsflugi Reykjavíkurflugvöllur Efnisyfirlit
Innanlandsflug á Íslandi var gefið frjálst í byrjun júní 1997, en hafði um árabil verið rekið á grundvelli sérleyfa. Rekstur innanlandsflugs hefur lengi verið erfiður, bæði fyrir og eftir afnám sérleyfa höfðu fyrirtækin, nær undantekningarlaust verið rekin með miklu tapi. Það hefur hins vegar verið nær stöðugur vöxtur í farþegaflutningum í flugi hér innanlands þrátt fyrir að áfangastöðum hafi fækkað töluvert á undanförnum árum Miklar breytingar á undanförnum árum
Með skilgreiningu á ferðatíma til höfuðborgarinnar í samgönguáætlun var mun einfaldara að skilgreina þær flugleiðir sem bæri að bjóða út og hverjar ekki Þjónustusamningar við hið opinbera eru um flug á 8 áfangastaði. Fjöldi farþega á þeim leiðum sem þjónustusamningar eru um telja um 10% af heildarfarþegafjölda í innanlandsflugi Miklar breytingar á undanförnum árum
Áætlunarstaðir í flugi árið 1986. 30 áfangastaðir í reglubundnu flugi.
Áætlunarstaðir í flugi árið 2007. 11 áfangastaðir í reglubundnu flugi.
Flugfélag Íslands er með 10 flugvélar í rekstri 6 Fokker 50 með sæti fyrir 50 farþega 2 DASH 8 með sæti fyrir 37 farþega 2 Twin Otter með sæti fyrir 19 farþega Áætlunarflug frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða, Vestmannaeyja, Kulusuk, Constable Pynt og Narsarsuaq. Samstarf við Atlantic Airways um flug til Færeyja Áætlunarflug frá Akureyri til Grímseyjar, Vopnafjarðar og Þórshafnar Flugfélagið Ernir er með 6 flugvélar 5 til 19 sæta Áætlunarflug frá Reykjavík til Bíldudals, Gjögurs, Sauðárkróks og Hornafjarðar Flugfélag Vestmannaeyja er með 3 flugvélar 5-9 sæta Flug milli Vestmannaeyja og Bakkaflugvallar Mýflug er með 4 flugvélar 5-9 sæta Sjúkraflug og útsýnisflug Fyrirtæki í innanlandsflugi í dag
Farþegafjöldi Reykjavík – Akureyri Fjölgun farþega hefur verið mikil undanfarin ár Frá 2002 hefur farþegum Fjölgað um 50.000 Árið 2008 sýnir það sem af er áframhaldandi aukningu
Farþegafjöldi Reykjavík – Egilsstaðir Tvöföldun farþegafjölda á undanförnum 5 árum Frá 2002 hefur farþegum fjölgað um 70.000 Árið 2008 sýnir það sem af er töluverðan samdrátt Gera má ráð fyrir að þessi flugleið nái aftur jafnvægi í kringum 100.000 farþega
Farþegafjöldi Reykjavík – Ísafjörður Nokkuð stöðugur farþega- fjöldi á undanförnum árum en þó 15% aukning á síðasta ári Frá 2002 hefur farþegum fjölgað um 10.000 Árið 2008 sýnir það sem af er nokkuð svipaðar tölur
Heildarfarþegafjöldi Mikill vöxtur á undanförnum 5 árum eða um 50% Frá 2002 hefur farþegum fjölgað um 130.000 Árið 2008 sýnir það sem af er áframhaldandi vöxt
Hvaða erindi eiga farþegarnir ? Farþegarnir eru ekki bara sveitastjórnarfólk að ferðast á kostnað annarra t.d. ferðuðust 30.000 börn (2-11 ára) á síðasta ári og 6.000 ungabörn (0-2 ára)
Reglulega kemur upp umræða um verð á innanlandsflugi og er í samræmi við það rétt að fara aðeins yfir það. Það hefur sýnt sig að það er töluverð verðteygni á þessum markaði og því hagstæðari sem fargjöldin eru því fleiri farþegar, það er því mikið hagsmunamál okkar að verðlagning sé í takti við væntingar farþega Almenn verð á innanlandsflugi eru: Reykjavík – Egilsstaðir lægst 3.990.- hæst 14.140.- Reykjavík – Akureyri lægst 3.990. hæst 12.830.- Reykjavík – Ísafjörður lægst 3.990.- hæst 12.830.- Verðlagning á flugi
Verð á millilandaflugi hefur verið borið saman við innanlandsflug. IE Lægsta fargjald kr. 7.995.- Hæsta fargjald kr. 27.950.- Flugfélag Íslands Lægsta fargjald kr. 3.990.- Hæsta fargjald kr. 14.140.- Verðuppsetning er því helmingi hærri á millilandaflugi IE en innanlandsflugi Flugfélags Íslands. Dæmi um helgarferð 14.-16.03.2008, bókað í gær IE til Kaupmannahafnar kr. 49.980.- FÍ til Egilsstaða kr. 19.980.- Það er ljóst ef gerður er sanngjarn verðsamanburður að þá er að jafnaði helmingi ódýrara að fljúga innanlands en millilanda. Samanburður við millilandaflug
Ef litið er til innanlandsflugs í nágrannalöndunum að þá kemur í ljós að samanburður við sambærilega langt flug er okkur mjög hagstæður Svíþjóð Flugfélagið Skyways Flugleið Stockholm – Jönköping 60 mínútna flug Hæsta fargjald kr. 31.075.- Lægsta fargjald kr. 5.050.- Samanburður við Egilsstaði sýnir tvöfalt hærra en hæsta fargjald, 26% hærra en lægsta fargjald Noregur Flugfélagið Wiedero Flugleið Tromso – Hammerstedt 45 mínútna flug Hæsta fargjald kr. 23.450.- Lægsta fargjald kr. 4.350.- Samanburður við Akureyri sýnir 80% hærra en hæsta fargjald, 9% hærra en lægsta fargjald Samanburður við annað innanlandsflug
Danmörk Flugfélagið Cimber Air Flugleið Kaupmannahöfn - Billund 60 mín. flug Hæsta fargjald kr. 19.300.- Lægsta fargjald kr. 5.700.-. Samanburður við Egilsstaði sýnir 36% hærra en hæsta fargjald, 43% hærra en lægsta fargjald Ef horft er til nágrannalandanna að þá kemur í ljós að flugfargjöld á sambærilegum leiðum eru að jafnaði á mun betra verði hér en í þeim löndum sem við berum okkur jafnan við. Samanburður við annað innanlandsflug
Enn á ný hefur skapast mikil umræða um flugvöll í Reykjavík – ekki alveg nýtt umræðuefni ! Helst hefur verið rætt um Hólmsheiði, Löngusker og Keflavík sem mögulega kosti 60% Reykvíkinga vilja flugvöll áfram í Vatnsmýrinni og hefur það ítrekað komið fram í skoðanakönnunum Yfir 50% farþega til Reykjavíkur reka erindi sitt í 101 eða innan Kringlumýrarbrautar Borgaryfirvöld virðast ekki átta sig á mikilvægi flugvallar í Vatnsmýri, þetta er einn af stærri vinnustöðum borgarinnar og vilji meirihluta borgarbúa er að hafa hann áfram þar Flugvöllur í Reykjavík
Lengi verið biðstaða í samgöngumálum til, frá og innan höfuðborgarinnar – BSÍ – Flugstöð – Strætó Á síðasta ári fóru yfir 430.000 farþegar í gegnum flugstöðina (1250 fm) í Reykjavík. Fyrsta árið eftir að flugstöð Leifs Eiríkssonar (22.000 fm) opnaði fóru rúmlega 500.000 farþegar í gegnum hana ! Miðað við núverandi vöxt er ekki bara flugstöð heldur einnig flughlöð orðin of lítil. Félagið er með allt að 8 flugvélar í rekstri frá Reykjavík en stæði eru með góðu móti einungis fyrir fjórar Mikilvægt að hraða ákvörðun og framkvæmdum við nýja samgöngumiðstöð, ef hún verður ekki að veruleika höfum við lagt fram tillögur um nýja flugstöð á núverandi stað. Samgöngumiðstöð
Að lokum : Framtíð innanlandsflugs á Íslandi er björt. Það hefur verið stöðugur vöxtur undanfarin ár og ástæða til að ætla að til lengri tíma litið haldi sá vöxtur áfram. Mikilvægt er þó að tryggja að það umhverfi sem flugfélögunum er skapað sé gott og taki mið af þeirri þróun sem verið hefur