110 likes | 238 Views
Nýtt áfallatryggingakerfi. Gylfi Arnbjörnsson Framkvæmdastjóri ASÍ. Grunnatriði. Allur grunnréttur hjá Áfallatryggingasjóði í allt að 5 ár Enginn réttur hjá TR eða lífeyrissjóðum á meðan Þjónustufulltrúi sér um tengsl sjóðsfélaga við sérfræðingateymi sem metur vinnugetu
E N D
Nýtt áfallatryggingakerfi Gylfi Arnbjörnsson Framkvæmdastjóri ASÍ
Grunnatriði • Allur grunnréttur hjá Áfallatryggingasjóði í allt að 5 ár • Enginn réttur hjá TR eða lífeyrissjóðum á meðan • Þjónustufulltrúi sér um tengsl sjóðsfélaga við sérfræðingateymi sem metur vinnugetu • Þríhliða samningur milli sjóðs, sjóðsfélaga og atvinnurekanda • Bætur fyrir endurhæfingu og hlutastarf á meðan hæfingu stendur yfir • Höfnun á þátttöku í endurhæfingu gæti haft afleiðingar fyrir bótarétt
Grunnatriði, frh. • Eftir 5 ár kemur sjóðsfélagi að jafngildi til lífeyrissjóðsins hafi endurhæfing ekki tekist • Þ.e. að framreikniréttur miðist við tekjur fyrir orkutapið og reiknast frá þeim tíma • Þeir sem endurhæfast á 5 ára tímabilinu ávinna sér rétt til eftirlauna á sama hátt og nú er • Ekki búið að taka afstöðu til þess ef allir á vinnumarkaði verða ekki með varðandi samskipti sjóðanna
Staða lífeyrissjóðanna • Kostnaður lífeyrissjóðanna af 56% bótarétti er talin nema 2,61% af launum auk kostnaðar, samtals 2,74% • 0,95% vegna fyrstu fimm áranna að meðaltali, auk kostnaðar, alls 1% • 1,66% vegna áranna eftir það, auk kostnaðar, alls 1,74 • Árangur í endurhæfingu skilar sér beint í fækkun þeirra sem koma eftir 5 ár • Breskar líkur m.v. aldursamsetningu hér þýða 31,9% árangur á 5 árum, eða sparnað upp á 0,51% af byrði eftir 5 árin • Samtals lækkar kostnaður lífeyrissjóðanna því sem nemur 1,51% af launasummunni • Lagt upp með að lækka samningsbundið mótframlag úr 8% í 7% • Þýðir að skilið eftir tryggingafræðilegur hagnaður í kerfinu að meðaltali sem nýta má til aukinna réttinda að mati stjórnar sjóðsins • Eins og alltaf er þetta svigrúm mismunandi milli sjóðanna
Forsendur millifærslu iðgjalda • Kostnaður atvinnulífsins metin að meðaltali, þrátt fyrir mikinn breytileika í veikinda- og slysatíðni milli atvinnugreina • Kostnaður sjúkrasjóða metin út frá meðaltíðni veikinda innan ASÍ – þrátt fyrir mikla breidd í dag sem er á milli 0,3-0,6% og verður ekki minni í nýju kerfi • Þrátt fyrir að kostnaður lífeyrissjóðanna sé metin út frá meðaltali (1,51%) er iðgjald lækkað út frá lægsta samnefnara (1%) – sá sjóður sem hefur minnstu örorkutíðni sé að mestu jafnsettur
Staða áfallatryggingasjóðs • Kostnaður vegna 60% bótaréttar af fyrri tekjum og lágmarksréttinda er metin sem 1,72% af launasummu • Reiknað er með 1.000 m.kr. í endurhæfingu, eða 0,2% af launum • Reiknað er með 400 m.kr. til að fjármagna sérfræðingateymi, eða 0,1% af launum • Reiknað er með 400 m.kr. til að fjármagna þjónustufulltrúa, eða 0,1% af launum • Reiknað er með 200 m.kr. rekstrarkostnaði, eða 0,05% af launum
Næstu skref • Kynning innan ASÍ og óskað eftir formlegu samningsumboði á sameiginlegu borði • Kynning fyrir stjórnvöldum fljótlega vegna breytinga á almannatryggingum • Kynning fyrir öðrum samtökum á vinnumarkaði • Áframhaldandi vinna við útfærslu á réttindakerfi og textavinnu • Tæki aldrei gildi fyrr en 1. janúar 2009 • Eftir að útfæra innleiðingu og yfirgang • Ljóst að nýliðun örorku hættir í 5 ár hjá lífeyrissjóðunum!