1 / 17

Siðfræðikenningar

Siðfræðikenningar. Immanuel Kant Skyldustefna. Breyttar áherslur í siðfræði. Forn-Grísk siðfræði

graceland
Download Presentation

Siðfræðikenningar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Siðfræðikenningar Immanuel Kant Skyldustefna

  2. Breyttar áherslur í siðfræði • Forn-Grísk siðfræði • leggur áherslu á að fjalla um persónulega eiginleika manna, mannkosti þeirra dygðir og lesti - og þýðingu þeirra fyrir farsælt líferni; meginspurningar eru, Hvernig lífi á ég að lifa? Hvernig manneskja á ég að vera? • Siðfræði nýaldar • leggur áherslu á athafnir og ákvarðanir um breytni; meginspurning, hvað á ég að gera?

  3. Siðfræði Kants • Hví er rangt að meiða saklaust fólk? • Kant hafnar efrirfarandi svörum: • Það er verst fyrir mann sjálfan, veldur manni sjálfum sálarböli (Sókrates) • Brýtur gegn náungakærleik og boðorðum Guðs (hinn kristni maður) • kemur þér í koll því þér verður refsað af yfirvaldinu (Tómas Hobbes) • Slík athöfn vekur andúð annarra enda veldur hún böli og er engum til gagns eða gamans (David Hume) • Svar Kants: Það er skilyrðislaus skylda manna að meiða ekki saklaust fólk

  4. Siðfræði Kants II • Áherslan á hinn góða vilja • Ekkert er gott skilyrðislaust nema hinn góði vilji, allir hlutir geta orðið til ills nema hinn góði vilji • Fráleitt að reisa siðferði á löngunum manna og tilfinningum • Tilfinningasemi og sérhagsmunir mega aldrei ráða ákvörðunum manna um siðferðileg efni

  5. Kaupmennirnir þrír • Allir hafa fyrir reglu að snuða ekki viðskipta-vinina, en af mismunadi ástæðum • Einn er hagsýnn og veit að heiðarleiki borgar sig • Annar er góðviljaður og gæti aldrei fyrirgefið sjálfum sér að svíkja náungann • Þriðji er aurasál sem langar til að hafa meir af viðskiptavininum en honum ber en gerir það ekki því hann veit það er rangt og hvað sem öðru líður gerir hann skyldu sína í siðferðilegum efnum • Allir breyta rétt en einungis sá þriði gerir það af siðferðilegri ástæðu - af virðingu við það sem er rétt. Allir breyta í samræmi við skyldu en aðeins sá þriðji breytir af skyldu

  6. Tvenns konar skylduboð • Skilyrðisbundin skylduboð • Segja okkur hvað við eigum að gera að því tilskyldu að við höfum viðeigandi löngun • D: Ef þú vilt verða betri skákmaður þá áttu að rannsaka skákir Bobby Fischers • Skilyrðislaus skylduboð • Eru ekki háð löngunum eða aðstæðum • D: Þú átt að hjálpa bágstöddum

  7. Þrennskonar boð skynseminnar • Tækniboð • kveða á um skynsmlegustu/áhrifaríkustu leiðina að því marki sem við setjum okkur • d. ég vil komast út í Viðey (markmið) og kaupi því far með viðeyjarferjunni (tækniboð) • Hamingjuboð • heilræði um hvernig skuli höndla hamingjuna • vitum aldrei með vissu hvernig hún verður höndluð • d. hver er sinnar gæfu smiður • Siðaboð • skilyrðislaus boð um hvað okkur ber að gera, hvað sem líður löngunum okkar eða hag • d. þú skalt ekki ljúga

  8. Skilyrðislausa skylduboðið • Siðalögmálið er aðeins eitt: „Breyttu einungis eftir þeirri lífsreglu sem þú getur viljað að verði að almennu lögmáli“ • Skyldurækni er fólgin í virðingu fyrir þessu lögmáli, sem skynsemisvera hlýtur að fylgja því hún er sjálf höfundur þess • Siðalögmálið er mælikvarði á allar einstakar athafnir manna í aðstæðum daglegs lífs: Maður á alltaf að spyrja sig, „hvað ef allir gerðu eins og ég?“

  9. Krafan um samkvæmni • Að gera eitthvað siðferðilega rangt felur yfirleitt í sér ósamkvæmni • d. sá sem segir ósatt vill ekki að lygi verði að almennu lögmáli heldur vill hann gera undantekningu fyrir sig • ef siðferðileg rök eru gild á annað borð þá skuldbinda þau alla menn alltaf • því eru settar skynamlegar skorður hvernig við megum haga okkur. Að setja sjálfum sér aðrar siðferðisreglur en öðrum er að vera ósamkvæmur sjálfum sér og það er ein tegund skynsemisskorts

  10. Sérstaða mannsins • Maðurinn er mitt á milli dýra og guðs. Maðurinn hefur eigin gildi • Dýr eru til þess að þjóna manninum. Dýr hafa ekki eigin gildi. Gildi þeirra ræðst af því sem þau hafa fyrir manninn

  11. Siðferði og frelsi Frumskilyrði þess að hægt sé að tala um siðferðilega breytni er að menn séu frjálsir og sjálfráðir gerða sinna • sem löngunar og tilfinningaverur erum við háð lögmálum sem við ráðum engum um (við erum á valdi tilfinninganna) • sem skynsemis- og viljaverur getum við sett sjálfum okkur lögmál og breytt í samræmi við þau • Frelsi mannsins felst í því að geta fylgja skynsemi sinni • tvíeðli mannsins gerir hann að siðferðisveru. Maðurinn hefur val milli þess að gera það sem skyldan og skynsemin býður og hins sem hneigðir hans freista hans til að gera: því upplifir maðurinn siðaboð gjarnan sem kvöð sem stangast á við löngun

  12. Virðing fyrir persónum • „Komdu aldrei þannig fram við nokkra manneskju, sjálfa þig eða aðra, að þú sért bara að nota hana í einhverju skyni, heldur ber þér að virða hið sjálfstæða takmark sem sérhver persóna hefur með lífi sínu.“ • Öll röng breytni birtist í því að við látum nota okkur sjálf eða vanvirðum aðra - að virða ekki sjálfstæðan vilja, dómgreind og skynsemi fólks heldur ráðskast með það (oft í bestu meiningu). d. forræðishyggja gagnvart öldruðum • Að hver og einn hafi hugrekki til að treysta og nota eigin dómgrein, hugsa fyrir sjálfan sig, fylgja boðum eigin skynsemi og samvisku

  13. Vandkvæði á kenningu Kants • Ástæða til að efast um að til séu algildar siðareglur • Sagan af fyrirspurn morðingjans • Hvað ef tvær algildar siðareglur stangast á?

  14. Kant um refsingar • Refsing sem virðing við afbrotamanninn • Með því að refsa afbrotamanninum virðum við persónu hans • Að koma fram við mann “sem markmið í sjálfu sér” er að koma fram við hann eins og skynsemisveru sem er ábyrg gerða sinna og má kalla til ábyrgðar fyrir verk sín • Í samskiptum við skynsemisveru getum við látið framferði hennar ráða því hvernig við komum fram við hana. Við komum fram við hana eins og hún hefur ákveðið að koma eigi fram við fólk.

  15. Gjaldastefnan • Sá sem brýtur af sér á refsinguna skilið • Refsingin á að vera í réttu hlutfalli við afbrotið. Þannig er dauðarefsing réttmæt refsing fyrir þann sem hefur drepið mann

  16. Refsingar skv. nytjahyggju • Fælingarstefna: Refsingar stuðla að því að koma í veg fyrir glæp • Getur beinst að saklausum • Getur réttlætt þyngri refsingu en brotið gefur til kynna • Betrunarstefna. Refsikerfið leiði til endurhæfingar á afbrotamönnum. Draga úr tilhneigingu hans að halda áfram afbrotum eftir að refsingu líkur

  17. Gagnrýni Kants • Gegn virðingu fyrir persónum: • Ef við fangelsum glæpamann í þeim tilgangi að tryggja velferð samfélagsins erum við einvörðungu að nota hann í þágu annarra • Með betrunarvist reynum við að móta fólk eins og við teljum að það eigi að vera. Höfum ekki rétt á að stjórna hvernig persónur fólk er

More Related