110 likes | 876 Views
Mannslíkaminn. Öndunarfærin 2.Kafli http://www.youtube.com/watch?v=7wFX9Wn70eM. Öndun. Allar frumur í líkamanum verða að fá súrefni (O 2 )til að vinna orku úr næringar-efnunum. Þetta ferli kallast bruni eða frumuöndun.
E N D
Mannslíkaminn Öndunarfærin 2.Kafli http://www.youtube.com/watch?v=7wFX9Wn70eM
Öndun • Allar frumur í líkamanum verða að fá súrefni (O2)til að vinna orku úr næringar-efnunum. Þetta ferli kallast bruni eða frumuöndun. • Við bruna myndast m.a. koltvíoxíð (CO2)sem líkaminn losar út úr líkamanum með útöndun. Öndun Bruni
Öndunarfærin • Leið loftsins: • Nefhol • Kok • Barki • Aðalberkjur (liggja í hvort lunga) • Berkjur • Berklingar (minnstu berkjurnar) • Lungnablöðrur (hér fara efnaskiptin fram) Berklingar
Lungnablöðrurnar • Í lungnablöðrunum eiga sér stað efnaskipti: • Súrefni fer út úr lungnablöðrunum og inn í blóðrásina. Þaðan flyst súrefnið til allra frumna í líkamanum. • Koltvíoxíði (úrgangsefni frá frumunum) er skilað frá frumunum út í blóðrásina og þaðan inn í lungnablöðrurnar. • Yfirborð allra lungnablaðranna er um • 100 fermetrar!! Þverskurður af lungnablöðru Þverskurður af vöðva
Raddböndin og þindin Þindin er þunnur vöðvi sem veldur rúmmálsbreytingu í brjóstholinu þannig að loft flæðir annað hvort inn í lungun eða út úr þeim. • Raddböndin eru staðsett í barkakýlinu. • Þegar loft streymir í gegnum þau byrja þau að titra og hljóð myndast. Þessi hreyfing þindarinnar gerist sjálfkrafa eftir skilaboðum frá öndunarstöðvum heilans.
Varnir og sjúkdómar Bifhárin: • Í nefholi, barka og lungnaberkjum er slímhúð og aragrúi bifhára sem sjá um að hreinsa öndunarveginn. • Sérstakar varnarfrumur, hvít blóðkorn eru einnig staðsett í slímhúðinni, tilbúin að ráðast á veirur og bakteríur þegar þess gerist þörf. Barkaspeldið: • Liggur uppi þegar við öndum en á að leggjast fyrir barkaopið þegar við kyngjum. • Ef eitthvað stendur í manni er best að beita hann Heimlich gripinu
Sjúkdómar í öndunarfærum Algengustu öndunarfæra-sjúkdómarnir eru: • Kvef stafar af veiru sem veldur ertingu í slímhúð öndunarfæranna. • Hálsbólga stafar af bakteríum. • Ef bakteríur ná að berast lengra niður í öndunarveginn getum við fengið lungnabólgu auk þess sem ýmis holrúm í andlitinu geta orðið fyrir sýkingu. Þetta má nú lækna með pensilíni eða öðrum sýklalyfjum.
Aðrir öndunarfærasjúkdómar Astmi: • Hrjáir 5-8% Íslendinga. • Stafar oftast af ofnæmi en getur líka verið af völdum reykinga. • Astmi stafar af krampa í vöðvum lungnaberkjanna. Slímhúðin bólgnar og gefur frá sér slím.
Hvers vegna eigum við ekki að reykja? • Skemmir bifhárin • Sýkingar fá greiðari aðgang • Yfirborð lungna-blaðranna minnkar og líkaminn tekur því upp minna súrefni í hverjum andardrætti • Lungnakrabbamein