1 / 9

Mannslíkaminn

Mannslíkaminn. Öndunarfærin 2.Kafli http://www.youtube.com/watch?v=7wFX9Wn70eM. Öndun. Allar frumur í líkamanum verða að fá súrefni (O 2 )til að vinna orku úr næringar-efnunum. Þetta ferli kallast bruni eða frumuöndun.

graham
Download Presentation

Mannslíkaminn

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Mannslíkaminn Öndunarfærin 2.Kafli http://www.youtube.com/watch?v=7wFX9Wn70eM

  2. Öndun • Allar frumur í líkamanum verða að fá súrefni (O2)til að vinna orku úr næringar-efnunum. Þetta ferli kallast bruni eða frumuöndun. • Við bruna myndast m.a. koltvíoxíð (CO2)sem líkaminn losar út úr líkamanum með útöndun. Öndun Bruni

  3. Öndunarfærin • Leið loftsins: • Nefhol • Kok • Barki • Aðalberkjur (liggja í hvort lunga) • Berkjur • Berklingar (minnstu berkjurnar) • Lungnablöðrur (hér fara efnaskiptin fram) Berklingar

  4. Lungnablöðrurnar • Í lungnablöðrunum eiga sér stað efnaskipti: • Súrefni fer út úr lungnablöðrunum og inn í blóðrásina. Þaðan flyst súrefnið til allra frumna í líkamanum. • Koltvíoxíði (úrgangsefni frá frumunum) er skilað frá frumunum út í blóðrásina og þaðan inn í lungnablöðrurnar. • Yfirborð allra lungnablaðranna er um • 100 fermetrar!! Þverskurður af lungnablöðru Þverskurður af vöðva

  5. Raddböndin og þindin Þindin er þunnur vöðvi sem veldur rúmmálsbreytingu í brjóstholinu þannig að loft flæðir annað hvort inn í lungun eða út úr þeim. • Raddböndin eru staðsett í barkakýlinu. • Þegar loft streymir í gegnum þau byrja þau að titra og hljóð myndast. Þessi hreyfing þindarinnar gerist sjálfkrafa eftir skilaboðum frá öndunarstöðvum heilans.

  6. Varnir og sjúkdómar Bifhárin: • Í nefholi, barka og lungnaberkjum er slímhúð og aragrúi bifhára sem sjá um að hreinsa öndunarveginn. • Sérstakar varnarfrumur, hvít blóðkorn eru einnig staðsett í slímhúðinni, tilbúin að ráðast á veirur og bakteríur þegar þess gerist þörf. Barkaspeldið: • Liggur uppi þegar við öndum en á að leggjast fyrir barkaopið þegar við kyngjum. • Ef eitthvað stendur í manni er best að beita hann Heimlich gripinu

  7. Sjúkdómar í öndunarfærum Algengustu öndunarfæra-sjúkdómarnir eru: • Kvef stafar af veiru sem veldur ertingu í slímhúð öndunarfæranna. • Hálsbólga stafar af bakteríum. • Ef bakteríur ná að berast lengra niður í öndunarveginn getum við fengið lungnabólgu auk þess sem ýmis holrúm í andlitinu geta orðið fyrir sýkingu. Þetta má nú lækna með pensilíni eða öðrum sýklalyfjum.

  8. Aðrir öndunarfærasjúkdómar Astmi: • Hrjáir 5-8% Íslendinga. • Stafar oftast af ofnæmi en getur líka verið af völdum reykinga. • Astmi stafar af krampa í vöðvum lungnaberkjanna. Slímhúðin bólgnar og gefur frá sér slím.

  9. Hvers vegna eigum við ekki að reykja? • Skemmir bifhárin • Sýkingar fá greiðari aðgang • Yfirborð lungna-blaðranna minnkar og líkaminn tekur því upp minna súrefni í hverjum andardrætti • Lungnakrabbamein

More Related