1 / 30

Mannauðsstefna Akureyrarbæjar

Mannauðsstefna Akureyrarbæjar. Kynning á starfsdegi stjórnenda 4. nóvember 2009 Ingunn H. Bjarnadóttir. Mannauðsstefnan. Mannauðsstefnan var samþykkt í bæjarstjórn 17. mars 2009 Stefnan var prentuð og send á alla vinnustaði bæjarins í vor Stefnan er aðgengileg bæði

hafwen
Download Presentation

Mannauðsstefna Akureyrarbæjar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Mannauðsstefna Akureyrarbæjar Kynning á starfsdegi stjórnenda 4. nóvember 2009 Ingunn H. Bjarnadóttir

  2. Mannauðsstefnan • Mannauðsstefnan var samþykkt í bæjarstjórn 17. mars 2009 • Stefnan var prentuð og send á alla vinnustaði bæjarins í vor • Stefnan er aðgengileg bæði á starfsmannahandbók og stjórnendahandbók

  3. Gamla starfsmannastefna var frá árinu 1999 Sumarið 2008 skipaði bæjarstjóri vinnuhóp til að gera tillögur til stjórnsýslunefndar um endurskoðun starfsmannastefnunnar Vinnuhópurinn hóf störf í september og fundaði 15 sinnum á 3 mánuðum Vinnuhópurinn: Dagný M. Harðardóttir Dögg Harðardóttir Hólmkell Hreinsson Björg Sigurvinsdóttir Ingunn H. Bjarnadóttir Ólafur Örn Torfason Sædís Gunnarsdóttir Úlfar Björnsson Starfsmenn: Gunnar Frímannsson Kristjana Kristjánsdóttir Vinnuhópurinn

  4. Samráð við starfsfólk • Ýmsir aðilar voru kallaðir til samráðs s.s. jafnréttisráðgjafi, bæjarlögmaður og starfsmannastjóri. • Í febrúar 2009 voru drög að nýrri mannauðsstefnu kynnt og óskað var eftir athugasemdum frá starfsfólki. Margar góðar ábendingar bárust frá starfsfólki og nýtti starfshópurinn margar þeirra við lokafrágang vinnunnar.

  5. Af hverju heitið „mannauðsstefna”? • Mannauðsstefna felur í sér: • heildrænt ferli starfsmannamála þar sem litið er á mannauðinn sem tæki til að ná árangri/ samkeppnisforskoti • einstaklingsnálgun þ.e. reynt að hafa áhrif á starfsfólk og líðan þess

  6. Markmið nýju stefnunnar • Að tryggja að hjá Akureyrarbæ starfi hæft og ánægt starfsfólk sem veitir góðaþjónustu • Stefnan á að stuðla að góðum starfsskilyrðum og möguleikum starfsfólks til að dafna í starfi • Stefnan lýsir vilja bæjaryfirvalda til að byggja upp góðan vinnustað þar sem gott starf er unnið af áhugasömu, samstilltu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis

  7. Markmið nýju stefnunnar • Sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins er að veita íbúum góðaþjónustu • Slíkt samstarf byggist á gagnkvæmu trausti og virðingu þar sem hver og einn ber ábyrgð á eigin verkum og viðhorfum

  8. Framsetning nýju stefnunnar Gildin sem höfð eru að leiðarljósi eru: Starfsánægja – Jafnræði – Hæfni • Gildin eru einnig markmið • Starfsánægja 6 markmið • Hæfni9 markmið • Jafnræði er rauður þráður í gegnum alla stefnuna • Settar eru fram leiðir til að ná markmiðum • Ábyrgðaraðilar tilgreindir • Almenn réttindi og skyldur • Eftirfylgni með stefnunni

  9. Til þess að tryggja starfsánægju starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær 6 markmið • að taka vel á móti nýju starfsfólki • að gera starfsfólki kleift að þróast í starfi • að stuðla að því að starfsfólk sýni samstarfsfólki og stofnunum/vinnustöðum Akureyrarbæjar virðingu og komi fram af heilindum • að stuðla að því að vinnustaðir séu fjölskylduvænir þannig að starfsfólk geti samræmt starfs- og fjölskylduábyrgð • að stuðla að því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Akureyrarbæjar séu til fyrirmyndar • að undirbúa starfslok vandlega

  10. Til þess að tryggja hæfni starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær 9 markmið • að sjá til þess að stjórnendur og starfsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum, þekki boðleiðir og hafi sem besta innsýn í starf samstarfsaðila innan bæjarkerfisins. • að ráða hæft og metnaðarfullt starfsfólk • að vinna markvisst að jafnrétti kynjanna • að gera starfsfólki kleift að efla þekkingu sína og hæfni í samræmi við síbreytilegar kröfur sem gerðar eru til vinnustaða Akureyrarbæjar • að sjá til þess að stefna hvers vinnustaðar sé skýr og að starfsfólk þekki hana • að tryggja að reglur um ábyrgðamörk í stjórnsýslu Akureyrarbæjar séu þekktar • að tryggja að starfslýsingar séu til fyrir öll störf • að sjá um að starfsmannasamtöl fari fram árlega á öllum vinnustöðum • að efna til fjölbreyttrar fræðslu fyrir stjórnendur

  11. Til þess að tryggja starfsánægju starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að taka vel á móti nýju starfsfólki með því að • allt nýtt fastráðið starfsfólk fari á nýliðanámskeið þar sem það er frætt um starfsemi og markmið Akureyrarbæjar ásamt réttindum sínum og skyldum • Ábyrgð: Starfsmannaþjónusta og stjórnendur • tryggja að starfsfólk fái allar nauðsynlegar upplýsingar og kynningu á vinnustaðnum • Ábyrgð: Stjórnendur • stjórnendur hafi aðgang að og noti gátlista um móttöku nýrra starfsmanna • Ábyrgð: Starfsmannaþjónusta

  12. Til þess að tryggja starfsánægju starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að gera starfsfólki kleift að þróast í starfi með því að • starfsfólk hafi innsýn í og áhrif á þróun vinnustaðarins og eigin starfsskilyrði með góðu aðgengi að næsta yfirmanni og hafi tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri • Ábyrgð: Stjórnendur og starfsfólk • tryggja jafnræði við starfsþróun • Ábyrgð: Stjórnendur

  13. Til þess að tryggja starfsánægju starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að stuðla að því að starfsfólk sýni samstarfsfólki og stofnunum/vinnustöðum Akureyrarbæjar virðingu og komi fram af heilindum með því að • hvetja til heimsókna og kynninga milli vinnustaða Akureyrarbæjar • Ábyrgð: Stjórnendur og starfsfólk • starfsfólk geti komið ábendingum og hugmyndum er varða málefni innan Akureyrarbæjar á framfæri m.a. á starfmannavef Akureyrarbæjar- http://eg.akureyri.is • Ábyrgð: Starfsmannaþjónusta • hafa hugfast að við vinnum öll hjá sama vinnuveitanda,Akureyrarbæ • Ábyrgð: Allt starfsfólk Akureyrarbæjar

  14. Til þess að tryggja starfsánægju starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að stuðla að því að vinnustaðir séu fjölskylduvænir þannig að starfsfólk geti samræmt starfs- og fjölskylduábyrgð með því að • gefa starfsfólki kost á hlutastörfum, sveigjanlegum vinnutíma og vinnuaðstæðum eftir því sem verkefni og aðstæður leyfa • Ábyrgð: Allt starfsfólk Akureyrarbæjar • gera starfsfólki kleift að minnka starfshlutfall tímabundið vegna fjölskylduábyrgðar, t.d. umönnunar barna eða veikinda í fjölskyldunni • Ábyrgð: Stjórnendur • hvetja bæði kyn til að nýta fæðingarorlof • Ábyrgð: Stjórnendur • hvetja foreldra til að skipta með sér heimaveru vegna veikinda barna • Ábyrgð: Stjórnendur • skapa starfsfólki möguleika á samfelldum starfsferli og koma til móts við þarfir hvers og eins t.a.m. vegna aldurs, breytinga á persónulegum högum og starfsgetu • Ábyrgð: Stjórnendur

  15. Til þess að tryggja starfsánægju starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að stuðla að því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Akureyrarbæjar séu til fyrirmyndar með því að • allir vinnustaðir Akureyrarbæjar geri skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað (skv. lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980) og framfylgi henni • Ábyrgð: Stjórnendur, öryggisverðir og öryggistrúnaðarmenn • hvetja starfsfólk til að stunda heilbrigt líferni og leita tilboða fyrir starfsfólk í heilsurækt • Ábyrgð: Stjórnendur og hagþjónusta • halda yfirvinnu innan hóflegra marka af vinnuverndar- og fjölskylduástæðum og fara eftir gildandi reglum um yfirvinnu • Ábyrgð: Stjórnendur og starfsfólk • koma í veg fyrir einelti og kynferðislega áreitni á vinnustað með fræðslu, reglum og markvissri meðferð þeirra mála sem upp kunna að koma • Ábyrgð: Stjórnendur, starfsfólk og starfsmannaþjónusta

  16. Til þess að tryggja starfsánægju starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að undirbúa starfslok vandlega með því að • eiga starfslokasamtöl við starfsfólk til að tryggja að starfsþekking haldist innan vinnustaðarins og greina ástæður þess að starfsfólk hættir • Ábyrgð: Stjórnendur • bjóða starfsfólki sem nálgast starfslok vegna aldurs námskeið til að undirbúa þessi tímamót • Ábyrgð: Starfmannaþjónusta og stjórnendur

  17. Til þess að tryggja hæfni starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að sjá til þess að stjórnendur og starfsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum, þekki boðleiðir og hafi sem besta innsýn í starf samstarfsaðila innan bæjarkerfisins.með því að • starfsmanna- og stjórnendahandbækur séu aðgengilegar á heimasíðu Akureyrarbæjar og uppfærðar reglulega • Ábyrgð: Embættismenn og starfsmannaþjónusta • stofnanir og deildir noti heimasíðu Akureyrarbæjar til að miðla upplýsingum um starfsemi sína og uppfæri þær reglulega • Ábyrgð: Stjórnendur deilda og stofnana • allt nýtt fastráðið starfsfólk fari á nýliðanámskeið þar sem það er frætt um starfsemi og markmið Akureyrarbæjar • Ábyrgð: Stjórnendur og starfsmannaþjónusta

  18. Til þess að tryggja hæfni starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að ráða hæft og metnaðarfullt starfsfólk með því að • auglýsa öll störf nema þegar um er að ræða tímabundnar ráðningar eða tilfærslu í starfi • Ábyrgð: Stjórnendur • gæta jafnræðis við ráðningar í störf • Ábyrgð: Stjórnendur • stjórnendur hafi aðgang að og noti gátlista um vinnulag við ráðningar • Ábyrgð: Stjórnendur • skilgreina starfskröfur í starfsauglýsingum í samræmi við starfslýsingar • Ábyrgð: Stjórnendur

  19. Til þess að tryggja hæfni starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að vinna markvisst að jafnrétti kynjanna með því að • fara eftir Jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar • Ábyrgð: Stjórnendur • stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf • Ábyrgð: Stjórnendur • stuðla að jöfnum hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum • Ábyrgð: Framkvæmdastjórn og embættismenn • konum og körlum sem starfa hjá Akureyrarbæ standi til boða sömu tækifæri til símenntunar og starfsþróunar • Ábyrgð: Stjórnendur

  20. Til þess að tryggja hæfni starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að gera starfsfólki kleift að efla þekkingu sína og hæfni í samræmi við síbreytilegar kröfur sem gerðar eru til vinnustaða Akureyrarbæjarmeð því að • gera símenntunaráætlun fyrir hvern vinnustað og hvern starfsmann, endurskoða hana árlega í starfsmannasamtali og skrá í mannauðskerfi Akureyrarbæjar • Ábyrgð: Stjórnendur, starfsfólk og starfsmannaþjónusta • nota starfsmannasamtöl og starfslýsingar til að meta fræðsluþarfir hvers starfsmanns • Ábyrgð: Stjórnendur og starfsfólk • tryggja jafnræði við símenntun • Ábyrgð: Stjórnendur

  21. Til þess að tryggja hæfni starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að sjá til þess að stefna hvers vinnustaðar sé skýr og að starfsfólk þekki hana með því að • hugmyndafræði og markmið verði mótuð í samráði við starfsfólk • Ábyrgð: Stjórnendur og starfsfólk • markmið hvers vinnustaðar verði kynnt og rædd reglulega meðal starfsfólks • Ábyrgð: Stjórnendur

  22. Til þess að tryggja hæfni starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að tryggja að reglur um ábyrgðamörk í stjórnsýslu Akureyrarbæjar séu þekktarmeð því að • reglurnar verði kynntar fyrir starfsfólki • Ábyrgð: Bæjarstjóri og aðrir stjórnendur • reglurnar séu aðgengilegar í starfsmannahandbók á heimasíðu Akureyrarbæjar • Ábyrgð: Starfsmannaþjónusta

  23. Til þess að tryggja hæfni starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að tryggja að starfslýsingar séu til fyrir öll störf með því að • starfslýsingar verði gerðar fyrir öll störf og skráðar í mannauðskerfi Akureyrarbæjar • Ábyrgð: Stjórnendur • gera starfslýsingar um leið og ný störf verða til og endurskoða eftir þörfum • Ábyrgð: Stjórnendur

  24. Til þess að tryggja hæfni starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að sjá um að starfsmannasamtöl fari fram árlega á öllum vinnustöðum með því að • í boði verði námskeið um starfsmannasamtöl fyrir stjórnendur og starfsfólk • Ábyrgð: Starfsmannaþjónusta • tryggja eftirfylgni með því að yfirmenn skrái í mannauðskerfi Akureyrarbæjar að starfmannasamtali sé lokið • Ábyrgð: Stjórnendur og starfsmannaþjónusta • starfsmannasamtalseyðublað og leiðbeiningar verði stjórnendum og starfsfólki aðgengilegt í starfsmannhandbók á heimasíðu Akureyrarbæjar • Ábyrgð: Starfsmannaþjónusta

  25. Til þess að tryggja hæfni starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að efna til fjölbreyttrar fræðslu fyrir stjórnendur með því að • námsáætlun verði gefin út tvisvar á ári • Ábyrgð: Starfsmannaþjónusta og fræðslunefnd • starfsdagar stjórnenda verði tvisvar á ári þar sem stjórnendum gefst kostur á að eflast sem hópur, fræðast og ræða sameiginleg málefni • Ábyrgð: Framkvæmdastjórn og starfsmannaþjónusta

  26. Almennar skyldur og réttindi • Almenn réttindi og skyldur starfsmanna fara eftir gildandi lögum og samþykktum svo og kjarasamningum á hverjum tíma • Launakjör skulu ákvörðuð á grundvelli kjarasamninga og reglna sem sveitarfélagið setur sér

  27. Til viðbótar hafa starfsmenn þessum skyldum að gegna • fylgi þeim reglum sem í gildi eru á hverjum vinnustað um vinnutíma, árangur og hátterni svo og lögum og sérstökum reglum deilda og stofnana bæjarins eins og þær eru hverju sinni • vinni eftir stefnu vinnustaðar síns af heilindum og trúmennsku • hlíti lögmætum fyrirmælum yfirmanna sinna • sinni starfi sínu af samviskusemi og sýni kurteisi, lipurð og réttsýni • starfi fyrst og fremst í þágu bæjarbúa sem leggur þeim þá skyldu á herðar að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum • gæti þess að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu sem þeir gegna • gæti þagmælsku og trúnaðar varðandi málefni samstarfsmanna, bæjarbúa og viðskiptavina, sem þeir verða áskynja í starfi og gildir þagnarskylda þótt látið sé af starfi • þiggi ekki greiðslur eða annan viðurgjörning frá viðskiptamönnum sem túlka má sem persónulega þóknun fyrir greiða • stofni ekki til eigin atvinnurekstrar eða umboðsstarfsemi, gegni starfi í þjónustu annarra eða gangi í stjórn atvinnufyrirtækis nema með leyfi yfirmanns • stundi ekki starfsemi sem telja má að sé í samkeppni við starfsemi bæjarins/vinnustaðarins • séu ekki undir áhrifum ávana- og vímuefna af neinu tagi á vinnutíma • láti af störfum eigi síðar en í lok þess mánaðar sem þeir verða 70 ára nema kjarasamningur kveði á um annað. Við sérstakar aðstæður getur starfsmannastjóri gefið undanþágu frá þessu ákvæði.

  28. Til þess að tryggja eftirfylgni með mannauðsstefnunni ætlar Akureyrarbær að • kanna reglulega starfsánægju og starfsumhverfi og gera í framhaldinu áætlanir um viðbrögð við niðurstöðum • Ábyrgð: Starfsmannaþjónusta • útbúa gátlista fyrir stjórnendur um framkvæmd mannauðsstefnunnar • Ábyrgð: Starfsmannaþjónusta • setja sér þjónustustefnu sem starfsfólk hefur að leiðarljósi • Ábyrgð: Framkvæmdastjórn • sjá um að mannauðsstefnan verði starfsfólki aðgengileg á öllum vinnustöðum • Ábyrgð: Stjórnendur • Mannauðsstefnan skal koma til endurskoðunar eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti • Ábyrgð: Stjórnsýslunefnd

  29. Starfsmannakönnun 2010 • Unnið er að undirbúningi könnunar meðal starfsmanna Akureyrarbæjar. • Markmið könnunarinnar er fá fram upplýsingar um starfsánægju og starfsumhverfi • Verkefnið er liður í framkvæmd mannauðsstefnu og jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar • Sambærileg könnun var síðast gerð árið 2005. Þá var könnun send til 500 starfsmanna en í þetta skipti mun allt starfsfólk sem starfar hjá sveitarfélaginu í meira en 30% starfshlutfalli fá könnunina senda. • Könnunin verður send út rafrænt til þess starfsfólk sem hefur skráð netfang og leitað verður annarra leiða til að fá svör frá starfsfólki sem hefur ekki netfang. • Alma Rún Ólafsdóttir hefur verið ráðin til að vinna að framkvæmd könnunarinnar.

  30. Rafrænir launaseðlar • Frá og með 15. janúar 2010 verða launaseðlar ekki sendir í heimabanka starfsfólks. • Launaseðlar verðar áfram birtir rafrænt á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is. • Starfsmannaþjónustan býður upp á kynningu á starfsmannavefnum fyrir vinnustaði Akureyrarbæjar og geta áhugasamir haft samband við Björgu Leósdóttur með því að senda tölvupóst á bjorgl@akureyri.is eða hringja í síma 4601060.

More Related