140 likes | 267 Views
Hagsmunasamtök. Þrýstihópar. - formlegir þrýstihópar hagsmunasamtök – stéttir mikilvægastar - þrýstistofnanir kirkjan, háskólinn, herinn, ríkisútvarpið, - óformlegir hreyfingar eins og kvennabarátta,
E N D
Þrýstihópar - formlegir þrýstihópar hagsmunasamtök – stéttir mikilvægastar - þrýstistofnanir kirkjan, háskólinn, herinn, ríkisútvarpið, - óformlegir hreyfingar eins og kvennabarátta, barátta svartra, samkynhneigðra, mótmælahreyfingin í dag hér á landi búsáhaldabyltingin ... - skyndihópar skyndifundir, uppþot o.þ.h. mótmæli á Austurvelli
Hagsmunasamtök - einkum átt við þau sem byggjast á stéttum Önnur en stéttarleg - gætu verið baráttusamtök fyrir sjúka og aldraða, góðgerðarsamtök eða íþróttafélög (NÝJAN VÖLL)
Hagsmunasamtök og stjórnmálaflokkar hafa að mörgu leyti sömu einkenni: - starfa til að hafa áhrif á ákvarðanatöku - hafa skýra stefnu (pólitíska) - markmið - skipulag er oft mjög líkt, almennir -> forusta - MUNURINN er sá að stjm.flokkar reyna að koma sínum mönnum í valdastöður á meðan hagsmunasamtök reyna aðeins að hafa áhrif á hvaða ákvarðanir valdaaðilar taka.
Aðferðir þrýstihópa Lobbyism (anddyri) er hugtak sem notað er um það þegar þrýstihópar /fyrirtæki reyna að ná (persónulegu) sambandi við valdamenn (þingmenn /ráðherra) til að hafa áhrif á þá. Stundum tengja menn lobbyisma spillingu, en svo þarf þó ekki að vera.
Annars eru áhrif þrýstihópa fyrst og fremst á grundvelli fjölda og skipulagningar. Verkalýðshreyfing, fjölmenn samtök o.s.frv. eru augljós dæmi. Eign á kapítali er líka sterkur grundvöllur eins og hjá samtökum atvinnurekenda.
Hagsmunasamtök stétta Fyrstu skrefin … • 1837 Búnaðarfélög [bændur] • 1882 Kaupfélög [bændur] • 1900 eða fyrr: Bárufélögin [sjómenn] • 1906 Dagsbrún [verkalýður] • 1915 Hásetafélag Reykjavíkur [sjómenn] • 1916 Félag íslenskra botnvörpuskipaeigenda [útgerðarmenn] • … o.s.frv.
Heildarsamtök Atvinnurekendur • S.A. Samtök atvinnulífsins • Útgerðarmenn • Kaupmenn • Iðnrekendur Heildarsamtökin eru samsett úr samtökum á mismunandi sviðum atvinnureksturs. Atvinnurekendur hafa alltaf verið öflugir í að hafa áhrif og hafa sterk tengsl við aðal valdaflokkinn, Sjálfstæðisflokk, haft mikla þýðingu í því sambandi.
Bændur • Bændasamtökin Hagsmunasamtök bænda hafa sérstöðu vegna tiltölulega mikilla áhrifa sem þau hafa, t.d. taka þau þátt í allri lagasetningu um hagsmuni bænda með því að yfirfara og leggja til um öll frumvörp. Þetta er samráðskerfi (korporatism) sem skýrist af því að áður fyrr voru bændur öflugasta stéttin á landinu og í stjórnkerfinu. Þegar SÍS var og hét höfðu bændur gegnum samvinnufélögin sterk áhrif á sviði verslunar og framleiðslu.
Launafólk • A.S.Í. • Almennt launafólk , faglærðir sem ófaglærðir • Ótal félög og samtök með aðild • B.S.R.B. • Almennt launafólk hjá ríki og sveitarfélögum • Ótal félög og samtök með aðild • B.H.M. • Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn • Ótal félög og samtök með aðild • Önnur samtök • Almennt launafólk hjá ríki og sveitarfélögum • Ótal félög og samtök með aðild Samtök launafólks hafa í krafti fjölda og skipulagningar mikil áhrif á stjórnvöld. Áherslan eru kjara- og réttindamál. Vinnumálalöggjöfin kringum 1940 staðfesti rétt stéttafélaga og fól í sér mikilvæg réttindamál eins og t.d. orlof, lífeyri og sjúkratryggingar.
Áhrif flokka og hagsmunasamtaka Grunneiningar í stjórnmálaátökum og ákvarðanatöku • Flokkarnir (sem eru að mestu grundvallaðir á stéttaátökum) koma beint að ákvörðunum, eru þeir aðilar sem í raun ráða. • Hagsmunasamtök stéttanna hafa afgerandi áhrif á hvaða leiðir eru mótaðar og farnar, stéttaátökin leiða af sér hvaða hagsmunir verða mest ofan á og úrlausn átaka og breytingar ráðast mjög af þessu.