140 likes | 270 Views
Fjarnám og fjarkennsla. Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu 3f og HR 17. október 2008 Sigurlaug Kristmannsdóttir, fjarnámsstjóri VÍ. Skóli og fjarkennsla. Skólinn þarf að hafa skýr markmið með fjarkennslu Leiðirnar að markmiðunum þurfa að vera ljósar
E N D
Fjarnám og fjarkennsla Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu 3f og HR 17. október 2008 Sigurlaug Kristmannsdóttir, fjarnámsstjóri VÍ
Skóli og fjarkennsla • Skólinn þarf að hafa skýr markmið með fjarkennslu • Leiðirnar að markmiðunum þurfa að vera ljósar • Verkefnið þarf að vera í sterkum tengslum við skólann og • byggjast á hefðum hans og venjum • vera sýnilegt í skólanum • sem flestir starfsmenn þurfa að taka þátt • Fjarnemandi er hluti af skólanum og hann þarf að finna fyrir því, skólabragurinn þarf að smitast út í fjarnámið • Stoðkerfi skólans þurfa að vera tiltæk fjarnemendum • Bókasafn • Námsráðgjöf • Tækniaðstoð Sigurlaug Kristmannsdóttir
Skipulag fjarnáms í VÍ • Þrjár annir á ári og hverri önn skipt í 10 vikur • Um 130 áfangar í boði og áfangi kenndur fyrir einn nemanda • Í hverjum áfanga er námsáætlun og þar er gerð grein fyrir • markmiðum • efnisatriðum • námsefni • verkefnum • námsmati • vikuáætlunum • Kennslukerfið (WebCT/Blackboard) er skóli í netheimum með • skólastofum fyrir hvern áfanga • miðrými þar sem nemendur hittast í frímínútum - Marmarinn • gagnasmiðju fyrir kennara • Í kennslukerfinu er • námsefni og möguleiki á samskiptum • reynt að búa til námssamfélag (bekk) nemenda Sigurlaug Kristmannsdóttir
Fjarnemendur á haustönn 2008 • 810 nemendur í fjarnámi á haustönn 2008 • 6% einnig í dagskóla VÍ • 18% í grunnskólum landsins • 64% konur og 36% karlar • Meðalaldur 23,9 ár • Sá elsti fæddur 1930 • Þau yngstu fædd 1996 • Fjölmennustu árgangar • 1989, þau eru á 4. ári í framhaldsskóla • 1993, þau eru í 10. bekk grunnskóla • 65% nemenda býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu, flestir í pnr 220 • Hver nemandi tekur að meðaltali 6 einingar • Sundurleitur hópur nemenda • Vanir námsmenn með langa skólagöngu að baki • Óöruggir nemendur eftir langt námshlé SigurlaugKristmannsdóttir
Aldursdreifing fjarnemenda á haustönn 2008 • Sjánánarhttp://www.verslo.is/fjarnam/flytivisanir/nemendur/ Sigurlaug Kristmannsdóttir
Hópar fjarnemenda • Grunnskólanemendur • Nemendur VÍ og annarra framhaldsskóla • Nemendur sem hætt hafa námi og eru að safna einingum til lokaprófs • Nemendur með stúdentspróf sem eru að bæta við sig áföngum vegna framhaldsnáms • Nemendur háskóla sem eru að styrkja undirstöður sínar • Nemendur sem eru að bæta við sig vegna vinnu sinnar • Nemendur sem eru að læra sér til ánægju Sigurlaug Kristmannsdóttir
Mæting í próf • Meðalmæting í próf á önn: 61,4 %. Tölur miðast við einingar. Sigurlaug Kristmannsdóttir
Einkunnadreifing fjarnemenda • Einkunnadreifing á árunum 2006 og 2007 • 67,6% prófa lýkur með einkunn sem er stærri eða jafnt og 5 Sigurlaug Kristmannsdóttir
Mæting í próf eftir aldri nemenda • % mæting í próf eftir aldri nemenda á haustönn 2007 Sigurlaug Kristmannsdóttir
Fjarnám • Fjarnám gerir kröfur til nemandans varðandi • ábyrgð á eigin námi • námstækni • sjálfsaga • sjálfstæði • skipulagningu náms og tíma • Einnnemandiorðaðiþettasvona: • Munurinn á fjarnámiogdagskólaer í sjálfusérekkimjögmikill. Þúert í skólatilþessaðnáárangriogþeimárangrinærðubarameðstöðugrivinnuogaga. Dagskólinnerauðvitaðfélagslegriogþarerskyldumæting. Þarfinnstmérreginmunurinnliggja. Í dagskólaermaðurskyldugurtilaðmæta í tíma. Tímasemmannifinnstkannskibeturnýttur í þaufögsemmaðurerslakur í. Þarnanýtistfjarnámiðhrikalega vel. Ég á t.d. mjögauðveltmeðlestur. Ég get lesiðbókdaginnfyrirprófognáðmjöggóðumárangri. Annaðgildir um stærðfræði, eðlisfræðiogefnafræði. Þarafleiðandi gat égnýttmeiritíma í raungreinarnarogskipulagttímaminnþannig. Sveinn Óskar Hafliðason Sigurlaug Kristmannsdóttir
Námsefni • Námsefni í samræmi við Aðalnámskrá framhaldsskóla • Námsgögn • Bækur og tímarit • Rafræn námsgögn á netinu • Vefsíður með efni sem öllum er frjálst að nota • Rafrænt námsefni framleitt í VÍ og vistað í kennslukerfinu • Dæmi um rafræn námsgögn á neti framleidd í VÍ • Ritvinnsluskjöl: Word, Excel, Power Point • Töflukennsla (Smartboard), stærðfræði • Talglærur (Articulate), jarðfræði • Hljóðskrár (Audacity), spænska • Kvikmyndir, setningarávarp skólastjóra • Upptaka úr tölvu (Camtasia), upplýsingar fyrir nýnema • Vélritunarforrit Sigurlaug Kristmannsdóttir
Kröfur og gæði • Sömu námskröfur í fjarnámi og dagskóla • Sama námsefni • Sams konar verkefni • Sambærileg próf • Sami matskvarði • Deildir bera ábyrgð á innihaldi áfanga, prófum, námsmati • Sömu kennarar í fjarkennslu og dagskólakennslu • Skólinn ber faglegt traust til kennara, þeir eru fagmenn og tryggja gæðin • Áhersla lögð á að efla fagmennsku kennara • Tölvunámskeið • Fyrirlestrar um fjarkennslu • Samræður um fjarkennslu • Kennslureynsla • Vettvangsheimsóknir og jafningjamat Sigurlaug Kristmannsdóttir
Jafningjamat byggt á vettvangsheimsóknum • Fjarkennarar gestir í áföngum hverra annarra, í þeim tilgangi að • læra af því sem þar er vel gert • benda á það sem betur mætti fara • Fjarkennarar fengu • gátlista, þar sem bent var á ýmis atriði sem betur mættu fara í kennslukerfinu • matsblað sem nota átti við úttektina á áföngum • Vinnunni var skipt í þrjá fasa • Tiltektarfasi, hver kennari lagaði til í sínum áfanga með gátlistann og matsblöðin til hliðsjónar • Matsfasi, kennarar fengu aðgang að áföngum annarra og framkvæmdu matið með því að fylla út matsblöð • Úrvinnslufasi, kennarar fengu matsblöð sinna áfanga í hendurnar og betrumbættu þá eftir því sem við átti. Fjarnámsstjóri fékk matsblöðin og vann úr þeim skýrslu sem allir fengu Sigurlaug Kristmannsdóttir
Jafningjamat • Jafningjamatið var tilraun til að auka umræðu um fjarkennslu og fjarnám innan Verzlunarskóla Íslands • Áfangar eru mismunandi og þeir eiga að vera þannig • Þeir fjalla um mismunandi efni • Þeir eru misefnismiklir • Kennarar eru ólíkir og þeim lætur misvel að skipuleggja efnið sem þeir setja fram og þeir eru mislagnir við að „performera“ í kennslukerfinu • Fjarkennarar eru að læra að tileinka sér þá tækni sem felst í fjarkennslu og þurfa tíma til að ná tökum á henni. Allir leggja sig fram við að gera sitt besta og vinna sitt starf af fagmennsku • Á einu matsblaðinu kom fram þessi setning • Þegar ég opnaði viku eitt, leið mér eins og kennarinn væri við hliðina á mér! • Það ætti að vera markmið hvers fjarkennara að búa áfangann sinn þannig úr garði að nemanda finnist kennarinn standa við hlið sér þegar hann er í kennslukerfinu Sigurlaug Kristmannsdóttir