60 likes | 563 Views
Ljóðalestur. Kanna þarf form , myndmál og stílbrögð til að glöggva sig á kjarna ljóðs og átta sig á hverju það miðlar til lesenda. Því næst er hægt að nálgast túlkun ljóðsins sem ævinlega verður að byggja á greiningu á einstökum þáttum í ljóðinu og yfirborðsmerk-ingu þess. BUNDIÐ MÁL
E N D
Ljóðalestur • Kanna þarf form, myndmál og stílbrögð til að glöggva sig á kjarna ljóðs og átta sig á hverju það miðlar til lesenda. • Því næst er hægt að nálgast túlkun ljóðsins sem ævinlega verður að byggja á greiningu á einstökum þáttum í ljóðinu og yfirborðsmerk-ingu þess. BUNDIÐ MÁL Átt er við texta sem er samsettur skv. ákv. bragreglum. [Braglínur (vísuorð, 1 lína í kvæði) /hrynjandi (hljóðfall, áhersluþung og –létt atkvæði skiptast á)/ stuðlasetning/ (skipun ljóðstafa) /rím (sam-hljómun orða í braglínum; heilrím: sjá – fá en hálfrím: verða – firða]. • Ljóðform: form sem tíðkað er í ljóðum, s.s. rím, vísuorðaskil, hrynjandi og stuðlasetning.
Ljóðalestur 2 • Bragliður: Eitt áhersluþungt atkvæði og þau áherslulausu atkvæði sem því fylgja. Dæmi: 1) [Lífs um] [angurs] [víðan] [vang]=stúfur [víst ég] [ganginn] [herði], T veggja atkvæða orð eða tvö atkv. hvort í sínu orði kallast TVÍLIÐIR. Réttur tvíliður (hnígandi): með áherslu á fyrra atkvæði en öfugur tvíliður (stígandi): með áherslu á síðara atkvæði. 2) Ef einu áhersluþungu atkvæði fylgja tvö áherslulétt kallast bragliðurinn ÞRÍLIÐUR. Dæmi: [Skall yfir] [eldhafið] [ólgandi], [logandi], [eldvargar] [runnu fram] [hvæsandi] [sogandi]
Ljóðalestur 3 Skiptu vísunni í bragliði og gerðu grein fyrir sérkennum í fyrstu og þriðju braglínum og einnig í þeirri fjórðu. 1) Vandfarið er með vænan grip, 2) votta ég það með sanni, 3) siðuga konu, sjálegt skip 4) og samviskun’ í manni. Stakt áhersluþungt atkvæði í enda ljóðlínu heitir stúfur en slíkt atkvæði í byrjun ljóðlínu nefnist forliður. Vandfarið er með vænan grip, votta ég það með sanni, siðuga konu, sjálegt skip og samviskun’ í manni.
Ljóðalestur 4 • Stuðlasetning (ljóðstafasetning) Hefðbundin stuðlasetning: Tvær línur bundnar saman; tvö áhersluþung atkvæði í fyrri línu (ljóðlína með ójöfnu númeri = 1, 3, 5, 7 o.s.frv.) og fyrsta áhersluþunga atkvæði í síðari línu (ljóðlína með jöfnu númeri: 2, 4, 6, o.s.frv.) hefjast á sama samhljóði eða mismunandi sérhljóði. • Öll sérhljóð stuðla saman: Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. • Þegar ljóðstafirnir eru samhljóð verða báðir stuðlarnir og höfuðstafurinn að vera sama samhljóðið. Til himins jörðin horfir og himinn jarðar til.
Ljóðalestur 5 • Rím Algengustu tegundir ríms: Staða í ljóðlínu: Endarím: síðustu atkvæðitveggja eða fleiri braglína ríma saman. a) víxlrím: (abab) b) runurím (aabb) c) allar línur ríma saman: (aaaa) Innrím (rím inni í ljóðlínu): hendingar (atkvæði í sömu ljóðínu ríma) miðrím (atkv. Inni í ljólínu rímar við samsvarandi atkv. í annarri ljóðlínu). Eðli hljóðlíkingarinnar: a) alrím (heilrím). Sérhljóð og eftirfarandi samhljóð eru eins: blóm – tóm. b) hálfrím er tvenns konar: fram – rann (eftirfarandi samhlóð ólík) vald – fold (eftirfarandi samhlóð hin sömu). Karlrím: eitt atkvæði rímar saman (ljós – fjós) Kvenrím: tvö atkv. ríma saman (játa – gráta)
Ljóðalestur 6 • Bragarhættir Átt er við mynstrið sem notað er til að binda málið. Til að greina bragarhátt þarf að athuga fjölda bragliða í erindi, stuðlasetningu og rím. Til eru ótal margir ólíkir bragarhættir, íslenskir og erlendir. Nemendur eiga að kunna skil á: 1) Þremur fornum íslenskum bragarháttum:fornyrðislagi/ ljóðahætti/ dróttkvæðumhætti. 2) Nokkrum rímnaháttum: ferskeytlu/ hringhendu/ stafhendu/ samhendu/ braghendu. 3) Þremur erlendum bragarháttum: sonnettu/ tönku/ limru.