80 likes | 312 Views
Sturlungaöld II.17. Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar Valdamiklir höfðingjar sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum
E N D
Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. • Einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar • Valdamiklir höfðingjar sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum • Dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ættin á þessu tímabili. • Við lok sturlungaaldarinnar komst landið undir erlend yfirráð og við það lauk þjóðveldistímanum sem hófst við landnámið.
Ættarveldi • Um 1220 töluverð valdasamþjöppun – nokkrir goðar sölsuðu undir sig önnur goðorð • Hinar fimm valdaættir orðnar fastmótaðar um 1235 • Þessar helstu valdaættir voru • Haukdælir, sem voru staðsettir í Árnesþingi, • Oddaverjar í Rangárþingi • Ásbirningar í Skagafirði, • Svínfellingar á Austurlandi • Sturlungar sem eru kenndir við Sturlu Þórðarson í Hvammi í Dölum.
Hirðmenn konungs • Íslenskir höfðingjar gerðust hirðmenn konungs – reyndu að koma Íslandi undir stjórn hans • Snorri Sturluson fyrstur-1220 - sat við skriftir • Bróðursonur hans, Sturla Sighvatsson -1235- harðskeyttari en Snorri – fékk föður sinn Sighvat með sér • Hrakti Snorra í burtu, réðist á Haukdæla – Gissur höfðingi þeirra gerði bandalag við höfðingja Ásbirninga • Örlygsstaðabardagi í ágúst 1238 – Sturlungar berjast við Bandalag Haukdæla og Ásbirninga • Sighvatur og Sturla féllu báðir – menn þeirra lögðu á flótta
Konungur fréttir af óförum Sturlu, lénsmanns síns • Snorri Sturluson var þá staddur í Noregi • Konungur bannar öllum hirðmönnum sínum að fara til Íslands • Snorri fór samt heim og treysti því að brátt yrði konungi steypt af stóli • Konungur leit því á Snorra sem svikara • Skrifaði Gissuri hirðmanni sínum að reka Snorra út til Noregs eða drepa hann • Gissur drap Snorra 1241 í Reykholti
Þórður kakali bróðir Sturlu kom heim 1242 • Hafði verið í Noregi þegar Örlygsstaðabardagi var háður • Fór í stríð við drápsmenn bróður síns og föður • Þeir Gissur fara út til konungs og láta hann skera út um sín mál • Konungur sendir Þórð aftur til Íslands sem sinn erindreka • Þórður kakali einráður á Íslandi – ekkert gekk í erindum konungs • Konungur gefst upp á Þórði og sendir Gissur af stað • Fylgismenn Þórðar kakala reyna að brenna Gissur inni – Flugumýrarbrenna 1253 • Gissuri tókst að fá Íslendinga til að gangast Noregskonungi á hönd – Norðlendingafjórðungur og sunnlendingafjórðungur vestan Þjórsár 1262 • Höfðingjar hinna fjórðunganna mættu ekki til Alþingis – vissu hvað stóð til • Vestfirðingar bættust í hópinn á þingi sem haldið var á heimleið frá Alþingi • 1264 var allt landið komið undir stjórn konungs – Gamli sáttmáli
Héraðsríki • Myndun héraðsríkja olli því að stjórnskipanin gekk úr skorðum og valdajafnvægið raskaðist. • Tímabilið 1220-1262 einkenndist af tvennu: a) af valdabaráttu höfðingja landsins b) ásælni Noregskonungs –Hákonar gamla • Að lokum náði Noregskonungur völdum á Íslandi. • Þjóðveldið leið undir lok 1262/4