1 / 8

Sjálfstætt fólk

Sjálfstætt fólk. Samantekt á síðustu köflum 4. bókar. 70. kafli. Fjallkóngurinn missti jörðina sína. Hann hafði tekið há lán í Þjóðbankanum(undir stjórn Ingólfs Arnarsonar) til að byggja hús, stóð ekki undir afborgunum lána svo hann varð að selja hana.

holden
Download Presentation

Sjálfstætt fólk

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sjálfstætt fólk Samantekt á síðustu köflum 4. bókar

  2. 70. kafli • Fjallkóngurinn missti jörðina sína. Hann hafði tekið há lán í Þjóðbankanum(undir stjórn Ingólfs Arnarsonar) til að byggja hús, stóð ekki undir afborgunum lána svo hann varð að selja hana. • Afurðir bænda féllu í verði á erlendum mörkuðum; Bjartur skuldaði nokkuð vegna húsbyggingar og þurfti að láta stóran hluta fjár síns upp í skuldir við sparisjóðinn.

  3. Nýr kaupfélagsstjóri segir bókhald þess gamla í óreiðu. Hann segir bændur stórskulduga og skammtar Bjarti vörur með tilliti til skulda hans og kaupgetu. Bjartur er í skuldafangelsi hjá sparisjóðnum og versluninni.

  4. 72.kafli • Hugsjónir Ingólfs Arnarsonar gerbreyta aðstæðum ,,bænda”, einkum þó þeirra sem hafa fjármálavit. Lánadeild bænda í Þjóðbankanum veitir hagstæð lán til bygginga og kaupa á landbúnaðartækjum og til að bylta búskaparháttum. Þetta gera t.d. hreppstjórinn og sá sem keypti jörð fjallkóngsins.

  5. Þórir á Gilteigi hélt jörð sinni, fékk embætti fjallkóngs, hundahreinsunarmanns og meðhjálpara. Hann skuldaði ekki vegna húsbygginga og dætur hans og barnabörn unnu á búinu svo ekki þurfti að kaupa að vinnukraft.

  6. Ólafur í Ystadal hafði keypt jörðina í stríðinu en ekki byggt. • Hrollaugur á Keldum hafði keypt kotið sem hann leigði og átti erfitt með að greiða hreppstjóranum af láninu. • Einar í Undirhlíð var skuldugur fyrir stríð, hafði ekki keypt jörð eða byggt og skuldir hans jukust aftur eftir stríðið.

  7. Framfarirnar í sveitunum sem Ingólfur Arnarson boðaði urðu ekki hjá fátækum bændum. Það eru aðeins ríkir bændur sem gátu tekið lán og notið þeirra styrkja sem boðnir voru. ,,Að vera fátækur bóndi er fólgið í því að fá aldrei notið þeirra fríðinda sem stjórnmálamennirnir bjóða eða lofa, og vera ofurseldur þeim hugsjónum sem aðeins gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari” (bls.499)

  8. Skuldir Bjarts vaxa og fé hans dugir ekki lengur fyrir rekstri heimilisins. Hann reynir að semja við sparisjóðinn um greiðslu skuldanna en tekst ekki. Sparisjóðurinn er sameinaður Þjóðbankanum og Sumarhús svo boðin upp vegna skulda Bjarts. Hann fer í Urðarsel með það sem eftir lifir af skepnum og mönnum.

More Related