240 likes | 384 Views
Heilsusamleg matvæli af heimaslóðum. Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir Lektor í næringarfræði Kennaraháskóla Íslands. Hvert skal stefna í matvælaframleiðslu á Íslandi?. Hvaða möguleika höfum við? Hver er sérstaða landsins? Hefðir → vörur sem ekki fást annars staðar
E N D
Heilsusamleg matvæli af heimaslóðum Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir Lektor í næringarfræði Kennaraháskóla Íslands
Hvert skal stefna í matvælaframleiðslu á Íslandi? • Hvaða möguleika höfum við? • Hver er sérstaða landsins? • Hefðir → vörur sem ekki fást annars staðar • Hreinleiki → ímynd landsins • Hollusta • Hæfni → sértæk þekking • Matvælaframleiðsla snýst um fleira en að metta svanga munna. ASÓ 2006
Norræn matargerð - Nýsköpunarverkefni • Norræna nýsköpunarmiðstöðin hefur ákveðið að styðja þróun og nýsköpun í matargerð sem byggir á norrænu hráefni, hefðum og menningu. • Sérstaklega er leitast við að styrkja samstarf á milli aðila innan matvæla-, ferðamála- og afþreyingariðnaðarins. http://www.nordicinnovation.net Íslenskar upplýsingar af vef Rannís
frh. • Norðurlöndin eru þekkt fyrir hreinleika, ferskleika og einfaldleika. • Alþjóðlega er stóraukin áhugi á meðal neytenda og aðila í veitingaiðnaði á mat með þessum eiginleikum sem opnar möguleika á nýjum mörkuðum. • Norræn matvælaframleiðsla er í mörgum tilfellum svæðisbundin og í litlu magni. Þetta er styrkur en um leið veikleiki. • Vilji til að auka samkeppnishæfni sem byggir á sérstöðu landanna - svæðisbundna verðmætasköpun. ASÓ 2006
Matur og menning – fara saman • Matarmenning hvers lands er líklega einn sá sterkasti þáttur sem tengist ímynd landsins ásamt náttúrunni! ASÓ 2006
Matarsetur félagsins Matur-Saga-Menning • Tilgangur félagsins er að efla þekkingu á íslenskum mat og vekja áhuga á þeim menningararfi sem felst í matarhefðum. • Á heimasíðu félagsins er bent á að mikill og almennur áhugi ríki á þjóðlegri matargerð um þessar mundir... • ...og að enn sem komið er hafi íslenskri matarmenningu ekki verið gerð nógu góð skil. www.matarsetur.is Meðal styrktaraðila Matarsetursins eru Bændasamtök Íslands. ASÓ 2006
Hlutverk Matarseturs • kynna íslensk matvæli, hráefni, geymsluaðferðir og matargerð • sýna áhöld, gripi og annað sem mótaði íslenska matarhefð • sýningar, kynningar og fræðslufundir um íslenskan mat í nútíð og fortíð • vettvangur til að kynna nýjungar í matvælaframleiðslu úr íslensku hráefni • þekkingarmiðstöð um íslenskan mat og hefðir • viðkomustaður (ísl + erl) – smakk o.fl. ASÓ 2006
Hreint skal það vera! • Íslensk náttúra ber ímynd hreinleikans. • Hreinleiki íslenska vatnsins. • Hreinleikinn er í sjálfu sér söluvara. ASÓ 2006
Hreinleiki íslenskra landbúnaðarafurða • Verkefni hjá Matra/ITI 2000-2001. • Styrkur ólífrænna snefilefna, þrávirkra lífrænna efna og geislavirkra efna með því lægsta sem mælist í nálægum löndum. • Lítil notkun á þrávirkum efnum hér á landi en þó berst eitthvað hingað með loftstraumum og greinist því í íslensku vistkerfi. ASÓ 2006
Ný verkefni – ný mið • EuroFIR – evrópskt verkefni um gagnagrunna fyrir efnainnihald matvæla • Þar fer m.a. fram vinna við matarhefðir og lífvirk efni sem getur varpað ljósi á sérstöðu íslenskra matvæla • er matur af heimaslóðum etv hið mesta heilsufæði? ASÓ 2006
Sérstaða íslensku mjólkurinnar • Rannsóknir og þróunarstarf RÍN* • Prótein sem talin eru geta valdið sykursýki eru í minna magni í íslenskri kúamjólk en í mjólk stórra erlendra kúakynja. • Prótein tengd ofnæmi eru einnig í minna mæli • Fitusýrusamsetningin er æskilegri en í erlendri mjólk (meira af ómega-3 og CLA) Rannsóknastofa í næringarfræði við HÍ og LSH ASÓ 2006
Íslenskir neytendur kjósa íslenskar vörur • Dæmi: Grænmetið sem fólkið vill. • Tómataframleiðsla hefur aukist eftir að tollavernd var lögð af, úr 900 tonnum árlega í 1500 tonn. • Það sýnir glögglega mikilvæga ímynd íslensku sérstöðunnar að sumt innflutt grænmeti hefur verið merkt sem íslenskt þótt vörunni sé aðeins pakkað hér – til að viðhalda og varðveita ímyndina þarf að gæta þess að slíkir siðir séu ekki viðhafðir. ASÓ 2006
Íslenskt grænmeti er einstakt • Grænmeti ræktað á norðlægum slóðum getur haft aðra samsetningu en það sem ræktar er sunnar á hnettinum • hægur vöxtur í langan tíma gæti aukið styrk heilsusamlegra virkra efna í jurtunum • Önnur áhrif draga þó úr þessari myndun • lítið sólarljós • lágt hitastig ASÓ 2006
frh. • Í skýrslu MATRA 2001 kemur fram • ekki minna β-karóten í íslenskum gulrótum en innfluttum • lýkópen í tómötum jafnvel heldur meira ef ísl. • lítil þörf á varnarefnum því færri skordýr og skaðvaldar Lífræn ræktun “grænmetis verksmiðjur” Virk efni í grænmeti og ávöxtum. Ólafur Reykdal, 2001. ASÓ 2006
Lífræn ræktun og lífrænn landbúnaður • Einn af þeim jákvæðu möguleikum sem landbúnaðinum býðst til að nýta möguleika Íslands í að þróa verðmeiri gæðavöru fyrir innanlands og etv einnig heimsmarkað. • Ekki síst eru tækifæri í að byggja á vistvænni framleiðslu ef hlúð er að náttúru Íslands. • Markaður fyrir lífrænar afurðir í vexti • >10 % af landbúnaðarframleiðslunni í Austurríki og Svíþjóð. • Spáð hraðri þróun vegna eftirspurnar neytenda • Breytingar í landbúnaðarstefnu ýmissa landa, ekki síst í Evrópusambandinu, sýna að stefnt er að áframhaldandi eflingu lífrænna búskaparhátta. • Etv besta leiðin til að hlúa að vistvernd að velja íslenskt! www.bondi.is ASÓ 2006
“Öflugur matvælaiðnaður í stöðugri framþróun” • Árlegur matvæladagur Matvæla- og næringarfræðingafélags Íslands • Erindin spönnuðu hín víðustu svið íslenskrar matvælaframleiðslu, s.s. mjólkuriðnað, brauðgerð, sjávarútveg, grænmetisrækt sælgætisgerð og lýsisframleiðslu • ljóst að mikil gróska er í matvælaiðnaði hér á landi • mikið verðmæti býr í fólkinu og þekkingunni sem býr að baki ekki síður en afurðunum. ASÓ 2006
Sélkeramenning • Dæmi: Food and fun hátíðin • Gott fyrir • Ferðaþjónustu • ímynd landsins • Útrásarmöguleika • Grunnurinn er þekking Íslendinga á mörgum afbrigðum ,,gourmet” eða nautnamenningar og markaðssetningar. ASÓ 2006
Framtíð íslensks landbúnaðar • Ekki bara hráefnið • íslenskar aðstæður • þekking til að markaðssetja einstæða vöru • Sérvörur með ákveðnum gæðastimpli fyrir innlendan og erlendan markað • Sérfræðiþekkingu tengda framleiðslunni ASÓ 2006
Áhersla á gæðin! • Aukin verðmæti í að leggja áherslu á • Gæði • Hollustu • Hærra verð sem neytendur vilja þó greiða • Hollustan vegur þyngra en verðið Hugsanlega leið til sparnaðar....Meiri gæði minni mat? ASÓ 2006
Skiptir það þig máli að maturinn sé hollur? Landskönnun 2002, Lýðheilsustöð. ASÓ 2006
Skiptir það þig máli að maturinn sé ódýr? Landskönnun 2002, Lýðheilsustöð. ASÓ 2006
Burt frá skyndibita og “skyndiiðnaði” • Slow Food samtökin (1986) eru alþjóðleg hreyfing um matarmenningu. • Vegsama fjölbreytni og sjálfbærni. • Berst gegn verksmiðjubúskap og einhæfni í framleiðslu og dreifingu matvæla. ASÓ 2006
Matvælaöryggi • Matvælaframleiðsla hérlendis er upp að vissu marki nauðsynleg öryggisins vegna • Dæmi: Chernobyl • Fuglaflensa eða aðrir vágestir geta valdið innflutningshöftum. ASÓ 2006
Hvað vilt þú sjá á diskinum þínum í framtíðinni? • Sérstaða okkar með tilliti til legu landsins, hráefnis og þekkingar vegur þungt • Tækifærin eru mörg – það þarf bara að opna augun fyrir þeim • Stuðlum að hollustu og gæðum af heimaslóðum! ASÓ 2006