1 / 12

Krónan í hæstu hæðum – hvað er til ráða?

Krónan í hæstu hæðum – hvað er til ráða?. LÍÚ 28. október 2005 Sigurjón Þ. Árnason Bankastjóri Landsbankans. Núverandi staða er óásættanleg. Styrking krónunnar er komin langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist

hovan
Download Presentation

Krónan í hæstu hæðum – hvað er til ráða?

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Krónan í hæstu hæðum – hvað er til ráða? LÍÚ 28. október 2005 Sigurjón Þ. ÁrnasonBankastjóri Landsbankans

  2. Núverandi staða er óásættanleg • Styrking krónunnar er komin langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist • Við erum nú að upplifa yfirskot í gengismálum sem er álíka umfangsmikið og á árunum 2001-2002 með öfugum formerkjum • Sveiflur af þessari stærðargráðu eru of miklar og ekki til þess fallnar að skapa stöðugleika • Það er hlutverk efnahagsstefnunar að skapa stöðugleika, sem aftur skapar hagvöxt og þar með bætt lífskjör • Eitthvað hlýtur að vera óeðlilegt við efnahagsstjórn sem leitt hefur til þessarar niðurstöðu Gengisvísitala krónunnar 2001-2005 Mat Landsbankans á jafnvægisgengi Heimild: Seðlabanki Íslands, Greiningardeild Landsbankans

  3. Mælikvarðinn á stöðugleika er allt of þröngur • Stöðugleiki í efnahagsmálum er almennt talinn líklegasta umhverfið til að skapa sem mestan og jafnastan hagvöxt og þar með efnahagslega velferð • Efnahagsstöðugleikinn er því fyrst og fremst leið að lokamarkmiðinu og verðbólgan ein af þeim lykilbreytum sem skipta máli • Lág og stöðug verðbólga er notuð sem skilgreining á efnahagslegum stöðugleika • Með því að horfa eingöngu á verðbólguna og nota einungis vexti til að halda verðbólgunni í skefjum hefur skapast gífurlegt álag til hækkunar á gengi krónunnar • Gríðarlegar sveiflur í gengi krónunnar eru ekki stöðugleiki • Spennan sem þetta veldur í útflutnings- og samkeppnisgreinum getur hreinlega unnið gegn stöðugleikanum til lengri tíma • Með því að hækka vexti endalaust til að slá á verðbólgu, sem við íslenskar aðstæður þýðir að krónan styrkist og styrkist, er í raun hætta á því að í stað þess að skapa stöðugleika snúist lækningin upp í andhverfu sína • Hættan er sú, að lækningin gangi að sjúklingnum dauðum. Það er ekki góð læknisfræði

  4. Hefur Seðlabankinn gengið of langt ? • Sú verðbólga sem bankinn er að kljást við er að hluta til vegna varanlegrar hliðrunar á verðlagi á fasteignum og er því að mörgu leyti af öðrum toga en venjuleg verðbólga • Seðlabankinn hefur lagt of mikla áherslu á að beita stýrivöxtum til þess að ná niður “verðbólgunni” og skapa þannig stöðugleika • Seðlabankanum er hins vegar vorkunn, því þegar ríkið hefur ákveðið: • að setja stóriðjuframkvæmdir á fulla ferð • lækka skatta og • umbylta húsnæðislánakerfinu liggur alveg ljóst fyrir að Seðlabankann á engan séns á að ráða einn við verðbólguna og þá er hættan á því að hann gangi svo langt við hækkun vaxta að valdi skaða til langframa Verðbólga – mikil eða lítil ?

  5. Hefur Seðlabankinn gengið of langt ?... frh • Í umræðunni um peningastjórnina og hagstjórnarvandann tala menn oft eins og að það skipti einu hvort stýrivaxtahækkanir Seðlabankans virki í gegnum markaðsvexti eða gengi krónunnar • Þetta er ekki rétt, ef markmiðið er hagvöxtur og almenn velferð • Þegar hækkun stýrivaxta hefur áhrif á markaðsvexti þá bremsa þeir nýfjárfestingar, draga úr einkaneyslu og auka sparnað - áhrifin eru í núinu og í allra nánustu framtíð • Þegar hækkun stýrivaxta hefur megináhrif á gengi krónunnar bremsa þær ekki aðeins nýfjárfestingar heldur eyðileggja arðsemi núverandi fyrirtækja, hratt og örugglega. Áhrifin eru því í núinu og til langrar framtíðar • Þessi áhrif geta verið kostnaðarsöm fyrir hagkerfið og haft skaðleg langtímaáhrif • Fyrirtæki eru þvinguð til að flytja starfsemi úr landi, sem kemur ekki sjálfkrafa til baka þótt aðstæður breytist til batnaðar síðar meir • Það er mjög kostnaðarsamt að vinna upp tapaða markaðshlutdeild, t.d. í ferðaþjónustu • Það er einfaldlega ekki hægt að kveikja og slökkva á fyrirtækjum þegar á þarf að halda

  6. Hefur Seðlabankinn gengið of langt ?... frh • Mikil erlend lántaka og víðtæk verðtrygging hér á landi valda því að stýrivextir virka fyrst og fremst í gegn um gengi krónunnar • Áhugi erlendra fjárfesta á íslensku krónunni, sem þegar hafa fjárfest fyrir 100 milljarða á tveimur mánuðum, eykur enn á þessi áhrif • Það hefur því sérstaklega slæm áhrif hér á landi að beita einungis stýrivöxtum • Við þetta bætist að íslenska hagkerfið er “opnara” en flest önnur, því að virðisauki útflutningsgreinanna er svo stór hluti af landsframleiðslunni • Í raun og veru rennur manni í grun að hreint verðbólgumarkmið sé “hannað” fyrir lönd þar sem vaxtamarkaður er mun virkari og virðisauki útflutningsgreina minna hlutfall af landsframleiðslu

  7. Ríkið getur ekki verið stikk frí • Það eru langtímahagsmunir íslensks efnahagslífs að trúverðugleiki stjórnvalda varðveitist • Einungis með þeim hætti getum við tryggt að samkeppnisskilyrði íslenskra fyrirtækja og lífskjör íslenskra heimila verði sambærileg og í nágrannalöndunum • Trúverðugleiki og efnahagslegur stöðugleiki er t.d. forsenda þess að við náum íslenskum vöxtum niður á alþjóðlegt stig til langframa • Við eigum því að líta á efnahagslegan stöðugleika (og trúverðugleikann) sem “eign” sem þarf að varðveita og það er skylda stjórnvalda að kasta honum ekki fyrir róða • Þetta verður stöðugt mikilvægara eftir því sem íslenskt efnahagslíf verður samofnara alþjóðlegum mörkuðum (fjármálamörkuðum, vinnumarkaði og vörumarkaði) • Efnahagsstefnan í heild sinni verður að taka mið af þessu og ríkið getur ekki vikið sér undan ábyrgð í þessu efni • Það er ekki ábyrgt að lækka skatta og umbylta húsnæðislánakerfinu á sama tíma og stjórnvöld standa fyrir stærstu framkvæmdum síðari tíma. • Það þurfa fleiri að sýna ábyrgð, t.d. bæði fjármálastofnanir og aðilar vinnumarkaðarins

  8. Lausnir fyrir sjávarútveginn • Það eru ekki til neinar töfralausnir á þeim vanda sem sjávarútvegurinn stendur nú frammi fyrir. Gengi krónunnar ræðst á frjálsum markaði þar sem framlag sjávarútvegs er einungis einn af mörgum þáttum sem ráða niðurstöðunni • Fjármálafyrirtækin geta boðið upp á vissa þjónustu sem getur gagnast útflutningsfyrirtækjum og það er mikilvægt að fyrirtæki í greininni nýti sér hana til fulls • Eðlilegt er að sjávarútvegsfyrirtæki hugi að því hvort þeim henti betur að færa bókhaldi sitt í erlendri mynt í því skyni að draga úr áhrifum gengissveiflna á skattalega afkomu • Mikilvægt er að fyrirtækin nýti sér alla þá möguleika sem eru til hagræðingar. Vaxandi spenna á vinnumarkaði getur létt undir með fyritækjum hvað þetta varðar • Hin endanlega lausn hlýtur að felast í því að eðlileg rekstrarskilyrði skapist á nýjan leik. Sú krafa snýr fyrst og fremst að stjórnvöldum

  9. Ógnarjafnvægi í efnahagsmálum • Íslenskt efnahagslíf einkennist af miklu ójafnvægi: • Mikill og vaxandi viðskiptahalli, • of sterk króna og vaxandi verðbólga, • spenna á vinnumarkaði, • gífurleg hækkun fasteignaverðs og • mikill útlánavöxtur í bankakerfinu • Í því ljósi er full þörf á því að beita aðhaldsamri efnahagsstjórn • Stóra spurningin er, með hvaða hætti hægt sé að vinda ofan af þeirri þeirri stöðu sem við erum komin í á sem skemmstum tíma • Lykillinn að lausn er falinn í samspili þriggja mikilvægra markaða • Fasteignamarkaðar • Gjaldeyrismarkaðar • Vinnumarkaðar

  10. Fasteignamarkaðurinn er í lykilhlutverki • Miklar líkur eru á því að hækkunum fasteignaverðs linni fljótlega, eins og nýjustu tölur virðast staðfesta. • Hækkandi langtímavextir og mikið framboð nýbygginga skiptir hér sköpum • Betra jafnvægi á fasteignamarkaði er að okkar mati forsenda þess að hagkerfið geti náð mjúkri lendingu • Landsbankinn hefur gengið á undan og þegar lækkað veðhlutfall í 80% í varúðarskyni til þess að draga úr áhættu bankans og viðskiptavina • Í núverandi stöðu eru frekari verðhækkanir í raun skaðlegri en lítilsháttar verðlækkanir • Breyting Íbúðalánasjóðs í heildsölubanka er mikilvægur hluti af lausninni • Minni þensla á fasteignamarkaði hefur margvísleg áhrif • Dregur úr eftirspurn eftir íbúarhúsnæðis • Dregur úr þennslu í byggingariðnaði • Minni hvati til endurfjármögnunar fasteignalána og þar með minni einkaneysla • Minni verðbólga • Forsendur skapast fyrir lækkandi stýrivöxtum

  11. Gjaldeyrismarkaður og vinnumarkaður í lykilhlutverkum • Seðlabankinn þarf augljóslega að búa yfir stærri gjaldeyrisvarasjóði nú þegar erlendir fjárfestar hafa tekið stöðu í kónunni í stórum stíl. Gjaldeyriskaup eru því æskileg og til þess fallin að draga úr styrkingu krónunnar • Það er hinsvegar mikilvægt að hindra að peningamagn í umferð aukist ekki af þessum sökum • Mjög mikilvægt er að aðilar vinnumarkaðarins nái saman um endurskoðun kjarasamninga í nóvember • Stjórnvöld verða að skapa hvata til að svo geti farið • Mjög mikilvægt er að viðhalda þeim sveigjanleika sem þróast hefur á vinnumarkaði á síðustu árum • Félagsleg undirboð eiga auðvitað ekki að líðast, en að öðru leyti er mikilvægt er að aðflutningur vinnuafls sé greiður • Hér skiptir EES samningurinn mjög miklu máli og tryggir að ekki er hægt að takmarka aðflutning vinnuafls innan svæðisins • Á endanum verða allir að axla sína ábyrð bæði stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins og fjármálafyrirtækin

  12. Samantekt • Við erum í slæmri stöðu, með of sterkt gengi, of háa vexti sem erlendir aðilar nýta sér og styrkja krónuna enn meira • Stöðugleiki í gengismálum er ekki síður mikilvægur en lág verðbólga til að tryggja jafnvægi í efnahagslífinu • Staðan nú er óþolandi og við þurfum að komast út úr henni sem fyrst • Finna framtíðarlausn á fyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs • Seðlabanki kaupi gjaldeyri til að byggja upp forða • Seðlabankinn á að gefa til kynna að vaxtahækkunum séu takmörk sett • Aðilar vinnumarkaðarins verða að ná samkomulagi um framlengingu núverandi kjarasamninga. Ríkið á að koma að því, ef þess þarf • Fresta á skattalækkunum og/eða grípa til aðgerða sem auka sparnað í þjóðfélaginu í því skyni að draga úr neyslu • Það sem mestu máli skiptir er að allir vinni saman og þá fyrst og fremst að ríki og Seðlabanki vinni í takt

More Related