180 likes | 366 Views
Díoxín í matvælum á Íslandi. Kjartan Hreinsson sérgreinadýralæknir. Maí 2011. Helstu leiðir díoxíns í matvæli. Yfir 90% með menguðu fóðri. Algengast í kjarnfóðri, berst með mengaðri fitu. Erlend tilfelli þess vegna víðtæk, þúsundir bóndabýla. Algengast í svína- og kjúklingaeldi.
E N D
Díoxín í matvælum á Íslandi Kjartan Hreinsson sérgreinadýralæknir Maí 2011
Helstu leiðir díoxíns í matvæli • Yfir 90% með menguðu fóðri. • Algengast í kjarnfóðri, berst með mengaðri fitu. • Erlend tilfelli þess vegna víðtæk, þúsundir bóndabýla. • Algengast í svína- og kjúklingaeldi. • Berst einnig með ryki á gróður, í jarðveg ofl. • Varðveitist í heyforða, en skolast hugsanlega af plöntum. • Berst lítið með innöndun eða vatni.
Helstu leiðir díoxíns í matvæli frh. • Dýr hafa mismunandi beitarhegðun og því getur upptaka verið mismunandi. • Hross bíta nær sverði en jórturdýr. • Efsta lag jarðvegs oft mengað. • Laus jarðvegur getur skapað endurmengun á beit. • Efnin varðveitast (þrávirk)í áratugi í jarðvegi. • Upptaka gegnum rótarkerfi plantna ósennileg. • Dýrin geyma mest allt sem étið er með fóðri.
Aðskotaefnaáætlun og sýnatökur • Sýni tekin árlega skv. áætlun, díoxínlík PCB. • Tekin og rannsökuð skv. relugerðum EB • Niðurstöðum skilað árlega og áætlun f. næsta ár lögð fram. Ekki fengið athugasemdir. • Rannsökuð mjólk (12), slátursýni(12) eldisfiskur (3).Einnig rannsökuð varnarefni. • Reynt að taka mið af heildarframleiðslu á landinu. • Niðurstöður algjörlega innan allra marka.
Viðbrögð við mengun • Stuðst er við áætlun sem er til fyrir hættuleg matvæli. • Þessari áætlun var fylgt að mestu leyti. • Áætlunin þarfnast endurskoðunar vegna ma. breyttrar verkaskiptingar stofnana. • Samráð allra aðila er mikilvægast.
Aðdragandi • Díoxín greindist yfir leyfilegum mörkum í mjólk frá bóndabýli í Engidal • Sýni tekið að frumkvæði MS. • MS lætur MAST strax vita sem hefur samband við UST, sóttvarnarlækni ofl.
Aðgerðir Matvælastofnunar • Bann við dreifingu búfjárafurða frá Skutulsfirði (sölu á mjólk og slátrun búfjár ) • Sýnataka af mjólk, kjöti og heyi • Mjólk frá Engidal og mjólkurbýlum í aðliggjandi fjörðum • Kjöt frá bændunum sjálfum • Tilkynnt öðrum stofnunum
Niðurstaða úr sýnum • Mjólk • Engidalur yfir viðmiðunarmörkum • Önnur mjólkursýni langt undir viðmiðunarmörkum • Nautakjöt • Annað sýnið yfir mörkum en hitt rétt undir mörkum • Lambakjöt • Tvö sýni eðlileg • Tvö sýni lítilsháttar hækkun • Sjö sýni töluverð hækkun þar af eitt yfir mörkum • Hey við viðmiðunarmörk
Aðgerðir Matvælastofnunar • Beint til sláturleyfishafa og kjötvinnslu fyrirtækja að rekja hvort enn væri kjöt á markaði og innkalla það. • 1.5 tonn innanlands og 5 tonn flutt til Englands og Spánar. • Einnig innkallað nautakjöt hérlendis. • Innköllun gekk yfirleitt vel. • Reynir á rekjanleikakerfi fyrirtækja og mikilvægi þeirra.
Aðgerðir Matvælastofnunar frh • Fundur með búfjáreigendum í Skutulsfirðí • Sérfræðingahópur • Fulltrúar frá Matvælastofnun, Rannsóknastofu í næringarfræði, Landbúnaðarháskólanum ,Nýsköpunarmiðstöð og Bændasamtökum Íslands. • Greina hvaða leiðir koma til greina varðandi búfjárhald og nýtingu búfjárafurða í Skutulsfirði • Nýting berja, fugla, eggja etc. • Sýnataka og eftirlit • Aukin sýnataka í nágrenni sorpbrennslustöðva, hefur farið fram.
Leiðir framundan • Dýr sem hafa tekið í sig díoxín losna ekki við það nema mjólkandi dýr sem skilja það út með mjólkinni. • Þess vegna ekki unnt að nýta mjólk og kjöt af dýrum þegar mengunin er komin upp fyrir ákveðin mörk. • Ber eru væntanlega menguð á yfirborði og dioxínið skolast af í rigningu. • Eftir er að rannsaka villt dýr og fugla • Skýrsla sérfræðingahóps á næstu dögum.
Niðurstöður sérfræðingahóps Búfé í Efri Engidal er líklega töluvert mengað, svo og afurðir. Búfé frístundabænda er líklega töluvert mengað, svo og afurðir. Fóður fyrir búfé fengið í Engidal er líklega töluvert mengað. Nautgripaafurðir frá Efri Engidal eigi ekki að fara á markað og hafi ekki átt að fara á markað.
Niðurstöður lambakjöt ,,Þar sem sterklega má gera ráð fyrir að styrkur díoxíns í því sauðfé sem nú er á fæti sé a.m.k ekki lægri en það sem núverandi mælingar sýna og að lömb að vori muni þvi verða fyrir útseytingu vegna hækkaðra gilda í mjólk, þá er ljóst að viðamiklar mælingar þurfa að fara fram ef koma á að fullu í veg fyrir að kjöt yfir viðmiðunarmörkum fari á markað frá Skutulsfirði.”
Niðurstöður sérfræðingahóps, aðgerðir Bægja þarf aðkomufénaði frá Engidal. Heyskapur mun minnka álag díoxína á landið, en heyinu ætti að farga. Gera þarf ítarlegar rannsóknir á jarðvegi. Taka þarf sýni af villtum fiski í sumar. Huga þarf að sýnatöku á rjúpu og berjum fyrir veiðitíma / uppskeru. Hreinsa þarf öll gripahús, hlöður og fóðurgeymslur vandlega.
Gagnrýni á Matvælastofnun Aðgerðir ómarkvissar og vantaði festu Vantaði aðgerðaáætlun Sýnatöku ábótavant / of fá sýni Óþarfi að innkalla kjötið Fyrirskipaði ekki förgun bústofns Upplýsingamiðlun of fljótt / seint / of lítil
Hvað getum við lært af þessu Uppfæra viðbragðsáætlanir Reka betur á eftir sláturleyfishafa að útvega strax nákvæmar upplýsinga / gögn um afurðir sem gætu hafa mengast. Kynna fyrirtækjum betur ábyrgð þeirra og skyldur varðandi upplýsingagjöf og innköllun matvæla Senda sem allra fyrst RASFF tilkynningu