1 / 5

Um bókmenntir Tími

Um bókmenntir Tími. Tími er einn af grundvallarþáttum frásagna. Ytri tími : Hvenær þeir atburðir gerast sem greint er frá samkvæmt almanakstíma. Innri tími (sögutími): Sá tími sem líður innan takmarka verksins frá upphafi þess til enda. Lestrartími: Sá tími sem lestur verksins tekur.

ianna
Download Presentation

Um bókmenntir Tími

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Um bókmenntirTími Tími er einn af grundvallarþáttum frásagna. • Ytri tími: Hvenær þeir atburðir gerast sem greint er frá samkvæmt almanakstíma. • Innri tími (sögutími): Sá tími sem líður innan takmarka verksins frá upphafi þess til enda. • Lestrartími: Sá tími sem lestur verksins tekur. • Frásagnartími: Hvenær höfundur hugsar sér að verkið verði til og fjarlægð þess sem söguna segir frá atburðum. • Skrásetningartími: Hvenær höfundur færir verkið í letur. Málbjörg / SKS

  2. Um bókmenntirUmhverfi og sögusvið Umhverfi: Allar ytri aðstæður, náttúrulegar, félagslegar og menningarlegar. Sögusvið: Vettvangur sem saga gerist á, umhverfi sem persónurnar hrærast í. Sögusvið er t.d.: • Lýsingar á landslagi, hýbýlum og öðrum ytri aðstæðum. • Tímabundnar aðstæður, s.s. sögulegur tími viðburða, árstíðir, veðurfar o.s.frv. • Lifnaðarhættir og störf persóna. • Félagslegt umhverfi, s.s. pólitískt, fjárhagslegt, trúarlegt eða siðferðilegt. Málbjörg / SKS

  3. Um bókmenntir Hlutlægni og huglægni Í frásögn er um tvær leiðir að velja; hlutlæga og huglæga. Hlutlæg lýsing eða frásögn leggur áherslu á staðreyndir. • Markmið hlutlægrar frásagnar er að fræða og veita upplýsingar. Miklu máli skiptir að segja einungis frá staðreyndum. Huglæg lýsing eða frásögn felur í sér tilfinningaleg viðhorf og dóma. Dæmi: Mér finnst . . . • Markmið huglægrar frásagnar er að tjá afstöðu mælanda og höfundar og hafa um leið áhrif á viðmælanda Málbjörg / SKS

  4. Um bókmenntirPersónusköpun og mannlýsingar Persónusköpun er meginatriði í skáldskap. Tvær helstu leiðir við persónusköpun eru: • Bein lýsing • Óbein lýsing Meginmunur á beinum og óbeinum lýsingum: • Beinum lýsingum er tekið sem staðreyndum. • Af óbeinum lýsingum eru dregnar ályktanir og sköpuð heildarmynd af persónunni. Málbjörg / SKS

  5. Um bókmenntir Bein og óbein lýsing persóna Bein lýsing • Höfundur eða sögumaður lýsir persónum beint; ytra útliti, atgervi, hátterni og jafnvel innræti. Dæmi:Gunnvör var alltaf í skærum fötum, hló mikið og var yfirleitt í góðu skapi. Hún var skemmtileg og góð manneskja. Óbein lýsing • Framkoma persóna og hegðun, orð þeirra og athafnir, misræmi eða samræmi milli þess sem þær segja og gera. • Viðhorf og umsagnir annarra. • Hvernig ytri atburðir eða hughrif orka á persónuna, t.d. í einræðum og hugsuðu tali Málbjörg / SKS

More Related