90 likes | 886 Views
Blóðrásin. Mannslíkaminn 3.kafli. Blóðrásarkerfið. Flytur súrefni og næringarefni til frumna líkamans Losar frumur líkamans við koltvíoxíð og önnur úrgangsefni Er samsett úr hjarta , slagæðum , bláæðum og háræðum. Hjartað. Hjartað situr á milli lungnanna og er holur vöðvi með 4 hólfum:
E N D
Blóðrásin Mannslíkaminn 3.kafli
Blóðrásarkerfið • Flytur súrefni og næringarefni til frumna líkamans • Losar frumur líkamans við koltvíoxíð og önnur úrgangsefni • Er samsett úr hjarta, slagæðum, bláæðum og háræðum
Hjartað • Hjartað situr á milli lungnanna og er holur vöðvi með 4 hólfum: • Hægri gátt – tekur við súrefnissnauðu blóði frá líkamanum • Hægra hvolf (slegill)– dælir súrefnissnauðu blóði til lungnanna • Vinstri gátt – tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum • Vinstra hvolf (slegill) - dælir súrefnisríku blóði út til líkamans
Blóðrásarkerfið • Litla hringrásin: • Hægra hvolf hjartans • Lungnaslagæðar • Lungnaháræðar • Lungnabláæðar • Vinstri gátt hjartans • Stóra hringrásin: • Vinstra hvolf hjartans • Ósæð (stærsta æð líkamans) • Slagæðar • Háræðar • Bláæðar • Holæðar • Hægri gátt hjartans
Hjartalokurnar • Hjartalokur koma í veg fyrir að blóð flæði frá hvolfum upp í gáttir. • Slagæðalokur koma í veg fyrir að blóð flæði úr stóru slagæðunum og aftur ofan í hvolfin. • Sérhæfðar vöðvafrumur stjórna samdrætti hjartans. 2 2 3 1 1 Ef við hlustum á hjartað með hlustpípu heyrum við tvö hjartahljóð. Fyrst heyrum við þegar hjartalokurnar skella aftur og síðan þegar slagæðalokurnar skella aftur.
Hjartað • Hjartað slær um 70 – 200 sinnum á mínútu, fer eftir áreynslu og þjálfun hjartans. • Hver hjartsláttur finnst sem púls eða æðasláttur á úlnlið eða á hálsi. • Hjartað hvílist aldrei. Kransæðar liggja um hjartavöðvann og sjá honum stöðugt fyrir næringu og súrefni. • Blóðþrýstingur í æðum ræðst af þrennu: • Hversu hratt hjartað slær • Hve miklu blóði er dælt út í hverju hjartaslagi • Viðnáminu í æðum líkamans • Mestur er blóðþrýstingurinn í ósæðinni en minnstur í bláæðum. Til að blóð komist frá neðri hluta líkamans til hjartans þarf það að fá aðstoð frá vöðvum. • Þol byggir á úthaldi vöðvanna og því hversu miklu súrefnisríku blóði hjartað getur dælt til vöðvanna.
Blóðið • Blóðið er úr: • Blóðvökva (vatn, steinefni, sykur, prótin og hormón) • Blóðfrumum sem myndast í beinmergnum: • Rauðkorn – innihalda blóðrauða sem flytur súrefni um líkamann • Hvítkorn – eru hluti af ónæmiskerfinu og skiptast í átfrumur, T-frumur og B-frumur eftir því hvaða hlutverki þær gegna. • Blóðflögur – valda storknun blóðsins þegar við fáum sár
Hreinsistöðvar líkamansA. nýru • Nýrun: • Sía úrgangsefni og vatn úr blóðinu og mynda þvag. • Þvagið berst svo með þvagpípunum niður í þvagblöðruna og út með þvagrásinni.
Hreinsistöðvar líkamansB. Lifur • Lifur: • Stærsta líffæri líkamans um 1,5 kg. • Fjarlægir skaðleg efni úr blóðinu • Myndar gall sem brýtur niður fitu í fæðunni • Geymir orkuforða (glýkógen) og ýmis önnur nauðsynleg næringarefni