1 / 50

Flekakenningin

Flekakenningin. Innræn og útræn öfl móta jörðina. Jarðfræðin sem fræðigrein. Landrekskenningin. Flekakenningin. Flekamörk. Heitir reitir. Innri gerð jarðar. Ísland og flekakenningin. Upplýsinga um innri gerð jarðar er aflað með jarðskjálftamælingum. Innræn öfl – útræn öfl.

jadzia
Download Presentation

Flekakenningin

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Flekakenningin Innræn og útræn öfl móta jörðina. Jarðfræðin sem fræðigrein. Landrekskenningin. Flekakenningin. Flekamörk. Heitir reitir. Innri gerð jarðar. Ísland og flekakenningin.

  2. Upplýsinga um innri gerð jarðar er aflað með jarðskjálftamælingum.

  3. Innræn öfl – útræn öfl

  4. Nútíma jarðfræði tók að þróast sem fræðigrein í kjölfar rannsókna á steindum, seti og steingervingum á 18. og 19. öld. Myndin sýnir jarðfræðikort af Englandi og Wales frá 1815 eftir WilliamSmith.

  5. Á síðustu öld þróuðust hugmyndir um að yfirborð jarðarinnar væri á hreyfingu, meginlönd færðust úr stað. Hess Matthews Wegener Wilson Vine

  6. Margt var óútskýrt varðandi jarðfræði heimsins í lok 4. áratugar síðustu aldar þegar flekakenningin tók að “fæðast”.

  7. Wegener setti fram hugmynd um færslu meginlanda. Áður hafði Súez sett fram viðlíka hugmyndir.

  8. Rök Wegeners voru fjölþætt. Þau helstu voru: • Útlínur meginlandanna falla saman. • Jökulmenjar finnast á svæðum sem nú liggja í hitabeltinu. • Skyldleiki steingervinga á sitthvorri heimsálfu. • “Eins” jarðmyndanir koma fyrir á sitthvoru meginlandinu sem úthaf skilur að.

  9. Dæmi úr dýraríkinu.

  10. Kenning Wegeners var hrakin af jarðeðlisfræðingum. • Wegener taldi að meginlöndin færðust eftir hafsbotninum. • Breski jarðeðlisfræðingurinn Harold Jeffrey’s sýndi fram á að röksemdafærsla Wegners stæðist ekki. Wegener var endanlega kveðinn í kútinn á ráðstefnu í San-Fransiskó árið 1929.

  11. Flekakenningin kom fram á 7.áratug síðustu aldar. • Kenningin náði fljótlega að festa sig í sessi. • Hún gerði ráð fyrir að nýr hafsbotn myndaðist stöðugt á úthafshryggjum. • Hafsbotninn eyddist síðan á sökkbeltum. • Jarðskjálftagögn og mælingar á segulmagni berglaga hafsbotnsins þóttu sanna kenninguna.

  12. Glomar Challenger boraði ofan í hafsbotninn eftir 1967.

  13. Nýtt skip, Joides, var tekið í notkunn árið 1990.

  14. Segulmagn berglaga hafsbotnsins.

  15. Hringrás í möttli jarðar

  16. Upptök jarðskjálfta og eldstöðvar í heiminum

  17. Flekamörk á yfirborði jarðar.

  18. Flekaskil jarðar.

  19. Gliðnunin á flekaskilum er 1-18 cm á ári

  20. Rekhraði flekanna er frá 1-2 cm/ári til 18 cm/ári. Þessar gömlu steinstyttur á Páskaeyjumrekur með Naca flekanumá þeim hraða að Suður Ameríku.

  21. Flekaskil virðast vera í mótun í Austur-Afríku.

  22. Oldoynio er eldfjall á flekaskilunum í Austur-Afríku.

  23. Eldvirkni á Íslandi er skýrð með því að landið liggur á flekaskilum og er heitur reitur.

  24. Kröflugos 1984 – þunn kvika kemur upp um sprungu

  25. Flekamörk á yfirborði jarðar.

  26. Sniðgeng flekamót eða þverbrotabelti myndast þar sem hliðrun verður á úthafshrygg.

  27. Mjög flókin flekamörk eru undan ströndum N. Ameríku. San-Andreas þverbrotabeltið er hluti af þessum mörkum og er lengsta þekkta þverbrota- belti á jörðinni. Los Angeles og San Franciskó eru báðar á Jarðskjálftasvæði sem tilheyrir San-Andreas.

  28. Flekamörk á yfirborði jarðar.

  29. Eldhringurinn nefnist röð sökkbelta umhverfis Kyrrahafið.

  30. Hafsbotn gengur hér undir meginlandsfleka. Hafsbotninn er eðlis- þyngri en meginlandið og sekkur því ofaní möttulinn, brotnar og bráðnar. Bráðin leitar uppá yfirborðið í eldgosum. Eldfjöll eru því á jaðri meginlandsins innan við djúpan ál í hafsbotninum.

  31. Brún meginlandsins gengur auk þess í fellingum. Andesfjöll eru því fellingafjöll með eldfjöllum. Pachapaqui í Perú.

  32. Flekamörk á yfirborði jarðar.

  33. Eyjabogar myndast á sökkbeltum þar sem hafsbotnsfleki gengur undir annan hafsbotnsfleka. Þar verða eldgos af sömu ástæðum og þar sem hafsbotn rekst á meginland og stórir jarðskjálftar verða.

  34. Flekamörk á yfirborði jarðar.

  35. Árekstur “Indlands” við “Asíu” er dæmi um árekstur tveggja meginlanda.

  36. Við árekstur tveggja meginlanda kýtast jarðskorpuflekarnir upp og fjallgarðar á borð við Himalayja og Alpana hrannast upp. Innan við slíkan fjallgarð myndast háslétta. Mongólía er dæmi um hásléttu innan við fellingafjöll.

  37. Árekstur Indlands og Asíu hefur staðið í allt að 10 milljónir ára

  38. Myndin sýnir sama svæði. Himalayja eru að mestu úr Indlandsflekanum en Evrasíuflekinn er verulegur hluti Tíbet-hásléttunnar.

  39. Heitir reitir er fyrirbæri sem notað er til að skýra eldvirkni utan flekamarka eða óeðlilega mikla eldvirkni á flekamörkum. Virkustu heitu reitir jarðar eru Hawaii og Ísland.

  40. Flekamörk á yfirborði jarðar.

  41. Hawaii eyjar eru röð eyja sem möttulstrókur hefur myndað á milljónum ára.

  42. Kort af Hawaii

  43. Mauna Loa er “stærsta fjall heims”. Það rís um 9 km upp af hafsbotni.

  44. Þrívíddarmynd af Hawaii eyju, stærstu eyju eyjaklasa með sama nafni.

  45. Myndin sýnir hugmyndir um möttulstrók undir Hawaii

  46. Kort af hafsbotni Kyrrahafs sýnir vel “far” eftir heita reitinn á Hawaii.

  47. Myndun bergkviku • Kvika myndast á flekaskilum er hluti möttulbergsins bráðnar við þrýstilækkun. • Kvika myndast á flekamótum er hafsbotn bráðnar að hluta við það að hitna upp í möttli jarðar.

  48. Flekamörk og myndun bergkviku

More Related