400 likes | 618 Views
Sólin. Innri gerð. Sólin skiptist upp í nokkir lög. Innri lögin eru þrjú, innst er kjarninn, svo er geislahvolfið og loks iðuhvolfið. Sýnilegt yfirborð er ljóshvolfið. Utan við það eru lithvolfið og kóróna. Þrjú efstu lögin teljast til lofthjúpsins. Kjarninn.
E N D
Innri gerð • Sólin skiptist upp í nokkir lög. • Innri lögin eru þrjú, innst er kjarninn, svo er geislahvolfið og loks iðuhvolfið. • Sýnilegt yfirborð er ljóshvolfið. • Utan við það eru lithvolfið og kóróna. • Þrjú efstu lögin teljast til lofthjúpsins.
Kjarninn • Kjarninn er talinn ná um 0,25 Rsólar frá miðju. • Hitastig: 15,5 milljón K (innst) til 9,5 milljón K • Þrýstingur: 3,45 · 1016 Pa til 0,52 · 1016 Pa 3,4 · 1011 atm til 0,51 · 1011 atm • Þrátt fyrir hátt hitastig er þrýstingurinn svo mikill að kjarninn er á föstu formi. • Hátt hitastig er nauðsynlegt til að kjarnasamrunahvörf geti orðið. Fráhrindikrafta milli kjarna þarf að yfirvinna með mikilli hreyfiorku agnanna.
Kjarnahvörf • Sólin fær orku sína úr kjarnasamrunahvörfum í kjarna. • Þar renna H-kjarnar saman og mynda He-kjarna. • Í hvörfunum losnar mikil orka sem gammageislun en kemur einnig fram sem hreyfiorka agnanna.
Orka úr massa • Í heild má segja að 4 H-kjarnar ummyndast í He-kjarna auk fiseinda og gammageisla. • Massi 4 frjálsra H-kjarna er: 6,693 · 10-27 kg • Massi 1 He-kjarna er: 6,645 · 10-27 kg • Mismunurinn er: 0,048 · 10-27 kg (um 0,7%) • Með E = mc2 má sjá að þetta gefur: 4,3 · 10-12 J Af hverju kg af vetni breytast því 7 g í orku sem gefur samtals 6,3 · 1014 J
Orka sólar • Heildaljósmagn sólar er 3,9 · 1026 W (J á sek). • Til að losa svo mikla orku þarf sólin umbreyta miklu magni af H í He á hverri sekúndu eða: 3,9 · 1026 J á sek / 6,3 · 1014 J á kg = 6 · 1011 kg á sek. • Það gefur að sólin umbreytir 600 milljón tonnum á sek úr H í He. • Þábreytastmikið magna afmassa í orku: 3,9 · 1026 J á sek / (3 · 108 )2 J á kg = 4,3 · 109 kg á sek. • Það er að 4,3 milljónir tonna breytast í orku á hverri sek.
Geislahvolf • Næsta lag fyrir utan kjarnann. • Nær frá um 0,25 Rsólar til um 0,71 Rsólar • Hitastigið fellur á þessu bili frá 9 milljón K niður í um 1,2 milljón K. • Þrýstingurinn fellur frá um 0,52 · 1016 Pa niður í um 1,4 · 1012 Pa 0,51 · 1011 atm niður í um 13,6 · 106 Pa
Geislun í geislahvolfi • Þrýstingurinn er of hár í geislahvolfinu til að efni geti hreyfst. • Öll orkan berst því í gegnum þetta lag sem geislun. • Hitinn er nógu lágur til að rafeindir geti bundist H-kjörnum. • Þessir kjarnar gleypa greiðlega við varmageislun frá kjarnanum og geisla orkunni svo aftur frá sér. • Ljóseindir berast ekki beint frá kjarnanum heldur með viðkomu í atómum geislahvolfsins. • Berast hægt í gegn, um 50 cm á klst. • Vegna þessa tekur það ljósið 170 000 ár að berast frá kjarna að yfirborði.
Iðuhvolf • Nær frá um 0,71 Rsólar að lithvolfi. • Hitastigið þar fellur frá um milljón K niður í um 5800 K. • Þrýstingur fellur frá um 1,4 · 1012 Pa niður í um 101300 Pa. 13,6 · 106 atm niður undir 1 atm.
Iðustraumar • Í iðuhvolfinu eru þrýstingur orðinn það lítill að það losnar um efnið. • Því myndast iðustraumar þar sem heitt efni rís, kólnar nærri yfiborði og sígur aftur. • Þessi hreyfing efnisins hefur mikil áhrif á lithvolfið, sýnilegt yfirborð sólar.
Ljóshvolf • Ljóshvolfið er sýnilegt yfirborð Sólarinnar og er neðsta lag lofthjúpsins. • Hitastig er um 5800 K. • Yfirborðið mótast af iðustraumunum undir, verður kornótt. • Yfirborðið misheitt, bjartari svæði björt en kaldari svæði dekkri.
Segulsvið • Neðarlega í iðuhvolfinu myndast segulsviðið. • Við hreyfingu á efninu hreyfist segulsviðið til. • Segulsviðslínur geta risið og komið upp úr yfirborðinu. • Myndast þá miklir ljósbogar er rafhlaðnar agnir renna eftir segulsviðslínunum.
Vindingur segulsviðs • Sólin snýst um sjálfa sig en mishratt eftir breiddargráðu. • Í jarðarsólarhringum: • Við póla: 34 • Við miðbaug: 23 • Þessi snúningur veldur vindingi á segulsviðslínum Sólarinnar. • Segulsviðið umpólast á 11 ára fresti og því gefur það 22 ára lotu í sveiflu segulsviðsins.
Sólblettir • Sólblettir eru dökk svæði sem koma reglulega fram á yfirborði sólar. • Eru dökkir vegna þess að svæðið er kaldara en umhverfið, um 3500 K í stað 5800K. • Á sýnilega sviðinu virkar sem lítið sé að gerast umhverfis sólbletti en þegar mikið er af þeim er virkni sólar mikil.
Virkni sólbletta • Ef sólblettir eru skoðaðir fyrir aðrar bylgjulengdir ljóss kemur í ljós mikil virkni. • Segulsviðslínur liggja þétt upp úr og niður í sólblettina og hægir það á rafhlöðnum ögnum sem um þær streymir. • Sólblettir myndast í pörum.
Tíðni sólbletta • Fjöldi sólbletta er breytilegur og fylgir 11 ára lotu. Lota sólbletta ræðst af 22 ár lotu í breytingum á segulsviði. • Með miklum fjölda sólbletta fylgir mikil virkni sólar. • Fjöldi sólbletta sveiflast milli lota, fjöldi þeirra var óvenju mikill um 1960. • Fjöldi sólbletta var óvenjulítill milli 1645 til 1715 - Litla ísöldin
Sólkyndlar • Við umbrotin gýs mikið efni upp af yfirborðinu. • Slík gos kallast sólkyndlar. • Megnið af efninu fellur niður aftur en sumt losnar frá sólunni.
Lithvolf • Er hluti lofthjúpsins. • Er lag sem nær 10 000 km upp yfir ljóshvolfið og getur sést við sólmyrkva. • Er úr þunnu vetnisgasi og hefur rauðleitan blæ vegna Hα – útgeislunar. • Þrýstingur er aðeins um 10-8 atm. • Hitastig er um 4400 K á mörkun ljós og lithvolfs en er um 25000 K á mörkum lithvolfs og kórónu.
Kórónan • Ysta lag sólar er þunnt en heitt gas sem teygir sig milljónir km frá yfirborði sólar. • Hitastigið er um 1000 000 K. • Við svo hátt hitastig er efnið rafgas (plasma). • Sést við sólmyrkva.
Sólvindur • Þar sem hitinn í kórónunni er mikill þá losnar stöðugt efni frá og fýkur út í geim. • Þetta stöðuga streymi rafhlaðinna agna frá sólu kallast sólvindur.