1 / 15

Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Tjáningarfrelsið og mannréttindi. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ 10. desember 2008. Hvað eru réttindi?. Réttindi er eitthvað sem við getum gert kröfu um – þau eru ekki háð duttlungum eða velvilja annarra

jariah
Download Presentation

Tjáningarfrelsið og mannréttindi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Tjáningarfrelsið og mannréttindi Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ 10. desember 2008

  2. Hvað eru réttindi? • Réttindi er eitthvað sem við getum gert kröfu um – þau eru ekki háð duttlungum eða velvilja annarra • Réttindi er því réttlætanleg krafa eða gild krafa (ekki sama og að heimta!)

  3. Réttindi sem tromp • Ekki má brjóta á réttindum einstaklinga jafnvel þótt miklir hagsmunir séu í húfi, s.s. almannahagur. Þau eru tromp. • Mannréttindi eru siðferðileg grundvallar-réttindi sem allar manneskjur hafa jafnt og eru óháð aðstæðum og samfélögum

  4. Réttindi - Skyldur • Rökleg tengsl milli réttinda og skyldu. Það að hafa réttindi þýðir nauðsynlega að e-r annar hefur skyldu • Þýðir ekki að sá sem hafi réttindi hljóti að hafa skyldu (sbr. dýr eða smábörn) • Ekki allar skyldur vísa til réttinda annarra (Skyldu-hugtakið hefur breyst) • Siðferðileg gagnvirkni réttinda og skyldu • Réttindi gera tilkall til einhvers annars - sá hefur skyldu á móti

  5. Neikvæð réttindi Rétturinn til frelsis, lífs, einkalífs og tjáningarfrelsis Gerir kröfu um að aðrir láti okkur afskiptalaus Aðrir hafa skyldur til að hindra okkur ekki til að njóta frelsis, einkalífs o.s.frv. Þessi sýn á réttindi draga úr hlutverkum skyldna

  6. Hvaða grundvallarréttindi? • Forsenda þess að hægt sé að vernda réttindi einstaklinga er að til staðar sé ákveðin samfélagsleg gerð og stofnanir • Sum réttindi (grundvallarréttindi) eru forsenda þess að við getum notið annarra réttinda • Réttur til líkamlegs öryggis, réttur til lágmarks lífsviðurværis (subsistence) og sum frelsis-réttindi (Henry Shue)

  7. Neikvæðar og jákvæðar skyldur • Skyldan til að brjóta ekki á einstaklingum – virða réttindin • Skyldan til að vernda fólk gegn réttindabrotum • Skylda til að aðstoða þá sem brotið hefur verið á • Réttinda er eingöngu hægt að njóta innan stofnana sem vernda réttindi okkar ekki síst gagnvart þeim sem hafa mest völdin eða möguleika hafa á að ganga á þessi sömu réttindi

  8. Mannréttindi og hugsjónir • Eru réttindi fyrst og fremst hugsjón sem við reynum að stefna að? • Það merkir að ef réttindi eru brotin þá hefur enginn komið sér undan skyldu sinni • Eru réttindi normative (boðandi)? • Þá hefur e-r eða einhverjir komið sér undan skyldu og bera ábyrgð • Það að taka réttindi alvarlega er að taka skyldur alvarlega

  9. Tjáningarfrelsi • Umfang tjáningarfrelsis: • málfrelsi • skoðanafrelsi • sannfæringarfrelsi og birtingarfrelsi • upplýsingafrelsi • afla upplýsinga og dreifa þeim • Hvað telst til tjáningar? • Myndir texti, talað orð, tónlist, dans • Samt ekki hvaða athafnir sem er!

  10. Hverra er tjáningarfrelsið? • Hagsmunir þess sem tjáir sig • Láta eitthvað í ljós við fjöldann. Gagnrýna, skemmta, ganga fram af, upplýsa, auglýsa o.fl. • Hagsmunir þess sem hlustar • Fá upplýsingar, skemmtun o.fl. Fáum oft meira en við viljum af upplýsingum. Erum blekkt og gengið fram af okkur. Stjórnum því hvernig við bregðumst við • Hagsmunir þess sem stendur hjá • Hliðarverkanir vegna tjáningar • Hlustendur hafa fengið nýja sýn eða upplýsingar • Thomas Scanlon

  11. Skyldur við tjáningarfrelsið Skyldan til að hindra ekki þá sem tjá sig Láta þá afskiptalausa, beita ekki ritskoðun Skyldan til vernda fólk fyrir réttindabrotum Bregðast við þegar réttur er brotinn á einstaklingi Skyldan til að koma þeim til aðstoðar sem brotið er á

  12. Rökin fyrir tjáningarfrelsi Nauðsynleg fyrir sjálfræði einstaklingsins og þroska Mikilvægi þeirra fyrir sannleikann Grundvöllur lýðræðis Grundvallar réttindi einstaklinga

  13. John Stuart Mill Allar skoðanir eiga rétt á sér. Þegar skoðanir eru þaggaðar niður bitnar það á öllu samfélaginu Felur í sér óbrigðulleika: „Við höfum rétt fyrir okkur“ Ef skoðunin er rétt fer fólk á mis við að leiðrétta fyrri skoðanir Ef skoðunin er röng fer fólk á mis við skýrari og fjörlegri skilning á sannleikanum Flestar skoðanir sambland af þessu tvennu

  14. Ritskoðun vandmeðfarin Þeir sem vilja hefta tjáningarfrelsi gera það oft með tilvísun til gildismats og óljósra hugtaka: „niðurlæging“, „hatur“ Ef við byrjum að hefta tjáningarfrelsi getur verið erfitt að draga mörkin. Betra að setja ritskoðun þröngar skorður en fara út á hálan ís

  15. Takk fyrir! Siðfræðistofnun Háskóla Ísland salvorn@hi.is

More Related