300 likes | 714 Views
4. NÁM. Nám. Nám og minni nátengd Nám = lærum af reynslunni Atferlisstefnan frumkvöðull í rannsóknum á námi Viðbragðsskilyrðing og virk skilyrðing Vonir um breytt samfélag Nú hugræn sálfræði og líffræði Orðabók: að tileinka sér, læra, lærdómur. INNGANGUR. „Svo lengi lærir sem lifir”
E N D
Nám • Nám og minni nátengd • Nám = lærum af reynslunni • Atferlisstefnan frumkvöðull í rannsóknum á námi • Viðbragðsskilyrðing og virk skilyrðing • Vonir um breytt samfélag • Nú hugræn sálfræði og líffræði • Orðabók: að tileinka sér, læra, lærdómur.
INNGANGUR • „Svo lengi lærir sem lifir” • Nám víðfemt hugtak • Einföld tengsl áreita og svörunar • Dýpri úrvinnsla • Líffræðilegar breytingar við nám • Skólanám, herminám, innsæisnám, félagsleg aðlögun, aðferðanám • Bls. 149 ath. – alla! • „Nám er tiltölulega varanleg atferlis- eða vitundar-breyting sem leiðir af þjálfun og markar spor í taugakerfið.”
Ólík sjónarmið nútímasálfræði • Tiltölulega varanleg breyting • Það flokkast ekki undir nám þó að atferli okkar eða vitund breytist tímabundi, til dæmis vegna þreytu, lyfjatöku, vitundarleysis (svefns) eða annars ámóta. • Sem leiðir af þjálfun (eða fyrri reynslu) • Til að hegðunar- eða vitundarbreyting geti kallast nám verður hún að vera til komin vegna reynslu viðkomandi af að kljást endurtekið við svipaðar aðstæður. Það telst því ekki nám þó að atferli breytist vegna líffræðilegs þroska (t.d. þegar barn fer að ganga).
Frh. • Vitundarbreyting • Breyting þarf að hafa átt sér stað. Samkvæmt atferlissinum þurfti hún að vera sýnileg í hegðun en öllum má ljóst vera að sumt nám hefur ekki umsvifalaust sýnilegar atferlisbreytingar í för með sér. Útskrifaður læknir hefur verið að safna í sarpinn árum saman áður en hann getur beitt þekkingunni á sjúklinga sína. • Markar spor í taugakerfið • Nám skilur eftir sig breytingar í tengingum á milli taugafrumna í heilanum eins og Pavlov var manna fyrstur til að benda á. Það merkir þó ekki að líkamlegur þroski einn og sér, svo sem stinnari vöðvar sem gera okkur kleift að lyfta þyngri byrðum, flokkist sem nám.
HORNSTEINAR ATFERLISSTEFNU • Atferlisfræðingar áhugasamir um nám • Alla hegðun má skýra með ytri áreitum, ekki skoða innri ferli (ath. punkta bls. 150:) • Öll hegðun lærð • Umhverfið allsráðandi • Sálfræðingar finni lögmál hegðunar • Frjáls vilji ekki til • Rannsaka aðeins sýnileg atferli • Sálfræðin verði raunvísindagrein • Beita einungis vísindalegum rannsóknaraðferðum • Þröngt og hugfræðingar koma fram á 6. áratug
TENGSLANÁM • Tengslanám • Viðbragðsskilyrðing (klassísk) • t.d. barn fer að sparka við að sjá vatn í bala • t.d. sturta, sturtað, heitt vatn • Virk skilyrðing • t.d. lottó og spilakassar • t.d. sjálfsali, spark, virkar! • Skilyrt = lært
Pavlov og viðbragðsskilyrðingin • Meltingarstarfsemi hunda rannsökuð og tók eftir slefi við að sjá mat eða mann • Forþjálfun dýrsins • Matur + bjalla = slef (tengslanám) • Festingarskeið • Ath bls. 152 efst: ÓA, ÓS, SÁ, SS • Skilyrt = lært • Slokknun, sjálfkvæm endurheimt • Alhæfing, sundurgreining, raðskilyrðing, Albert l. • Hræðsla skilyrt • Fælni - fólki hjálpað með lögm. skilyrðingar
Skinner og virk skilyrðing • Ath: Viðbragðsskilyrðing: • Áreiti > meðfædd viðbrögð • Hegðunin er sjálfsprottin • Ekki ný og breytt hegðun • Virk skilyrðing: • Lærir af afleiðingum svarana/atferlis • Jákvæðar/neikvæðar afleiðingar breyta tíðni = árangurslögmál Thordike • B.F Skinner faðir virkrar skilyrðingar • Bókmenntir, Watson og Pavlov, sálfræði, Walden Two, búr, gagnsemi v.s., ómetnalegt framlag.
Atferlismótun og fjögur afbrigði v.s. • Svörun kemur fram á undan styrkingu • Getum kennt hvað sem er með v.s. • Atferlið laðað fram, „volgur” = atf.mótun • Styrking: Tíðni svörunar er aukin +/- • Styrkir: Áreitið sem eykur tíðnina +/- • Jákvæð styrking: Fær gott áreiti/umbun • Neikvæð styrking: Losnar við neikvætt áreiti
Atferlism. og 4 afbrigði v.s. – frh. • 1. Jákvæð styrking: Svörun veitir umbun • 2. Refsing: Dregur úr svörun • 3. Neikvæð styrking: Neikvætt áreiti kemur ekki (ekki sama og refsing) • 4. Brottnámsskilyrðing: Svörun orsakar að jákvætt áreiti er fjarlægt. Hegðun borgar sig ekki.
Styrkingarsnið • Styrking: Tíðni svörunar eykst • Styrkingarsnið: Hvernig styrkingu hagað: • Samfelld / skert og regluleg / óregluleg • Unnið með tíma eða fjölda • Skert styrking betri en samfelld • Skinner gleymdi að kaupa inn • Mörk skoruð • Hlutfallastyrking betri en tímastyrking, óregluleg betri en regluleg í hlutf.styrk • Regluleg tímastyrking betri en óregluleg
Styrkingarsnið frh. • RT-1 hlé eftir styrkingu en svo allt á fullt • Lesið fyrir próf, laun, fæðuöflun, póstur • RH-10 mjög hröð svörun • Iðnaður, spilavíti, bónusvinna • ÓT-1 lág svörunartíðni • Stangveiðmaður, á tali hjá vini • ÓH-10 öflugasta styrkingarsniðið, hlé • Spilakassar. Dúfa ÓH-5> 6000 gogg/klst.
Slokknun • V.s. snýst um sjálfsprottna hegðun, líkar svaranir eru styrktar = atferlismótun • Slokknun misjöfn eftir styrkingarsniðum • Hvað ef þú hittir aldrei í körfuna?
HAGNÝTING NÁMSSÁLFRÆÐINNARUppeldi og menntun • Atferlisstefnan mest áhrif á námssálfræði • Watson um umverfið og pers.leikamótun • Gæti gert hvað sem er úr hvaða barni sem er • Stýrum börnum með styrkjum! • Hunsun, refsing • Skinner • V.s. leysir flest vandamál (Walden Two) • Virkað vel í geðröskunum og hegðunarvandam. • Kennsluvélar, undanfari kennsluforrita (meginreglur?) • Jákvæð styrking frekar en refsing
HAGNÝTING NÁMSSÁLFRÆÐINNARAtferlismótun • Notuð í vandahegðun og fyrir nýja hegðun • Skyld atferlismeðferðinni • Nýtist fyrirtækjum: Starfsandi og framleiðni • Nýtist í AMO meðferð • Samningsbundið hvatningakerfi
HAGNÝTING NÁMSSÁLFRÆÐINNARKlínísk sálfræði • Atferlislíkanið dugar við vægari röskunum • Lært úrræðaleysi • Flóttabúr, flótti, forðun • Lært úrræðaleysi og þunglyndi • „Lömun viljans”: Uppgjöf, vonleysi, örvænting, lystarmissir, léttist • Noradrenalín og serótónín: • Dýr fengu magasár ef gátu ekki forðast raflost • Óviðráðanleg streita > boðefnunum eytt
frh. • Atferlismeðferð • Sálgreiningin kafaði í liðinn tíma • Atferlismeðferðin um hér og nú • Grunnlína fundin, skilgreiningar • Hugræn atferlismeðferð (Beck og Ellis) • Hugsanir, tilfinningar og atferli nátengd
frh. • Atferlismeðferð: • Viðbragðsskilyrðing • Kvíðaflæði – fælni, kvíði. Ímynd, kljást við • Óbeitarmeðferð – áfengissýki, antabus • Kerfisbundin ónæming – fælni, kvíði. Þrepalíkan • Virk skilyrðing – bæta afbrigðilega hegðun • Táknameðferð – geðklofi • Valkvæð styrking • Mótun hegðunar
MÁ BÆTA SAMFÉLAGIÐ MEÐ SKILYRÐINGU? • B.F. Skinner: • Þjóðfélagsmál, skólamál, bæta samfélag með jákvæðri styrkingu og umbun, samvinna, hjálpsemi og jafnræði, enginn frjáls vilji > lögmálsbundin, Walden Two, Beyond Freedom and Dignity. • Twin Oaks 1967 • Mjög umdeildar bækur og kenningar
SEINNI RANNSÓKNIR Á TENGSLANÁMI • Nám ekki eins vélrænt og áætlað var • SÁ verður að hafa upplýsingagildi • Pörun tryggir ekki skilyrðingu • Líffræðilegar hömlur • Dýr eru ólík og virka misjafnlega • Rotta slær á slá en goggar ekki, dúfa öfugt • Mismunandi gagnvart áreiti og afleiðingum • Óbeitarskilyrðing og geislameðferð • Þ.e. námssálffræði = atf.+líffr.+hugræn
AÐRAR TEGUNDIR NÁMS • Herminám – lærum við ekki af öðrum? • Albert Bandura og rannsóknir hans ath. • Rannsóknir: Ofbeldisáhorf >ofbeldi • Félagslegir þættir, greind, skólaganga • Hvernig hægt að vinna gegn áhrifum ofbeldis? • „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft”
frh. • Æðra nám • Hvað gerist milli áreitis og svörunar? • Skynjun, minni, hugsun, tungumál • Innsæi Köhlers • Apinn Sóldán sýnir yfirfærslu náms (líkist alhæfingu í skilyrðingu) • Krummi beygir krókinn • Hugræn kort – rottur og völundarhúsin • Skólanám – nemandi, námsefni, kennari • Hvað hefur áhrif á nám? Listi í hópum • Heildarnámsmenn og afmörkunarnámsmenn
PQ4R – fyrir skólalærdóm • P Preview Lauslegt yfirlit Þefa • Q Questions Spurningar Spyrja • R Read Lestur Lesa • R Reflect Ígrundun Hugsa • R Recite Endurtekning E.taka • R Review Lausleg yfirlit Þefa
TAUGAFRÆÐI NÁMS • Taugafræðilegar breytingar við nám • Á taugamótum, fjölda og samsetningu taugatenginga, frumum í heilaberki (sjá bls. 216, 217, 220) • Utanaðkomandi efni geta hvatt til eða hamlað boðskipti milli taugafruma (maríjúana og drekinn). Hegðunarraskanir (ritalín og AMO) • Athafnir og æfing örva heilasvæði (fiðluspil) • Þumalputtakynslóðin? • Hvað með smábörn og örvun?
Refsingar • Ekki eins sjálfsagðar og áður • Hvernig á heimilum og í skólum? • Virka ekki alltaf, betri leiðir til (félagsþjónusta) • Afleiðingar ófyrirséðar (ný og verri hegðun) • Óæskilegar aukaverkanir (andúð) • Árásarhneigð • Geta verið gagnlegar ef beitt rétt og skynsamlega og í tengslum við umbanir fyrir góða hegðun • Mjög vandmeðfarnar í uppeldi og kennslu
Refsingarreglur(A, A og H; EVA) • Ekki hóta óraunhæfri/ómögulegri refsingu • Refsa bara ef nauðsyn krefur • Reyna slokknun, nýja hegðun • Nota lágmarksrefsingu • Veita strax • Viðhafðu samkvæmni og stöðugleika • Refsingin tengist afbrotinu • Refsaðu aldrei í reiði • Refsaðu með virðingu og hlýju • Reiknaðu með reiði refsiþega • Refsingar, eins og annað, ganga í erfðir
Málshættir • Svo lengi lærir sem lifir • Það læra börnin sem fyrir þeim er haft • Enginn verður óbarinn biskup • Fræð þú sveininn um veginn sem hann á að halda og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja
Í STUTTU MÁLI • Helstu straumar námssálfræðinnar • Atferlisstefnan var og er áhrifamikil á því sviði. • Gaumur gefinn í auknu mæli að æðra námi sem tekur til hugsunar bæði manna og dýra. • Minnst var á útópíu hugmyndir Skinners. • Fjallað um hagnýtingu námssálfræði t.d. á sviði meðferðar. • Aðrar tegundir náms sem brúa bililið yfir í hugræna sálfræði. • Taugafræðilegar forsendur náms lítillega reifaðar. • Þrjú meginsvið nútímasálfræði: • Námssálfræði • Hugfræði • taugasálfræði