620 likes | 815 Views
LEIÐSÖGUTÆKNI LES 102. Öryggi farþega / gesta Ábyrgð leiðsögumanna. Marco Polo – Fjords & island cruise. 175 metra langt 850 farþega 350 áhöfn. Banaslys á Langjökli 24. júlí 2000.
E N D
LEIÐSÖGUTÆKNILES 102 Öryggi farþega / gesta Ábyrgð leiðsögumanna
Marco Polo – Fjords & island cruise • 175 metra langt • 850 farþega • 350 áhöfn
Banaslys á Langjökli 24. júlí 2000 • Banaslys varð á Langjökli í dag þegar bandarísk kona féll ofan í sprungu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang laust fyrir hálftvö, eftir að tilkynning hafði borist um að að tveir erlendir ferðamenn, karl og kona, höfðu fallið ofan í sprungu um kílómetra fyrir ofan Jaka, skála Langjökuls ehf. við jökulröndina. Konan var látin þegar þyrlan kom á staðinn. Starfsmenn Langjökuls ehf. lögðu sig í talsverða hættu við björgun fólksins úr sprungunni. MM Heimild: Skessuhorn http://www.skessuhorn.is/default.asp?Sid_Id=2887&Tre_Rod=&fre_Id=16525&meira=1&tid=99
Travel Weekly.com • Passenger killed in shore excursion accident (in Iceland) (07/27/2000) FORT LAUDERDALE, Fla. -- A female passenger aboard Orient Lines' Marco Polo was killed in a snowmobiling accident July 24 during a shore excursion on the Langjokull Glacier near Reykjavik, Iceland. • The 66-year-old passenger was participating in an optional snowmobiling tour offered as part of the shore excursion, said an Orient Lines spokesman. • Local police are investigating the accident and the passenger's family has been notified. Marco Polo was in the midst of a 14-day Fjords & Iceland cruise slated to end in Copenhagen on July 31.
Geysir 2006 • Myndin sýnir erlendan ferðamann á gangi við hverinn Blesa. • Bláfell í baksýn.
Gullfoss í klakaböndum 2006 Mynd: Kent Lárus Björnsson lsm
Gullfoss að vetri Ljósm: Kjartan Pétur Sigurðsson
Banaslys í Reynisfjöru 2007 Brimaldan sogaði konuna á haf út og ógnaði samferðamönnum • Fimmta Íslandsferð 75 ára gamallar konu frá Bandaríkjunum fékk hörmulegan endi á laugardag þegar hún drukknaði í Reynisfjöru, að fjölskyldu hennar ásjáandi. Konan var að ljúka fimm daga heimsókn sinni til Íslands ásamt systur sinni, dóttur og frænku og voru þær á ferð í 17 manna bandarískum ferðahópi á vegum Kynnisferða þegar förinni var heitið í Reynisfjöru skammt vestan Víkur í Mýrdal. Heimild: Morgunblaðið
Banaslys í Reynisfjöru 2007 • Í þessari sorglegu frétt af slysinu í Reynisfjöru sjáum við hvernig "ábyrgir" aðilar vísa hver á annan. Öllum virðist hættan ljós, en enginn gerir neitt sjálfur, til þess að fyrirbyggja slys af þessu tagi. Þess vegna eru engin skilti í fjörunni, enginn björgunarhringur, og auðvitað engin vakt heldur. Heimild: Blogg Ólínu Þorvarðardóttur
Banaslys í Reynisfjöru 2007 • Það er ekki hægt að ætlast til þess að erlent ferðafólk hafi vit fyrir sér í náttúru Íslands. Við verðum að hafa vit fyrir þeim sem koma hingað ókunnugir - þannig er það bara. Heimild: Blogg Ólínu Þorvarðardóttur
Óvíst hver eigi að vara við hættum • Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að engar reglur séu um það hver skuli vara ferðamenn við slysa-gildrum. Þeir beri sjálfir mesta ábyrgð. Magnús telur nær útilokað að merkja allar slysagildrur í íslenskri náttúru. Í ferðamálaáætlun segi að koma skuli ferða-mönnum í skilning um að þeir beri sjálfir á byrgð á eigin skinni og að þeir þurfi að sýni almenna varúð. Magnús segir útilokað að segja hver sé ábyrgur þegar merkingar skorti. Ferðamálastofa hafi á sinni könnu að útbúa aðstöðu við Gullfoss, kaðalgirðingar og göngu-stíga. • Leiðsögumenn hafa kallað eftir auknum öryggis-ráðstöfunum við helstu ferðamannastaði landsins.
Mildi að ekki fór verr (viðtal við leiðsögumanninn í Reynisfjöru) • „Tveir menn reyndu að bjarga konunni og sá þriðji var á leiðinni þegar ég kallaði til þeirra.“ Mennirnir sneru við þegar þeim varð ljóst að þeir fengju við ekkert ráðið í hafrótinu. „Eitt augnablik hélt ég að myndi líka missa björgunarmennina tvo,“ segir Guðborg sem var leiðsögumaður með sérhóp sem í voru 17 Bandaríkjamenn.
Hressandi sjóbað í Reynisfjöru • Nær nakinn maður stóð í Reynisfjöru í síðustu viku þegar undirritaður var þar á ferð. Föt mannsins lágu í háreistum píramída og þar undir ýmislegt veraldlegt dót. • Ekki var annað að sjá en að kappinn ætlaði að fá sér sundsprett í ylvolgu Atlantshafinu við suðurströnd Íslands. Undirritaður náði að stöðva manninn áður en hann henti sér til sunds - í annað sinn. • Maðurinn var nefninlega búinn að fá sér sundsprett og þótti baðið hressandi. Aðspurður sagðist hann vera franskur og ekki hafa gert sér grein fyrir því að straumarnir við Reynisfjöru gætu verið varasamir, jafnvel lífshættulegir eins og sannaðist fyrir fáeinum vikum þegar bandarísk kona varð sjónum að bráð. • Manninum var brugið að frétta að ströndin gæti verið lífshættuleg. Hann skimaði í kringum sig og sagði svo að hann hefði ekki séð nein viðvörunarskilti.
Slysið í Reynisfjöru ekki einsdæmi • 23. nóvemer 2007. British tourist and his son killed by a wave. • A British tourist and his five-year-old son drowned on the Costa Brava in eastern Spain after a wave pulled the child and his nine-year-old brother into the sea in stormy weather, Spanish police and the Foreign Office in London said. • A statement released by officials in the resort town of Tossa de Mar said a British couple were taking photos of their two children on rocks near the town late Wednesday morning when a sudden wave hit, sweeping the boys away.
Dagsferð • Djúpalónssandur – sumar 2006
Við Sólheimajökul • Sumarið 2006
Almennt um göngustíga • Stíga vantar á suma ferðamannastaði. • Stígar eru ófullnægjandi á flestum stöðum. • Deildartunguhver • Geysissvæðið • Gullfoss • Dyrhólaey • Seljalandsfoss • Dettifoss
Banaslys í Grímsnesi 4. júlí 2005 Aðstæður og viðbrögð leiðsögumanns
Öryggisbelti í hópbifreiðum 4.Gr • Farþegar hópbifreiðar skulu fá upplýsingar um skyldu til að nota öryggisbelti í upphafi ferðar frá ökumanni hópbifreiðarinnar, leiðsögumanni eða fararstjóra, eða með hljóð- eða myndbandsupptöku. Þó skal ökumaður ganga úr skugga um að farþegar í framsætum hópbifreiðar og fremstu röð farþegasæta noti öryggisbelti.