480 likes | 740 Views
34. Heildarframboð og heildareftirspurn. Hagsveiflur til skamms tíma. Landsframleiðslan sveiflast til frá ári til árs Flest ár eykst landsframleiðslan Landsframleiðsla Bandaríkjanna hefur aukizt um 3% á ári að jafnaði síðan 1945
E N D
34 Heildarframboð og heildareftirspurn
Hagsveiflur til skamms tíma • Landsframleiðslan sveiflast til frá ári til árs • Flest ár eykst landsframleiðslan • Landsframleiðsla Bandaríkjanna hefur aukizt um 3% á ári að jafnaði síðan 1945 • Landsframleiðsla Íslands jókst um 4% á ári að jafnaði 1960-2008 • Sum ár vex landsframleiðslan ekki eins og vant er • Niðursveifla eða lægð er það kallað, þegar landsframleiðsla minnkar og atvinnuleysi eykst • Kreppa er djúp niðursveifla
Fjórar staðreyndir um hagsveiflur • Hagsveiflur eru óreglulegar og ófyrirsjáanlegar • Flestar þjóðhagsstærðir sveiflast í takt • Þegar landsframleiðsla eykst, minnkar atvinnuleysi og öfugt • Hagsveiflur ólíkra landa líkjast hver annarri meira með auknum viðskiptum milli landanna
Mynd 1A. Bandaríkin: Skammtímasveiflur Lækkun hlutabréfaverðs (a) VLF á föstu verðlagi Milljarðar dollara á verðlagi 1996 Lægðir $10,000 Landsframleiðsla 9,000 Real GDP 8,000 7,000 6,000 5,000 Hækkun vaxta 4,000 Hækkun olíuverðs 3,000 2,000 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000
Fjórar staðreyndir um hagsveiflur • Flestar þjóðhagsstærðir sveiflast í takt • Flestar þjóðhagsstærðir, sem mæla tekjur og framleiðslu, sveiflast í takt hver við aðra • Þótt margar þjóðhagsstærðir sveiflist í takt, sveiflast þær eigi að síður mismikið til • Fjárfesting er sérstaklega sveiflugjörn • Atvinnuleysi er einnig sveiflugjarnt
Mynd 1B. Bandaríkin: Fjárfesting (b) Fjárfesting Milljarðar dollara á verðlagi 1996 $1,800 1,600 Fjárfesting 1,400 Investment spending 1,200 1,000 800 600 400 200 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000
Fjórar staðreyndir um hagsveiflur • Þegar landsframleiðsla eykst, minnkar atvinnuleysi • Breytingar á landsframleiðslu standa í öfugu hlutfalli við breytingar á atvinnuleysi • Þegar hagkerfið lendir í lægð, eykst atvinnuleysi verulega • Lögmál Okuns:
Fjórar staðreyndir um hagsveiflur • Þegar landsframleiðsla eykst, minnkar atvinnuleysi • Breytingar á landsframleiðslu standa í öfugu hlutfalli við breytingar á atvinnuleysi • Þegar hagkerfið lendir í lægð, eykst atvinnuleysi verulega • Lögmál Okuns: • uF = eðlilegt atvinnuleysi, við fulla atvinnu • YF = landsframleiðsla við fulla atvinnu
Fjórar staðreyndir um hagsveiflur Lögmál Okuns • u = uF ef Y = YF • u > uF ef Y < YF • u < uF ef Y > YF • Ef Y stendur í stað og YF heldur áfram að vaxa, þá eykst u upp fyrir uF • Y þarf að vaxa jafnhratt og YF til að halda atvinnuleysi í skefjum • Ef Y fellur 3% niður fyrir YF, eykst u um 1%
Mynd 1C. Bandaríkin: Atvinnuleysi (c) Atvinnuleysi Hlutfall af mannafla 12 10 Atvinnuleysi Unemployment rate 8 6 4 2 0 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000
Lögmál Okuns á Íslandi VLF og framleiðslugeta 1945-2012 (fast verðlag, 2005 = 100) Framleiðslugap og atvinnuleysi 1960-2012 Y Atvinnuleysi (%) YF Framleiðslugap = (YF-Y)/YF Framleiðslugap (%)
Upprifjun Hagvöxtur í bráð og lengd Hagvöxtur til lengdar Framleiðslugeta Framleiðsla Þjóðarframleiðsla Hæð Hagsveiflur í bráð Lægð Tími
Einfalt líkan af þjóðarbúskapnum í bráð • Notum tvær lykilstærðir til að búa til líkan af hegðan hagkerfisins frá ári til árs • Landsframleiðsla • Verðlag • Búum til líkan af heildarframboði og heildareftirspurn til skýrir skammtímasveiflur landsframleiðslunnar í kringum langtímaleitni framleiðslunnar
Einfalt líkan af þjóðarbúskapnum í bráð • Heildarframboð og heildareftirspurn • Heildareftirspurnarkúrfansýnir það magn af vörum og þjónustu, sem heimili, fyrirtæki og ríkið hafa hug á að kaupa við gefnu verðlagi • Heildareftirspurn fer eftir verðlagi • Heildarframboðskúrfansýnir það magn af vörum og þjónustu, sem fyrirtæki eru fús til að framleiða og selja við gefnu verðlagi • Heildarframboð fer einnig eftir verðlagi
Heildarframboð Jafnvægis- verðlag Heildareftirspurn Jafnvægis- framleiðsla Mynd 2. Heildareftirspurn og heildarframboð Verðlag Séð þetta áður? Landsframleiðsla 0
Heildareftirspurn • Fjórir útgjaldaþættir landsframleiðslunnar mynda heildareftirspurn Y = C + I + G + NX • C =neyzla • I = fjárfesting • G = ríkisútgjöld • NX = hreinn útflutningur
P P2 1. Lækkun Heildareftirspurn verðlags … Y Y2 2. ... eykur heildareftirspurn Mynd 3. Heildareftirspurnarkúrfan Verðlag Landsframleiðsla 0
Hvers vegna heildareftirspurnarkúrfan hallar niður: Þrjár skýringar • Verðlag og neyzla: Auðsáhrif • Verðlag og fjárfesting: Vaxtaáhrif 3.Verðlag og hreinn útflutningur: Gengisáhrif
Hvers vegna heildareftirspurnarkúrfan hallar niður • Verðlag og neyzla: Auðsáhrif • Lækkun verðlags eykur raunvirði eigna (A fyrir auð) og einnig kaupmátt launa, svo að neytendum finnst þeir hafa meira svigrúm til eyðslu og neyzla eykst • Aukin neyzla þýðir aukna heildareftirspurn, þar eð neyzla er partur af heildareftirspurn • P A/P C AD Y
Hvers vegna heildareftirspurnarkúrfan hallar niður • Verðlag og fjárfesting: Vaxtaáhrif • Lækkun verðlags dregur úr peningaeftirspurn og eykur því framboð lánsfjár, og þá lækka raunvextir, svo að fjárfesting eykst • Aukin fjárfesting kallar á aukna heildareftirspurn, þar eð fjárfesting er partur af heildareftirspurn • P M/P r I AD Y • Rifjum upp mynd úr 32. kafla
Framboð lánsfjár (Innlendur sparnaður) Raunvextir í jafnvægi Eftirspurn eftir lánsfé (Innlend og erlend fjárfesting) Jafnvægismagn Upprifjun: Lánsfjármarkaður Raunvextir Lækkun verðlags minnkar peningaeftirspurn, svo að framboðskúrfan hliðrast til hægri og raunvextir lækka Jafnvægi Lánsfé
Hvers vegna heildareftirspurnarkúrfan hallar niður • Verðlag og hreinn útflutningur: Gengisáhrif • Þegar verðlag lækkar heima fyrir, lækka raunvextir og raungengið lækkar einnig, svo að hreinn útflutningur eykst • E = eP/P* => raungengi fer eftir verðlagi • Aukinn hreinn útflutningur þýðir aukna heildareftirspurn, þar eð hreinn útflutningur er partur af heildareftirspurn
Hvers vegna heildareftirspurnarkúrfan kann að hliðrast til • Heildareftirspurnarkúrfan • Neikvæður halli hennar sýnir, að lækkun verðlags örvar heildareftirspurn eftir vörum og þjónustu • Margir aðrir þættir hafa áhrif á heildareftirspurn við gefnu verðlagi • Þegar einhver þessara þátta breytist, hliðrast heildareftirspurnarkúrfan úr stað
Hvers vegna heildareftirspurnarkúrfan kann að hliðrast til • Hvaða þættir hliðra heildareftirspurnarkúrfunni? • Svarið felst í Y = C + I + G + NX • Neyzla • Fjárfesting • Ríkisútgjöld • Hreinn útflutningur
Verð-lag D2 Heildareftirspurn, D1 Y2 Framleiðsla Hliðrun heildareftirspurnarkúrfunnar Heildareftirspurn eykst við gefnu verðlagi P1 0 Y1
Heildarframboðskúrfan • Heildarframboðskúrfan hallar upp í bráð • Heildarframboðskúrfan er lóðrétt til lengdar • Heildarframboð vöru og þjónustu til langs tíma litið fer eftir vinnuafli, fjármagni, náttúruauðlindum og tækni, sem notuð er til að umbreyta aðföngum í afurðir • Verðlag hefur ekki áhrif á þessa þætti til langs tíma litið
Langtímaframboð P P2 2. … hefur engin áhrif 1. Lækkun verðlags ... á heildarframboð til langs tíma litið. Mynd 4. Heildarframboðskúrfan til lengdar Verðlag Framleiðsla 0 Eðlileg framleiðsla við fulla atvinnu
Heildarframboðskúrfan • Heildarframboðskúrfan til langs tíma litið • Heildarframboðskúrfan er lóðrétt til langs tíma litið og sýnir landsframleiðslu við fulla atvinnu, þ.e. við eðlilegt atvinnuleysi
Hvers vegna heildarframboðskúrfan kann að hliðrast til • Ef eitthvað verður til þess að breyta eðlilegri framleiðslu, hliðrast langtímaframboðskúrfan úr stað • Hliðrunina má rekja til einhvers þeirra framleiðsluþátta, sem ráða landsframleiðslunni á framboðshlið hagkerfisins
Hvers vegna heildarframboðskúrfan kann að hliðrast til • Hvaða þættir – hvaða öfl? – hliðra heildarframboðskúrfunni? • Vinnuafl • Fjármagn • Náttúruauðlindir • Tækniþekking • Sáum þetta í hagvaxtarfræðinni
2…. og vöxtur Langtíma- peningamagns hliðrar framboðs- heildareftirspurn … kúrfa, LRAS LRAS LRAS 1980 1990 2000 1. Tækniframfarir hliðra heildar- framboðskúrfunni til langs tíma litið P 2000 til hægri … 4. … og verðlag hækkar. P 1990 Heildareftirspurn AD 2000 P 1980 AD 1990 AD 1980 Y Y Y 1980 1990 2000 3. … svo að framleiðsla vex smám saman … Mynd 5. Hagvöxtur til langs tíma og verðbólga Verðlag Framleiðsla 0
Ný leið til að lýsa hagvexti yfir löng tímabil og verðbólgu • Skammtímasveiflur framleiðslu og verðlags má skoða sem frávik frá langtímaleitni
Hvers vegna heildarframboðskúrfan hallar upp til skamms tíma • Hækkun verðlags hneigist til að örva framleiðslu á vörum og þjónustu í bráð • Lækkun verðlags hneigist til að slæva framleiðslu á vörum og þjónustu í bráð
Heildarframboðskúrfa til skamms tíma litið P P2 2. ... dregur úr framboði á 1. Lækkun vörum og þjónustu verðlags … til skamms tíma litið. Y2 Y Mynd 6. Heildarframboðskúrfan í bráð Verðlag Framleiðsla 0 1
Hvers vegna heildarframboðskúrfan hallar upp til skamms tíma: Þrjár kenningar • Kauptregðukenningin • Verðtregðukenningin • Misskilningskenningin
Hvers vegna heildarframboðskúrfan hallar upp til skamms tíma: Kauptregðukenningin • Nafnlaun breytast hægt: þau eru ,,klístruð” í bráð • Nafnlaun lagast ekki strax að lækkun verðlags • Lækkun verðlags dregur úr hagnaði fyrirtækja að óbreyttu kaupi • Fyrirtækin bregðast við með því að draga úr atvinnu og framleiðslu
Hvers vegna heildarframboðskúrfan hallar upp til skamms tíma: Verðtregðukenningin • Verð á sumri vöru og þjónustu lagast hægt að breyttum markaðsaðstæðum • Óvænt lækkun verðlags veldur því, að sum fyrirtæki bjóða framleiðslu sína til sölu við of háu verði • Þetta heldur aftur af sölu, svo að fyrirtækin reyna þá að draga úr framleiðslu sinni á vörum og þjónustu
Hvers vegna heildarframboðskúrfan hallar upp til skamms tíma: Misskilningskenningin • Breytingar á verðlagi valda misskilningi um markaðinn, þar sem framleiðendur selja afurðir sínar • Þegar verðlag lækkar, kunna einstakir framleiðendur að skoða lækkunina sem skilaboð markaðsins um, að þeir þurfi að draga úr framleiðslu, enda þótt allir aðrir framleiðendur standi frammi fyrir sömu verðlækkun • Almenn verðlækkun virðist þá vera sértæk
Hvers vegna heildarframboðskúrfan kann að hliðrast til • Hvaða þættir hliðra heildarframboðskúrfunni? • Höfum séð þetta áður, í hagvaxtarkaflanum: • Vinnuafl • Fjármagn • Náttúruauðlindir • Tækniþekking
Heildar- framboð Heildar- í lengd framboð í bráð A Jafnvægis-verð Heildareftirspurn Eðlileg framleiðsla við fulla atvinnu Mynd 7. Langtímajafnvægi Verðlag Framleiðsla 0
2. … dregur úr framleiðslu í bráð. Heildarframboð í bráð, AS AS2 3. Skammtíma- framboðskúrfan A hliðrast til hægri ... P B P2 1. Samdráttur í heildareftirspurn … . P3 C Heildareftirspurn AD AD2 Y2 Y 4. . ... og framleiðslan leitar aftur í eðlilegt horf. Mynd 8. Samdráttur heildareftirspurnar Verðlag Heildar- framboð í lengd Framleiðsla 0
Tvær orsakir hagsveiflna • Eftirspurnarhnykkir • Hliðrun heildareftirspurnarkúrfunnar ... • ... veldur sveiflum í framleiðslu til skamms tíma litið • ... hefur áhrif á verðlag í bráð og lengd • ... hefur áhrif á framleiðslu í bráð • ... hefur engin áhrif á framleiðslu til langs tíma litið
Tvær orsakir hagsveiflna • Framboðsskellir • Ef einhver þeirra þátta, sem ráða legu heildarframboðskúrfunnar, skreppur saman, þá ... • ... minnkar framleiðsla niður fyrir eðlilega framleiðslu, þ.e. niður fyrir fulla atvinnu • Atvinnuleysi eykst • Verðlag hækkar
1. Samdráttur heildarframboðs í bráð … Heildar- AS2 framboð í bráð, AS B P2 A P 3. … svo að verðlag hækkar. Heildareftirspurn Y2 Y 2. …. dregur úr framleiðslu … Mynd 9. Framboðsskellur Verðlag Heildar- framboð í lengd Framleiðsla 0
Áhrif framboðsskella • Verðbólga samfara stöðnun (e. stagflation) • Samdráttur heildarframboðs veldur verðbólgu samfara stöðnun • Framleiðsla minnkar og verðbólga eykst • Stjórnvöld hafa tök á að stýra heildareftirspurn, en þau geta samt ekki komið í veg fyrir hvort tveggja í senn: þau þurfa að velja milli verðbólgu og atvinnuleysis, sbr. 2. kafla (og 35. kafla)
Áhrif framboðsskella • Viðbrögð hagstjórnar við niðursveiflum • Stjórnvöld geta brugðizt við niðursveiflu í efnahagslífinu með því að • Halda að sér höndum og bíða þess, að verðlag og kauplag lagist að nýjum aðstæðum • Beita hagstjórnartækjum sínum til að örva heildareftirspurn og landsframleiðslu og draga með því móti úr atvinnuleysi
1. Þegar heildarframboð dregst saman … Heildar- AS2 framboð í bráð, AS P3 C 2. . … geta stjórnvöld komið til móts við P2 samdráttinn með því að A 3. … og þá þenja eftirspurn … P hækkar verðlag AD2 enn 4. … en framleiðsla frekar … helzt föst við fulla atvinnu. Mynd 10. Aðlögun hagstjórnar að framboðsskellum Verðlag Heildar- framboð í lengd Heildareftirspurn, AD 1 Framleiðsla 0 Eðlileg framleiðsla