90 likes | 368 Views
Náttúrufræði 113. Kafli Inngangur. Kennari Þorsteinn Barðason og Sæþór Ólafsson. Vísindi. Vísindi eru kerfisbundin aðferð til að afla fróðleiks að öðlast skilning á heiminum. Aðferðin þar að vera skiljanleg öðrum, og fær öllum sem vilja sannreyna hana. Vísindaleg aðferð. Gögnum safnað
E N D
Náttúrufræði 113 Kafli Inngangur Kennari Þorsteinn Barðason og Sæþór Ólafsson
Vísindi • Vísindi eru kerfisbundin aðferð til að afla fróðleiks að öðlast skilning á heiminum. Aðferðin þar að vera skiljanleg öðrum, og fær öllum sem vilja sannreyna hana
Vísindaleg aðferð Gögnum safnað Leitað nýrra tengsla Kenning-tilgáta sett fram Ályktanir dregnar af tilgátum Tilraunir og prófanir Kenningin verður viðurkennt lögmál Áður óútskýrð fyrirbæri útskýrð með kenningunni
Gert er ráð fyrir að í heiminum séu ákveðin lögmál sem hann fer eftir, þ.e. heimurinn er “rökréttur.” Ályktanir eru því dregnar út frá rökleiðslu og útreikningum og reynt er að finna almennar reglur. Í framhaldi af því er reynt að raða þekkingarbrotunum saman á ný og kemur þá gjarnan fram nýtt samhengi. Þannig verða til nýjar, heildstæðari kenningar sem skýra raunveruleikann betur en eldri kenningar. Vísindaleg aðferð, frh. • Í heimi vísindanna er yfirleitt tregða að taka upp nýjar kenningar nema gamlar kenningar séu komnar í þrot, sífellt flóknari útskýringar þarf fyrir þau fyrirbæri sem menn greina og nýja kenningin útskýrir með einfaldari hætti. • Þessi tregða hefur oft komið sér vel en einnig eru þekkt dæmi um að hún hafi staðið framförum fyrir þrifum.
Jarðvísindi Jarðvísindi fjalla um hinn lífvana hluta jarðarinnar og skiptast þau í nokkur undirsvið: • Veðurfræði, fjallar um lofthjúpinn. • Haffræði, fjallar um hafið og skiptist í hafeðlisfræði og hafefnafræði. • Jarðfræði, fjallar um jarðskorpuna og innri gerð jarðarinnar. • Jarðefnafræði, fjallar um efnasamsetningu bergs, vatns og lofts og hringrás efna á jörðinni. • Jarðeðlisfræði, notar aðferðir eðlisfræðinnar við rannsóknir á jörðinni, allt frá miðju hennar að ystu endimörkum.
Jarðvísindi Þau fjalla um hinn lífvana hluta jarðarinnar og skiptast þau í nokkur undirsvið: • Veðurfræði, fjallar um lofthjúpinn. • Haffræði, fjallar um hafið og skiptist í hafeðlisfræði og hafefnafræði. • Jarðfræði, fjallar um jarðskorpuna og innri gerð jarðarinnar. • Jarðefnafræði, fjallar um efnasamsetningu bergs, vatns og lofts og hringrás efna á jörðinni. • Jarðeðlisfræði, notar aðferðir eðlisfræðinnar við rannsóknir á jörðinni, allt frá miðju hennar að ystu endimörkum.
Innræn og útræn öfl • Á yfirborði jarðar ríkir stöðug barátta tveggja náttúruafla. • Innrænu öflin byggja upp löndin. Þau eiga upptök sín í orkunni sem kemur frá geislavirkum efnum í iðrum jarðar. Við sjáum þau í ýmsum myndum svo sem eldgos, jarðskjálfta og flekarek. • Útrænu öflin fá orku sína frá sólinni. Við sjáum þau í formi veðra, vinda, jökla og fl. Hlutverk þeirra er brjóta niður landið.