210 likes | 437 Views
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. FRAMSÖGN. Hvers vegna ætti að þjálfa framsögn? Til að auka sjálfsöryggi. Til að verða áheyrilegri. Til að aðrir njóti þess að hlusta á þig. Til að áheyrendur taki eftir því hvað þú segir en ekki hvernig . Það er skemmtilegt. .
E N D
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir FRAMSÖGN
Hvers vegna ætti að þjálfa framsögn? Til að auka sjálfsöryggi. Til að verða áheyrilegri. Til að aðrir njóti þess að hlusta á þig. Til að áheyrendur taki eftir því hvað þú segir en ekki hvernig. Það er skemmtilegt. Hvenær skiptir vönduð framsögn helst máli? Þegar þú tjáir skoðun þína. Þegar þú gerir grein fyrir niðurstöðum þínum. Í atvinnuviðtali. Í rökræðum. Við verkefnaskil. Í munnlegum prófum. Framsögn Getur þú nefnt fleiri atriði? Tal er lykill að samskiptum. Málbjörg / SKS
Hreyfing líkamsstaða líkamsburður spenna – slökun handahreyfingar augnsamband talfæri – tunga og varir Öndun þindaröndun – skoðaðu t.d. hvernig lítil börn anda Rödd spenna – slökun raddsvið raddstyrkur og styrkbreytingar blæbrigði – túlkun hraði Andaðu alveg niður í botn! Framsögn er samspil margra þátta Málbjörg / SKS
Mundu eftir að rétta úr þér! Líkamsstaða Rétt líkamsstaða skiptir alltaf miklu máli – líka við upplestur og ræðumennsku. Höfuð og axlir • gættu þess að líta upp og horfa framan í fólk • hafðu axlir slakar en ekki spenntar upp að eyrum • ímyndaðu þér spotta í hnakkanum á þér sem togar höfuðið upp Munnur • munnur og munnhol þurfa að opnast vel og eðlilega • varir mega ekki vera samanbitnar Magi og bak • andaðu alveg ofan í maga • gættu þess að setja magann ekki fram Fætur • hafðu fætur hvorki á iði né of stífa Málbjörg / SKS
Mótun málhljóða • Tal og öndun eru nátengd. • Loft myndar málhljóð þegar þú andar frá þér. • Fyrst og fremst tungan og varirnar sem móta málhljóðin. • Tunga og varir eru á stöðugri hreyfingu þegar þú talar. • Tungan færist upp og niður í munnholinu og ýmist þrengir fyrir loftstrauminn eða lokar alveg fyrir hann. • Varirnar eru stundum gleiðar. Þá teygist á þeim líkt og þegar þú brosir. • Stundum mynda varirnar stút eins og þú ætlir að kyssa einhvern. Getur þú sagt nafnið þitt og heimilisfang á einni innöndun? Málbjörg / SKS
Óskýrmæli og óvandaður framburður • Ástæður fyrir óskýrmæli eru t.d.: • Talað er of hratt, s.k. flausturmæli. • Talfærin eru hreyfð of lítið, t.d. varirnar. • Röddin er spennt of mikið. • Málhljóðin eru mótuð ónákvæmt. • Orð og setningar skreppa saman. • Muldrað er ofan í bringu. • Öndun og líkamsstaða er röng. Vissir þú að hægt er að sjá á líkamsburði þínum hvort þér líður vel eða illa? Málbjörg / SKS
Óskýrmæli – nokkur góð ráð • Hitaðu upp talfæri þín áður en þú tekur til máls. • Undirbúðu þig sérstaklega þegar þú þarft að ræða um eitthvað mikilvægt. • Gættu þess að tala með viðeigandi talhraða, ekki of hratt og ekki of hægt. • Gættu þess að áhersla sé á réttum stöðum. • Gættu þess að hrynjandin í máli þínu sé ekki of einhæf. • Forðastu tilgerð. Gættu þess, gættu þess, gættu þess . . . Málbjörg / SKS
dagblað dabla klósettið klósstið samgöngur sangöngur Íslendingar Ísledigar jafnvel Íssledingar morgun morgum aðallega / agalega ala þjóðleikhús þjóleikús hljóðfæri hljófæri þú veist þúst dagskrá dassgrá dagsetning dassníg handklæði hangklaði geðveikt gegt Óskýrmæli Algengt er að heyra þessi orð borin fram á eftirfarandi hátt: Kannast þú við svona framburð? Manstu eftir fleiri dæmum? Málbjörg / SKS
Ofvöndun • Þegar ætlunin er að vanda sig mikið og lesa eða tala skýrt falla sumir í þá gryfju að bera fram orðin eins og þau eru skrifuð, t.d. orðin djúpt, skipti, hreppti, húfa, bursti, margt, þurft og lófi. • Stundum er bætt inn í orð aukahljóðum. hæstur – hærstur (eða hæðstur) mánaðamót – mánaðarmót • Sumir bæta inn einhverju aukahljóði milli orða, draga seiminn. Þá verður framburðurinn á þessa leið: Sumir bæta-ö einhverju-u auka-i hljóði-u milli orða . . . Hefur þú einhvern tímann tekið eftir ofvöndun t.d. í útvarpi eða sjónvarpi? Málbjörg / SKS
Eðlilegt brottfall • Sérhljóð ætti alltaf að bera skýrt fram – með einni undantekningu, þ.e. í endingunni -unum sem eðlilegt er að bera fram -onum, með hljóði sem liggur milli o og u. • Ég heyrði þetta í fréttunum (fréttonum). • Við hittumst í réttunum (réttonum). Veltu fyrir þér fleiri orðum þar sem eðlilegt er að brottfall eigi sér stað. Hvað með orð eins og bursti, stjarna, þorskur og stærsti? Málbjörg / SKS
Orðaáhersla • Áhersla er alltaf á fyrsta atkvæði orðs í íslensku. • Gæta þarf þess að setja ekki aðaláherslu á annað eða þriðja atkvæði, t.d. í samsettum orðum. skoðanakönnun ekki skoðanakönnun alþingismennekki alþingismenn Íslendingur ekki Íslendingur verðbréfamarkaður ekki verðbréfamarkaður Svanhildurekki Svanhildur Rifjaðu upp fleiri sambærileg dæmi. Málbjörg / SKS
Hikorð • Notuð til að koma í veg fyrir þagnir. • Gefa til kynna óöryggi eða ónákvæmni. • Draga athyglina frá innihaldi þess sem sagt er. • Betra að gefa sér svolítinn tíma til að hugsa sig um. • Algeng hikorð eru sko, sem sagt (semst), þú veist, hérna, þarna, að. Ég hérna var að velta fyrir mér sko hvort þú gætir komið með mér í bíó hérna í kvöld og við sem sagt hist og þú veist hérna. . . Málbjörg / SKS
Öfugt flámæli Hið svokallaða öfuga flámæli er nýmæli og sumir vilja tengja það við mál unglinga. Það felst í því að bera fram hljóðið u þar sem eðlilegt er að bera fram ö. Sem dæmi má nefna eftirfarandi orð: öfugt ufugt flögur flugur sögur sugur börn burn töskur tuskur Bjössi Bjussi Hægt er að gera ýmiss konar æfingar til að koma í veg fyrir svona framburð. Endurtaktu nokkrum sinnum: a – u a – ö a – u a – ö bjart – björt Bjarni – Björn bara – buru Málbjörg / SKS
Einhljóðun tvíhljóða Sumum hættir til að bera fram einhljóð þar sem eðlilegt er að bera fram tvíhljóð. Skoðaðu vel eftirfarandi dæmi: hæstur hastur lækka lakka hækka hakka hærri harri austur ustur/östur heyrðu herðu hirðu hurðu grænmeti grammeti stóll stoll Varstu hakkaður á prófinu? Nei, ég var víst lakkaður! Málbjörg / SKS
Síminn talhólf – símsvari Sumir tala mjög óskýrt í síma þannig að erfitt er heyra það sem þeir segja. Sumir gleyma líka að bera upp erindið á viðeigandi hátt eða að kynna sig. Hvers þarf að gæta? • vera kurteis • tala hvorki of hægt né of hratt • vera skýrmæltur • vera hnitmiðaður • vera kurteis Hefur þú æft þig í að taka upp rödd þína á símsvara og hlusta á hana? Málbjörg / SKS
Talfærin röddin – raddböndin Upphitun Talfærin þarf að hita upp og þjálfa eins og vöðva. Margs konar æfingar henta í því sambandi. Hægt er að gera æfingar fyrir varir, tungu og kjálka, öndunar- og slökunaræfingar og margt fleira. Hlusta og skoða Gott er að æfa sig fyrir framan spegil. Einnig er mjög góð leið að nota upptökutæki og hlusta á eigin rödd og framburð. Gagnrýni Þegar þú undirbýrð þig fyrir upplestur er góð aðferð að lesa upp fyrir aðra og biðja þá að benda þér á það sem betur má fara. Málbjörg / SKS
Talfærin – æfingar – • Andvarpa hressilega, gjarnan með hljóðum. • Geispa og teygja vel úr sér í leiðinni. • Geispa með lokaðan munninn. • Puðra – eins og hestur. Gjarnan reyna að ná lagi. • Raula tónstigann með lokaðan munninn. Byrja neðst og hækka smám saman tóninn: do – re – mí – fa – so – la – tí – do • Kyssa/brosa-æfingin. Fyrst er settur stútur á varirnar og munnvikin síðan teygð í átt að eyrum. Þetta er endurtekið mörgum sinnum; kyssa – brosa – kyssa – brosa. • Endurtaka saman í kór t.d. ú – í, mú – mí, sú – sí … Málbjörg / SKS
Talfærin – æfingar – • Teygja tunguna upp á nefbroddinn og niður á höku. • Sveifla tungunni milli munnvikanna. Reyna að fara mjög hratt. • Sveifla tungunni milli tannbergs og tanna. Ágætt er að láta eins og verið sé að segja eitthvað. • Búa til kúlu út í kinnar með tungunni. • Renna tungunni fram og aftur um munnholið, yfir allar tennur, framan og aftan við þær. • Smella í góm, reyna að ná lagi, t.d. Gamla Nóa. • Þykjast vera með tyggjó, jafnvel blása kúlur. Málbjörg / SKS
Öndun og líkamsburður – æfingar – • Þefaðu af ímynduðu blómi. Dragðu andann alveg niður í botn! • Teygðu úr þér og hafðu hendur meðfram síðum. Ímyndaðu þér spotta sem festur er í hvirfilinn og togar höfuðið upp. • Dragðu djúpt andann þannig að maginn þenjist út. Gættu þess að axlirnar lyftist ekki. Dragðu inn kviðinn og reyndu að láta hökuna snerta bringuna. • Liggðu á gólfinu með fætur örlítið í sundur, iljar í gólfi og hendur niður með síðum. Andaðu djúpt og finndu hvernig maginn lyftist og hnígur. Prófaðu að setja t.d. bók á kviðinn og lyfta henni upp þegar þú andar að þér. Málbjörg / SKS