1 / 19

Fjárfestingarsvið Íslandsstofu

Fjárfestingarsvið Íslandsstofu. SUÐURLAND – hvorki meira né minna 29. apríl 2011 Arnar Guðmundsson. Hlutverk Fjárfestingarsviðs. Markmiðið er að fá til landsins beina erlenda fjárfestingu, í samræmi við stefnu stjórnvalda.

kaloni
Download Presentation

Fjárfestingarsvið Íslandsstofu

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. FjárfestingarsviðÍslandsstofu • SUÐURLAND – • hvorki meira né minna • 29. apríl 2011 • Arnar Guðmundsson

  2. Hlutverk Fjárfestingarsviðs • Markmiðið er að fá til landsins beina erlenda fjárfestingu, í samræmi við stefnu stjórnvalda. • Helstu áherslur:Skapa Íslandsstofu sterka stöðu sem vettvangur ólíkra hagsmunaaðila um fjárfestingarverkefni. Beina kröftum að tilteknum verkefnum sem nýta styrk og samkeppnishæfni landsins. Starfrækja upplýsingaþjónustu innan Íslandsstofu fyrir erlenda fjárfesta og íslensk fyrirtæki í leit að erlendri fjárfestingu.

  3. Verkefni Fjárfestingarsviðs • Markaðs- og kynningarmál • Upplýsingavefur • Útgáfur • Ráðstefnur, sýningar, viðskiptasendinefndir • Upplýsingamiðlun og þjónusta • Svara fyrirspurnum og óskum um sértækar upplýsingar • Skipuleggja heimsóknir og fundi • Aðstoða við samskipti við opinbera aðila • Ráðgjöf um stefnumótun og áherslur • Greining á styrkleikum og samkeppnisstöðu • Tillögur til stjórnvalda um áherslur • Samstarf við aðra aðila um kynningar og greiningarvinnu

  4. Mikilvægi erlendra fjárfestinga • Fjármagn til uppbyggingar sem kemur til lengri tíma • Fjárfestirinn tekur stöðu með verkefninu • Eykur fjölbreytni og fjölgar stoðum undir atvinnulífinu • Ný þekking, tækni eða markaðsaðgangur • Verðmætasköpun og auknar útflutningstekjur • Mikilvæg litlum og opnum hagkerfum • Flest ríki leggja áherslu á að fá erlenda fjárfestingu

  5. Mikilvægi erlendra fjárfestinga • Erlend fjárfesting eða samkeppnishæfir útflutnings-atvinnuvegir er ekki markmið í sjálfu sér heldur hluti af því að byggja upp samkeppnishæf lífskjör og lífsgæði

  6. Staðan á Íslandi • Fjárfestingarsvið og iðnaðarráðuneyti fengu PriceWaterhouseCooper í Belgíu til að taka út stöðuna • Bein erlend fjárfesting er minni en í flestum viðmiðunarlöndum • Að mestu stöku stórverkefni í orkufrekum iðnaði 26% að teknu tilliti til eignarhaldsfélaga íslenskra aðila erlendis

  7. Samkeppnisstaða Íslands • Endurnýjanleg orka • Afhendingaröryggi orku • Orkuverð og samningar til lengri tíma • Sterkir innviðir, samgöngur og samskipti • Evrópskt regluverk • Staðsetning milli tveggja sterkustu markaða heims • Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu • Tækni- og menntunarstig, tungumálaþekking • Landrými • Lífsgæði og öryggi

  8. Áherslur fjárfestingasviðs • Samkeppnisgreiningar fyrir ákveðnar atvinnugreinar • Hafa hag af staðsetningu hér á landi • Eru áhugaverðar fyrir atvinnuuppbyggingu á Íslandi • Dæmi um greiningar frá síðustu árum: • Framleiðsla koltrefja • Efnaferlar sem nýta orkustrauma jarðvarmavera • Klórbyggð efnaferli sem nýta græna orku og jarðgufu • Minkarækt • Gróðurhús í iðnaðarskala • Gagnaver • Tölvuleikjaframleiðsla • Líftækni • Skattaumhverfi fyrir eignarhaldsfélög

  9. Dæmi um aukna fjölbreytni • Nimblegen sinnir stofnfrumurannsóknum og þjónustu við alþjóðleg lyfjafyrirtæki • Framestore annast eftirvinnslu kvikmynda • Íslenska Kísilfélagið ehf. framleiðsla á kísilmálmi í Helguvík; í meirihlutaeigu bandarískra aðila • Minkabú í Héraðsdal í Skagafirði; í eigu danskra aðila • Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal; í eigu írskra aðila • Verne Global, gagnaver í byggingu; í eigu bandarískra og íslenskra aðila • Carbon Recycling int. Undirbýr framleiðslu á umhverfisvænu metanoli; í eigu íslenskra og bandarískra aðila • Orf Líftækni; sótti erlent hlutafé til nýrrar starfsemi á árinu 2010 • Brammer Ísland ehf. er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði viðhaldsþjónustu (MRO).

  10. Sóknarfæri á næstu árum • Kísill – silicon; örflögur og sólarsellur, vaxandi eftirspurnFyrstu þrjú skrefin mjög orkufrek og hrein orka kostur • Kísilver – framleiða um 98% hreinan kísilmálm úr silicon grjóti • Hreinkísilver – framleiða nær 100% hreinan kísil (polysilicon) • Ingot framleiðsla – hreinkísill í gasformi látinn krystallast í stangir • Flögur skornar út • Koltrefjar – framleiðslukostnaður að lækka, eftirspurn þar sem léttleiki og styrkur þurfa að fara saman • Plast- eða rayon þráður er hitaður í 1000°-3000° C án súrefnis • Brennur ekki heldur losar burt öll atómönnur en hreint kolefni (carbon)

  11. Sóknarfæri á næstu árum • Gagnaver – þörfin margfaldast og sterk krafa um hreina orku eða orkusparnað • Höfum græna orku • Loftslag og kalt vatn draga úr kæliþörf sem er um 50% af orkunotkun • Öflugar tengingar við umheiminn, Farice, Danice, Grænland +? • Tækniþekking og menntun • Minkarækt – vaxandi eftirspurn og strangar kröfur • Styrkleikar Íslands eru m.a. mikil reynsla þeirra bænda sem enn starfa, hentugt loftslag, aðgengi að heitu og köldu vatni, landrými, vannýttar fóðurstöðvar, verð á fóðri, sjúkdómalaus bú • Þrjú kjarnasvæði: Suðurlandsundirlendið, Skagafjörður, Vopnafjörður • Mikill áhugi erlendra aðila. Eitt skagfirskt bú í danskri eigu

  12. Sóknarfæri á næstu árum • Gróðurhús í iðnaðarskala – eiturefnalaus framleiðsla • Nýta raforku, heitt vatn og koltvísýring frá jarðvarmaverum • Landrými og möguleiki á beintengingu við orkuver • Útflutningsmiðað – nýta sem tækifæri, ekki ógn • Heilbrigðistækni – heilsutengd ferðaþjónusta • Aðgerðir, sbr. Prima Care • Endurhæfing og heilsuefling sbr. heilsuþorp • Leitað að sérstöðu – hreint loft, jarðvarmi, hreinleiki matar, útivist

  13. Sóknarfæri á næstu árum • Gróðurhús í iðnaðarskala – eiturefnalaus framleiðsla • Nýta raforku, heitt vatn og koltvísýring frá jarðvarmaverum • Landrými og möguleiki á beintengingu við orkuver • Útflutningsmiðað – nýta sem tækifæri, ekki ógn • Heilbrigðistækni – heilsutengd ferðaþjónusta • Aðgerðir, sbr. Prima Care • Endurhæfing og heilsuefling sbr. heilsuþorp • Leitað að sérstöðu – hreint loft, jarðvarmi, hreinleiki matar, útivist

  14. Hvernig nýtum við sóknarfærin? • Skapa sátt og skilgreina hvað við viljum • Marka stefnu • Efla verkfærin og auka samstarf

  15. Hvernig erlend fjárfesting? • Þurfum að skapa sátt um erlenda fjárfestingu • Skilgreining er því mikilvæg, ekki bara til að skapa sátt heldur einnig til að nýta takmarkaða fjármuni • Sóst er eftir beinni erlendri fjárfestingu sem felur í sér stofnun og uppbyggingu nýs fyrirtækis frá grunni, stækkun á starfandi fyrirtæki eða samruna við erlent fyrirtæki þar sem til verður aukin framleiðsla, ný þekking, ný aðstaða, ný störf og/eða ný verðmæti til lengri tíma

  16. Tengja saman í sterkan fókus • Leggja áherslu á atvinnugreinar og svið sem: • eru þekkingarmiðuð og beita nýjustu tækni • eru umhverfisvæn – valda lítilli mengun lofts, jarðvegs eða vatns • eru orkuháð og greiða hlutfallslega hátt verð fyrir orku • þurfa hlutfallslega mikið landrými • byggja á styrkleikum lands og þjóðar svo sem viðskiptasamningum, umhverfi, legu landsins, auðlindum og menntun • Samnefnaranum má lýsa með orðunum ORKA, NÁTTÚRA, ÞEKKING

  17. Hvernig nýtum við sóknarfærin? • Margt í deiglunni • Íslandsstofa skapar ný sóknarfæri • Rammalöggjöf um ívilnanir vegna nýfjárfestinga (ESA) • Heildstæð orkustefna – tillaga komin fram • Atvinnustefna Ísland 20/20 • Framtíðarsýn Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja • Endurmótun stoðkerfis atvinnulífsins – ítarleg skýrsla • Stefna stjórnvalda varðandi erlendar fjárfestingar í mótun í fyrsta sinn

  18. Nýta deigluna til aukins samstarfs • Fjárfestingarsvið Íslandsstofu verði fyrsti hlekkur í keðju • Almenn markaðssetning og upplýsingagjöf til fjárfesta • Bein tengsl við stoðkerfi atvinnulífsins – gagnkvæm upplýsingamiðlun • Svæðisbundnar upplýsingar frá heimamönnum • Svæðisbundið atvinnuþróunarstarf er annar hlekkurinn • Greina tækifæri á sínum svæðum • Staðsetningarkostir og upplýsingar um orku, mannafla ofl. • Nýtist fyrir allar fjárfestingar, ekki bara erlendar • Allra hagur að ná sem mestri samlegð úr starfinu • Tengist atvinnu- og byggðaþróun í heild, opinberru stefnumótun og stoðkerfi atvinnulífsins

  19. FjárfestingarsviðÍslandsstofu • Við hlökkum til að eiga • frekara samstarf við • Sunnlendinga

More Related