60 likes | 259 Views
Um Íslendingasögur. Veraldlegar sögur sem fjalla um Íslendinga á tímabilinu frá landnámsöld til fyrri hluta 11. aldar, þ.e. fyrir ritöld. Sögurnar hafa ekki varðveist í upprunalegri mynd heldur í afritum. Ekki eru til neinir frumtextar. Ekkert er vitað um höfunda sagnanna.
E N D
Um Íslendingasögur • Veraldlegar sögur sem fjalla um Íslendinga á tímabilinu frá landnámsöld til fyrri hluta 11. aldar, þ.e. fyrir ritöld. • Sögurnar hafa ekki varðveist í upprunalegri mynd heldur í afritum. Ekki eru til neinir frumtextar. • Ekkert er vitað um höfunda sagnanna. • Ekki er vitað um tilganginn með ritun sagnanna. • Sögurnar eru séríslensk fyrirbrigði. Ekki eru til erlendar hliðstæður, hvorki að efni, formi né stíl. • Sumar sagnanna hafa varðveist í skinnhandritum en aðrar eingöngu í pappírshandritum. Mörg handrit af sömu sögu bendir til vinsælda hennar. • Meðal þekktustu og bestu handritanna er Möðruvallabók sem er skrifuð um miðja 14. öld. Málbjörg / SKS
Um Íslendingasögur • Efni sagnanna er yfirleitt einhvers konar hetjusögur og nær alltaf er sagt frá mannvígum og sáttum eftir þau. • Sæmdin er þungamiðja í hugmyndaheimi sögunnar. Sá sem taldi sig beittan óréttlæti varð sjálfur að grípa til hefnda til að verja sæmd sína. • Örlagatrúin rak menn til þess að rækja þær skyldur sem krafist var af þeim. • Spennan í sögunum snýst ekki um það hvort menn eigi að hefna heldur hvernig þeir gera það. • Ættartengsl skiptu miklu máli á þeim tíma sem segir frá í sögunum. Hefndarskyldan var mjög mikilvæg og flókin ættartengsl gátu skapað vandamál. • Ástríður og tilfinningar sögupersónanna eiga örlagaríkan þátt í atburðarásinni. Málbjörg / SKS
Stíll Íslendingasagna Hlutlægni: Ekki er tekin tilfinningaleg afstaða til mála – aðeins sagt frá því sem heyrist og sést. Lesandinn er þó sjaldnast í vafa um með hverjum hann á að halda. Samtöl: Samtöl sögupersóna er drjúgur hluti sagnanna. Mál sögupersónanna er oft meitlað og margar frægar setningar eru í dag notaðar sem málshættir. Setningarleg einkenni: Stíllinn einkennist af aðalsetningum en ekki undirskipuðum aukasetningum. Það hefur lengi þótt vera góð fyrirmynd og fallegri stíll en flóknar setningar hins „lærða“ stíls sem oft má sjá hjá seinni tíma mönnum. Fyrirboðar: Mjög algengt er í Íslendingasögum að gefið er í skyn löngu áður hvernig sagan fer t.d. gefa draumar og alls kyns fyrirboðar til kynna stórviðburði. Stundum eru menn skyggnir og sjá allt fyrir. Fyrirboðunum er ætlað að draga úr óvissu lesandans um það hvort sagan muni enda vel eða illa en þess í stað er spennunni beint að því hvernig, hvenær og hvers vegna allt fer eins og það fer. Málbjörg / SKS