1 / 46

Einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir

Einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. M á lþing á Dalv í k. Hafsteinn Karlsson, 11. n ó vember 2006. Starfið í skólanum. Bóknám 70% - l á gmark. Íþróttir, listir, verknám 30% - h á mark. 7. bekkur - íþróttir, listir, verknám 11 kennslustundir

kathleen
Download Presentation

Einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir Málþing á Dalvík Hafsteinn Karlsson, 11. nóvember 2006

  2. Starfið í skólanum Bóknám 70% - lágmark Íþróttir, listir, verknám 30% - hámark 7. bekkur - íþróttir, listir, verknám 11 kennslustundir - rétt um 2 kennslustundir á dag 7. bekkur - bóknám 24 kennslustundir - um 5 kennslustundir á dag Heimanám - bóklegt Á 9. og 10. bekk hækkar hlutfall bóknáms í skólastarfinu t.d. 30 stundir af 37 eða rúmlega 80% Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  3. Áherslur í náminu Íslenska Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  4. Dæmi Ástandið batnaði fljótt. Mér batnaði fljótt. Hvaða málfræðilegi munur er á undirstrikuðu sögnunum? • Fyrri sögnin er í germynd en seinni í þolmynd. • Fyrri sögnin er í viðtengingarhætti en seinni í framsöguhætti. • Fyrri sögnin er ópersónuleg en seinni persónuleg. • Fyrri sögnin er persónuleg en seinni ópersónuleg. Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  5. Annað dæmi Í Íslenskri orðabók (2002) stendur bragur - s/-ar, - ir kk. Af þessu má lesa að orðið bragur • beygist ýmist sterkt eða veikt. • hefur tvenns konar eignarfall. • hefur tvenns konar fleirtölu. • hefur tvenns konar nefnifall. Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  6. Þriðja dæmið Hlaupið hefur líklega náð hámarki. Hvaða setningarhluti er undirstrikaða orðið? • andlag • frumlag • sagnfylling • umsögn Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  7. Og eitt dæmi enn Leggja þarf spýtu ofan átvo staura. Þeir eru báðir í lóðréttri stöðu. Hærri staurinn er 8 metrar á hæð en sá lægri er 3 metrar á hæð. Bilið milli stauranna er 12 metrar. Hvað þarf spýtan að vera löng? Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  8. Inntökuskilyrði í framhaldsskóla • námsárangur á samræmdum lokaprófum • skólaeinkunnir við lok grunnskóla eftir því sem við á. • samræmd próf a. m. k. í íslensku og stærðfræði, • bóknámsbrautir framhaldsskóla - a. m. k. fjögur samræmd próf Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  9. Einhæf vinna nemenda 70 -80 % skólatímans eru nemendur í bóknámi Bóknámið byggist á því að lesa og skrifa Kennsluaðferðir í bóknámi fremur einhæfar Bóknámið miðast við einhæfar vinnustellingar Bóknámið gefur litla möguleika á sveigjanleika í vinnu Nemendur hafa fremur lítið um starf sitt að segja Litlir möguleikar á vali á viðfangsefnum Nemendur hafa ekki val um hvort þeir eru í þessari vinnu eða ekki Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  10. Er skólinn skemmtilegur vinnustaður? Ekki fyrir alla Þeim sem standa höllum fæti í bóknámi leiðist Þeim sem eiga erfitt með einbeitingu og athygli leiðist Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  11. Þjást nemendur af streitu? Sýnt hefur verið fram á, að streita er áleitin meðal þeirra, sem vinna einhæf störf, þar sem þeir ráða litlu um framvindu mála og njóta lítils frumkvæðis. “Vellíðan í vinnunni” Fræðslurit Vinnueftirlitsins Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  12. Glíma nemendur við kulnun? Leiðindi í vinnunni hafa tilhneigingu til að draga úr framkvæmdavilja utan vinnu. Mikil líkindi eru til að þeir sem njóta sín í vinnunni verji frítímanum til uppbyggilegra athafna. Ef fólki finnst það ekki geta uppfyllt þær kröfur, sem til þess eru gerðar, starfið er því ofviða, fullnægir því ekki á einhvern hátt eða stjórnuninni er áfátt, gerir þreyta, sljóleiki og depurð vart við sig. Slík uppgjöf í starfi er kölluð kulnun. Vanlíðanin getur komið fram í líkamlegum einkennum. Einstaklingurinn er þá oft kominn í öngstræti og sér stundum enga leið aðra en hætta í vinnunni. “Vellíðan í vinnunni” Fræðslurit Vinnueftirlitsins Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  13. Við erum það sem við gerum Starfið er hluti af sjálfsmynd okkar. Það er mikilvægt fyrir fólk að vera í starfi, sem hefur tilgang bæði í augum einstaklingsins sjálfs og umhverfisins. Staða mannsins innan vinnustaðarins skiptir máli. “Vellíðan í vinnunni” Fræðslurit Vinnueftirlitsins Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  14. Er skólinn góður vinnustaður Einkennandi fyrir góðan vinnustað er að vinnufélagarnir bera traust hver til annars, finna til samhygðar og hafa umburðarlyndi gagnvart sérkennum náungans. Starfshópurinn getur því aðeins unnið vel saman og þróast, að þekking, geta og sköpunarhæfni einstaklinganna nýtist eins og best verður á kosið. Í góðum starfshópi veit hver og einn til hvers er ætlast af honum og hvaða stöðu hann hefur í hópnum. “Vellíðan í vinnunni” Fræðslurit Vinnueftirlitsins Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  15. Er skólinn góður vinnustaður Á góðum vinnustað ríkir lýðræði, fólk þorir að vera það sjálft og býr ekki við ótta og öryggisleysi. Vandamál eru rædd í vinsemd og til þess að leysa þau, en ekki til að koma höggi á sökudólg. Fjallað er um markmiðin og ákvarðanir teknar í samráði við starfsmenn. Miðað er að því að fólk þroskist og endurnýi sig í starfi, geti notið hæfileika sinna og þekking og færni hvers og eins sé metin að verðleikum. Samstarfsmenn gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum. “Vellíðan í vinnunni” Fræðslurit Vinnueftirlitsins Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  16. Vinnugleði Ef kröfurnar sem gerðar eru til einstaklingsins í vinnunni samsvara hæfileikum hans og áhuga, eru mestar líkur á að hann njóti sín í vinnunni og skili jafnframt góðu verki. Þegar að sjálfri vinnunni kemur skiptir miklu máli, að erfiðið skili árangri, að menn fái viðurkenningu fyrir vel unnið starf og að vinnan sjálf hafi tilgang. “Vellíðan í vinnunni” Fræðslurit Vinnueftirlitsins Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  17. Dómur grunnskólans Skólinn dæmir börnum tap eða sigur Þeir sem sigra eru á grænni grein Þeir sem tapa eru úti í kuldanum Eru forsendurnar réttar? Eru mælitækin rétt? Er hægt að flokka börn með þeim hætti sem skólinn gerir? Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  18. Skólinn okkar á að... • byggja á styrkleikum sérhvers nemanda • vera með fjölbreytt námstilboð • meta nemendur á þeirra forsendum • leggja áherslu á gott og afslappað andrúmsloft • útskrifa agaða, gagnrýna, hugmyndaríka, skapandi einstaklinga með áræði og þor til að takast á við ný verkefni Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  19. Góð viðhorf til nemenda • öll börn eiga rétt og kröfu til góðrar og uppbyggilegrar skólavistar • engum nemanda er ofaukið • allir eru góðir í einhverju Skólinn á ekki að flokka börn í góða nemendur og lélega – slíkt á ekki við Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  20. málgreind rök- og stærðfræðigreind rýmisgreind líkams- og hreyfigreind tónlistargreind samskiptagreind sjálfsþekkingargreind umhverfisgreind Fjölgreindakenningin hefur áhrif á viðhorf til nemenda, kennslu, kennsluaðferða og hvað námsárangur er Fjölgreind Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  21. Einkenni nemenda sem kennari getur tekið mið af í einstaklingsmiðun Að minnsta kost þrennt í fari nemenda hvetur kennara til þess að hafa fjölbreytni í kennsluháttum. • Námsgrunnur. Að nota einstaklingsmiðun sem svar við ólíkum námsgrunni nemenda er gert með því að kennarinn hafi í boði námsval sem byggist á misjöfnum þyngdarstigum. • Áhugi. Kennari tengir námsmarkmið við þá iðju sem vekur áhuga nemenda. • Námsnið. Í einstaklingsmiðun sem nýtt er til þess að bregðast við misjöfnu námsniði nemendanna tekur kennarinn mið af námsaðferðum, hæfileikum nemenda og greind. Carol Ann Tomlinson og Susan Demirsky Allan, 2000, Leadership for differentiating schools & classrooms Sjá þýðingu á slóðinni: http://clik.to/skolamat Lykilorð: valdimarogsif Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  22. Einstaklingsmiðað nám er ekki... • nýtt fyrirbæri • einstaklingskennsla • einstaklingsnámskrá fyrir alla • stöðug hópavinna • eitthvað sem verður til af sjálfu sér • eitthvað sem allir eru hvort eð er að gera eða hafa alltaf verið að gera • bara að allir séu á misjöfnum stað í kennslubókum Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  23. Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  24. Kraftmikið námssamfélag í hverri kennslustofu Markmiðið er að í kennslustofunni fái sérhver nemandi að njóta sín á eigin forsendum Virðing fyrir nemendum og traust til þeirra hámarkar möguleika þeirra til að ná sem bestum árangri Kennarinn býr nemendum sínum örvandi námsumhverfi þar sem hver og einn getur nálgast námið þannig að best henti honum Allir nýta tímann vel til náms Fjölbreytt vinnubrögð - fjölbreytt viðfangsefni Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  25. Fjölbreytni í kennsluaðferðum, námframboði, nálgunum og mati á nemendum er grundvallaratriði. List- og verknám skipar veglegan sess í skólum sem leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  26. Kenningin um flæði Csikszentmihalyi setti fram kenninguna um flæði. Flæði er þegar einstaklingur er svo niðursokkinn og gagntekinn af viðfangsefni sínu að hann gleymir stað og stund og öllu öðru en viðfangsefninu sjálfu. Flæði er svo ánægjuleg tilfinning að þeir sem lenda í því eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu til að upplifa það aftur. Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  27. Hvernig tilfinning er flæði? • Fullkomlega flæktur í viðfangsefnið, fókuseraður og einbeittur • Tilfinning algleymis – utan við raunveruleika hversdagsins • Mikil skýrleiki í hugsun – veit hvað þarf að gera og hvernig gengur • Vitneskja um að hægt er að leysa viðfangsefnið – færni er fullnægjandi og hvorki kvíði né leiðindi til staðar • Tilfinning rósemdar – engar áhyggjur af sjálfum sér • Tímaleysi – algjörlega fókuseraður á núið, tekur ekki eftir að tíminn líður • Innri áhugahvöt – hvað sem framleiðir flæði verður eigin umbun Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  28. Flæði Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  29. Allir nemendur sækjast eftir viðurkenningu • ég er viðurkenndur hér og ég má vera eins og ég er • ég er öruggur hér eins og ég er • það er hlustað á mig • fólk veit hvernig ég er og það skiptir máli • áhugamál mín og sjónarmið eru viðurkennd • fólk hefur trú á mér Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  30. Allir nemendur vilja gefa af sér • ég skipti máli á þessum stað og í þeirri vinnu sem hér er unnin • ég hef færni, hæfileika og sjónarmið sem ég legg fram hér • ég hjálpa öðrum og bekkurinn sem heild nær árangri • ég tengist öðrum í gegnum sameiginlega vinnu og sameiginleg markmið Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  31. Skilningur • það sem ég læri gagnast mér núna • það sem ég vel stuðlar að velgengni minni • ég veit til hvers er ætlast af mér • ég veit hvaða gæðakröfur eru hér og hvernig á að standast þær • ég get reitt mig á stuðning sem skiptir mig máli Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  32. Tilgangur • ég skil hvað við erum að gera hér • ég átta mig á mikilvægi þess • vinna okkar skiptir aðra máli • vinnan á hug minn allan Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  33. Allir nemendur vilja ögrun • vinnan hérna bætir upp og eykur hæfileika mína • hún reynir á mig • ég legg mig fram • ég er ábyrgur fyrir eigin vexti og að leggja eitthvað fram til þess að aðrir vaxi • ég geri hluti hér sem ég vissi ekki að ég gæti Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  34. Kennarinn tekur vel á móti • ég virði þig eins og þú ert • mig langar að kynnast þér • þú ert einstakur og mikilvægur • ég hef tíma fyrir þig • þetta er staður fyrir þig • við þurfum á þér að halda hérna • mitt starf er að hjálpa þér að ná árangri • þegar ein leið virkar ekki eru til aðrar sem við getum fundið • finnum út hvað hentar best • það eru engar afsakanir hér en það er stuðningur • það er ekkert lokamark í námi Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  35. Árangursrík kennsla Kennari Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  36. Litið til nemenda • hvað þarf ég að vita um nemendur mína sem einstaklinga, sem hóp? • hvað veit ég nú þegar? • hvernig eru þeir í lestri, ritun? • hversu vel skilja þeir þegar þeir hlusta? • hvað er erfiðast fyrir þá í skólanum? • hvernig er félagsleg staða þeirra? • hvaða áhrif hefur kynjamunur á nám þeirra? • hvað vita þeir um það sem þeir eru að fara að læra? • hver eru áhugamál þeirra? • hvernig vinna þeir best? • hvað stuðning fá þeir utan skólans? • hver eru viðhorf þeirra til námsins og skólans? Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  37. Skýr námskrá, markmið • um hvað fjallar viðfangsefnið? • af hverju á að taka það fyrir? • hvernig tengist það lífi nemenda? • hvað myndi sérfræðingur segja að væri kjarninn í viðfangsefninu? • hvernig hjálpar viðfangsefnið nemendum að skilja námsgreinina betur? • hvað eiga nemendur að vita, skilja og geta gert eftir hverja kennslustund, að námi loknu? • hvaða spurninga á að spyrja um viðfangsefnið? • hver eru lykilhugtökin? • hvað eru sérfræðingar að gera í þessu viðfangsefni? • hvað vekur áhuga nemenda á viðfangsefninu? Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  38. Sveigjanleiki í stjórnun • hvernig get ég notað tímann betur? • hvernig get notað rýmið á sveigjanlegan hátt? • hvernig get ég notað námsefni betur? • hvernig get ég hjálpað nemendum að skilja og virða þarfir sínar? • hvernig bý ég til tíma til að vinna með litlum hópum? • hvernig bý ég til/stuðla ég að ögrandi og hvetjandi viðfangsefnum fyrir einstaklinga og hópa? • hvernig get ég hjálpað nemendum til að vinna ötullega í kennslustofunni? • hvernig stuðla ég að sjálfstæði nemenda? • hvernig geri ég nemendur að samherjum mínum í náminu? • hvernig held ég utan um markmið og framfarir? • hvernig stuðla ég að ásættanlegum “hávaða” og hreyfingu í skólastofunni? Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  39. Nota árangursríkar kennsluaðferðir • hvernig get ég vakið áhuga nemenda? • Hvernig get ég deilt hugmyndum með nemendum? • Hvernig get ég lagt viðfangsefnið fyrir nemendur? • hvernig get ég tekið tillit til ólíkrar þekkingar nemenda á viðfangsefninu? • hvernig get ég hvatt til gagnrýninnar og skapandi hugsunar? • hvernig get ég stutt við lestur nemenda, ritun? • hvernig get ég kennt þeim að auka gæði vinnu sinnar? • hvaða kennsluaðferðir þjóna best markmiðum kennslustundarinnar/viðfangefnisins? Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  40. 17 grunnatriði • Hafðu sterk rök fyrir að taka upp einstaklingsmiðað nám, • Byrjaðu einstaklingsmiðun á þeim hraða sem þér finnst þægilegur • Mismunandi tímafrek verkefni til að stuðla að árangri nemenda • Hafið til taks viðfangsefni sem nemendur geta gripið til þegar þeir eru búnir með sína vinnu • Vandið fyrirmæli til nemenda • Skiptið nemendum í hópa eða sæti með hljóðlegum og smurðum hætti • Hafið heimastöð fyrir nemendur • Tryggðu að nemendur geti leitað aðstoðar þegar þú ert upptekinn með öðrum nemanda eða hóp • Lágmarkið hávaða • Búðu til áætlun fyrir nemendur til að fara yfir vinnu Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  41. 17 grunnatriði • Kennið nemendum að endurraða húsgögnum • Dragið eins og kostur er úr óþarfa “rápi” • Stuðlaðu að því að nemendur haldi sig vel að vinnu • Hafðu áætlun fyrir þá sem eru fljótir að klára • Vertu með áætlun um hvernig þú færð alla til að skila verkefnum innan tilskilins tíma • Láttu nemendur þína bera eins mikla ábyrgð á námi sínu og kostur er • Hvettu nemendur þína til að ræða um vinnuna í kennslustofunni og árangur hópsins. (Carol Ann Tomlinson Differentiate Instruction in Mixed-Ability Classroom, bls. 32-38) Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  42. Hvað geri ég þegar ég er búinn? Áttu einhverjum verkefnum ólokið? Ef ekki veldu þá eitthvað að eftirtöldum verkefnum: • Æfðu fingrasetningu • Haldu áfram með sögu sem þú ert að skrifa • Myndskreyttu sögu sem þú ert búinn með • Farðu í stærðfræðispil • Skrifaðu í skriftarbókina • Lestu • Hjálpaðu öðrum Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  43. Fyrirlestur Hópvinna Sagnalist Lausnaleit Hugarflug Sjónsköpun Leitaraðferð Efniskönnun Vettvangsferð Verklegar æfingar Hermileikur Púslaðferð Sýnikennsla Málstofa Samræðuaðferð Þankahríð Leikræn tjáning Endurtekningaraðferð Söguaðferð Sýning Helstu kennsluaðferðir (Litróf kennsluaðferðanna) Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  44. 13 algengustu kennsluaðferðirnar Rannsókn IS á miðstigi grsk. Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  45. Vinnubókarkennslan Ingvar Sigurgeirsson Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

  46. Breytt til einstaklingsmiðaðs náms Hafsteinn Karlsson - einstaklingsmiðað nám

More Related