100 likes | 307 Views
Að skrifa hlutföll. Hlutföll. Hugtakið hlutfall kemur oft fyrir í samræðum manna. T.d. tala: 1) Jeppafólk um drifhlutföll. 2) Áhugafólk um tísku um hlutföll í mannslíkamanum. 3) Skátar um hlutföll í fánanum og skjaldarmerkinu.
E N D
Að skrifa hlutföll Hlutföll Hugtakið hlutfall kemur oft fyrir í samræðum manna. T.d. tala: 1) Jeppafólk um drifhlutföll. 2) Áhugafólk um tísku um hlutföll í mannslíkamanum. 3) Skátar um hlutföll í fánanum og skjaldarmerkinu. 4) Matreiðslufólk um að stækka eða minnka uppskriftir. Fólk spáir einnig fyrir um þróun miðað við rétt hlutfall og ber saman hlutföll.
Hlutföll Hlutföll Talað er um tvennskonar hlutföll: 1) Hlutfall af heild 2) Hlutfall milli hópa Dæmi: Í 20 manna hópi eru 8 börn og 12 fullorðnir. Finndu bæði þessi hlutföll hér að ofan. 1) Hlutfall barna af heild er: 8/20 (Stytt 2/5) 2) Hlutfall milli hópa er: 8:12 (Stytt 2:3)
Hlutföll Hversu stór hluti af bekknum eru strákar? Hvert er hlutfallið milli stráka og stelpna í bekknum?
Hlutföll Hver er munurinn á: ¼ eða 1:4 ?
Jafngild hlutföll Hlutföll Jafngild hlutföll: 12:4 og 3:1 eru kölluð jafngild. Til að finna jafngild hlutföll deilum við í báða hluta með sömu tölunni eða margföldum með sömu tölunni.
Hlutföll Leysum þetta dæmi: Jónas blandar ávaxtadrykk. Í uppskriftinni eru 2 dl af mysu og 6 dl af appelsínusafa. Hann ætlar að nota 10 dl af mysu. Hve mikinn appelsínusafa þarf hann?
Að leysa dæmi Hlutföll Hægt er að leysa þetta dæmi á tvennan hátt: 1) Þegar við breytum 2 dl í 10 dl þá margföldum við með 5 þannig að við getum margfaldað 6 dl af appelsínusafa með 5 og fengið út 30 dl. 2) Hlutfallið milli 2 dl af mysu og 6 dl af appelsínusafa er 1:3 þannig að við þurfum þrisvar sinnum meira af appelsínu. Ef 10 dl af mysu þá 3*10 af appelsínusafa eða 30 dl.
Hlutföll Að skipta upp í ákveðnu hlutfalli: Dæmi: Ef ég skipti 40.000 kr í hlutföllunum 2:3 á milli Hörpu og Vilborgu. Hve mikið fær hvor þeirra ? Lausn: Teldu fyrst hlutana þ.e. 2 + 3 = 5 hlutar. Til að vita hvað 1 hlutur er mikið deilir þú þessum 5 hlutum í upphæðina: 40.000/5 og færð út 8.000 kr. Harpa fær þá 2 * 8.000 = 16.000 en Vilborg fær 3 * 8.000 = 24.000 kr.
Hlutföll Mælikvarðar Hver er munurinn á einhverju teiknuðu í þessum hlutföllum ? 1:5 5:1 Getur þú stytt hlutfallið: 18:1,5 ?
Hlutföll Hlutfallið milli Íslendinga og Bandaríkjamann er 1:1000 Íslendingar eru um 300.000. Hvað eru Bandaríkjamenn þá margir ?