90 likes | 221 Views
Ábyrgð stjórnar og stjórnenda. Í ALMANNAHEILLASAMTÖKUM Þorkell Sigurlaugsson. Meginhlutverk stjórnar. Að flestu leiti er enginn grundvallarmunur á stjórnarstörfum í almannaheillasamtökum /félögum eða stjórnum í hlutafélögum eða opinberum stofnunum
E N D
Ábyrgð stjórnar og stjórnenda Í ALMANNAHEILLASAMTÖKUM Þorkell Sigurlaugsson
Meginhlutverk stjórnar • Að flestu leiti er enginn grundvallarmunur á stjórnarstörfum í almannaheillasamtökum /félögum eða stjórnum í hlutafélögum eða opinberum stofnunum • Það þarf að velja samtökunum forstöðumann og víkja honum úr starfi ef þess gerist þörf • Samþykkja og taka þátt í stefnumörkun og markmiðssetningu samtakanna • Tryggja að lagalegum og siðferðilegum þáttum sé fylgt • Hafa eftirlit með árangri samtakanna og krefjast t.d. mánaðarlegra rekstraruppgjöra og upplýsinga um stöðu og verkefni samtakanna á ýmsum sviðum • Leiðbeina yfirstjórnanda • Fylgjast með þróun í umhverfinu og ýta undir breytingar og hafa frumkvæði að þeim
Hlutverk stjórna er oft vanrækt • Hlutverki stjórna hefur ekki verið sinnt nægilega vel af menntakerfinu • Hlutverki stjórna hefur verið vanmetið af stjórnendum • Á aðalfundum félaga og samtaka fer oft lítið fyrir umræðum um hlutverk stjórna og helstu verkefnum hennar • Stjórnarmenn átta sig oft ekki á sinni ábyrgð og hafa ekki þurft að taka sitt hlutverk alvarlega og axla ábyrgð • Ábyrgð stjórna almannaheillasamtaka er síst minni en hlutafélaga, því verið er að fjalla um mikilvæg samfélagsleg verkefni og ráðstafa fjármunum sem stjórninni og stjórnendum er treyst fyrir
Val á stjórnarmönnum • Þurfa að • Hafa þekkingu og hæfileika • Hafa góðan skilning á starfseminni • Hafa tíma til að sinna verkefninu • Tryggja þarf góða aldurs- og kynjaskiptingu • Ekki velja einhvern vegna þess að hann eigi það skilið • Ekki velja misvitra samstarfsfélaga og vini • Ekki velja einhvern af því að hann er karl, kona, eða lögfræðingur....... heldur vegna eigin verðleika • Almannaheillafélög þurfta samt að velja stjórnarmenn með önnur sjónarmið í huga en t.d. hlutafélög eða félög með hagnað fyrir eigenda sína að leiðarljósi
Starfshættir stjórna • Allar stjórnir ættu að setja sér starfsreglur • Ákveða hversu oft skal halda stjórnarfundi • Stjórn sé virk á milli stjórnarfunda • Stjórn starfi sem ein heild • Forðast ofríki og ofstjórn á stjórnarfundum • Stjórnarmenn eiga ekki að sitja prúðir og hlusta með aðdáun á leikrit sem sett er upp á stjórnarfundi • Stjórn fyrirtækis ætti að halda fund reglulega a.m.k. einu sinni á ári án þátttöku forstöðumanns og ræða opinskátt störf hans o.fl.
Starfshættir og leiðarljós stjórnar .... • Stjórn sem hefur á að skipa ólíkum einstaklingum er víðsýnni og líklegri til að finna betri lausnir en einsleitur hópur sem hefur sömu þekkingu, stíl og menntun • Stjórnarmenn eiga helst ekki að vera starfsmenn samtakanna eða undirmenn forstöðumanns • Stjórn á yfirleitt betra með að leysa vandamál og komast að skynsamlegri niðurstöðu en einstaklingur. Stjórnarmenn mega þó ekki vera of margir • Bestu hugmyndirnar geta komið frá þeim sem eru í minnihluta, ef hægt er að tala um meirihluta og minnihluta. Ef stjórn á að vera árangursrík þarf hún því að nýta sér hugmyndir allra stjórnarmanna
..starfshættir og leiðarljós stjórnar • Stjórn nær betri árangri ef í henni er sterkur forystumaður, með sjálfsöryggi og hugrekki til ákvarðanatöku. Hlutverk hans er að tryggja, að allir eða a.m.k. sem flestir taki þátt í umræðum og ákvarðanatöku. • Það er mikilvægt að forystumaður hafi eiginleika til að vinna með öðrum. Ekki taka allar ákvarðanir sjálfur heldur hámarka ávinning af hópstarfi sem mun leiða til betri ákvarðana • Gott samstarf stjórnar og forstöðumanns er grundvallaratriði. Stjórnin þarf einnig að meta reglulega frammistöðu forstöðumanna og annarra lykilstjórnenda. Stjórn eða a.m.k. formaður þarf að hafa skoðun á því hvort þörf sé á því að skipta um forstöðumann
Hvað einkennir góðan leiðtoga ? • Að vita hvertsamtökinætlaaðfara og hvernigskulikomastþangað • Aðgetaunniðmeðstarfsfólkinu og áttað sig á þvíaðárangurinnsnýstaðstærstumhluta um aðvirkjafólk og veraþvíhvatning; aðstjórnamannauðifyrirtækisins • Aðþekkjatilhlítar og hafagífurleganáhuga á aðalstarfsemi og meginverkefnumfyrirtækisins og einbeitaséraðþeim • Aðbúatilskipulag, kerfi, reglur og vinnubrögðsemtryggjahagkvæmni í rekstri, eftirlit og góðaþjónustu; mótatraustan og sterkanfyrirtækjabrag og innviði • Aðverafrumkvöðullbreytinga og hafaóbilanditrú á nýsköpun, þróun og frumkvæðitilbreytinga; verabreytingastjóri
Stjórn almannaheillasamtaka og stjórnenda í þriðja geiranum eru í sama bát og stjórnir annarra félaga og þurfa að róa í sömu átt