180 likes | 312 Views
Núverandi Hringvegur. Unnin hafa verið gróf frumdrög fyrir umferðarskipulag á Kjalarnesi, frá mynni Kollafjarðar að Hvalfjarðargöngum. Um er að ræða skoðun á breikkun Hringvegar eða mögulega færslu, skoðun gatnamóta, bætt umferðaröryggi og hljóðvist. Skýringar Íbúðasvæði
E N D
Núverandi Hringvegur Unnin hafa verið gróf frumdrög fyrir umferðarskipulag á Kjalarnesi, frá mynni Kollafjarðar að Hvalfjarðargöngum. Um er að ræða skoðun á breikkun Hringvegar eða mögulega færslu, skoðun gatnamóta, bætt umferðaröryggi og hljóðvist.
Skýringar • Íbúðasvæði • Svæði fyrir þjónustustofnanir • Iðnaðarsvæði • Opin svæði til sérstakra nota • Landbúnaðarsvæði Úr Aðalskipulagi Reykjavíkur, 2001-2024 Meginvinna við skýrsluna fólst í því að sjá fyrir umferðarskipulag Hringvegar á Kjalarnesi, annars vegar miðað við AR 2001 til 2024 og hins vegar miðað við fullbyggt Kjalarnes, óskilgreint í tíma.
Dýpi á fast er víða mikið Á milli Vallár og Hvamms er núverandi vegur fljótandi á mýri sem er allt að 15 m djúp. Á móts við Hofsvík er fastur botn undir sjávarmáli. Að breikka núverandi veg í 2+1 á þessum kafla er varasamt, hætta er á missigi. Skynsamlegt er að byggja nýjan tveggja akreina veg við hlið þess gamla, 2+2 akreina vegur.
Hvassviðri á Kjalarnesi er það mesta sem þekkist á Höfuðborgarsvæðinu. Truflanir á umferð vegna veðurs eru tíðari á Kjalarnesi en annarstaðar á Höfuðborgar-svæðinu. Mælingarnar gefa til kynna að sviptivindar séu algengir og að þeir skapi umtalsverða hættu fyrir umferð. Hvassviðrin eru mest og hviður mestar í áttum sem standa af Esjunni (Móar) og einnig austlægum áttum meðfram hlíðum hennar (Skrauthólar). Áberandi er hversu þröngir áttageirar hvassviðranna eru á hvorum stað um sig. Áhrifamáttur skjólbelta við vegi er ekki vel þekktur hérlendis, en mælingar í þéttbýli og utan þess, benda þó til þess að áhrif víðáttumikillar byggðar séu umtalsverð (mælingar við Veðurstofuna) og sömuleiðis benda mælingar til þess að hávaxinn gróður dragi einnig úr vindi þó útbreiðsla hans sé ekki mikil (Korpa).
Umferðaróhöpp Samfélagslegur kostnaður vegna umferðarslysa á Kjalarnesi milli Kollafjarðar og Hvalfjarðarganga er um 280 mkr á ári. Alvarlegustu óhöppin eru vegna árekstra þegar bílar mætast. Með aðskilnaði akstursstefna og lagfæringar á hliðarsvæðum má fækka slysum um 50% á vegi samkv. sænskum heimildum. Hvort heldur vegurinn er 2+2 akreinar eða 2+1 akrein.
Umferðarspár, skv. AR árið 2024 (svartar tölur) og skv. fullbyggðu Kjalarnesi (hvítar tölur) Afköst 2ja akreina vegar er amk. 15 þúsund bílar á sólarhring. Afköst 4ra akreina vegar er allt að 65 þúsund bílar á sólarhring. Val á útfærslu ræðst fremur af umferðaröryggi og kostnaði við aðgerðir en umferðarafköstum.
Hljóðstig miðað við núverandi ástand og 6.500 bíla á sólarhring ÁDU. Hljóðstig við íbúðarhús næst þjóðveginumog á skólalóðinni er yfir 60 dB(A) í dag.
Hljóðstig miðað við 13.000 bíla á sólarhring, ÁDU árið 2024. Óæskilegur umferðarhávaði, 55 - 60 dB(A), teygir sig innar í íbúðarhverfiðog lengra inn á skólalóðina. Samfara breikkun vegarins er nauðsynlegt að huga að mótvægisaðgerðum vegna hljóðvistar við íbúðarhús og á skólalóð.
Sveigja má Hringveginn þar sem Sundbraut kemur að landi við Leiðhamra. Með því fæst: • Betri hæðarlega og núverandi vegur nýtist sem tengibraut í Kollafjörð. • Betra er að koma fyrir mislægum gatnamótum vegna Kollafjarðarvegar. • Kostnaðurinn er álíka mikill og ef farið er beint yfir Kollafjörð inn í legu núverandi Þjóðvegar. • 500-600 metrar af núverandi Hringvegi ónýtist vegna skeringa ef fylgt er núverandi legu. • Ef hæðarlega á veginum er með það að markmiði að nýta núverandi Hringveg sem mest verða miklar fyllingar þar sem Sundabrautin kemur að landi og sjónræn áhrif vegna fyllinga í fjörunni verða mikil. Valkostur er að færa Hringveginn vegna nálægðar við byggð í Grundarhverfi, þannig batnar hljóðvist í hverfinu og meira rými fæst fyrir mótvægisaðgerðir vegna umferðahávaða. Möguleiki er að leggja nýjan Hringveg niður við ströndina milli Kollafjarðar og Brimness. Þannig nýtist landið betur, landið er ekki sundurskorið af Hringveginum. Núverandi vegur nýtist sem tengibraut innansveitar. Valkostir fyrir færslu Hringvegar
Eignamörk á Kjalarnesi. Myndin er birt með fyrirvara frá Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar. Semja þarf við fjölda landeigenda áður en ráðist er í framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar og gerð hliðarvega.
Aðkoma að Skógarási verði frá Hvalfjarðarvegi 2+1 vegur 2+2 vegur og hliðarvegir Ný heimreið að Bakka Lagfæring Brautarholtsvegar Tillaga. Gatnamót í plani, þrenn hringtorg og tvö T gatnamót.
Tillaga. Skipting kostnaðar eftir verkhlutum. Einingaverð: 2 + 2 vegur 200 mkr/km 2 + 1 vegur 80 mkr/km
Hringtorg við Brautarholtsveg Lagfæring á Brautarholtsvegi Undirgöng fyrir gangandi og ríðandi. Tengingu Vallargrundar við Vesturlandsveg lokað Tillögur að endurbótum við Grundarhverfi. Æskilegar fyrstu aðgerðir.
Við Hvalfjarðarveg 2+2 vegur og hliðarvegir Við Brautarholtsveg 2+2 vegur Við Brimnes Þrenn mislæg gatnamót Framtíðarumferðarskipulag fyrir Kjalarnes, valkostur 1
Við Hvalfjarðarveg Við Brautarholtsveg Við minni Kollafjarðar Þrenn mislæg gatnamót Framtíðarumferðarskipulag fyrir Kjalarnes, valkostur 2 Undirgöng f. akandi
Við Hvalfjarðarveg Við Brautarholtsveg Við minni Kollafjarðar Við Brimnes Fern mislæg gatnamót Framtíðarumferðarskipulag fyrir Kjalarnes, valkostur 3