380 likes | 2.21k Views
Klumbufætur. Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir Baldur Helgi Ingvarsson. Hvað er klumbufótur. Pes equinus varus adductus Pes = fótur Equinus = hófur (á hesti) Varus = halli inn að miðlínu Adductus = aðfærsla. Nýgengi . Á Íslandi: 0,9 á hverjar 1000 fæðingar Norðurlöndin: Svipað og hér
E N D
Klumbufætur Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir Baldur Helgi Ingvarsson
Hvað er klumbufótur • Pes equinus varus adductus • Pes = fótur • Equinus = hófur (á hesti) • Varus = halli inn að miðlínu • Adductus = aðfærsla
Nýgengi • Á Íslandi: 0,9 á hverjar 1000 fæðingar • Norðurlöndin: Svipað og hér • Kína: 0,39 á hverjar 1000 fæðingar • Polynesía: 6,8 á hverjar 1000 fæðingar
Algengi • Drengir eru 2,0-2,5x líklegri til þess að fá klumbufót • Bilateral í um það bil 50% tilfella • Hægri fótur aðeins oftar útsettur en sá vinstri
Klínísk einkenni • Ökkli í equinus stöðu (fótur í plantar flexion) • Hæll í varus stöðu • Framleistinn er adducteraður og supineraður
Meingerð • Menn eru ekki fullkomlega sammála um meingerð klumbufótar • Flestir rannsakendur eru þó sammála um að klumbufótur stafi af óeðlilegri afstöðu navicular, calcaneus og cubiod beina gagnvart talus. • Aðalgallinn liggur í talus sem er með snúning í collum og caput medialt og plantart miðað við corpus. • Naviculare er of miðlægt miðað við caput tali og getur því myndað gerviliðamót við medial malleolus
Meingerð frh. • Calcaneus er í equinus og varus stöðu og hefur snúist miðlægt við talus • Miðlægu vöðvarnir, sinar og liðbönd sem sjá um inversio og plantarflexion eru of stuttir og stífir strúktúrar. Liðpokar miðlægt eru þykknaðir og stífir • Hliðlægt er of mikill slaki í strúktúrum sem sjá um eversion og dorsiflexion og capsulan er víð.
Klumbufætur-gerðir • Soft: Idiopathiskir. Talið stafa af umhverfisþáttum og gengur oftast vel að laga • Rigid: Non-idiopathiskir. Eru tengdir heilkennum • Til dæmis Down´s syndrome, spina bifida, fetal alcohol syndrome • Gengur verr að meðhöndla
Orsakir • Fjöldi tilgáta eru til • Líklegast um að ræða samansafn fjölda óútskýrða umhverfisþátta sem verka saman og stuðla að myndun klumbufóts • Helstu tilgátur eru aflfræðitilgátan, bandvefstilgátan, æðatilgátan, taugatilgátan, tilgátan um þroskastöðvun í fæti og genatilgátan
Aflfræðitilgátan • Elsta tilgátan • Klumbufótur myndast vegna plássleysis í leginu • Til dæmis vegna minnkaðs legvatns
Bandvefstilgátan • Leggur til að orsökin sé vegna galla í bandvefjum fótar • Það sem styður þessa tilgátu er hve stífir liðirnir eru í klumbufæti • Menn eru þó að komast að öndverðum niðurstöðum um þetta efni
Æðatilgátan • Sýnt hefur verið fram á æðamissmíð í klumbufótum. • Vöntun á • a. tibialis anterior • a. dorsalis pedis
Taugatilgátan • Margir einstaklingar með neural tube defect eins og spina bifida eru líka með klumbufót • Einnig hefur verið sýnt fram á óeðlilega taugaleiðni í einstaklingum með klumbufót
Tilgátan um þroskastöðvun á fæti • Það sem styður þessa tilgátu er að klumbufótur lítur á margan hátt út eins og fósturfótur í byrjun annars mánaðar meðgöngu • Þessi tilgáta fjallar um að eðlilegur snúningur fósturfótarins stöðvist
Genatilgátan • Hærri tíðni meðal eineggja en tvíeggja tvíbura en þó ekki svo að það mælir gegn því að um eitthvað eitt afgerandi gen sé að ræða • Líklegt þykir að um fjölgena erfðir sé að ræða • Líklegast sambland á milli umhverfisþátta og stökkbreyttra gena
Greining • Langflest tilfelli greinast í 20 vikna meðgöngusónar. • Einstaka er þó ekki greint fyrr en við fæðingu, þá af barnalækni við nýburaskoðun
Meðferð • Haft er samband við bæklunarlækni • Hefst strax á fyrstu tveimur vikum í ævi nýburans. • Byrjað á gifsmeðferð sem kennd er við Ponseti í flestum tilfellum • Ef hefðbundin gifsmeðferð skilar ekki árangri er gerð skurðaðgerð
Ponseti gifsmeðferð • Barnið kemur vikulega til gifsmeðferðar • Fyrst er byrjað á því að abductera og pronera framleistann. Það getur tekið nokkur skipti. • Ekki fyrr en þá er fóturinn réttur úr varus stöðu. • Að síðustu er fóturinn leiðréttur úr plantar flexion með dorsi flexion og ekki fyrr en hinir þættirnir hafa verið leiðréttir.
Ponseti meðferð frh. • Framkvæma þarf mjúklega og alls ekki má þvinga fótinn. • Þetta byggir á því að fóturinn er enn brjóskkenndur og því auðmótanlegur. • Ef þetta er gert of hratt eða of harkalega er hætta á að brot myndist í háristarliðunum sem getur svo með tímanum leitt til s.k ruggustóls aflögunar. • Þetta getur tekið 8 – 10 vikur, jafnvel lengur
Áframhaldandi meðferð • Að lokinni réttingu sem venjulega er yfirrétting tekur við spelkumeðferð næstu fjóra mánuðina eða svo • Niðurstöður sýna að mögulegt er að leiðrétta allt að 90% klumbufóta með hefðbundinni gifsmeðferð
Skurðaðgerðir • Beitt þegar fóturinn bregst ekki við hefðbundinni gifsmeðferð. • Eru gerðar á börnum allt frá þriggja mánaða aldri og eldri. • Byrjað er á mjúkvefslosunum. Þar er reynt að losa um strekkt liðbönd, liðpoka og klippa á eða lengja sinar.
Skurðaðgerðir frh. • Ef ekki tekst að laga fótinn með mjúkvefsaðgerðum er oft reynt að gera osteotomiu á beinum í fæti til lagfæringar. • Þá er hugmyndin að taka beinfleyga frá einum stað og bæta í á öðrum stað til að rétta úr liðskekkjum. • Þessu fylgir oft tilfærsla á sinum til að stöðga fótinn • Tibialis ant. • Tibialis post.
Skurðaðgerð frh2 • Ef fyrrgreindar aðferðir duga ekki er farið út í arthrodesu. • Arthrodesa = liðstífing • Einungis hægt að gera á fullvöxnum liðum • Hún er gerð á þremur liðum (triple arthrodesa) • Art. Talo-calcanea • Art. Talo-navicularis • Art. Calcaneo-cuboidalis
Fylgikvillar aðgerða • Fóturinn getur skekkst aftur • Sýkingar • Yfirrétting á fæti • Blóðleysi í fæti (skorið á a. tibialis posterior) • Blóðþurrðardrep í talus (alvarlegast) • Getur einnig komið fram ef Ponseti rétting er gerð of harkalega
Afdrif og árangur • Börnin eru í sérsmíðuðum skóm að loknum meðferðum • Þessum börnum er fylgt eftir í töluverðan tíma. Upp að skólaaldri og jafnvel lengur til að hægt sé að grípa strax inní ef það verður afturhvarf. • Árangur meðferðanna er mjög góður í langflestum tilfellum og fóturinn verður nánast eðlilegur.
Takk fyrir Anna orðin tveggja og hálfs árs og fætur hennar orðnir góðir