230 likes | 372 Views
Eru strákar í basli en stelpur í góðum málum?. Kynlegur skóli 24. mars 2006 Hafsteinn Karlsson. Við fáum upplýsingar úr. PISA. Samræmdum prófum. Greiningum. Sérkennslu. Rannsóknum. Þetta vitum við:. Strákar með lægri einkunnir Fleiri strákar í sérkennslu
E N D
Eru strákar í basli en stelpur í góðum málum? Kynlegur skóli 24. mars 2006 Hafsteinn Karlsson
Við fáum upplýsingar úr PISA Samræmdum prófum Greiningum Sérkennslu Rannsóknum
Þetta vitum við: Strákar með lægri einkunnir Fleiri strákar í sérkennslu Fleiri strákar með greiningar Stelpur með hærri einkunnir Færri stelpur í sérkennslu Færri stelpur með greiningar Strákar með betri sjálfsmynd Strákar með minni stærðfræðikvíða Fleiri strákum líður illa í kennslustundum Stelpur með verri sjálfmynd Stelpur með stærðfræðikvíða Færri stelpum líður illa í kennslustundum
Vörumst alhæfingar þær villa okkur sýn Strákar og stelpur eru tveir hópar sem hvor um sig á það sameiginlegt að þeir sem tilheyra honum eru af sama kyni Meðaltöl leiða okkur á villigötur Þeir sem eru fæddir seinni hluta ársins koma ver út úr samræmdum prófum en hinir – að meðaltali
Starfið í skólanum Bóknám 70% Íþróttir, listir, verknám 30% 7. bekkur - íþróttir, listir, verknám 11 kennslustundir - rétt um 2 kennslustundir á dag 7. bekkur - bóknám 24 kennslustundir - um 5 kennslustundir á dag Heimanám - bóklegt Á 9. og 10. bekk hækkar hlutfall bóknáms í skólastarfinu t.d. 30 stundir af 37 eða rúmlega 80%
Áherslur í náminu Íslenska
Dæmi Ástandið batnaði fljótt. Mér batnaði fljótt. Hvaða málfræðilegi munur er á undirstrikuðu sögnunum? • Fyrri sögnin er í germynd en seinni í þolmynd. • Fyrri sögnin er í viðtengingarhætti en seinni í framsöguhætti. • Fyrri sögnin er ópersónuleg en seinni persónuleg. • Fyrri sögnin er persónuleg en seinni ópersónuleg.
Annað dæmi Í Íslenskri orðabók (2002) stendur bragur - s/-ar, - ir kk. Af þessu má lesa að orðið bragur • beygist ýmist sterkt eða veikt. • hefur tvenns konar eignarfall. • hefur tvenns konar fleirtölu. • hefur tvenns konar nefnifall.
Þriðja dæmið Hlaupið hefur líklega náð hámarki. Hvaða setningarhluti er undirstrikaða orðið? • andlag • frumlag • sagnfylling • umsögn
Inntökuskilyrði í framhaldsskóla • Inntökuskilyrði í framhaldsskóla miðast við námsárangur á samræmdum lokaprófum og við skólaeinkunnir við lok grunnskóla eftir því sem við á. • Nemendur, sem lokið hafa skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla, og einnig samræmdum lokaprófum a. m. k. í íslensku og stærðfræði, geta innritast á brautir framhaldsskóla • Til að hefja nám á bóknámsbrautum framhaldsskóla þurfa nemendur að þreyta a. m. k. fjögur samræmd próf
Starfið í skólanum er einhæft Heimanámið er allt bóknám 70 -80 % skólatímans eru nemendur í bóknámi Bóknámið er fremur einhæft Bóknámið byggist á því að lesa og skrifa Nemendur sitja yfirleitt við borð og vinna skv. fyrirmælum kennara og/eða bókarinnar Kennsluaðferðir í bóknámi fremur einhæfar
Einhæf vinna nemenda Bóknámið miðast við einhæfar vinnustellingar Bóknámið gefur litla möguleika á sveigjanleika í vinnu Nemendur hafa fremur lítið um starf sitt að segja Litlir möguleikar á vali á viðfangsefnum Nemendur hafa ekki val um hvort þeir eru í þessari vinnu eða ekki
Er skólinn skemmtilegur vinnustaður? Ekki fyrir alla Þeim sem standa höllum fæti í bóknámi leiðist Þeim sem eiga erfitt með einbeitingu og athygli leiðist Bæði strákum og stelpum leiðist en strákar virðast leyna því síður en stelpur
Þjást nemendur af streitu? Sýnt hefur verið fram á, að streita er áleitin meðal þeirra, sem vinna einhæf störf, þar sem þeir ráða litlu um framvindu mála og njóta lítils frumkvæðis. “Vellíðan í vinnunni” Fræðslurit Vinnueftirlitsins
Glíma nemendur við kulnun? Leiðindi í vinnunni hafa tilhneigingu til að draga úr framkvæmdavilja utan vinnu. Mikil líkindi eru til að þeir sem njóta sín í vinnunni verji frítímanum til uppbyggilegra athafna. Ef fólki finnst það ekki geta uppfyllt þær kröfur, sem til þess eru gerðar, starfið er því ofviða, fullnægir því ekki á einhvern hátt eða stjórnuninni er áfátt, gerir þreyta, sljóleiki og depurð vart við sig. Slík uppgjöf í starfi er kölluð kulnun. Vanlíðanin getur komið fram í líkamlegum einkennum. Einstaklingurinn er þá oft kominn í öngstræti og sér stundum enga leið aðra en hætta í vinnunni. “Vellíðan í vinnunni” Fræðslurit Vinnueftirlitsins
Við erum það sem við gerum Starfið er hluti af sjálfsmynd okkar. Það er mikilvægt fyrir fólk að vera í starfi, sem hefur tilgang bæði í augum einstaklingsins sjálfs og umhverfisins. Staða mannsins innan vinnustaðarins skiptir máli. “Vellíðan í vinnunni” Fræðslurit Vinnueftirlitsins
Er skólinn góður vinnustaður Einkennandi fyrir góðan vinnustað er að vinnufélagarnir bera traust hver til annars, finna til samhygðar og hafa umburðarlyndi gagnvart sérkennum náungans. Starfshópurinn getur því aðeins unnið vel saman og þróast, að þekking, geta og sköpunarhæfni einstaklinganna nýtist eins og best verður á kosið. Í góðum starfshópi veit hver og einn til hvers er ætlast af honum og hvaða stöðu hann hefur í hópnum. “Vellíðan í vinnunni” Fræðslurit Vinnueftirlitsins
Er skólinn góður vinnustaður Á góðum vinnustað ríkir lýðræði, fólk þorir að vera það sjálft og býr ekki við ótta og öryggisleysi. Vandamál eru rædd í vinsemd og til þess að leysa þau, en ekki til að koma höggi á sökudólg. Fjallað er um markmiðin og ákvarðanir teknar í samráði við starfsmenn. Miðað er að því að fólk þroskist og endurnýi sig í starfi, geti notið hæfileika sinna og þekking og færni hvers og eins sé metin að verðleikum. Samstarfsmenn gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum. “Vellíðan í vinnunni” Fræðslurit Vinnueftirlitsins
Vinnugleði Ef kröfurnar sem gerðar eru til einstaklingsins í vinnunni samsvara hæfileikum hans og áhuga, eru mestar líkur á að hann njóti sín í vinnunni og skili jafnframt góðu verki. Þegar að sjálfri vinnunni kemur skiptir miklu máli, að erfiðið skili árangri, að menn fái viðurkenningu fyrir vel unnið starf og að vinnan sjálf hafi tilgang. “Vellíðan í vinnunni” Fræðslurit Vinnueftirlitsins
Hver er að klikka? Krakkarnir? (strákarnir og stelpurnar) Kennararnir? Kerfið?
Skólinn verður að... • byggja á styrkleikum sérhvers nemanda • vera með fjölbreytt námstilboð • meta nemendur á þeirra forsendum • leggja áherslu á gott og afslappað andrúmsloft • útskrifa agaða, gagnrýna, hugmyndaríka, skapandi einstaklinga með áræði og þor til að takast á við ný verkefni
Góð viðhorf til nemenda • öll börn eiga rétt og kröfu til góðrar og uppbyggilegrar skólavistar • engum nemanda er ofaukið • skólinn flokkar ekki nemendur í góða nemendur og lélega – slíkt á ekki við
Niðurstaða mín er: Það er allt í lagi með strákana og stelpurnar líka Það þarf að laga kerfið þannig að allir finni sig í skólanum