200 likes | 505 Views
Einstaklingsnámskrár og samvinna sérkennara og annarra kennara. Ásta María Hjaltadóttir, 2006. Einstaklingsnámskrár - almennt. Gott að vinna með einstaklingsnámskrár vegna þess að: Vinna verður markvissari. Ákveðin pressa er sett á mann, maður verður að standa skil á sínu.
E N D
Einstaklingsnámskrár og samvinna sérkennara og annarra kennara. Ásta María Hjaltadóttir, 2006.
Einstaklingsnámskrár - almennt Gott að vinna með einstaklingsnámskrár vegna þess að: • Vinna verður markvissari. • Ákveðin pressa er sett á mann, maður verður að standa skil á sínu. • Auðveldar mat á árangri nemenda. • Er fyrir alla nemendur. • Hægt að setja upp einstaklingsnámskrá vegna hegðunar nemanda (sjá sýnishorn). ***Vita/kynna sér hver geta nemandans er áður en einstaklingsnámskrá er sett upp þannig að markmið verði raunhæf. Ásta María Hjaltadóttir, 2006
Einstaklingsnámskrá - almennt Æskilegt er að í einstaklingsnámskrá komi eftirfarandi atriði fram: • Almennar upplýsingar: nafn nemanda, umsjónarkennara/greinarkennara/annarra kennara sem vinna með nemanda og tengjast því sem unnið er með. • Styrkleiki nemanda: reynum að nýta styrkleika nemandans í náminu. • Veikleiki nemanda: vörumst að einblína á veikleika nemandans í náminu. • Markmið: langtíma- og skammtímamarkmið. Langtímamarkmið bútað niður í skammtímamarkmið, en þetta fer allt eftir eðli málsins ef svo má að orði komast. Ásta María Hjaltadóttir, 2006
áfrh: • Hvernig skal markmiði náð? Hvernig ætla ég að fara að þessu?: Oft gott að nota fyrst hugarflæði/”brain storming”, vinsa síðan út möguleikana og ákveða síðan nánari útfærslu – bækur, kennslugögn, önnur úrræði. • Tímamörk sett: hvenær skal markmiði náð? Í tengslum við tímamörk: betra að ætla sér minna en meira í byrjun, ánægjan vegur þungt þegar séð er fram á að markmiði verði náð. Stundum næst markmið ekki á þeim tíma sem ætlað var en þá er bara að endurskoða og halda áfram þar sem frá var horfið. • Mat: Var markmiði náð eða þarf að vinna betur og/eða öðruvísi til að ná því eða kom jafnvel í ljós að vinna þarf annað með nemandanum áður en hægt er að vinna að upphaflega settu markmiði. Undirskrift foreldra/forráðamanna Ásta María Hjaltadóttir, 2006
Gerð einstaklingsnámskrár Einstaklingsnámskrá skal gerð í samvinnu foreldra, umsjónarkennara/greinakennara og sérkennara skv. reglugerð um sérkennslu, III. kafli, 7. gr. 1996. Reynsla mín: Sérkennari og umsjónarkennari /greinarkennari útbúa tillögu að einstaklingsnámskrá og leggja hana fyrir foreldra/forráðamenn. Ef foreldrar /forráðamenn eru ekki sammála um forgangsröð markmiða eða vilja fá inn önnur markmið sem þeir telja að barninu þeirra sé mikilvægara að ná á undan öðrum markmiðum, eru málin rædd,hugsuð betur, rædd betur og endanleg niðurstaða fengin sem allir geta skrifað undir. Ásta María Hjaltadóttir, 2006
áfrh: Af hverju ofangreind leið?: • Að mínu mati sparar hún tíma og foreldrum ákveðin óþægindi. • Foreldrar fegnir að þurfa ekki í upphafi að koma með tillögur að einstaklingsnámskrá þar sem þeir eru óöruggir og telja sig ekki hafa þann grunn sem þarf til að setja fram kennslufræðileg markmið. Eru mun öruggari í að koma með ábendingar og setja fram sínar áherslur þegar þeir hafa tillögu að einstaklingsnámskrá fyrir framan sig. • Þegar upphaflegar tillögur hafa verið settar fram og ræddar lítillega er oft gott að foreldrar fái að taka eintak með sér heim þar sem þeir geta hugsað og rætt saman um áherslur og markmið. Eiga þá auðveldara með að tjá sig um væntingar sínar á næsta fundi þar sem væntanlega verður gengið endanlega frá einstaklingsnámskrá. Ásta María Hjaltadóttir, 2006
Einstaklingsnámskrár Oft gott að hanna sína eigin gerð einstaklingsnámskrár, auðveldara að vinna eftir henni þar sem maður eignar sér vinnuna. Á a.m.k. við um suma. Hafa í huga að einstaklingsnámskrá sé skýr, einföld og aðgengileg. Mismunandi gerðir einstaklingsnámskrár: • Ein grein (sýnishorn) • Víðtækari einstaklingsnámskrá (sýnishorn). • Einstaklingsnámskrá vegna hegðunar. Ásta María Hjaltadóttir, 2006
Einstaklingsnámskrá vegna hegðunar - dæmi Fram komi eins og í öðrum einstaklingsnámskrám: Almennar upplýsingar, styrkleiki nemandans og veikleiki hans (sem er þá væntanlega hegðun hans í þessu tilfelli). Síðan komi fram: • Stuðningur í bekk: hvaða stuðning mun nemandi fá við vinnu verkefna inni í bekk, hvernig verða verkefni lögð upp fyrir hann, hvernig verður almennt komið til móts við þarfir hans. • Hvaða hegðun verður kennd nemanda í stað hinnar ögrandi hegðunar, oft talað um staðgengilshegðun. • Hvernig á að kenna staðgengilshegðun: hlutverkaleikir, fyrirmynd, tíð endurgjöf á hegðun. Ásta María Hjaltadóttir, 2006
Áfrh: einstaklingsnámskrá - hegðun • Jákvæð styrking/umbun: hvernig háttað? • Svörun við hinni ögrandi hegðun nemanda: hunsun, áminning, slokknun/”time out”. • Endurmat: gefa sér góðan tíma í ofangreinda vinnu áður en endurmat fer fram. Oft erfitt að breyta hegðun sem er búin að vera til staðar í jafnvel mörg ár. Það er þolinmæðin sem gildir. Ásta María Hjaltadóttir, 2006
Samvinna – samstarf Fundir: • Að hausti/í skólabyrjun: sérkennari og umsjónarkennarar (hver fyrir sig) fara í gegnum mál þeirra nemenda sem sérkennari kemur að, skipuleggja samstarfið og einstaklingsnámskrár. • Að hausti/í skólabyrjun: eftir fund sérkennara og umsjónarkennara, tökum við tíma í að funda með foreldrum þeirra nemenda er um var rætt og ræðum hugmyndir okkar við þá, biðjum þá að fara yfir tillögur að einstaklingsnámskrá ef svo ber undir og mælum okkur mót þá við þá síðar þar sem endanlega er gengið frá málum. • Að hausti/í skólabyrjun: “stóri fundurinn”, farið í gegnum mál varðandi nemendur sem eiga í einhverjum erfiðleikum með öllu starfsliði skólans. Ásta María Hjaltadóttir, 2006
Samvinna - samstarf Fundir: • Í upphafi skólaárs er í nokkrum tilfellum ákveðið í samráði við foreldra að hittast reglulega yfir veturinn til að fara yfir mál nemenda. Oftast einu sinni í mánuði. • Markmiðið: að halda okkur við efnið, þ.e.a.s. sérkennara, umsjónarkennara og foreldrum. Hefur reynst mjög vel í ákveðnum tilfellum þar sem foreldrar þurfa einnig stuðningog aðhald. Ásta María Hjaltadóttir, 2006
Samvinna - samstarf Fundir: Yfir veturinn fundað reglulega, þ.e. sérkennari og umsjónarkennari eða aðrir sem koma að nemendum og málefni nemenda rædd og staða endurmetin. Reglulegt samstarf við foreldra: foreldrar í góðu sambandi við skólann og hafa samband eða koma fyrir utan boðaða fundi. Mikilvægt. Ofangreint samstarf hefur að mínu mati: • Gert sérkennslunemendum kleift að vera sem mest með bekkjarfélögum í náminu og: • Sérkennari, umsjónarkennari, aðrir kennarar og foreldrar eru mun öruggari í starfinu. Hver um sig veit hvað hinn er að gera eða hugsa. • Allir er koma að nemanda og vonandi nemandinn líka eru ánægðari í og með skólann. Ásta María Hjaltadóttir, 2006
Samvinna - samstarf Fundir: Tímafrekir en margborga sig ef þeir eru markvissir en ekki bara eitthvað spjall. Mikilvægt að undirbúa sig fyrir fundi, vita hvað við viljum og ætlum að koma á framfæri. Mikilvægt fyrir sérkennara (eins og alla aðra) að eiga góð samskipti við samstarfsmenn og foreldra þar sem hreinskilni ríkir en jafnframt aðgát í nærveru sálar. Að lokum örlítið “korn” frá : Reynslan hefur verið minn besti kennari og sýnt mér m.a. fram á að það er sama hversu bókleg og kennslufræðileg þekking mín er mikil að ef ég ætla að kenna nemendum eitthvað verð ég fyrst og fremst að ná góðu sambandi við þá, skilja þá og nota innsæi mitt til ná til þeirra. Þegar góðum samskiptum er náð og traust ríkir á milli okkar get ég byrjað að kenna. Ásta María Hjaltadóttir, 2006