190 likes | 294 Views
Mat á umhverfiskostnaði raflínulagna. Daði Már Kristófersson Hagfræðideild HÁSKÓLI ÍSLANDS. Umhverfið gegnir mikilvægu hlutverki. Fyrir fyrirtæki og einstaklinga Sem uppspretta aðfanga til framleiðslu Sem viðtakandi úrgangs Sérstaklega fyrir einstaklinga
E N D
Mat á umhverfiskostnaði raflínulagna Daði Már KristóferssonHagfræðideild HÁSKÓLI ÍSLANDS
Umhverfið gegnir mikilvægu hlutverki • Fyrir fyrirtæki og einstaklinga • Sem uppspretta aðfanga til framleiðslu • Sem viðtakandi úrgangs • Sérstaklega fyrir einstaklinga • Vegna þeirrar nytsemdar sem fæst við að njóta óspillts umhverfis (Notagildi - UseValue) • Vegna þeirrar nytsemdar sem því fylgir að vita af óspilltri náttúru nú og/eða í framtíðinni (Gildi sem ekki tengjast notkun - Non-useValues)
Verðmat • Hagfræðin mælir verðmæti náttúruauðlinda og umhverfis alfarið frá mannhverfu sjónarhorni (anthropocentricviewpoint). • Virði skapast einungis af þeirri ástæðu að menn álíta hlutina einhvers virði
Yfirlit yfir tegundir virðis • Notkunargildi • Aðföng í framleiðslu • Afþreying: bein nýting umhverfis, t.d. til útivistar • Valréttur (option): Við viljum hafa þann möguleika að geta nýtt okkur umhverfið einhvern tímann • Þjónusta umhverfis, s.s. endurnýtingarhringrásir vistkerfa • Gildi sem ekki tengjast notkun • Tilvistargildi: Umhverfið hefur virði í sjálfu sér • Erfðagildi (BequestValue): Aðgangur næstu kynslóða er þér mikilvægur • Ósérplægni (AltruisticValue): Aðgangur annarra
Notkunn togast á • Togstreita milli ólíkrar nýtingar • Raflínur vs ósnortin náttúra • Hvernig á að ákvarða bestu not? • Taka þarf tilli til allra nota • Sumt selt á mörkuðum – auðvelt að meta • T.d. Rafmagn eða ál • Sumt ekki selt – erfitt að meta • Aðgangur að ósnortinni náttúru
Markaðsbrestir • Markaðir bregðast fyrir mörg umhverfisgæði • Forsendur markaða ekki fyrir hendi • Eignarréttur óskilgreindur eða óskilgreinanlegur • Andstaða við markaðsvæðingu • Stofnanabrestir... • Þýðir ekki að umhverfisgæði séu einskins virði!
Aðferðir til að meta virði þess sem ekki er selt á mörkuðum • 3 megin tegundir aðferða: • Sýnd vild (revealedpreference), skoðar ákvarðanir einstaklinga um neyslu umhverfisgæða. • Yfirlýst vild (statedpreference), metur virði beint með því að spyrja einstaklinga um vild. • Flutningur ábata (benefits-transfer), metur virði útfrá hliðstæðu mati sem framkvæmt var á örðum stað við líkar aðstæður.
Aðferðir til að meta virði • Sýnd vild (notkunargildi) • Staðgengils markaður • Hedónsk verðlagning • Ferðakostnaður • Yfirlýst vild (bæði notagildi og gildi sem ekki tengjast notkun) • Ímyndaðir markaðir • Skilyrt verðmat (contingentvaluation)
Hverju skilar mat á virði okkur? • Hægt er að sannfæra stjórnmálamenn um að umhverfið sé einhvers virði, sem getur verið mun meira en gróði vegna aðgerða sem skaða umhverfið. • Mörg dæmi eru um rannsóknir á virði umhverfisins sem leitt hafa til slíkrar niðurstöðu. • Miklu mun betri leið en óbeint mat á virði umhverfisgæða sem byggir á samanburði hagnaðar og mats umhverfisskaða án tillits til virðis
Takmarkanir mats á virði umhverfis • Ástæðurnar fyrir því að mat á virði getur verið erfitt: • Samhengi orsaka og afleiðinga umhverfisskaða ekki nógu vel þekkt. • Megin virði tengist gildum sem ekki tengjast notkun og er erfitt að meta. • Einstaklingar þekkja illa til umhverfisáhrifa og geta þess vegna ekki metið þau með sanngjörnum hætti.
Hagrænt mat raflínulagna • Auðvelt að meta: • Tekjur af rafmagnsflutningi • Kostnað ólíkra útfærslna • Landkostnað línustæðis • Erfitt að meta • Umhverfiskostnað • Útsýni, útivist, tilvist... - ekki markaðsvörur • Áhrif margslungin því sama lína getur farið um ólík svæði
Mat ólíkra þátta • Útsýni • Metið með: hedónskri verðlagningu eða skilyrtu verðmati • Áhrif á útivist • Metið með: ferðakostnaðaraðferð eða skilyrtu verðmati • Tilvistargildi • Metið með: skilyrtu verðmati
Vandamál • Hedónsk verðlagning • Landmarkaðir grunnir og flóknir • Ferðakostnaðaraðferð • Óvíst um breytingar vegna línulagna • Skilyrt verðmat • Viðkvæm fyrir framsetningu • Hætta á bjögunum ef línur eru umdeildar
Mín skoðun • Óraunhæft að krefjast verðmats á öllum línum • Væri hægt að koma upp grunni mats á línum við ólík skilyrði • Við og í byggð • Við ólík náttúruskilyrði... • Nota mætti grunninn sem viðmið við mat á línulögnum við ólík skilyrði
Lokaorð • Mikilvægt er að umhverfiskostnaður sé tekinn með í útreikninga um þjóðhagsleg áhrif framkvæmda • Nokkrar aðferðir til og mikil þróun í fræðum • Ýmsar ástæður gera almenna beitingu við mat línulagna erfiða • Mikilvægt að forðast óbeint mat