300 likes | 649 Views
Grei?slust??vun, nau?asamningar og gjald?rot. . Helstu reglur og r?ttar?hrif. . Skuldari:Ma?ur, f?lag e?a stofnun, sem leitar eftir og f?r, eftir atvikum, heimild til grei?slust??vunar e?a nau?asamningsumleitana svo og s? sem krafist er gjald?rotaskipta hj?.?rotama?ur: Ma?ur e?a l?gpers?na sem
E N D
1. Borgarlögmenn. Steinunn Guðbjartsdóttir,hrl.
2. Greiðslustöðvun, nauðasamningar og gjaldþrot. Helstu reglur og réttaráhrif.
3. Skuldari:
Maður, félag eða stofnun, sem leitar eftir og fær, eftir atvikum, heimild til greiðslustöðvunar eða nauðasamningsumleitana svo og sá sem krafist er gjaldþrotaskipta hjá.
Þrotamaður:
Maður eða lögpersóna sem svo stendur á um að bú viðkomandi hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.
Frestdagur:
Hefur mikla þýðingu í gjaldþrotalögum. Skilgreining í 2. gr. GÞL.
Frestdagur er sá dagur sem héraðsdómara berst beiðni um heimild til greiðslustöðvunar, til að leita nauðasamninga eða krafa um gjaldþrotaskipti
Þótt beiðni eða krafa sé afturkölluð telst frestdagur móttökudagur upphaflegrar beiðni eða kröfu
Frestur til riftunar reiknast aftur í tímann frá frestdegi
Nákominn:
Hugtakið hefur mikla þýðingu í gjaldþrotalögunum. Skilgreining í 3. gr. GÞL. Menn eða lögpersónur sem tengjast skuldara á nánar tiltekinn veg.
Nokkur hugtök.
4. Greiðslustöðvun er það ástand sem kemst á með því að dómari veitir, með dómsúrskurði, tímabundnar og lögákveðnar undantekningar frá almennum reglum um fjárhagslegt athafnafrelsi skuldara og heimildir kröfuhafa til aðgerða í hans garð.
Markmið greiðslustöðvunar er að ráða bót á yfirvofandi eða yfirstandandi ógjaldfærni skuldarans.
Skuldari verður að njóta liðsinnis aðstoðarmanns sem hann ræður sjálfur til starfa og dómari telur hæfan til gegna því Greiðslustöðvun.
5. Beiðni um heimild til greiðslustöðvunar á að senda til héraðsdómstóls þar sem skuldari á heimilisvarnarþing.
Í beiðni eða með henni skal koma fram, 2. mgr. 10. gr. GÞL:
Ítarleg greinargerð skuldarans um hvað valdi verulegum fjárhagsörðugleikum hans, í hverju þeir felist, hvernig hann hyggist leysa úr þeim og hvern hann hafi ráðið sér til aðstoðar.
Ef skuldarinn er bókhaldsskyldur skal fylgja beiðni yfirlýsing löggilts endurskoðanda um að bókhald skuldarans sé í lögboðnu formi. Beiðni um heimild til greiðslustöðvunar.
6. Ekki skal veitt heimild til greiðslustöðvunar ef (12. gr.GÞL):
1. krafa um gjaldþrotaskipti á búi skuldarans hefur komið fram áður en beiðni hans um heimild til G var tekin til úrskurðar og krafan hefur hvorki verið afturkölluð né hafnað með úrskurði,
2. skuldari hafði heimild til G sem lauk innan 3 ára fyrir frestdag
3. nauðasamningur komst á fyrir skuldara innan 3 ára fyrir frestdag
4. skuldaranum er sýnilega þegar orðið skylt að krefjast gjaldþrotaskipta á búi sínu vegna ákvæða 2. mgr. 64. gr.
5. ekki verði talið að skuldari eigi í slíkum fjárhagsörðugleikum að þeir séu verulegir eða ónógar upplýsingar hafi komið fram til að lagt verði mat á það.
H 88/1981 (til að koma í veg fyrir uppboð),
H 241/1982 (Aðeins veðbókarvottorð lagt fram um eigna og skuldastöðu)
Veiting heimildar til greiðslustöðvunar.
7.
6. Ráðagerðir skuldarans um ráðstafanir meðan á G stendur eru ekki taldar heimilar eða samrýmast tilgangi hennar, raunhæfar eða líklegar til að koma nýrri skipan á fjármál hans, eða upplýsingar um þær svo óljósar að ekki þyki fært að leggja mat á það.
7. rökstuddur grunur er um að upplýsingar af hendi skuldarans séu vísvitandi rangar eða villandi
8. beiðni skuldarans eða fylgigögnum með henni er áfátt eða sá sem hann hefur ráðið sér til aðstoðar er talinn vanhæfur til að gegna því starfi.
Veiting heimildar til greiðslustöðvunar, frh.
8. Ef dómari telur skilyrði fyrir hendi kveður hann upp úrskurð um veitingu G til tiltekins dags innan 3 vikna en þá er málið tekið fyrir á ný.
Aðstoðarmaður skuldara skal boða lánardrottna til fundar með sannanlegum hætti a.m.k. 3 sólarhr. áður en umrædd 3 vikna G rennur út. Tilkynnt skal hvenær G verði næst tekin fyrir (13.gr. GÞL).
Aðstoðarmaður skal á fundinum leggja fram tæmandi og sundurliðaða skrá um eignir og skuldbindingar og gera grein fyrir með hvaða hætti skuldarinn hyggist reyna að koma nýrri skipan á fjármál sín.
Fyrirætlanir varðandi áframhaldandi G skulu kynntar og leitað eftir viðhorfum lánardrottna. Úrskurður dómara og næstu skref.
9. Skuldari getur lagt fram skriflega beiðni um áframhaldandi G og er hún lögð fram í þinghaldi sem fram fer í lok þriggja vikna G. Beiðni skal fylgja fundargerð frá fundi með kröfuhöfum, sönnun fyrir boðun til fundar, skrá aðstoðarmanns um eignir og skuldir og greinargerð um aðgerðir (15.gr.GÞL)
Lánardrottinn getur mætt í þinghald og mótmælt (16. gr.)
Dómari getur framlengt G með úrskurði í allt að þrjá mánuði ef skilyrði 17. gr. GÞL eru fyrir hendi.
Hægt er að fá G framlengt með nýjum úrskurði dómara einu sinni eða oftar en þó ekki samanlagt lengur en í 6 mánuði frá upphaflegum úrskurði. Áframhaldandi greiðslustöðvun.
10. Skuldara er óheimilt að ráðstafa eignum sínum eða réttindum og stofna til skuldbindinga á hendur sér, nema aðstoðarmaður hans veiti fyrir fram samþykki sitt til þess hverju sinni og heimild standi til slíkrar aðgerðar í 20. eða 21. gr. (19. gr. GÞL)
Skuldara er óheimilt að ráðstafa eignum eða réttindum nema ráðstöfunin verði talin nauðsynlegur þáttur í daglegum rekstri hans eða tilraunum til að koma nýrri skipan á fjármál hans, eðlilegt verð komi fyrir þau og andvirðið sé varðveitt þannig að það liggi fyrir óskert við lok greiðslustöðvunar, sbr. þó 2. mgr. 20. gr.
Óheimilt er að verja peningaeign skuldarans, peningum sem fást við ráðstöfun eigna eða réttinda, arði af eignum eða réttindum eða tekjum sem hann aflar í atvinnurekstri til annarra þarfa en talin eru upp í 2. mgr. 20. gr. Réttaráhrif greiðslustöðvunar.
11. Skuldaranum er óheimilt að greiða skuldir eða efna skuldbindingar meðan á G stendur nema að því leyti sem víst er að skuldbindingin yrði efnd eða skuldin yrði greidd eftir stöðu sinni í skuldaröð ef til gjaldþrotaskipta kæmi á búi hans í kjölfar G. Heimilt er þó annars að greiða skuld eða efna aðra skuldbindingu ef telja má víst að það sé nauðsynlegt til að varna verulegu tjóni. (1. mgr. 21. gr.)
Meðan á G stendur er skuldaranum óheimilt að stofna til skulda, taka á sig aðrar skuldbindingar eða leggja höft á eignir sínar eða réttindi, nema til að afla sér og fjölskyldu sinni daglegra nauðsynja, eða það sé nauðsynlegt til að halda áfram atvinnurekstri hans eða til að varna verulegu tjóni og víst þykir að sú aðgerð yrði lánardrottnum hans til hagsbóta ef til gjaldþrotaskipta kæmi á búi hans í kjölfar G. (2. mgr. 21. gr.)
H 355/1994. Það er skuldara og þess sem nýtur góðs af ráðstöfun að sanna að ráðstöfun hafi verið heimil
Réttaráhrif greiðslustöðvunar frh.
12. Nauðasamningur er samningur sem kemst á millli skuldara og kröfuhafa hans um greiðslu skulda. Tilskilinn meirihluti kröfuhafa verður að samþykkja samninginn og hann þarf að hljóta staðfestingu fyrir dómi. Nauðungin í samningnum felst í því að þeir kröfuhafar sem fara með samningskröfur en hafa ekki samþykkt samninginn eru samt sem áður skuldbundnir til að hlíta honum.
Markmið nauðasamninga:
Ráða bót á ógjaldfærni skuldara.
Ráða bót á neikvæðri eignastöðu skuldara.
Skuldari þarf að hafa eitthvað að bjóða og kröfuhafar þurfa að sjá sér hag í því að samþykkja tilboð hans um uppgjör. Nauðasamningur.
13. Samningskröfur eru þær kröfur sem nauðasamningurinn hefur bindandi áhrif á.
Hugtakið samningskrafa er skilgreint á neikvæðan hátt í 1. mgr. 29. gr. GÞL. Samkvæmt ákvæðinu er samningskrafa sú krafa á hendur skuldaranum sem hvorki er undanþegin áhrifum nauðasamnings né fellur niður vegna hans samkv. ákvæðum 28. gr. laganna Hugtakið samningskrafa.
14. Lögbundin áhrif nauðasamnings:
- Gjalddagi samningskröfu.
- Gjaldmiðill kröfu.
- Áfall vaxta og kostnaðar.
- Samruni samningskrafna.
Hvað er hægt að gera við samningskröfur með ákvæðum nauðasamnings?
- Alger eftirgjöf samningskrafna.
- Hlutfallsleg eftirgjöf samningskrafna.
- Gjaldfrestur á samningskröfum.
- Breytt form á greiðslu samningskrafna.
Áhrif nauðasamnings á samningskröfur.
15. Atkvæðismaður – 1 og 2. mgr. 33. gr. GÞL.
Á óskilyrta samningskröfu á hendur skuldara.
Lýsir henni innan kröfulýsingafrests.
Er ekki nákominn skuldara.
Atkvæði eftir höfðatölu – 3. mgr. 33. gr. GÞL.
Atkvæði eftir kröfufjárhæð – 4. mgr. 33. gr. GÞL.
Atkvæðafjöldi – 49. gr. gþl.
Skuldarinn þarf að fá sama hundraðshluta fylgis með samningsfrumvarpi og nemur hundraðshluta eftirgjafarinnar sem hann er að fara fram á af samningskröfum, þó aldrei minna en 60% atkvæða. Gildir um höfðatölu allra atkvæðismanna og fjárhæðir krafna þeirra.
Atkvæðismaður og atkvæðafjöldi.
16. Beiðnin og fylgigögn.
Ástæður þess að skuldari leitar nauðasamnings.
Hvernig er samningsboðið fundið og hvernig ætlar skuldarinn að standa við það.
Talning eigna og skulda. Mögulegar riftanlegar ráðstafanir.
Frumvarp að nauðasamningi skal fylgja.
Meðmæli frá ¼ hluta kröfuhafa.
Síðasta skattframtal.
Trygging fyrir greiðslu kostnaðar.
Meðferð beiðninnar fyrir dómi.
Réttaráhrif heimildar til að leita nauðasamninga eru sambærileg réttaráhrifum greiðslustöðvunar. Beiðni um heimild til nauðasamningsumleitana.
17. Umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum skipaður.
Fyrsta verkefni hans er að gefa út innköllun og senda tilkynningu um nauðasamningsumleitanirnar til lánadrottna. 1. mgr. 44. gr. GÞL.
Kröfulýsing atkvæðismanns og réttaráhrif hennar – 46. gr. GÞL.
Samningskrafa fellur ekki niður við vanlýsingu.
Kröfulýsing veitir atkvæðisrétt.
Framkvæmd nauðasamningaumleitana.
18. Kröfuskráin – 46. gr. gþl.
Aðeins kröfur sem atkvæðisréttur fylgir.
Tilgreining lánadrottna og krafna þeirra.
Í skránni á að taka fram atkvæðisréttinn sem fylgir hverri kröfu.
Fundur til atkvæðagreiðslu um samningsfrumvarp. 48. gr. gþl.
Staður, tími og aðgangur.
Hvað á að fjalla um – 2. mgr. 48. gr. gþl.
Mótmæli gegn ákvörðun atkvæðisréttar.
Atkvæðagreiðslan. Hrd. 303/2003.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu.
Kröfuskrá og fundur með kröfuhöfum.
19. Staðfesting nauðasamnings og réttaráhrif.
Hvenær er nauðasamningur kominn á,1. mgr, 60 gr gþl.
Áhrif nauðasamnings gagnvart kröfuhöfum, 2.- 4. mgr. 60. gr. gþl.
Lok nauðasamningaumleitana.
20. Gjaldþrotaskipti hafa verið skilgreind þannig:
Sameiginleg fullnustuaðgerð lánadrottna sem fer fram vegna þess að ekki er nóg til handa þeim öllum.
Með gjaldþrotaskiptum er reynt að koma í veg fyrir:
að skuldari mismuni kröfuhöfum með því að velja hvaða kröfuhöfum hann greiði
að skuldari ráðstafi eignum sínum með gjöfum eða málamyndagerningum til að eiga síðar innhlaup hjá tilteknum kröfuhöfum eða til að koma eignum sínum undan aðför kröfuhafa
Gjaldþrotaskipti.
21.
Heimild til að krefjast gjaldþrotaskipta.
Skylda skuldara til að krefjast gjaldþrotaskipta.
Almennt.
Lög um bókhald nr. 145/1994
2. mgr. 64. gr. GÞL
Af hverju er skyldan lögð á bókhaldsskyldaaðila?
Refsingar
Ákvæði GÞL
105. gr. l. 25/1929 um hlutafélög og l. 138/1994 um einkahlutafélög.
Almenn hegningarlög. Hrd. 1992.560.
Skaðabótaskylda.
Gjaldþrotaskipti að beiðni skuldara
22. Ákvörðun um að krefjast gjaldþrotaskipta og
fyrirsvar.
Einstaklingar.
Félög.
? Félagsstjórn.
Hrd. 1925:102 (Hluthafar geta ekki krafist gjaldþrotaskipta).
23. Krafa.
Krafist gjaldþrotaskipta með stoð í gögnum sem veita líkindi fyrir ógjaldfærni skuldara.
Árangurslaus gerð ? kyrrsetning, löggeymsla og fjárnám Gjaldþrotaskipti að kröfu kröfuhafa.
24. Krafa um gjaldþrotaskipti og meðferð hennar fyrir dómi.
Varnarþing, form og efni, trygging fyrir skiptakostnaði.
Úrskurður um gjaldþrotaskipti og réttaráhrif hans.
Reglur GÞL, einkum 72. gr., leiða til þess að við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti verður til sjálfstæð persóna að lögum, þrotabú, sem tekur við réttindum og skyldum þrotamannsins og lýtur stjórn skiptastjóra með þátttöku kröfuhafa.
Við uppkvaðningu úrskurðar tekur bú skuldarans við öllum fjárhagslegum réttindum sem hann átti eða naut. Sjá undantekningar í ákvæðinu. Einnig tekur búið við öllum fjárhagslegum skyldum. Krafa um gjaldþrotaskipti.
25. Skipun skiptastjóra.
Helstu viðfangsefni:
Taka eignir í sínar vörslur.
Koma eignum í verð.
Staðreyna kröfur á hendur búinu.
Úthluta andvirði eigna upp í samþykktar kröfur.
Innköllun og meginreglan um þörf kröfulýsingar.
Kröfuhafi sem vill hafa uppi kröfu á hendur þrotabúi þarf að lýsa henni fyrir skiptastjóra og á ekki annarra kosta völ til að koma henni fram.
Skiptastjórar.
26. Að baki hverri reglu sem veitir forgang búa veigamiklar röksemdir og brýnir hagsmunir.
Forgangurinn er undantekning, sbr. meginregluna við gjaldrotaskipti um jafnræði kröfuhafa.
SÉRTÖKUKRÖFUR – 109. gr. gþl.
Almennt:
Kröfur á grundvelli eignarréttar yfir eign eða yfir réttindum í vörslum þrotabús.
Þessar kröfur hafa verið kallaðar sértökukröfur og einnig kröfur utan skuldaraðar.
Sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem á hlut.
Kröfur um peningaeign á grundvelli sértökuréttar:
Tvö skilyrði:
1) Sýna fram á eignarétt
2) Sýna fram á að peningarnir séu sérgreindir hjá þrotamanni.
Rétthæð krafna.
27. BÚSKRÖFUR - 110. gr. gþl.
Taldar upp í 4 tl. í 110. gr. gþl. Upptalning í töluliði felur í sér innbyrðis forgangsröð, þ.e. 1. tl. á að greiða að fullu áður en nokkuð er greitt upp í 2. tl. o.s.frv.
Meginregla að veðkrafa skv. 111. gr. gangi fyrir búskröfum 110. gr. hvað varðar fullnustu af andvirði viðkomandi eignar.
Útfararkostnaður, skiptakostnaður, kröfur á hendur búi eftir upphaf skipta, kröfur sem verða til eftir frestdag v. ráðstafana sem voru samþykktar af aðstoðar eða umsjónarmanni.
Rétthæð krafna frh.
28. VEÐKRÖFUR skv. 111. gr.
Kröfur sem njóta veðréttar eða annarra tryggingaréttinda í eign þrotabús .
Réttur skv. 111. gr. tekur til andvirðis eignar og til tekna eða arðs af eigninni.
FORGANGSKRÖFUR– 112. gr. gþl.
8 töluliðir sem allir standa jafnfætis. Ef búið getur ekki greitt alla töluliðina þá á að greiða þá jafnt að tiltölu.
Rétthæð krafna frh.
29. ALMENNAR KRÖFUR skv. 113. gr.
Allt sem ekki er raðað sérstaklega í skuldaröðina, á undan eða eftir, fellur þarna undir – skilgreindar neikvætt í ákvæðinu. Allar venjulegar kröfur falla í þennan flokk, t.d. víxlar, tékkar, o.s.frv. Flestar kröfur falla í þennan flokk. Allar innbyrðis jafn réttháar.
Skv. 2. mgr. 117. gr. skal fram koma í kröfulýsingu hvaða stöðu krafa á að njóta. Ef kröfuhafa sést yfir þetta og gerir enga kröfu um skuldaröð þá myndi krafan falla í þennan almenna flokk.
Rétthæð krafna frh.
30. EFTIRSTÆÐAR KRÖFUR skv. 114. gr.
Geta fyrst komið til greina þegar allar rétthærri kröfur hafa greiðst að fullu. Taldar upp í 5 liðum, sem fela í sér innbyrðis forgangsröð. (1. tl. rétthærri en 2. tl. o.s.frv.)
Nánast óþekkt að komi greiðsla upp í þessar kröfur en hafa þó þá þýðingu að ella myndu þessar kröfur falla undir almennar kröfur ? myndi minnka það sem kæmi upp í þær.
Rétthæð krafna frh.
31. Kröfuskrá – afstaða til krafna.
Lok gjaldþrotaskipta geta orðið með ferns konar hætti:
Með nauðasamningi - 1. mgr. 149. gr. gþl, sbr. 154. gr. gþl.:
Vegna afturköllunar eða brottfalls allra lýstra krafna – 2. mgr. 154. gr. gþl.
Vegna eignaleysis þrotabús - 155. gr gþl.
Lok gjaldþrotaskipta með úthlutun til kröfuhafa.
Hvernig sem skiptalok verða þá leiða þau til að tilvist þrotabúsins, þeirrar lögpersónu sem varð til við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti, lýkur.
Tilvist þrotabúsins er slitið líkt og um væri að ræða félag og frá þeim tíma nýtur það ekki neinna réttinda og ber ekki lengur skyldur.
Kröfuskrá