170 likes | 290 Views
Nafnmyndaskrá. Kynning á nafnmyndaskrá Aleph 22. ágúst 2003 Borghildur Stephensen. Hvað er nafnmyndastjórn?. Notkun á nafnmyndafærslum til að samræma höfuð. Dæmi: OPAC notandi finnur öll rit eftir Samuel Clemens undir nafninu Mark Twain, sem er ríkjandi nafnmynd. Hvað er nafnmyndastjórn?.
E N D
Nafnmyndaskrá Kynning á nafnmyndaskrá Aleph 22. ágúst 2003 Borghildur Stephensen
Hvað er nafnmyndastjórn? • Notkun á nafnmyndafærslum til að samræma höfuð. • Dæmi: OPAC notandi finnur öll rit eftir Samuel Clemens undir nafninu Mark Twain, sem er ríkjandi nafnmynd
Hvað er nafnmyndastjórn? • Skapa tílvísanakerfi (x og r tilvísanir) • Dæmi: Ef leitað er að Samuel Clemens (víkjandi nafnmynd), finnst x-tilvísun á Mark Twain (ríkjandi nafnmynd)
Nafnmyndagrunnur • Í Aleph500 eru nafnmyndafærslur skráðar og staðfestar í XXX10 gagnagrunni. • Á íslandi er það ICE10 • Hægt er að hafa fleiri en einn gagnagrunn fyrir mismunandi nafnmyndir (ICE11, ICE12 ofl.)
Nafnmyndaskráin • Er dregin út úr bókfræðilegum færslum eftir yfirfærslu gagna • Hægt er að leita að nafnmyndum í OPAC og uppfæra þær í gegnum skráningarþáttinn.
Aðalsviðin í nafnmyndaskrá: • Leader: ákveðið svið sem samanstendur af fyrstu 24 stafa staðsetningu (00-23) hverrar færslu og inniheldur upplýsingar um ferli færslunnar.
Aðalsviðin í nafnmyndaskrá: • 008: stæði 14-16: notað til að skilgreina áræðanleika höfuðs. • Aðal- eða aukasvið (stæði 14) • Efnissvið (stæði 15) • Ritraðasvið (stæði 16)
Aðalsviðin í nafnmyndaskrá: • 1XX (valin höfuð) : ríkjandi nafnmynd • 4XX (x-tilvísanir) : víkjandi nafnmynd • 5XX (r-tilvísanir) : tengd nafnmynd
Aðalsviðin í nafnmyndaskrá: • Sérsviðin eru tvö: - COR (corrected fields): er búið til sjálfkrafa þegar 1XX sviðið er leiðrétt. Þá fer upprunalega 1XX í COR field. - UPD (update field): þetta er sérstakt svið, sem ákveður hvort nafnmyndafærsla er notuð til að uppfæra bókfræðifærslur. Gildin eru 2: yes/no
Þegar leitað er að nafnmynd: • Vera í réttu sviði og slá inn fyrstu stafi í nafni. • Ýta á F3 (headings listi) • Velja rétta nafnmynd og smella á ok. • Ef leita þarf í öðru safni, er valið: Ctrl-F3 (nafnmyndaskrá)
Þegar leitað er að nafnmynd: • Ef sett er inn víkjandi nafnmynd (dæmi: Clemens, Samuel), þá breytist hún í ríkjandi nafnmynd (dæmi: Twain, Mark) þegar færslan er vistuð.
Þegar leitað er að nafnmynd: • Þegar ný nafnmynd er búin til, fer hún ekki sjálfkrafa í nafnmyndaskrána. Hún fer á sérstakan stað ásamt öðrum nýjum. Sá sem sér um nafnmyndaskrána, skoðar allar nýjar nafnmyndir, staðfestir þær og sendir síðan í nafnmyndaskrána. Þannig er hægt að hafa stjórn á og koma íveg fyrir vitleysur í grunninum.
Þegar leitað er að nafnmynd: • Þegar ný nafnmynd hefur verið búin til, þarf ekki að gera það aftur, næst er hún sótt í F-3 (headings) eða Ctrl-F3 (nafnmyndaskrá)
Tilvísanir í nafnmyndaskrá: • File => open template • Vera í nafnmyndaskrárgrunni (ICE10) • Velja “sub.marc” fyrir efni og open • Velja “pers.marc” fyrir nöfn og open
Tilvísanir í nafnmyndaskrá: Frh: • Setja inn ríkjandi nafnmynd í 100 og víkjandi nafnmynd í 400. • Muna að fyrri vísir fyrir íslensk nöfn er 4. • Snyrta færsluna (edit => fix og edit => sort) • Vista færsluna.
Að sameina nafnmyndir: • Eins og er, er aðferðin við að sameina nafnmyndir, seinleg. • Það þarf að fara inn í hverja einustu færslu, smella á höfuð, sem á að hverfa, velja F3, finna rétta nafnmynd og velja hana. Eftir að færslan er vistuð, þarf að byrja aftur upp á nýtt.
Að sameina nafnmyndir: frh: • Þegar búið er að sameina í bókfræðigrunni, þarf að fara í nafnmyndagrunn og eyða röngu færslunni þaðan. Þá er flett upp á færslunni til að fá númer hennar. Síðan er flett upp eftir því og færslunni eytt.