210 likes | 389 Views
Skóli án aðgreiningar (Inclusive practice). Skóli fyrir alla?. Hafdís Guðjónsdóttir KHÍ 2007. Sameina námssamfélagið. Manneskjan í forgrunni. Við höfum skuldbundið okkur til að þróa skólann þannig að hann verði árangursrík leið til að … berjast gegn mismunun
E N D
Skóli án aðgreiningar(Inclusive practice) Skóli fyrir alla? Hafdís Guðjónsdóttir KHÍ 2007
Sameina námssamfélagið Manneskjan í forgrunni Við höfum skuldbundið okkur til að þróa skólann þannig að hann verði árangursrík leið til að…berjast gegn mismunun …skapa samfélag sem tekur vel á móti öllum …byggja upp samfélag án aðgreiningar …vinna að menntun fyrir alla(Salamanca samþykktin 2. málsgrein 2, UNESCO 1994) (Nind, Sheehy & Simmons, Eds. bls. 1-2) • Manneskjan þarf að koma fyrst • Viðurkenna mannréttindi (félagslegt réttlæti, mannréttindi, mismunun) • Réttindabarátta og lagasetningar • Alþjóðlegt ár fatlaðra 1981 • Salamanca samþykktin (1994) • Samþykkt sameinuðu þjóðanna vegna þeirra sem eru með sérþarfir (1998) • World Education Forum in Dakar (2000) Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Aðalnámskrá grunnskóla • Grunnskólar eiga að taka við öllum börnum hvernig sem á stendur um atgervi þeirra til líkama og sálar, félagslegt og tilfinningalegt ásigkomulag eða málþroska. • Þetta á við um fötluð börn og ófötluð, afburðargreind og greindarskert og allt þar á milli, börn úr afskekktum byggðarlögum, börn úr minnihlutahópum sem skera sig úr hvað varðar mál, þjóðerni eða menningu. • Grunnskólum er skylt að mennta öll börn á árangursríkan hátt. Aðalnámskrá grunnskóla almennur hluti, 1999, bls. 14 Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Aðalnámskrá grunnskóla • Eitt grundvallarviðmið í skólastarfi er jafnrétti til náms sem er fólgið í því að bjóða nemendum nám og kennslu við hæfi og gefa þeim tækifæri til að spreyta sig á viðfangsefnum að eigin vali. • Í þessu felast ekki endilega sömu úrræði fyrir alla heldur sambærileg og jafngild tækifæri. • Eitt mikilvægasta úrlausnarefni skóla og skólayfirvalda í þessu sambandi er að finna leiðir til að koma til móts við ólíka getu og ólík áhugamál nemenda, þ.e. að veita nemendum menntun við hæfi hvers og eins.Aðalnámskrá grunnskóla almennur hluti, 1999, bls. 16 Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Hverjir eiga hlutdeild? Hverjir eiga ekki hlutdeild? Öll börn eiga rétt á því að fá að vera fullgildir þátttakendur í skólastarfinu Námsumhverfi þar sem allir eiga hlutdeild? Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Skóli fyrir alla? Hvernig…. • hugsum við um nemendur sem eru fatlaðir, með sértæka námserfiðleika eða glíma við langtímaveikindi? • detta nemendur úr sambandi við skólann, námið og samfélagið ef þeir eru fatlaðir eða glíma við veikindi • er skóli án aðgreiningar mikilvægur (og flókinn) fyrir kennara, nemendur og samfélagið Hvað…. • vitum við um fötlun og nám? • sýna rannsóknir okkur í sambandi við skóla án aðgreiningar? • er að gerast í Evrópu – á Íslandi? Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Skóli fyrir alla? …tengt menningu, sögu, reynslu og samskiptum Skólinn…. • Yfir 100 ár af skólaskyldu fyrir almenning • Að fara í skóla er normið • Sérkennsla – ráðstöfun • Sérkennsla dregur úr pressunni á hið ,,venjulega’’ form Reynsla samfélagsins af fötlun… • Einangra fólk frá hinu venjulega umhverfi • Hið óþekkta – afbrigðileiki, eðlislægur munur, hræðsla, Spyrjum spurninga – Lítum á barnið fyrst… Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Faglegur skilningur Hugmyndir og líkön • Góðgerðarmál Horft á einstaklinginn sem ,,þurfandi’’, ,,einfelding’’, ,,syndlausan’’ – skylda okkar að hugsa um viðkomandi og vera ábyrg. • Læknis og sálarfræði Horft á vandamál einstaklingsins, leitað eftir greiningu, lækningu eða stuðningi • Mannréttindamál Oft sem endurskipulögð ráðstöfun án þess að breyta skipulagi skólans eða kennslunni • Skóli án aðgreiningarAðferð eða ferli við að breyta viðhorfum, stofnunum, tengslum og kennslufræði í margbreytilegu samfélagi Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Einstaklingsmiðað nám og skóli án aðgreiningar 2000 Sérdeildir í grunn- og framhaldsskólum þróast Allir nemendur eiga rétt á að ganga í skóla í sínu heimahverfi 1995 1982 Safamýrarskóli Dalbrautarskóli við BUGL 1976 Öskjuhlíðarskóli 1975 Lög um grunnskóla. 1974 Framhaldsnám í sérkennslu 1968 Fávitastofnanir 1967 Höfðaskóli 1961 1956 Námskeið um lestrarerfiðleika Lög um hæli fyrir vanvita, hálfvita, örvita og fávita 1936 Sólheimar 1933 Formleg kennsla blindra 1930 Kennsla heyrnar-og málleysingja. 1922 Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007 1907 Fræðslulög
Faglegur skilningur á fötlun, námserfiðleikum og langtíma veikindum Svið fötlunar…. • ÞroskiMikill vandi við að læra og skilja • HreyfingErfiðleikar við hreyfingu, fínhreyfingar, grófhreyfingar • SkynjunSjón og heyrn eru sködduð…………………………………………………… • HegðunErfiðleikar með hegðun og sjálfsstjórn • NámSértækir erfiðleikar með nám á ákveðnum sviðum. Þegar kennarar skipuleggja kennslu byggja þeir á skilningi sínum á námi, kennslufræði og nýta sér fjölbreyttar leiðir. Það er mikilvægt að skipulag kennslu nemenda sem eru fatlaðir eða eiga í erfiðleikum með nám sé ekki háð greiningum á veikum hliðum þeirra. Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Það er einföldun að ræða um skóla án aðgreiningar (inclusion) án þess að tengja umræðuna við aðra þætti skólastarfins. Það getur verið að ákveðin lykilatriði - eins og að virða fjölbreytnina, vera viðbragðssnjall, hlusta á aðra og virk þátttaka – séu innbyggð í hugtakið á einhvern hátt. En hugmyndin er viðurkennd á margvíslegan máta. … Skóli án aðgreiningar byggir líka á því samhengi sem skilningur/vinnubrögð er sett í. … Fólk skipuleggur skóla án aðgreiningar á margvíslegan máta og stundum þannig að úr verður ennþá meiri aðgreining en oft þannig að það gagnast bæði þeim sem eru fatlaðir og ófatlaðir. Hvað geta kennarar gert? Athugað … Séð barnið fyrst og fremst … Efast … Tekist á við verkefnið … Photos copied from “The Adelaide Declaration on National Goals for Schooling in the Twenty-First Century” Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Þegar byggt er á hugmyndafræði umSkóla án aðgreiningar er lögð áhersla á að skólinn verði endurskipulagður og haft að markmiði að hann verði sveigjanlegur, bjóði upp á hvetjandi námsumhverfi og kennsluhætti og bregðist við fjölbreytileika mannkyns (m.a. fötluðum, stelpum og strákum, margbreytilegri menningu, mismunandi námstækni, hæfileikum og áhugamálum, félagslegri stöðu nemenda, mismunandi fjölskyldumynstri og áhersluatriðum samfélagsins), þannig að allir nemendur finni að þeir eru velkomnir. Á þennan hátt getur skólinn stuðlað að samfélagi án aðgreiningar. Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Nám án aðgreiningar og árangursríkt starf í kennslustofunni • Kennsla án aðgreiningar fer fram í öllum löndum Evrópu. • Hegðunar-, félagsleg og/eða tilfinningaleg vandamál eru erfiðust viðureignar í sambandi við nám án aðgreiningar. • Einn mesti vandinn í evrópskum skólastofum er að takast á við mismunandi getu nemenda. Meijer, C. Ed. (2003) Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Nauðsynlegar aðstæður • Kennsla án aðgreiningar veltur á • viðhorfum kennara gagnvart nemendum með sérþarfir. • hæfni kennara til að auka félagsleg tengsl í bekknum. • viðhorfum þeirra til mismunandi getu nemenda. • vilja til að takast á við aðstæðurnar með virkum hætti. • Kennarar þurfa • á að halda færni og þekkingu á kennslufræði, kennsluaðferðum, kennsluháttum, náms- og kennsluefni. • tíma. • Kennarar þurfa • stuðning sem kemur jafnt innan frá sem utan skólans. • forystu af hálfu skólastjóra, aðstoðarskólastjóra, skólasamfélagsins, samfélagsins og ríkistjórnar, • að samstarf sé á milli stofnana og foreldra. • Stjórnvöld ættuað • vera með skýra stefnu • skapa viðeigandi aðstæður til að hægt sé að nýta fjármuni með sveigjanlegum hætti. Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Niðurstöður Að eftirfarandi fimm meginþættir skila árangri varðandi nám án aðgreiningar • Samvirk kennsla • Samvirkt nám • Samvirkt lausnateymi kennara • Blandaðir námshópar • Árangursrík kennsla Meijer, C. Ed. (2003) Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Viðbragðssnjallir kennarar Skóli án aðgreiningar byggir á: • siðfræði og móralskum skilningi á fjölbreyttum nemendahópum • námssamfélagi sem metur margbreytileikann í námsumhverfinu • viðbragðssnjöllum kennurum sem búa yfir kennslufræðilegri hæfni til að kenna fjölbreyttum hópi nemenda Hafdís Guðjónsdóttir (2000) Hafdís Gu›jónsdóttir, University of Oregon, July 2000 Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Viðbragðssnjallir kennarar Eru færir um að skapa námsaðstæður þar sem: • allir nemendur fá tækifæri til að ná árangri. • nemandinn og það sem hann kemur með inn í bekkjarsamfélagið er í brennidepli. • brugðist er við einstaklingsmun nemenda. • allir nemendur fá stuðning til að gera vel og bæta sig. Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
20 + 1 Allir eins -- nema einn 21 Allir ólíkir Ólíkir nemendur sem vandamál? -- eða tækifæri til að gera kennsluna auðugri og fjölbreyttari? Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Skóli án aðgreiningar Leggur áherslu á að kennarar einbeiti sér að því að skipuleggja kennslu fyrir hóp nemenda jafnt sem hvern einstakling í stað þess að einblína á það sem nemendur geta ekki. Þeir útbúa “klæðskerasaumaða” námskrá og kenna þannig að þeir koma til móts við alla nemendur. Hafdís Guðjónsdóttir (2000) Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007
Nokkrar heimildir sem stuðst var við í þessum fyrirlestri • Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti. (1999) • Education for all: Declaration adopted by world education forum in Dakar 2000. Iceland committee report. (2002) Ministry of Education, Science & Culture. • Hafdís Guðjónsdóttir (2000) Responsive professional practice: Teachers analyze the theoretical and ethical dimensions of their work in diverse classrooms. Óútgefið doktorsverkefni. University of Oregon, Eugene Oregon. • Meijer, C. & Soriano, V. & Watkins, A. Ed. (2003) Special needs education in Europe. European Agency for development in special needs education. Eurydice. • Meijer, C. Ed. (2003) Nám án aðgreiningar og árangursríkt starf í kennslustofunni. European Agency for Development in Special Needs Education. Hafdís Guðjónsdóttir lektor KHÍ 2007